Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Samráð tryggingafélaganna Samband íslenskra trygginga- félaga og aðildarfélög þess brutu samkeppnislög, m.a. með samráði varðandi þjónustu og viðskiptakjör, og stunduðu samkeppnishamlandi upplýsingamiðlun, að mati Sam- keppnisstofnunar. Tryggingafélögin neita ásökunum um samráð. Engar línuívilnanir í haust? Ólíklegt er að línuívilnanir verði teknar upp í haust að mati sjáv- arútvegsráðherra, sem segir að breyta þurfi lögum til að það sé hægt. Formaður smábátafélagsins Eldingar segist óttast að ekkert verði af áformum um línuívilnanir í haust, þvert á fyrirheit Sjálfstæð- isflokks í kosningabaráttunni. Vilja bæta flúor í gos Framleiðendur gosdrykkja ættu að bæta kalsíum og flúor í gosdrykki til að vinna gegn eyðingu glerungs af völdum súrra drykkja. Hugsanlegt er að fólk með glerungsskemmdir á háu stigi geti stefnt gosdrykkja- framleiðendum, enda engar merk- ingar á gosdrykkjum sem vara við hættu af þeirra völdum. Friður í Líberíu? Fyrstu skref í átt til friðar voru tekin í Líberíu í gær þegar stjórn- arhermenn og uppreisnarliðar tók- ust í hendur og föðmuðust á víglín- unni í höfuðborginni Monróvíu. Óljóst er hvort Charles Taylor for- seti muni taka boði um hæli í Níger- íu, og er hann sagður hafa sett ný skilyrði fyrir því að leggja niður völd. Sprengjutilræði í Jakarta Að minnsta kosti þrettán fórust og á annað hundrað slösuðust er öfl- ug bílsprengja sprakk við hótel í Jakarta á Indónesíu í gær. Yfirvöld segjast telja „mjög sennilegt“ að um sjálfsmorðstilræði hafi verið að ræða, en engin samtök höfðu í gær lýst tilræðinu á hendur sér. Mestu eldar í áratugi Hitabylgjan í Evrópu hefur valdið miklum skógareldum víða, m.a. í Portúgal þar sem eldarnir eru hinir mestu í áratug. Hafa ellefu látið lífið þar af völdum eldanna. Á Spáni lét- ust fjórir í gær af völdum mikils hita, er fór í 41 gráðu í suðurhluta lands- ins.  BILAÐIR HÖGGDEYFAR  SÉRSVEITIN  FORMÚLAN MÓTORKROSS  OCTAVIA RS  NÝR OPEL ASTRA  FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6025 • www.kia.is K IA ÍSLAND Bílar sem borga sig! S u ð u r l a n d s b r a u t 2 2 S í m i 5 4 0 1 5 0 0 w w w. l y s i n g . i s LÝSING Alhliða lausn í bílafjármögnun Allt snýst um innanrými í bílnum Mjúk og ávöl form einkenna Talisman KAFFI OG HUGMYNDABÍLAR Á CHAMPS ELYSÉES Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 30 Viðskipti 14 Minningar 30/35 Erlent 15/16 Bréf 38 Höfuðborgin 17 Dagbók 40/41 Akureyri 18 Staksteinar 40 Suðurnes 19 Sport 42/45 Landið 20 Fólk 46/49 Listir 21/23 Bíó 46/49 Umræðan 24/25 Ljósvakamiðlar 50 Forystugrein 26 Veður 51 * * * VEIÐIMAÐUR var fluttur á Land- spítalann í Fossvogi til aðhlynningar eftir að hann missti fótanna þar sem hann var að veiða í Soginu í landi Al- viðru um klukkan tíu á mánudags- kvöld. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Selfossi var maðurinn hætt kominn, enda er áin bæði köld og djúp. Veiðifélagi mannsins fór á eftir honum út í ána og hafði tekist að koma honum á land er lögregla og sjúkrabíll komu á staðinn. Veiðimaður hætt kominn í Soginu TÉKKNESK kona, sem var í rútunni sem valt í Borgarfirði um helgina, liggur enn á gjörgæsludeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss í Foss- vogi. Að sögn læknis á vakt er henni haldið sofandi í öndunarvél. Hún er þó á batavegi. Tveir aðrir tékkneskir ferðamenn, sem einnig voru fluttir á gjörgæslu- deildina eftir rútuslysið, hafa hins vegar verið útskrifaðir af deildinni og liggja nú á skurðdeild spítalans. Í