Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 40
DAGBÓK 40 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Discovery og Ocean Monarch koma og fara í dag. Funchal kemur í dag. Páll Jónsson, Selfoss, Árni Friðriksson og Funch- al fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Andenes Fisk kemur í dag. Selfoss, Ocean Tiger og Polar Timmiarmut fara í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Skrif- stofan er lokuð í júlí og ágúst. Sími for- manns er 892 0215. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 bað. Smíðastofan er lokuð til 11. ágúst. Handavinnustofan er lokuð vegna sumar- leyfa. Keila í Mjódd kl. 13.30. Púttvöllur opinn mánudag til föstudags kl. 9–16.30. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8–12.30 bað, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10– 10.30 bankinn, kl. 13– 16.30 bridge/vist. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 að- stoð við böðun, hár- greiðslustofan opin, kl. 13.30 söngstund, kl. 14.30 bankaþjónusta, kl. 14.40 ferð í Bónus. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9 silkimálun, kl. 13–16 körfugerð, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 11– 11.30 leikfimi, kl. kl. 13.30 bankaþjónsuta. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16 opin vinnustofa, kl. 9– 16.30 postulínsmáln- ing, kl. 9–12 hár- greiðsla, kl. 9–16.30 fótaaðgerð. Púttvöll- urinn opinn frá kl. 14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handa- vinna. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Félagsheimilið Hraun- sel verður lokað til 10. ágúst. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Gönguhrólf- ar ganga frá Ásgarði, Glæsibæ kl. 9.45. Laus sæti 13.ágúst – Fjallabaksleið syðri. S. 588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Lokað vegna sumarleyfa til 12. ágúst. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, kl. 13 félagsvist, kl. 17. bobb. Gullsmári, Gullsmára 13. Lokað vegna sum- arleyfa til 5. ágúst. Hárgreiðuslustofan og fótaaðgerðarstofan verða opnar. Hraunbær 105. Kl. 9 opin handavinnustofa, kl. 9 fótaaðgerð og hárgreiðsla, kl. 10 pútt, kl. 11 banki, kl. 13 bridge. Hvassaleiti 58–60. Kl. 10.30 ganga. Fótaað- gerðir og hársnyrting. Norðurbrún 1. Vinnu- stofa lokuð vegna sumarfría. kl. 13–13.30 banki, kl. 14 félags- vist. Hárgreiðslustofan er lokuð frá 15. júlí til 12. ágúst Vesturgata 7. Kl. 8.25–10.30 sund, kl. 9– 16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 12.15– 14.30 verslunarferð í Bónus, kl. 13–14 myndbandssýning. Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 10 morg- unstund, fótaaðgerð, kl. 12.30 versl- unarferð. Hana-nú Kópavogi. Skráning í sumargleð- ina á „Heimsenda“ í Guðmundarlundi laug- ardag 9. ágúst er haf- in. Skógræktarfélag Kópavogs býður til sumargleðinnar. Lúðrasveit leikur við komu, afhjúpaður minnisvarði af Guð- mundi Jónssyni, Kársneskórinn syng- ur, íþróttakeppni barna, lesið í skóginn, tálgað í tré o.fl. Boðið er upp á pylsur, ket- ilkaffi og kex. Pant- anir og upplýsingar í Gjábakka 554 3400 og Gullsmára 564 5260 Skráningu lýkur á há- degi föstudag 8. júlí. Lagt af stað frá Gjá- bakka kl. 13.30 og Gullsmára kl. 13.40. Minningarkort Krabbameinsfélagið. Minningarkort félags- ins eru afgreidd í síma 540 1990 og á skrif- stofunni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upplýsingar í tölvu- pósti (minn- ing@krabb.is). Minningarkort Sjálfs- bjargar, félags fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, eru afgreidd í síma 551 7868 á skrifstofu- tíma og í öllum helstu apótekum. Gíró- og kreditkortagreiðslur. Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut 41, Hafn- arfirði. Hægt er að hringja í síma 565 5727. Allur ágóði rennur til starfsemi félagsins. Í dag er miðvikudagur 6. ágúst, 218. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (Sálm. 23, 6.)     Helga BaldvinsdóttirBjargardóttir segir það fara að verða hálf- þreytandi að þurfa að leiðrétta algengar klisjur í pólitík áður en hægt sé að skella sér í umræður um hugmyndafræðilegan ágreining og rökin þar að baki. Hún segir í pistli á frelsi.is að þó nokkrir hafi undrast á því hvers vegna ung kona eins og hún skyldi ákveða að starfa innan Sjálfstæð- isflokksins, sem sé al- ræmdur fyrir að snið- ganga konur.     