Morgunblaðið - 06.08.2003, Síða 24

Morgunblaðið - 06.08.2003, Síða 24
UMRÆÐAN 24 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁR hvert er alls staðar í heim- inum haldið upp á viku brjóstagjaf- ar. Þetta er gert fyrstu viku ágúst- mánaðar. Þessari viku er ekki alls staðar gert hátt und- ir höfði og jafnan fer lítið fyrir henni á Ís- landi. Kannski má sjá stöku greinar í ætt við þessa í blöð- unum en að öðru leyti fer málefnið að mestu framhjá almenningi. „Er það bara ekki allt í lagi?“ kynnu einhverjir að segja. „Er nokk- uð um málið að segja? Eru þessi mál (þ.e. brjóstagjafir) hvort eð er ekki í góðu lagi hér á landi?“ Þessu má bæði svara játandi og neitandi. Málið varðar ekki alla en mjög mikið suma. Brjóstagjafir eru mál sem heilmikið má og þarf að ræða um. Segja má að við stöndum okkur nokkuð vel hvað brjóstagjafir varðar en það fer þó eftir við hvað við miðum okkur. Ef við miðum okk- ur við nágrannalöndin stöndum við ágætlega en ýmsar þjóðir eru okkur mun fremri í brjóstagjöfum. Brjóstagjafir og það sem þeim tengist er ekki upplýsingaverkefni sem lýkur á tilteknum tímapunkti og þarf ekki að hugsa um meira. Sífellt bætast í hópinn ungar konur sem þurfa upplýsingar um brjóstagjöf og aðstoð við að læra að leggja á brjóst (kunnáttan er ekki meðfædd). Ung- lingar þurfa fræðslu um brjóstagjöf og kosti móðurmjólkur og nýtt fólk kemur til náms í heilbrigðisgeir- anum sem þarf kennslu um brjósta- gjöf og mikilvægi hennar til að auka hreysti barna og kvenna. Málefni brjóstagjafar er líka grein í örri þróun og því er stöðug þörf á nýju fræðsluefni og kennslu. Vísindamenn hafa aðeins rann- sakað hluta þeirra milli 300 og 400 innihaldsefna sem eru í móðurmjólk, samspil þeirra og áhrif á barnið. Góðar rannsóknir á móðurmjólk fóru ekki að berast að í neinu magni fyrr en eftir 1970 og mikið verk er ennþá óunnið á þessu sviði. Það er eitt af verkefnum heil- brigðisstarfsfólks sem annast mjólk- andi mæður að koma nýjustu upp- lýsingum og niðurstöðum rannsókna á framfæri við skjólstæðinga sína. Það er líka verkefni þessa sama starfsfólks að benda á úreltar kenn- ingar við brjóstagjöf og reyna að eyða „gömlum kerlingabókum“ sem hindra eðlilega brjóstagjöf. Þar með er ekki sagt að allar gamlar reglur varðandi brjóstagjöf séu ómögulegar. Margar þeirra eru enn í fullu gildi og hafa staðist tím- ans tönn í mörg hundruð ár. „Kerl- ingabækur“ kalla ég reglur eða hug- myndir sem fólk hefur um brjóstagjöf sem beinlínis tefja eða eyðileggja eðlilega brjóstagjöf. Sem dæmi um slíkt má taka að ef móðir fær sár á geirvörtur segir „kerlingabókin“ að hún eigi að hætta að leggja á brjóst þar til sárin hafa gróið og gefa þurrmjólk á meðan. Það, hins vegar, seinkar og dregur úr mjólkurframleiðslu vegna skorts á örvun og allar þurrmjólkurgjafir á fyrstu dögunum geta haft óæskileg áhrif á börn. Þetta lagar ekki grunnvandamálið sem er yfirleitt rangt grip barnsins á vörtunni. Annað dæmi er sú skoðun „kerl- ingabókarinnar“ að ef móðir þarf að taka sýklalyf af einhverjum orsökum þá verði hún að hætta brjóstagjöf. Með rannsóknum hefur verið sýnt fram á að flest algeng sýklalyf í venjulegum skömmtum er óhætt að taka meðan á brjóstagjöf stendur. Enn eitt dæmið er þegar „kerlingabókin“ segir að ekki megi eða ekki sé æskilegt að hafa barn á brjósti eftir að það byrjar að taka tennur. Þetta er rangt eins og fjöldi kvenna hefur sannað með áfram- haldandi brjóstagjöf eftir tanntöku barns. Því miður