Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 31 Í dag hefði Guðrún systir mín orðið 34 ára ef hún hefði fengið að lifa lengur en hún lést á Heilbrigðisstofnun Suð- urlands á Selfossi sl. sumar. Með örfáum orðum langar mig að minnast hennar hér í dag. Þegar mér var tilkynnt það í gegnum síma að Guðrún systir mín væri dáin þá fylltist ég ofboðslegri reiði og van- mætti gagnvart almættinu. Af hverju Guðrún systir mín, hún af öllum? Af hverju var hún tekin frá ungum börn- unum sínum, þeim sem hún unni mest? Hvað yrði nú um þau, gætu þau öll verið saman eða yrðu þau slitin hvert frá öðru? Þessar spurningar helltust yfir mig. Ég sakna hennar mikið og mun gera á meðan ég lifi, ég hugsa til hennar á hverjum degi. Ég veit það í dag að hún er komin á betri stað, stað þar sem allt er svo bjart og gott og hún hefur hitt foreldra okkar sem hún missti svo ung og saknaði alla tíð. Sumarið 1969 er yndislegt í minn- ingunni, sumarið sem mamma gaf okkur strákunum í fjölskyldunni litla systur sem síðar var skírð Guðrún í höfuðið á ömmu. Guðrún átti yndis- lega æsku allt til 10 ára aldurs í skjóli foreldra okkar og man ég hvað við strákarnir í fjölskyldunni vorum montnir af „Guddu litlu“ enda var hún oft ofvernduð af okkur. Guðrún var rúmlega þriggja ára þegar gosið hófst á Heimaey og við þurftum að flýja eyjarnar. Bjuggum við þá í tæp tvö ár á Stór-Reykjavík- ursvæðinu, fyrst í Hafnarfirði og síð- GUÐRÚN STEINGRÍMSDÓTTIR ✝ Guðrún Stein-grímsdóttir fædd- ist í Vestmannaeyjum 6. ágúst 1969. Hún lést á Sjúkrahúsi Suð- urlands 7. júlí 2002 og var útför hennar gerð frá Selfosskirkju 13. júlí sama ár. an á Grenimelnum í Reykjavík. Eftir að fjöl- skyldan komst aftur heim til Eyja fór lífið á Faxastíg 39 strax í sínar föstu, ákveðnu og áhyggjulausu skorður. Guðrún var þá orðin fimm ára og strax búin að eignast vinkonur í götunni sem margar hverjar urðu hennar bestu vinkonur til ævi- loka. 20. maí 1980 varð fjöl- skyldan fyrir miklu áfalli þegar pabbi lést, aðeins 49 ára að aldri eftir erfið veikindi, þá var Guð- rún systir mín tíu ára gömul. Þremur árum síðar kom annað áfall því 12. júní 1983 lést mamma okkar, aðeins 55 ára gömul, eftir erfiða baráttu við krabbamein. Þetta var mikið áfall fyr- ir fjölskylduna og þá sérstaklega fyrir Guðrúnu sem þá var að verða 14 ára og nýfermd. Guðrún syrgði þau mikið og var harmurinn alltaf til staðar í hjarta hennar. Eftir að mamma deyr flytur Guð- rún til okkar Bubbu og býr hún hjá okkur til ársins 1988 en þá fer hún sjálf að búa. Fyrst í íbúð á Skólavegi 8, síðan flytur hún að Fífilgötu 3 en þar leigði hún allt þar til hún eignaðist Gunnar Má, elsta soninn sinn, árið 1990 en þá flytur hún til Gunnars bróður og býr hjá honum þangað til hún kaupir sér sína eigin íbúð í Folda- hrauninu. Árið 1993 eignast Guðrún annan son, Arnar Jóhann. Lengst af bjó Guðrún ein með strákunum sínum og bjó hún þeim fallegt og snyrtilegt heimili enda vildi hún alltaf hafa allt í röð og reglu. Enn eitt áfallið skellur á Guðrúnu árið 1992 en þá greinist hún með MS-sjúkdóminn. Árin eftir það reyndust henni heilsufarslega þung í skauti en með dugnaði hennar og kjarki gekk þetta allt upp hjá henni. Hún sýndi það og sannaði, þrátt fyrir þessa erfiðleika, að hún var hörku- dugleg og ósérhlífin. Hún var skap- mikil og fór sínu fram tæki hún eitt- hvað í sig. Síðustu tvö árin sem hún lifði fannst henni einkenni veikinnar vera á undanhaldi og fékk hún nokkra bót á sjúkdómnum en þá var byrjað að gefa henni ný lyf. Árið 1996 kynn- ist Guðrún Haraldi Snorrasyni frá Selfossi en hann var þá nemandi í Stýrimannaskólanum í Eyjum. Halli flutti inn til Guðrúnar og drengjanna og bjuggu þau í íbúð hennar þangað til þau fluttu á Selfoss í janúar 2001. Þau keyptu sér hús á Grashaga 22 og þar bjó Guðrún þeim fallegt heimili. 