Helga segir þessar full-yrðingar oftar en ekki sprottnar upp úr umræðu um kynjahlutföll og frá því sjónarhorni líti flokkurinn ekkert sér- staklega vel út. „Konur innan Sjálfstæðisflokks- ins eru ekki eins sýni- legar og karlarnir og hlutfall þeirra á Alþingi fór lækkandi eftir síðustu kosningar. Hins vegar er frekar langsótt að álykta út frá því að flokkurinn sé lokaður eða sniðgangi konur innan hans. Konur eru virkar í allri málefna- vinnu innan flokksins, fjölmennar á lands- fundum og virkar í sveitastjórnum út um allt land. Hingað til hef ég ekki fundið fyrir öðru en að mér sé tekið opnum örmum sem ungum áhugasömum ein- staklingi um stjórnmál. Að auki kæri ég mig ekki um að starfa með flokk- um sem koma fram við konur eins og minni- hlutahóp og passa upp á að raða á lista með jöfn kynjahlutföll í huga.“     Hún segist vera hlynntjafnrétti og þeim sem vilja mæla jafnrétti með kynjahlutföllum sé bent á þau augljósu mis- tök að jöfn hlutföll mæli ekkert annað en jöfnuð og jafnræði og slíkt sé ekki alltaf skylt jafnrétti. Auk klisjunnar um konur og Sjálfstæð- isflokkinn sé einnig al- gengt að fólk undrist á því að hún, sem fátækur námsmaður, styðji flokk sem vilji gera hina ríku ríkari og sé skítsama þótt hinir fátæku séu sífellt að verða fátækari.     Þessu svarar Helgaþannig að stefna Sjálfstæðisflokksins gangi út á að skapa ein- staklingum skilyrði til að hagnast á hugviti sínu, útsjónarsemi og fram- kvæmdagleði. „Stefnan felur í sér að einstak- lingar fái uppskorið því sem þeir hafa sáð, í stað þess að fólki sé refsað fyrir að ganga vel og græða peninga. Ríkt fólk ásamt millitekjuhópum eru vissulega að verða ríkara, en það er ekki á kostnað þeirra sem fá- tækari eru. Þvert á móti hafa kjör þeirra sem skil- greindir hafa verið fá- tækir einnig farið batn- andi samhliða aukinni velmegun og auknum hagvexti,“ segir Helga Baldvinsdóttir Bjargar- dóttir. STAKSTEINAR Klisjur í pólitík Víkverji skrifar... VÍKVERJI ákvað að eyða versl-unarmannahelginni heima. Það var sérstaklega ljúft að vera í bæn- um þessa helgi vegna þess hversu rólegt var yfir öllu og tiltölulega fáir á ferli. Þannig fannst Víkverja líkt og þeir sem hefðu ákveðið að vera heima nytu þess enn meira en venju- lega og virtist yfirvegun einkenna flesta þá sem Víkverji hitti, hvort sem var í sundlaugunum, í versl- unum eða bara á rölti í góða veðrinu. x x x VÍKVERJA finnst með ólíkindumhvernig stemning er farin að fylgja verslunarmannahelginni. Af allri umfjöllun um þessa helgi finnst Víkverja eins og unglingum og flestu öðru ungu fólki hljóti að finnast það verði að fara á einhverja útihátíðina til að vera menn með mönnum. Dag- skrá flestra útvarpsstöðva sem eiga að höfða til unga fólksins miðast við að allir fari út úr bænum og drekki sig öfurölvi á útihátíðum. Þannig voru viðmælendur ákveðinna út- varpsstöðva til dæmis ekki spurðir hvort þeir væru að fara í ferðalag um verslunarmannahelgina heldur hvert þeir væru að fara. Víkverja virðist sem þannig verði til óþarfleg og óskynsamleg pressa á ungt fólk. Miklar væntingar og æsingur byggist upp í aðdraganda umræddr- ar helgar hjá unga fólkinu. Það á að vera svo rosalega gaman um versl- unarmannahelgina. Svo brýst spennan út í svakalegu fylleríi sem leiðir til tilheyrandi timburmanna og minnisleysis. Það getur ekki verið skemmtilegt að vera búinn að hlakka allt sumarið til verslunarmannahelg- arinnar og muna svo lítið sem ekkert eftir henni á þriðjudegi. x x x VÍKVERJI furðaði sig á umfjöllunum atburði liðinnar helgar í sjónvarpsfréttum. Þar var sagt frá því að allt hefði farið afskaplega vel fram á útihátíðum landsins þrátt fyr- ir að nokkuð magn fíkniefna hefði fundist. Svo var greint frá því að ein nauðgun hefði verið kærð á tiltek- inni útihátíð auk þess sem alvarlegt ofbeldisverk hefði verið unnið á ann- arri. Hvernig er hægt að segja að allt hafi farið vel fram á útihátíð þar