mætti taka mörg fleiri dæmi og þetta eru aðeins örfá sýn- ishorn um spurningar sem heilbrigð- isstarfsfólk og stuðningsfólk brjóstagjafar fær nær daglega. En ég vil trúa því að smám saman fækki „reglum“ og hugmyndum sem gera brjóstagjöf erfiðari. Nýjar og nýjar rannsóknir gera brjóstagjöf sem betur fer alltaf auðveldari og einfaldari. Því til vitnis má nefna geymslu brjóstamjólkur (sem mjólkuð hefur verið úr brjósti). Rannsóknir hafa sýnt að sé hreinlæti fullnægt geym- ist brjóstamjólk mörgum sinnum lengur en þurrmjólk við allar að- stæður. Þar koma til einstakir bakt- eríudrepandi eiginleikar móð- urmjólkurinnar. Annað dæmi vil ég nefna. Almenn veikindi ungra barna eins og flensa eða gubbupest valda því að börn sækja í að sjúga oft og mæður reyna að hugga þau með því að leggja þau oft á brjóst. Rannsóknir hafa sýnt að það er einmitt það besta sem hægt er að gera fyrir barnið því að í móð- urmjólkinni myndast mótefni gegn nákvæmlega þeim bakteríum sem herja á barnið. Sem betur fer er með tímanum hægt og bítandi að þokast í rétta átt. Góð fræðsla um brjóstagjöf er orðin aðgengileg á Netinu á öllum tungu- málum. Brjóstagjafaráðgjafar eru fleiri á Íslandi miðað við fólksfjölda en víðast annars staðar þannig að auðveldara ætti að vera að fá hjálp, boðið er upp á námskeið í brjósta- gjöf fyrir konur á meðgöngu og kennsla heilbrigðisstarfsfólks fer batnandi. Nú er bara að vona að áfram þok- ist í rétta átt á komandi brjóstagjafaári. Til hamingju með brjóstagjafavikuna og hugsið já- kvætt til brjóstagjafar þessa vikuna. Brjóstagjöf – grein í örri þróun Eftir Katrínu E. Magnúsdóttur Höfundur er IBCLC brjóstagjafaráðgjafi, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur. FYRIR skemmztu birtist grein á síðum Morgunblaðsins eftir Björg- vin G. Sigurðsson, alþingismann, þar sem einkum var lagt út frá því sjón- armiði að aðild Ís- lands að Evrópu- sambandinu væri aðeins tímaspurs- mál. Þetta er einmitt nýjasta hálmstráið í örvæntingarfullum áróðri Evrópu- sambandssinna, nefnilega að reyna að telja íslenzku þjóðinni trú um að hún muni í raun ekki hafa neitt val um það hvort hún gangi í Evrópu- sambandið eða ekki. Hún muni ein- faldlega neyðast til þess að lokum og því allt eins gott að leggja bara árar í bát strax og hætta allri mótspyrnu. Það þarf þó vart að hafa mörg orð um það þvílík fjarstæða er hér á ferðinni sem sæmilega skynsamt fólk lætur vitanlega ekki bjóða sér upp á. Grein Björgvins er annars eins og ein stór fullyrðing um hitt og þetta varðandi Evrópusambandið án þess að mikil tilraun sé gerð til að færa einhver rök fyrir máli sínu að því er bezt verður séð. Ekki er rúm í stuttri grein að taka alla greinina fyrir í þeim efnum en þó gefst ráð- rúm til að benda á nokkur veigamikil atriði. Í greininni fullyrðir Björgvin að flest bendi til þess að Norðmenn muni samþykkja aðild að Evrópu- sambandinu „í þetta sinn“, en sem kunnugt er hafa þeir fellt aðild tvisv- ar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ekki er þó nóg með að skoðanakannanir hafi verið að sýna minnkandi stuðning í Noregi við aðild að sambandinu heldur er aðild ekki einu sinni á dag- skrá þar í landi eins og staðan er í dag. Björgvin virðist þó halda að þjóðaratkvæðagreiðslu um málið sé bara að vænta á næstunni. Björgvin fullyrðir að almenningur á Íslandi og í Noregi búi við lakari kjör en íbúar hinna Norður- landanna. Sem kunnugt er sýndi hins vegar nýleg skýrsla frá Samein- uðu þjóðunum