14. janúar 2002 eignuðust þau Guð- rún og Halli saman dótturina Þuríði Eygló sem skírð var 7. apríl 2002 og ber nafn móður okkar og föðurömmu sinnar. Hún var glöð og ánægð þegar hún hringdi í mig og sagðist vera með afmælisgjöf til mín en Þuríður Eygló fæddist á afmælisdeginum mínum. Guðrún elskaði börnin sín ofar öllu og reyndi að vera þeim fyrirmynd. Guð- rún var trúuð kona og trúði á lífið eftir dauðann, þar líktist hún mjög móður okkar sem ól okkur systkinin upp í guðstrú. Hún kenndi drengjunum bænir og hlustaði mikið á trúarlega tónlist. Þar átti hún sér eitt uppá- haldslag, „Liljan“, sem var sungið í jarðarförinni hennar. Ég sá Guðrúnu systur mína í síð- asta sinn á lífi í skírn dóttur hennar og var hún þá ánægð með lífið og til- veruna, allir hennar nánustu nálægt henni og framtíðin björt og allt á réttri leið. Viku fyrir andlátið talaði ég við Guðrúnu systur mína en þá var yngri drengurinn hennar hér í Eyjum á fótboltamóti og var hún þá að at- huga hvernig honum og liðinu hans gengi í mótinu. Guðrún var þá mjög hress en viku seinna var hún dáin. Jarðarför Guðrúnar fór fram frá Selfosskirkju laugardaginn 13. júlí að viðstöddu miklu fjölmenni, þá sá ég hve vinmörg Guðrún var. Ég vil sérstaklega þakka Ástþóri frænda og Jónu sem voru alltaf til staðar fyrir Guðrúnu og börnin henn- ar og einnig öllum þeim sem veittu okkur fjölskyldunni huggun í sorg- inni. Allt þetta er ómetanlegt. Guð blessi ykkur og varðveiti. Pétur. veikindum eða ekki. Öllum vildirðu vel, og öllum vildirðu hjálpa. Mamma, ég á þér svo margt að þakka. Þú gafst mér líf og lést mér alltaf finnast ég vera hetjan þín, en ég veit að nú ert þú á betri stað, engir verkir eða veikindi, heldur finnurðu fyrir miklum friði, eins og þegar þú varst ung stúlka í Noregi, og átt þú það svo sannarlega skilið, elsku mamma. Ég kveð þig nú í þessu lífi, en hlakka til næstu endurfunda. Jesús, bróðir vor og frelsari, þú þekkir dánarheiminn.Fylgdu vini (móður) vorum, þegar vér getum ekki fylgst með henni lengur. Miskunn- sami faðir, tak á móti henni. Heilagi andi, huggarinn, vertu með oss. Amen. Þinn sonur, Aðalsteinn Kjell. Elsku mamma. Þú varst okkur allt, yndisleg móðir og frábær vinur. Þú vildir allt fyrir alla gera, alltaf boðin og búin til að hjálpa hvort sem þú áttir gott með það eður ei, allt skyldi reyna, þannig varst þú, öll af vilja gerð. Síðustu mánuðir voru þér erfiðir, en alltaf tókst þér að rísa upp frá veikindun- um, en í þetta sinn kallaði guð þig heim. Við söknum þín ólýsanlega mik- ið, allt er og verður svo tómlegt án þín, en minningarnar um þig geymum við í hjarta okkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Þínar dætur, Rósmary og Guðrún Karí. Elsku amma. Nú ert þú farin og það verður skrít- ið að hafa þig ekki lengur hjá okkur. Ógleymanlegar eru stundirnar sem við áttum með þér. Þú varst ein af þeim ömmum sem lifa fyrir barna- börnin sín, þú vildir reglusemi og aga og allt af því góða, enda hollt og gott veganesti út í lífið. Þú gerðir allt sem þú gast til að geta verið sem mest með okkur, þú taldir það ekki eftir þér að þurfa að ferðast norður með rútunni oftar en einu sinni eða tvisvar í sama mánuðinum, enda biðum við spennt þegar mamma sagði við okkur, að von væri á þér norður. Við biðum með eft- irvæntingu og töldum niður dagana þangað til þú kæmir. Þú vildir ekki missa af neinu sem viðkom okkur, sjaldan vantaði þig á afmælisdögun- um okkar eða á jólunum, enda þegar þú varst ekki fannst okkur engin jól án þín. Þegar heilsunni þinni fór að hraka og ferðunum þínum að fækka hringdir þú alltaf reglulega, og vildir fá fréttir af okkur. Alltaf sagðirðu við mömmu þegar þú kvaddir: „Kysstu börnin frá mér.“ Við munum sakna þín, elsku amma, meira en orð fá lýst. