Morgunblaðið - 23.02.2003, Side 57

Morgunblaðið - 23.02.2003, Side 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 57 Mennirnir með peningana Steinar kemur með dæmi um af- skipti plötufyrirtækjanna. „Þegar plötufyrirtækið heyrði hana ákvað það poppa hana upp. Norah þurfti að syngja eitthvað aftur og ein- hverju var bætt við. Ætli það sé ekki svona helmingurinn, sem er þarna ennþá,“ segir hann. „Gallinn við þessi plötufyrirtæki er sá að þau halda að þau þurfi að vera með puttana í öllu. Þessi plata sem við tókum upp upphaflega fannst mér alveg snilld og við vor- um mjög ánægð með hana á sínum tíma. Gallinn er náttúrlega að þeg- ar plötufyrirtækiskallarnir eru bún- ir að fikta í þessu, setja allan þenn- an pening í þetta og platan selst síðan svo vel, þá er eins og það réttlæti þetta pot hjá þeim. Þeir taka allan heiðurinn – það var eins gott að við tókum við stjórninni! – segja þeir með sjálfum sér. Maður lendir oft í þessu, að þeir þykist þurfa að vera með puttana í gerð platnanna frá upphafi, mennirnir með peningana.“ Hann segir að stundum þurfi listamaðurinn að spila með. „Norah var ábyggilega mjög spæld yfir þessu þangað til hún fór að fá tékk- ana. Kosturinn fyrir hana er sá að núna hefur hún meira að segja hjá plötufyrirtækinu heldur en áður. Hún gæti farið og tekið upp aðra plötu og haft hana eins og hún vildi. Stundum er þetta betra fyrir listamanninn að spila með, þangað til hann er kominn í betri stöðu. Maður veit aldrei hvort hin útgáfan hefði selst eitthvað minna. Þetta snýst allt um þessar auglýsinga- herferðir. Bransinn er bara svona.“ Eins og í útilegu Þetta er ekki eina skiptið sem Steinar hefur heimsótt uppsveitirn- ar. „Það er ágætt að fara svona upp í sveit. Ég tók líka upp plötu þarna með hljómsveitinni Dirty Dozen Brass Band frá New Orleans. Sú plata var líka tekin upp í Allaire. Þeir voru í miðju kafi að spila en mættu á staðinn. Platan var tekin upp á þremur dögum og hljóð- blönduð á tveimur.“ Útkoman var platan Medicated Magic, sem kom út í fyrra og er Norah Jones gesta- söngkona í einu lagi. „Þarna var mikil stemning þar. Þetta er hálf- partinn eins og að vera í útilegu.“ Steinar starfar að mestu í Los Angeles. „Sérstaklega upp á síð- kastið. Stúdíóbransinn í New York var orðinn slæmur en 11. septem- ber breytti miklu.“ Steinar og grafíski hönnuðurinn og stílistinn Leslie Carole eru búin að vera gift í níu og hálft ár. „Við kynntumst strax tveimur eða þrem- ur mánuðum eftir að ég kem út þannig að við erum búin að vera saman alveg frá 1991.“ Þau eiga saman þriggja og hálfs árs strák, sem heitir Sidney. „Það er alveg meiriháttar að búa hérna,“ segir Steinar en fjölskyldan býr í hæðunum norðan í Holly- wood. „Við sitjum aðeins fyrir ofan borgina, erum uppi í hlíðinni beint í vestur frá Hollywood-skiltinu sjálfu,“ útskýrir Steinar skilmerki- lega. Þrátt fyrir að búa svo langt frá heimalandinu reynir Steinar að heimsækja Ísland einu sinni á ári upp á síðkastið þrátt fyrir að öll fjölskyldan komist ekki alltaf með. Foreldrar hans bjuggu í Boston í nokkur ár, rétt eftir að hann flutti út, þannig að þá var styttra að heimsækja þau. „Vinnan er líka bindandi og ekki allt verkefni sem ég hef efni á að sleppa.“ „Kosturinn við þetta djobb er að maður er alltaf að vinna við eitt- hvað nýtt. Það eru alltaf einhverjir nýir að koma, ný hljómsveit eða tónlistarmenn. Maður vinnur stans- laust við það sem maður hefur mestan áhuga á að gera. Það finnst mér alveg ótrúleg heppni,“ segir Steinar, sem getur vel hugsað sér að gera þetta alla ævi. Steinar er með fjórar plötur í sigtinu og er bókaður fram í maí. Eina þeirra ætlar hann að vinna með kunningja sínum Joe Henry. Steinar hefur unnið mikið með hon- um, m.a. við plötuna Don’t Give Up On Me með Solomon Burke en Henry var upptökustjóri. Platan er líka tilnefnd til Grammy-verðlauna, sem blúsplata ársins. Gaman er að geta þess að tónlistarfræðingar hafa lofað bæði fyrrnefnda plötu Burke og Come Away With Me með Noruh Jones fyrir fádæma mjúkan og þægilegan hljóm. Ekki skal sagt hvort tilviljanir elti Íslendinga á röndum umfram aðra en á stundum sýnist heim- urinn lítill, jafnvel í Los Angeles. „Ég var í partíi fyrir stuttu hjá fólki, sem ég var að kynnast, og sat þar við stofuborð Jakobs Frímanns Magnússonar, sem hafði arfleitt gestgjafana að því fyrir tíu eða fimmtán árum,“ segir Steinar. „Þetta er lítill heimur.“ The Wallflowers – Breach. Joe Henry – Scar. Tom Waits – Blood Money. Solomon Burke – Don’t Give Up On Me. Söngkonan hugljúfa Norah Jones er dóttir tónlistarmannsins Ravi Shankar. Plata hennar Come Away With Me er m.a. tilnefnd sem besta platan á Grammy-hátíðinni í kvöld. Alls fékk platan og Norah átta til- nefningar. ingarun@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.eightbitaudio.com LOKADAGUR LAGERSÖLUNNAR 2 FYRIR 1 * flú borgar fyrir d‡rari vöruna. Opi›: Föstudag 12-18 • Laugardag 11-18 • Sunnudag 13-17 Lækjargötu Í LÆKJARGÖTU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.