Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 17
kunni vel að meta taktfasta tónlist í reglulegum töktum. „Þeir léku mikið af mörsum og þess háttar taktfastri tónlist og gerðu það með ágætum. Morgunblaðið/Þorkell Aðstandendur Lúðrasveitar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, frá vinstri: Ei- ríkur Rafn Stefánsson, Arnþór Skúlason, Dagný Björk Guðmundsdóttir, Úlfhildur Grímsdóttir og Stefán Ómar Jakobsson. LÚÐRASVEIT Tónlistarskóla Hafnarfjarðar (LTH) kom nýlega aftur til landsins úr ferðalagi til Þýskalands, þar sem meðlimir henn- ar heimsóttu vinasveit sína í Barmen, lítilli borg milli Aachen og Kölnar. Þar tóku íslenskir blásarar þátt í ýmsum uppákomum og gjörningum sem heimamenn höfðu skipulagt. Alls fóru næstum sjötíu manns með í ferð- ina, þrjátíu og sjö meðlimir lúðra- sveitarinnar, sjöstjórnendur og rúm- lega tuttugu fjölskyldumeðlimir. „Upphafið að þessu samstarfi má rekja aftur til ársins 2001, þegar okk- ur var boðið að leika í bænum Linnich á svonefndri Schützenfest, eða varð- sveitahátíð,“ segir Úlfhildur Gríms- dóttir, formaður foreldrafélags LTH. „Þar kynntumst við afar skemmti- legu fólki sem lék með lúðrasveit í kaþólska menntaskólanum í Over- bach í Barmen. Það tókust með okk- ur mjög góð kynni og Stefán Ómar Jakobsson, stjórnandi lúðrasveit- arinnar, gerði sér lítið fyrir og bauð þýsku lúðrasveitinni í heimsókn til Ís- lands og þáði hún boðið. Við fengum síðan styrk frá Ungu fólki í Evrópu (UFE), sem staðsett er í Hinu hús- inu, auk fleiri smærri styrkja, til að taka á móti Þjóðverjunum og heim- sóttu þeir okkur í fyrrasumar og léku með okkur. Í sumar var kominn tími á að endurgjalda heimsóknina og fengum við aftur styrk frá UFE og öðrum aðilum til þess að fara út. Þetta er fyrsta tónlistartengda verk- efnið sem UFE styrkir.“ Tónlist – tungumál án landamæra Markmið gagnkvæmra heimsókna lúðrasveitanna og styrks UFE var að kynnast landi og þjóð og efnahags- tengslum þeim sem ríkja milli land- anna. Lúðrasveitin tók þátt í ýmsu menningarstarfi og heimsótti m.a. námuvinnslu og spilaði við opnun sýningar í glerlistasafni. „Við spiluðum einnig á áðurnefndri Schützenfest, þar sem eru margar skrúðgöngur og meðal annars svo- nefnd kyndlaganga, þar sem gengið er með kyndla um bæinn, framhjá fólkinu í bænum sem stendur við göt- una og fylgist með. Gangan endar síðan inni á íþróttaleikvangi,“ segir Stefán Ómar. „Gengið er um kvöld og fljótt verður of dimmt til að sjá nót- urnar, þannig að þegar komið var inn á leikvanginn sneri stjórnandinn sér við og spurði hlæjandi hvað í ósköp- unum verið væri að spila.“ Lúðra- sveitin á einnig í góðu samstarfi við tónlistarskóla Garðabæjar og starf- rækja skólarnir saman stórsveit sem skipuð er fólki úr lúðrasveitinni og nokkrum nemendum úr Garðabæ. Var sú sveit einnig með í för og lék á nokkrum tónleikum. Meðlimir lúðrasveitarinnar gistu á heimilum þýskra félaga sinna, en for- eldrar og stjórnendur gistu í Hausov- erbach-klaustrinu, þar sem prestaraf reglu heilags Franz frá Saalis stunda trú sína og þjóna guði sínum og sam- félaginu. Hausoverbach-klaustrið rekur meðal annars kaþólska skólann sem starfrækir vinasveit Hafnfirð- inganna. Ennfremur var með í för Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafn- arfjarðar, ásamt konu sinni og yngsta syni, en bæjarstjóri Linnich bauð honum að vera samferða hópnum. Arnór Skúlason, gjaldkeri for- eldrafélags lúðrasveitarinnar, segir gestrisni munkanna hafa verið mjög göfuga. „Þetta var mikil upplifun og afar vel við okkur gert, bæði hvað varðaði gistingu og veitingar. Svo voru byggingarnar þarna afar fornar og sérstakar. Þetta var eins og að koma inn í bíómynd, allt var svo mik- ilfenglegt. Á kvöldin var síðan farið niður í klausturkjallarann og spjallað um heimsmálin. Þýskaland er heima- land mjaðarins og var því við hæfi að dreypa á slíkum veigum í góðu hófi.