Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 42
UNGLINGALANDSMÓT UMFÍ 42 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Það var mikið líf og fjör á sjöttaUnglingalandsmóti UMFÍ (ULM) um helgina þar sem um 1.200 börn og unglingar kepptu í sjö íþrótta- greinum auk þess sem mikill fjöldi for- eldra og aðstand- enda barnanna lögðu leið sína vestu og er talið að um 7.000 manns hafi heimsótt Ísafjörð vegna mótsins. Keppt var í frjálsíþróttum, sundi, körfuknattleik, skák, golfi, glímu og knattspyrnu, frá morgni til kvölds en þá tóku við kvöldvökur og tónleikar fyrir krakkana og ekki var annað að sjá á börnunum en þau skemmtu sér konunglega enda sáu þeir félagar Simmi og Sveppi um kynningu og náðu þeir vel til krakkanna. Veðrið lék við mótsgesti og allt fór einstaklega vel fram. Heimamenn stóðu sig frábærlega við allt skipulag og höfðu tjaldbúar á orði að sjaldan hefðu þeir kynnst eins miklu hrein- læti og þarna enda voru „súkkulaði- strákarnir“ á ferðinni við hverja snyrtiaðstöðu þrisvar á dag til að hreinsa náðhúsin. Þegar komið var að keppninni þá vantaði ekki keppnisskapið í krakk- ana, en ungmennafélagsandinn var ekki langt undan því um leið og keppni lauk voru allir orðnir vinir á ný – líka þeir sem voru í hinu liðinu. Reynslan af þessu bráðskemmti- lega móti var bæði þroskandi og ánægjuleg og ég ætla á næsta ULM – það er alveg ljóst. Ég er strax farinn að hlakka til! Morgunblaðið/Skúli Unnar Gular og glaðar körfuboltadömur úr Fjölni í Grafarvogi sögðu að það væri æðislega gaman að vera á landsmóti. Guðbjörg, Sara, Lilja, Telma María, Bergdís, Ísold, Dagbjört og Hulda. Mikið fjör var á kvöldvökun- um eins og sést á myndinni hér fyrir ofan. Hér til hægri má sjá þá Jón Inga Gríms- son úr Bolungarvík og Stein- ar Pál Steingrímsson úr HK fylgjast með fótboltaleik. Þar fyrir neðan eru Haukur Þórðarson frá Þórshöfn og Hulda Rún Finnbogadóttir frá Hítardal þungt hugsi í fjöltefli við Jóhann Hjartar- son stórmeistara. Þar fyrir neðan eru ÍR-ingarnir Vignir Már Lýðsson, til hægri, og Áki Marcher Dagsson að hita upp fyrir átök dagsins. Foreldrar tóku virkan þátt í landsmótinu með börnum sínum. Hér eru nokkrar fjölskyldur búnar að gefa íþróttafólkinu að borða og tími kominn fyrir foreldrana að setjast að veisluborðinu. Fríða Brá Pálsdóttir, til hægri, og Rakel Pálmadóttir, eru báðar fjórtán ára íþróttastúlkur úr USVS. Þær kepptu í nokkrum greinum frjálsíþrótta og körfuknattleik að auki og höfðu því nóg að gera alla mótsdagana. Móðir Fríðu, Ragnheiður Högna- dóttir, fylgdist grannt með þeim stöllum. Líf og fjör á Ísafirði Skúli Unnar Sveinsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.