Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 20
ÞRÁTT fyrir að veðurfræðingar hafi spáð rigningu á Austurlandi um verslunarmannahelgina voru að- standendur Neistaflugshátíðarhaldanna í Neskaup- stað óhræddir við að auglýsa hátíðina með slagorð- Morgunblaðið/Kristín inu: „Sjáumst í sólinni“. Lítið var um rigningu um helgina og sólin lét sjá sig eins og vonast var eftir. Vinkonurnar Jóna María Aradóttir og Tinna Rut Þórarinsdóttir notuðu tækifærið og fóru að sulla berfættar í pollum á bryggjunni í miðbæ Neskaup- staðar. Nutu blíðunnar á Neistaflugi Neskaupstaður UM HELGINA var opnuð á Skriðuklaustri í Fljótsdal sýningin Álfar og huldar vættir. Þar taka þjóðfræði- neminn Kristín Birna Kristjánsdóttir og Guðjón Bragi Stefánsson, sem er nýútskrifaður grafískur hönnuður frá Listaháskóla Íslands, fyrir ýmis minni úr íslenskum álfa- og huldu- fólkssögum. „Á þessari síðsumarsýn- ingu í Skriðuklaustri leið- um við saman þjóðfræði- nema og listnema sem hafa vegið og metið álfasögur og unnið út frá þeim,“ segir Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnars- stofnunar í Skriðuklaustri. „Tekin eru fyrir ákveðin minni og það sem gengur í gegnum margar huldufólks- sögur, svo sem eins og sérkenni álfa, hvað einkennir álfheima og eitt og annað um samneyti álfa og manna.“ Í tengslum við sýninguna voru valdar austfirskar huldufólkssagnir og gefnar út á bók í ritröðinni Aust- firsk safnrit II. Gunnarsstofnun stendur að þeirri útgáfu, með styrk frá Menningarsjóði og er ritið gefið út í eitt þúsund eintökum og einkum selt í Skriðuklaustri. Skúli segir Austurland tiltölulega ríkt af álfa- og huldufólkssögnum en álfar og huldufólk eystra virðist þó ekki hafa sértæk einkenni umfram slíkar vættir í öðrum landshlutum. Þó tiltekur hann einhyrnda álfakýr sem mun búa í klettinum Einbúa í Fljóts- dal og segir hana líklega vera ein- staka í sinni röð. Verkefni Kristínar og Guðjóns er styrkt af Nýsköpunarsjóði og Menn- ingarráð Austurlands styrkti sýn- inguna, sem stendur fram í septem- ber. Fljótsdal Svona líta umskiptingar út. Einhyrnd álfakýr í Fljótsdalnum Ljósmynd/SGB Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra er fyrsti kirkjumálaráð- herrann sem er viðstaddur samkomu hjá hvítasunnumönnum. BJÖRN Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra var viðstaddur samkomu hvítasunnumanna á Kot- móti í Kirkjulækjarkoti um versl- unarmannahelgina. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem kirkjumálaráð- herra er viðstaddur slíka samkomu en hann var boðsgestur hvítasunnu- manna ásamt þeim Drífu Hjartar- dóttur og Ísólfi Gylfa Pálmasyni. Vörður Leví Traustason forstöðu- maður hvítasunnukirkjunnar færði þeim og nýútkominn geisladisk, Gleði, sem inniheldur tónlist gospel- kórs safnaðarins. Með þessu vildu hvítasunnumenn þakka þeim þre- menningum fyrir það liðsinni sem þeir hafa veitt söfnuðinum. Á Kotmóti voru á þriðja þúsund manns um helgina, fólk á öllum aldri sem skemmtir sér og iðkar trú sína án áfengis og vímuefna. Í Kirkjulækjarkoti hefur átt sér stað gríðarlegt uppbyggingarstarf und- anfarin ár. Þar hafa hvítasunnu- menn undir stjórn Hinriks Þor- steinssonar forstöðumanns, reist stærstu kirkju landsins, en það er gamla tívolíhúsið sem var í Hvera- gerði og er það um 3000 fm að stærð. Á svæðinu er gistirými og tjaldstæði fyrir mikinn fjölda fólks og mikil starfsemi allt árið um kring. Reyndar höfðu menn það á orði að nú væri aðstaðan að verða of lítil til að taka á móti öllum þeim fjölda fólks sem tekur þátt í Kot- móti á hverju ári. Kirkjumálaráðherra viðstaddur samkomu hvítasunnumanna Rangárþing eystra LANDIÐ 20 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ MANNRÆKTARMÓTIÐ sem hald- ið var á Brekkubæ á Hellnum um verslunarmannahelgina fór fram með miklum ágætum í blíðskap- arveðri. Mótið var sett á föstu- dagskvöldinu með uppákomu Sig- ríðar Klingenberg spákonu. Fjölbreytt dagskrá var í boði næstu tvo daga, m.a. tvö nám- skeið, bæði á laugar- og sunnu- deginum, jógaæfingar og Qui-gong á morgnana, lestur í tarot og Víkingakort, nudd, heil- un, svitahof og ýmislegt fleira. Á laugardagskvöldinu var hald- in athöfn sem upprunnin er hjá indíánum og kallast Vindarnir fjórir og á sunnudeginum var skyggnilýsing Ingibjargar Þeng- ilsdóttur. Í beinu framhaldi af henni fór fram friðarathöfn, þar sem beðið var fyrir friði í heim- inum með hinni einföldu bæn: Megi friður ríkja á jörð. Athöfnin fór þannig fram að beðið var fyrir friði í hverju landi fyrir sig um leið og þjóðfánum landanna var raðað í kringum friðarstólpa sem bænin er áletruð á. Síðasti dagskrárliður var sufi- dans en hann hefur verið loka- atriði allra móta frá árinu 1992. Mótið í ár var fimmtánda mótið sem haldið er á Brekkubæ og jafn- framt það síðasta í þessari mynd og var því á táknrænan hátt brennt út á sunnudagskvöldinu. Þess ber að geta að í fimmtán ára sögu mótshalds á Brekkubæ hefur aldrei þurft á löggæslu að halda enda mótin alltaf verið vímulaus. Mótsgestir í ár sýndu svæðinu sömu fyrirmyndarframkomu og virðingu og þeir hafa gert und- anfarin ár og þegar síðustu tjöldin voru tekin upp á mánudeginum sást hvergi bréfsnifsi né annað rusl. Morgunblaðið/Guðrún Bergmann Fyrirmyndargestir á Mannrækt undir Jökli Hellnar ÞAÐ er fallegt á Bakkafirði þegar sólin er að setjast á kvöldin. Myndin er tekin úr þorp- inu, en það er Fagranesið sem er baðað sólar- geislum. Morgunblaðið/Áki Guðmundsson Sólar- lag við Bakka- fjörð Bakkafjörður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.