rútunni, sem rann að því er talið er um 17 metra á hliðinni áður en hún stöðvaðist, voru 28 tékkneskir farþeg- ar auk tveggja leiðsögumanna. Tutt- ugu manns voru fluttir á sjúkrahús. Er enn í gjörgæslu ÞAÐ sem virðist standa á í samskiptum ríkislög- reglustjóra og samkeppnisyfirvalda er að sam- keppnisyfirvöld lýsi því yfir að þau telji að þessi brot séu alvarleg, og þau telji að einstaklingar hafi þarna bakað sér refsiábyrgð, segir Jónína Bjart- marz, starfandi formaður allsherjarnefndar Alþing- is. Ef samkeppnisyfirvöld lýsa því yfir getur rík- islögreglustjóri eða ríkissaksóknari ekki komist hjá því að taka þá afstöðu að hefja beri lögreglurann- sókn á ætluðum brotum einstaklinga, segir Jónína. Þetta hafa samkeppnisyfirvöld ekki gert til þessa. Fundað var í allsherjarnefnd Alþingis í gær að ósk Samfylkingarinnar og var fundarefnið ein- göngu samskipti ríkislögreglustjóra og samkeppn- isyfirvalda. „Það er ljóst að viðhorf Samkeppnisstofnunar er að þeir séu ekki að rannsaka brot einstaklinga held- ur séu þeir að rannsaka brot lögaðila,“ segir Jónína. Fjallað var um samskipti og sjónarmið ríkislög- reglustjóra og ríkissaksóknara annars vegar og Samkeppnisstofnunar hins vegar á almennum nót- um á fundi allsherjarnefndar og ekki fjallað um rannsókn samkeppnisyfirvalda sem slíka, að sögn Jónínu. Á fundinn mættu auk nefndarmanna Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri, Jón H.B. Snorra- son, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu- stjóra, Bogi Nilsson ríkissaksóknari og Ásgeir Ein- arsson, lögfræðingur Samkeppnisstofnunar. Lögin orðfá Rætt var m.a. um frumkvæðisskyldu ríkislög- reglustjóra til að hefja lögreglurannsókn. „Það er ljóst að lögin eru mjög orðfá um þetta,“ segir Jón- ína. „Viðhorf ríkislögreglustjóra er það að frumkvæð- ið að því að ríkislögreglustjóri hefji rannsókn hljóti að koma frá Samkeppnisstofnun.“ „Ég lít þannig á að samkeppnisyfirvöld hljóti að geta svarað þessari spurningu, hvort þeir telji þessi brot alvarleg og með þeim hafi einstaklingar bakað sér refsiábyrgð, og ef þeir svara henni játandi þá hljóti ríkislögreglustjóri, eða eftir atvikum ríkissak- sóknari, að taka ákvörðun um að hefja lögreglu- rannsókn. En þessari spurningu er enn ósvarað.“ Jónína segir ljóst að Samkeppnisstofnun hafi lög- sögu í eftirlitshlutverki og við rannsóknir sínar, sem nái jafnt til einstaklinga og fyrirtækja, þótt hún hafi ekki heimildir til að ákvarða sektir nema á hendur lögaðilum. Fundað í allsherjarnefnd um samskipti lögreglu og Samkeppnisstofnunar Stendur á samkeppnisyfir- völdum að óska eftir rannsókn BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð- herra segist sammála Boga Nilssyni ríkissaksóknara um að ekki sé unnt að rannsaka mál samhliða á tveimur stöðum. Bogi sagði í samtali við Morgunblaðið í síðustu viku, vegna umræðunnar um það hvort lögreglu- rannsókn ætti að hefjast á þeim ásök- unum sem fram koma í frumskýrslu Samkeppnisstofnunar um meint sam- ráð olíufélaganna, að það færi þvert gegn markmiðum um skilvirkni og hagkvæmni í rannsóknum á meintum brotum á samkeppnislögum að tveir aðilar, lögregla og samkeppnisyfir- völd, rannsökuðu sama málið sam- hliða. „Ég er sammála ríkissaksóknara um að ekki er unnt að rannsaka mál samhliða á tveimur stöðum, nema sá aðili sem hefur forræði málsins skil- greini nákvæmlega hvað hann vill fela öðrum og framselji síðan þann hluta málsins á formlegan og ótví- ræðan hátt,“ segir ráðherra. „Ríkislögreglustjóri átti frum- kvæði að formlegum fundi með for- ráðamönnum Samkeppnisstofnunar 28. júlí sl. og myndaði þannig réttan farveg fyrir samskipti embættis síns og Samkeppnisstofnunar. Í eldri mál- um hefur Samkeppnisstofnun sent mál til ríkissaksóknara sem síðan hef- ur falið lögreglu að rannsaka þau. Að þessu leyti eru boðleiðir greiðar á milli ríkissaksóknara og efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra, sem kemur fram gagnvart Samkeppnis- stofnun eftir fundinn 28. júlí.