“ Ólík nálgun á tónlistarflutning Þau Dagný Björk Guðmundsdóttir þverflautu- og óbóleikari og Eiríkur Rafn Stefánsson trompetleikari eru bæði virkir meðlimir í LTH. Þau segja heimsóknina hafa verið gríð- arlega skemmtilega og fræðandi auk þess sem gaman hafi verið að upplifa öðruvísi nálgun Þjóðverja á tónlist- ina. „Það var rosalegur agi á æfing- um og í öllum flutningi. Það var ekki um það að ræða að fólk spilaði út úr takti og allir trommuleikararnir léku sem einn í skrúðgöngunum,“ segir Dagný Björk og bætir við: „Þegar stjórnandinn lyfti hendinni í miðju lagi, þá þagnaði allt undir eins, þau kunnu svo sannarlega að hlýða stjórnandanum.“ Eiríkur Rafn tekur undir orð Dag- nýjar og bætir við að Þjóðverjar Hins vegar lentu þeir í miklum erf- iðleikum með íslensk þjóðlög, rímna- dans og slíkt, þar sem takturinn er breytilegur, til dæmis í vísnalög- unum. Þeim fannst íslensku lögin hins vegar vera mikil áskorun og nutu þess að spreyta sig á þeim, enda höfum við líka gaman af því að brjóta upp formið og setja svolítið bras- ilískan danstakt í lögin. Það lífgar upp á músíkina og fólk rak stundum upp stór augu í kyndlagöngunni. Fólk á dálítið erfitt með lúðrasveit- ir á Íslandi og þess vegna reynum við oft að gera lögin svolítið öðruvísi og leika okkur með þau til að vekja for- vitni og kátínu áheyrenda. Það fór líka mjög vel í Þjóðverjana, en þar er afar rík hefð fyrir lúðrasveitum og marseringum.“ Dagný og Eiríkur segja agann það sem þau urðu mest vör við þegar þau heimsóttu þýska skólann ásamt fé- lögum sínum. „Við mættum í skólann áður en tíminn byrjaði og settumst niður við borð. Þá var hnippt í okkur og okkur kippt á fætur. Krakkarnir eiga að standa þangað til kennarinn kemur inn, þá bjóða þau kennaranum góðan daginn og hann leyfir þeim að setjast. Þetta er reglan og það var mjög ólíkt því sem við eigum að venj- ast. Krakkarnir þarna læra líka mjög mikið af tónfræði í tónmenntatímum, – margt sem við erum að læra í tón- listarskólanum er skyldunám hjá þeim.“ segir Dagný. „Þetta var mjög mikil upplifun og sérstakt að kynnast lífinu í Þýskalandi og að þetta fólk er alls ekki svo ólíkt okkur þótt þessi agi ríki víða.“ „Það má segja að við séum svolítið ávalari og óformlegri hérna á Ís- landi,“ segir Stefán Ómar og þykir honum Þjóðverjar afar reglufastir og agaðir í sínum samskiptum, miðað við Íslendinga. Gott starf foreldrafélags Stefán telur að það væri ómögulegt að standa í ferðalögum og öllu því starfi sem lúðrasveitin tekur sér fyrir hendur ef ekki væri fyrir gríðarlega öflugt foreldrafélag. „Án þess væri ekki hægt að gera nema brot af því sem gert er. Það þarf náttúrulega að vera gott starf í kringum þetta allt saman. En það skilar sér svo marg- falt til baka í öllum þeim verðmætu tengslum sem myndast. Vináttubönd verða til sem endast út ævina og það er afar verðmætt.“ Úlfhildur tekur undir orð Stefáns og bætir því við að tónlistarstarfið sé góður grundvöllur fyrir allt nám og sérstaklega raungreinanám. „Það eru til dæmis fimm verkfræðingar í Lúðrasveit Hafnarfjarðar, sem ekki má rugla saman við LTH. Svo má nefna hann Finnboga okkar Ósk- arsson túbuleikara, sem er efnafræð- ingur og leikur með LTH. Hann hef- ur verið okkur stoð og stytta í gegnum árin. Foreldrarnir vita að þetta er afar heilbrigt og gott starf og verðmætt að taka virkan þátt í því.“ Unga fólkið var að sögn afar ánægt með ferðina og eru þegar komnar upp áætlanir um frekari samskipti. Einn meðlimur þýsku sveitarinnar er á leið til Íslands í verklegt nám í skipulagningu menningarviðburða og áform eru uppi um heimsóknir ein- staklinga milli landanna. „Þetta hefur allt heppnast afar vel og öll þessi vinna hefur svo sannarlega verið þess virði,“ segir Úlfhildur og viðstaddir taka undir. Lúðrasveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar í ferðalag til Þýskalands Lúðrasveitin með fjölskyldumeðlimum og stjórnendum á tröppum elstu byggingar Hausoverbach-klaustursins í Barmen. Vináttubönd til framtíðar HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.