fram á að Ísland og Noregur væru á toppnum hvað sneri að lífsgæðum fólks (Mbl. 7.7.03). Hagvöxtur hefur þannig t.a.m. verið miklu meiri á Íslandi og í Noregi sl. 30 ár en innan Evrópusambandsins skv. tölum frá OECD og atvinnu- leysi hefur einnig verið margfalt meira innan sambandsins und- anfarin ár en á Íslandi og í Noregi. Björgvin fullyrðir ennfremur að lífskjör Íslendinga séu verri en þjóða Evrópusambandsins. Einfald- lega sé dýrara að búa á Íslandi en í Evrópusambandinu. Ekki fyrir alls löngu var hins vegar greint frá því á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins að kaupmáttur launa hafi aukizt miklu meira á Íslandi sl. 8 ár að meðaltali en í þeim aðildarríkjum Evrópusam- bandsins sem tekið hafa upp evru (Sa.is 6.3.03). Ríkisútvarpið greindi ennfremur frá því í upphafi ársins að samkvæmt evrópsku hagstofunni, Eurostat, væri verðlag lægra á Ís- landi en t.a.m. í Danmörku og Sví- þjóð sem bæði eru jú í Evrópusam- bandinu (Rúv 5.2.03). Björgvin fullyrðir að vextir muni lækka hér á landi við aðild að Evr- ópusambandinu og upptöku á evru. Að mati fjármálasérfræðinga Landsbanka Íslands er hins vegar allt eins líklegt að vextir muni ein- mitt hækka við aðild að Evrópusam- bandinu og innleiðingu á evrunni (Mbl. 11.5.02). Það mat er í fullu samræmi við niðurstöður bæði danskra og sænskra sérfræðinga sem falið var af viðkomandi stjórn- völdum að kanna efnahagsleg áhrif þess að taka upp evruna (Mbl. 22.2.02). Björgvin fullyrðir að verðbólga sé meiri hér á landi en í Evrópusam- bandinu án alls rökstuðnings, enda alrangt. Verðbólga hefur einmitt verið mun meiri að meðaltali í Evr- ópusambandinu undanfarna tólf mánuði en á Íslandi (Vísir.is 17.7.03). Björgvin fullyrðir að allt bendi til þess að við myndum halda yfirráð- um yfir fiskveiðilögsögunni ef við gengjum í Evrópusambandið. Per- sónulega hef ég ekki enn séð nokkur haldbær rök fyrir því að við munum halda yfirráðum yfir fiskveiðilögsög- unni ef til aðildar kæmi. Þvert á móti hef ég einmitt séð fjölmörg sterk rök sem benda til hins gagnstæða. T.a.m. hafa menn eins og Franz Fischler, yfirmaður sjávarútvegs- mála innan Evrópusambandsins, einfaldlega sagt að engar und- anþágur verði veittar frá sameig- inlegri sjávarútvegsstefnu sam- bandsins. Bara sem nýlegt dæmi má síðan nefna að í uppkastinu að fyr- irhugaðri stjórnarskrá Evrópusam- bandsins kemur skýrt fram að æðsta vald í sjávarútvegsmálum innan sambandsins skuli aðeins vera í höndum þess (sjá greinar I-12 og I-13). Ef við göngum í Evrópusam- bandið á næstu árum göngumst við einnig undir stjórnarskrána og frá henni verða eðlilega engar und- anþágur veittar. Að lokum fullyrðir Björgvin að samkvæmt niðurstöðu skýrsluhöf- unda Samfylkingarinnar, í ritinu Ís- land í Evrópu, séu sjávarútvegs- málin ekki fyrirstaða ef til aðildarumsóknar af hálfu Íslendinga kæmi. Í umræddu riti segir hins vegar einmitt orðrétt: „Það má nán- ast fullyrða að mundi Ísland sækja um aðild að ESB gæti Ísland ekki staðið fyrir utan sjávarútvegsstefnu ESB …“ Einmitt, þar höfum við það! Höldum okkur við sannleikann Eftir Hjört J. Guðmundsson Höfundur er sagnfræðinemi og formaður Flokks framfarasinna. (www.framfarir.net) ÞÚ SEM vilt að dóttir þín njóti jafnréttis og fjárhagslegs sjálfstæðis og verði ekki þjónustustúlka í sínu hjónabandi, stráka- vina þinna eða ein- hverra drengja úti í bæ. Hefurðu spáð í hver fjárhagsleg staða móður þinnar er, eða kannski öllu heldur ömmu þinnar eða