“ Ráðherra segist ennfremur telja að ríkissaksóknari og ríkislögreglustjóri hafi tekið rétt á þessu máli á opinber- um vettvangi og segist vita að emb- ætti þeirra muni bregðast skjótt við öllum formlegum tilmælum Sam- keppnisstofnunar. Á vettvangi annars ráðuneytis Ráðherra bætir því við að hann hafi ekki kynnt sér samkeppnislögin á sama hátt og ríkissaksóknari og geti því ekki tekið afstöðu til þeirra efn- isþátta sem ríkissaksóknari nefnir í fyrrgreindu viðtali sínu við Morgun- blaðið, sem birtist 1. ágúst sl. Björn segir að lokum að auk þessa sé fram- kvæmd samkeppnislaga á vettvangi annars ráðuneytis, þ.e. viðskipta- ráðuneytis, „og vil ég ekki fara inn á svið þess“, segir hann. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra Embættin munu bregðast skjótt við FRAMKVÆMDIR við Alþingis- húsið eru í fullum gangi en verið er að vinna við húsið bæði að innan- og utanverðu. Jón Gestsson verkfræð- ingur stjórnar framkvæmdunum en að hans sögn er verkefnið á áætlun, bæði hvað varðar tíma og kostnað. Að utan er verið að gera við múr á austur- og suðurhlið en inni í Al- þingishúsinu er verið að færa for- salinn í upprunalegt horf. Fram- kvæmdunum mun ljúka í sept- ember eða áður en Alþingi verður sett. Morgunblaðið/Þorkell Alþingishúsið lagfært BROTIST var inn í íbúðarhús á Sel- fossi um helgina og miklu stolið, en íbúarnir tilkynntu innbrotið er þeir komu heim úr ferðalagi verslunar- mannahelgarinnar seinnipartinn á mánudag. Lögreglan á Selfossi seg- ir að meðal annars hafi skartgrip- um, myndavél, upptökuvél, tölvu og víni verið stolið. Enginn er grun- aður um innbrotið, en málið er í rannsókn. Innbrot á Selfossi TÆKJABILUN hjá RARIK á Seyðisfirði olli miklum gasolíuleka þar í gær og er talið að á milli 8 og 15 þúsund lítrar hafi lekið í sjóinn. Sérfræðingar hjá Heilbrigðisstofu Austurlands, HAUST, töldu skynsamlegra að láta olíuna gufa upp og brotna niður af sjálfu sér en að setja bindiefni í hana þar sem sú aðgerð myndi valda því að olían settist á sjávarbotn og yrði lengur að brotna niður. Slíkar aðgerðir hefðu því getað aukið á mengunina. Olíudæla bilaði Olían mun hafa lekið út í kjölfar þess að olíudæla, sem dælir olíu inn á varaaflstöð RARIK, fór í gang fyr- ir mistök. Þegar aflstöðin yfirfylltist fór olían í sjóinn. Mikil stybba fylgdi menguninni fram eftir degi, en olíu- mengun barst um höfnina og út á sjóinn. Að sögn Tryggva Harðarsonar, bæjarstjóra á Seyðisfirði, er óvíst hvaða áhrif mengunin mun hafa á lífríkið, en menn óttast að fuglar muni drepast á næstunni. Vonast er eftir að dragi úr áhrifum mengunar- innar þegar ferjan Norræna kemur til Seyðisfjarðar á morgun, fimmtu- dag. Þúsundir lítra af gasolíu í sjóinn á Seyðisfirði ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ KARLMAÐUR slapp ómeiddur úr bílveltu á sunnanverðri Fróðárheiði í gærkvöld þegar bifreið hans rann 21 metra niður snarbratta hlíð og valt. Lögreglan á Ólafsvík var köll- uð út og segir varðstjóri að bílbelti hafi skipt sköpum fyrir ökumann- inn. Bílbeltin björguðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.