sem stúlku var nauðgað? Er nauðgun orðinn það sjálfsagður fylgifiskur verslunarmannahelgarinnar að það þyki ekkert sérstakt tiltökumál lengur að nauðganir eigi sér stað þessa helgi? Og þykir heldur ekkert mikið mál að gestir útihátíða beiti annars konar ofbeldi? Morgunblaðið/Sigurgeir Víkverja þykir óþarflegur æsingur í kringum verslunarmannahelgina. Um fjölpóst/ruslpóst ÉG SKRIFAÐI grein í Velvakanda, sem var birt þann 19. júlí sl. Þar skrif- aði ég um að fólk gæti fengið sér límmiða frá póstinum, þar sem fólk hafnaði öllum fjölpósti. Ég skrifaði undir dulnefn- inu „Starfsmaður Íslands- pósts“. Laugardaginn 26. júlí var birt grein þar sem kona að nafni Íris segist hafa fengið sér slíkan lím- miða, en í kjölfarið ekki fengið sjónvarpsdag- skrána. Hún vildi meina að sjónvarpsbæklingurinn sem hún fékk væri ekki fjölpóstur/ruslpóstur. Svo að það sé á hreinu, þá er allur póstur sem er ekki merktur einstaklingi eða heimili fjölpóstur. Auk þess stendur á límmiðan- um „Engan fjölpóst, takk!“. Auðvitað færðu engan fjölpóst meðan þú ert með þennan límmiða, þar með talinn sjónvarps- bæklinginn sem er að sjálfsögðu fjölpóstur, enda fer hann í öll hús. Þú getur gert þrennt í stöðunni: Tekið límmið- ann af og fengið inn um lúguna hjá þér aragrúa af rusli, haft miðann á lúg- unni hjá þér og notað í staðinn textavarpið, síðu 200 eins og margir gera, eða farið niður á pósthús og talað við póstberann þinn og beðið hann um að fá sjónvarpsbæklinginn. Það er þó yfirleitt alltaf illa liðið þegar fólk er með sérþarfir. Starfsmaður Íslandspósts. Ný íslenska ÉG ER SAMMÁLA les- anda sem nýlega kom með dæmi í þessum dálki um útlenskuskotið talmál í fjölmiðlum. Ég skrifaði hjá mér nokkur dæmi sem komu fram í einum ákveðnum, en annars ágætum, sjónvarpsþætti nýlega: Þá er kjúklingurinn „reddí“. Það þarf að „tsjoppa“ þetta. Gott að hafa sósur til að „dippa í“. Þetta verður að vera svo- lítið „spæsí“. Þetta á að vera „massíft“. Það verð- ur erfitt að „toppa“ þetta. Fólk á eftir að „missa sig“. Bingó. Þá er þetta allt „reddí“. Í öðrum þætti var samtal við þrjá einstaklinga og einn þeirra sagði: Þetta er gott „prodjekt“. En það verð- ur að halda „kontinjúití“. Hvað er eiginlega að ger- ast? Ekkert heyrist frá ís- lenskufræðingum um þetta nýja tungumál okk- ar. Hvaða einkunn ætli ég hefði fengið ef ég hefði „verið svo framsýn“ að nota þessi orð í íslenskum stíl í menntaskólanum í gamla daga? Soffía frænka. Dýrahald Tík stolið LÍTILLI 10 vikna tík var stolið af heimili sínu hinn 27. júlí. sl. Tíkin er blanda af íslenskum fjárhundi og Terrier. Ef einhver getur veitt upplýsingar um hana væri það vel þegið. Það er búið að selja hana og á að afhenda hana eftir viku. Hún er svört í skjanna- hvítum sokkum og með hvítt fremst á skotti og hvít frá höku niður á bringu, rosalega fíngerð og góð. Hennar er sárt saknað. Þeir sem hafa orðið hennar varir eru vinsamlegast beðnir að hafa samband í síma 892 6794. Tapað/fundið Borðplata fannst BORÐPLATA, 80*60 sm að stærð, fannst á Lang- holtsveginum. Upplýsing- ar í síma 553 4832. Lyklakippa tapaðist FIMMTUDAGINN 24. júlí sl. tapaðist lyklakippa í Hólahverfinu. Á lykla- kippunni er Mitsubishi- merki og fjarstýring að bíl. Á henni eru ennfrem- ur fimm eða sex lyklar. Skilvís finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 587 9514. Fundarlaun í boði. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 tiltækar, 8 tré, 9 lið- ugur, 10 straumkast, 11 mögulegt, 13 lélegar, 15 málms, 18 sjá eftir, 21 missir, 22 holdugu, 23 styrkir, 24 ofsóttur. LÓÐRÉTT 2 þurrkað út, 3 skepnan, 4 heldur, 5 Mundíufjöll, 6 ráma, 7 frjáls, 12 reið, 14 gefa í skyn, 15 róa, 16 héldu, 17 tími, 18 skaði, 19 hitasóttar, 20 siga. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 skjól, 4 fjasa, 7 mýkja, 8 áflog, 9 nær, 11 rýrt, 13 æran, 14 Áslák, 15 þarm, 17 ildi, 20 þró, 22 kytra, 23 látin, 24 tjara, 25 asnar. Lóðrétt: 1 sæmir, 2 jakar, 3 lóan, 4 flár, 5 aular, 6 aug- un, 10 ætlar, 12 tám, 13 æki, 15 þekkt, 16 rytja, 18 látin, 19 iðnir, 20 þara, 21 ólga. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.