langömmu? Ef þær eru þá enn á meðal okkar. Þær konur sem nú eru um áttrætt unnu yfirleitt ekki utan heimilis nema þá að takmörkuðu leyti og þá oftast nær aðeins stuttan tíma ævinn- ar. Þær greiddu því ekki í lífeyrissjóð nema þá kannski þann stutta tíma sem þær unnu utan heimilis. Ef þær þá gerðu það yfirhöfuð, því lífeyr- issjóðir eru bara seinni tíma fyr- irbæri á Íslandi eins og kunnugt er. Hlutverk þessara kvenna var að sinna heimilinu, eiginmanninum og börnunum og gáfu þær sig flestar óskiptar í hlutverkið. Ekki er ég viss um að það fengist samþykkt að staða kvenna yrði nú hin sama og þegar þessar áttræðu konur ólu upp sín börn og ekki ætla ég að leggja það til. En ég tel þó víst að börn þeirra hafi notið góðs af og vildu örugglega ekki hafa valið annan hátt, alltént ekki fyrir sig, á þeim tíma. Tímarnir breytast og mennirnir með. Við viljum jafnrétti kynjanna, jöfn tækifæri, sömu laun fyrir sömu vinnu og svo framvegis. Það þykja sjálfsögð mannréttindi í nútímaþjóð- félagi. Hver er staða kvenna um áttrætt? Ég man ekki eftir að hafa heyrt talað um jafnrétti eða stöðu eldri kvenna í samfélaginu og lítið hefur farið fyrir kjarabaráttu þeim til handa eða baráttu fyrir fjárhagslegu sjálfstæði þeirra. Það vill þannig til að ég kannast vel við eina góða konu um áttrætt sem seint verður metin til fjár, enda tekjur og peningar ekki rétti mæli- kvarðinn á dýrmæti einstaklingsins. Á síðustu misserum hef ég neyðst til að fylgjast með tekjum hennar og fjárhag, sem kom mér á óvart. Ég varð sleginn. Ég skammaðist mín fyrir hönd samfélagsins. Þessi ágæta kona fær mánaðarlega greiddar 20.630 kr. í ellilífeyri og 38.500 kr. í tekjutryggingu eins og fólk almennt fær. Hennar einu tekjur væru því 59.100 kr. ef ekki kæmu til lífeyrisgreiðslur upp á 17.000 kr. Alls eru tekjur hennar því 76.130 kr. á mánuði. Karlmenn á þessum aldri hafa yf- irleitt hærri tekjur þar sem lífeyr- isgreiðslurnar eru að jafnaði hærri vegna þess að þeir unnu utan heimilis og greiddu margir í lífeyrissjóð þótt það hafi reyndar varla verið nema kannski síðustu 20 ár starfsævinnar þar sem menn greiddu almennt ekki í lífeyrissjóði fram undir 1970. Af þessum rúmlega 76 þúsund krónum sem umrædd kona fær greiddar mánaðarlega greiðir hún umdeilanlegan tekjuskatt eins og reyndar lög gera ráð fyrir. Hún greiðir sinn part í tryggingum, fast- eignagjöldum og eignarsköttum. Þá greiðir hún í afborgunum af einu bankaláni sem eldra fólki var fyrir nokkrum árum talin trú um að væri svo ofboðslega sniðugt og hagstætt að taka en raunin hefur síðan reynst önnur. Auk þess greiðir hún af gömlu Hvernig meturðu ömmu þína? Eftir Sigurbjörn Þorkelsson ÁKVEÐIÐ vandamál hefur nú komið upp sem varðar fjármögnun tónlistarskólanna. Nemendur frá öðrum sveit- arfélögum en Reykjavík sem hafa sóst eftir tónlistar- kennslu þar hafa hingað til fengið skólavist á sömu kjörum og Reykvík- ingar og hefur Reykjavíkurborg greitt framlagið fyrir alla burtséð frá hvar fólk hefur átt lögheimili. Nú hafa stjórnendur „höfuðborg- arinnar“ tilkynnt að þeir vilji ekki greiða lengur fyrir „landsbyggð- arfólkið“ og segja að viðkomandi sveitarfélög eigi að greiða kostn- aðinn. Forsvarsmenn sveitarfélaga utan Reykjavíkur segja aftur á móti að þau eigi ekki að greiða kostnaðinn því um sé að ræða framhalds- menntun sem sé á framhaldsskóla- og háskólastigi enda getur námið verið lánshæft. Það sé ekki á valdi sveitarfélaga að greiða fyrir þann kostnað. Ríkið segir síðan að á sínum tíma þegar grunnskólarnir voru færðir yf- ir á sveitarfélögin hafi þau einnig tekið tónlistarskólana yfir sem er auðvitað rétt. Nú hefur menntunar- umhverfi breyst gríðarlega mikið síð- ustu árin og er það nokkuð ljóst að hér hafi einhverjir ekki hugsað málin til enda. Það er klárt að hluti af tón- listarmenntun er á framhaldsskóla- og háskólastigi því eins og áður sagði getur námið verið lánshæft. Til þess að fá nám lánshæft þarf að fá samþykki menntamálaráðuneyt- isins um að námið sé á framhalds- eða háskólastigi og skila skólarnir inn námsskrá því til rökstuðnings. Ef menntamálaráðuneytið hefur sam- þykkt þetta, getur ekki annað verið en að þeir hafi um leið samþykkt að skólarnir séu að hluta á því stigi sem sveitarfélögum ber ekki að greiða fyrir. Þetta er hið alvarlegasta mál. Nemendur standa frammi fyrir því núna í haust að þau geta jafnvel ekki haldið áfram í sínu námi vegna þess að þau búa t.d í Kópavogi, á Egils- stöðum eða í Mosfellsbæ þar sem enginn vill greiða mótframlagið. Hér hlýtur að vera um brot að ræða því það er klárlega verið að mismuna fólki eftir búsetu. Burtséð frá því hvort nám sé á framhalds- og háskólastigi í tónlist- arskólum landsins, samkvæmt fyrr- nefndu samkomulagi þegar grunn- og tónlistarskólar voru færðir yfir á sveitarfélögin, ættu þau að greiða þetta. Það verður að skera úr um það sem allra fyrst hver á að greiða fyrir næsta skólaár. Þolendurnir eru að mestu leyti fullorðið fólk sem þarf að geta gert einhverjar áætlanir fram í tímann, t.d varðandi námslán, bú- setu, leikskólamál o.s.frv. BÍSN leggur áherslu á að ekki er aðeins um nemendur að ræða sem þurfa hvort sem er að flytjast á milli landshluta til að stunda sinn skóla. Hér er um fólk að ræða sem sumt hvert hefur fjárfest í íbúð á höfuðborgarsvæðinu, er með börnin sín í leikskólum og skólum í viðkomandi sveitarfélagi og nýtir sér jafnvel aðra þjónustu sem sveitarfélagið býður upp á. Það getur því verið stórmál fyrir viðkomandi að flytja lögheimili sitt. Haft hefur verið samband við stjórnir Sambands íslenskra sveitar- félaga, Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og mennta- málaráðuneytið vegna málsins ásamt fjölda annarra aðila sem tengjast málinu á einn eða annan hátt. Í bréfi dagsettu 25. júlí frá Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga til allra sveitar- félaga og landshlutasamtaka sveitar- félaga kemur fram að nefnd hafi verið skipuð til að fjalla um málið og er fyrsti fundur þeirrar nefndar áætlaður 11. ágúst næstkomandi. Umsóknarfrestur um námslán rennur út 15. ágúst næstkomandi og tilkynning um breytingu á búsetu tekur 10 daga í kerfinu. Nefndin fer því allt of seint á stað. Þeir nemendur sem sjá sig knúna til þess að skipta um búsetu vegna þessa eru því að falla á tíma. Við skiljum afar vel að þetta komi sér illa fyrir þau sveitarfélög sem þurfa að greiða fyrir marga nem- endur. En þetta er í raun og veru ekki og ætti ekki að vera vandamál nemenda. Það er ljóst að námið á rétt á sér og er viðurkennt sem fram- haldsnám. Því eiga þessir ágætu nemendur, sem hafa verið í barningi vegna málsins síðasta mánuðinn, ekki að þurfa að gjalda fyrir þetta. Sveitarstjórnir landsins og ríkið eiga að leysa vandamálið sín á milli og leyfa nemendum að stunda sitt fram- haldsnám í friði. Brot á jafnrétti til náms Eftir Fjólu Margréti Hrafnkelsdóttur Höfundur er framkvæmdastjóri BÍSN.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.