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Grétar, Elín, Heiðrún, Bryndís og Aðalsteinn. Elsku hjartans Kjellfrid, ég kynnt- ist þér fyrir átján árum þegar leiðir okkar lágu saman í gegnum börnin þín sem eru mér alveg yndisleg og urðum við strax góðar vinkonur. Ég kem til með að sakna þín mjög mikið, kæra vinkona. Ég bið góðan guð að styrkja börnin þín sem eiga í mikilli sorg núna, en tíminn læknar víst öll sár um síðir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Þín vinkona, Kristjana. ✝ Gunnar Frið-riksson fæddist á Hólavegi 17 á Siglufirði hinn 1. febrúar 1945. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 29. júlí síð- astliðinn. Gunnar var sonur hjónanna Friðriks Stefáns- sonar, f. 24.2. 1924, og Hrefnu Einars- dóttur, f. 9.8. 1926. Hann var elstur sex systkina en þau eru Sigrún, f. 1947, búsett í Noregi; Jónína Gunnlaug, f. 1949, búsett á Álfta- nesi, alin upp af Ásgeiri Björns- syni og Sigrúnu Ásbjarnardóttur; Kolbrún, f. 1950; Sigurður, f. 1952; og Stefán, f. 1960, en þau eru öll búsett á Siglufirði. Hinn 26.12. 1967 gekk Gunnar arsdóttir frá Garðabæ. Fyrir átti Gunnar dótturina Hönnu Krist- jönu, f. 1963, gift Guðjóni Betúels- syni. Þeirra börn eru Gísli Betúel, f. 1986, og Hrafnhildur Inga, f. 1990. Þau eru búsett í Reykjavík. Móðir Hönnu Kristjönu er Hlín Sigurðardóttir, f. 1946 en eigin- maður hennar og uppeldisfaðir Hönnu Kristjönu er Gísli Jónsson, f. 1937. Gunnar lauk sveinsprófi í bifvélavirkjun 8.6. 1968 og 12.10. 1973 fékk hann meistarapróf- sskírteini. Hann rak bifreiðaverk- stæði um tíma en í seinni tíð sneri hann sér meira að bílaréttingum og bílamálun. Frá árinu 1991 var hann með eigin rekstur, fyrst ásamt Stefáni bróður sínum en frá árinu 1997 rak Gunnar fyr- irtækið einn undir nafninu Rétt- ingaverkstæði Gunnars ehf. Gunnar var félagi í hestamanna- félaginu Glæsi á Siglufirði og var meðal annars formaður um tíma. Hann var einnig félagi í Harm- ónikusveit Siglufjarðar. Útför Gunnars fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. að eiga Kristrúnu Sig- urbjörnsdóttur, f. 28.11. 1947, en foreldr- ar hennar eru Jóhanna Antonsdóttir, f. 1913, og Sigurbjörn Boga- son, f. 1906, d. 1983. Gunnar og Kristrún eignuðust þrjú börn en þau eru: 1) Jóhanna Hrefna Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, f. 1969, gift Sævaldi Jens Gunnarssyni frá Dalvík. Börn þeirra eru: Viktor Daði, f. 1997, Krist- björn Leó, f. 1998, og Vigdís, f. 2001. 2) Sigurður Jón Gunnars- son, viðskiptafræðingur, f. 1971, kvæntur Silju Arnarsdóttur frá Selfossi. Dætur þeirra eru: María Sól, f. 2000, og Ásthildur, f. 2002. 3) Dagur, bílamálari, f. 1975. Sambýliskona hans er Hanna Við- Elsku Gunni minn, hafðu hjartans þakkir fyrir allar samverustundirnar. Megi góður guð geyma þig. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta, skæra veki þig með sól að morgni, veki þig með sól að morgni. Drottinn, minn faðir, lífsins ljós, lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós, tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn, láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni vekja hann með sól að morgni. Drottinn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál, slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði, vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Þín Kristrún. Elsku besti pabbi. Mikill er harmur okkar og tregi. Við trúum því vart að þú sért farinn frá okkur og eigum vart orð til að lýsa söknuði okkar. Þú varst einstök persóna, svo rólegur og frið- elskandi. Oft vissum við ekki hvort þú varst heima eða að heiman því ekki var gauraganginum eða hávaðanum fyrir að fara. Þegar við vorum börn, voru þið mamma dugleg að fara með okkur í útilegur og „nestisferðir“ inn í sveit og eftir að þú fórst í hesta- mennskuna voru ófá hestamannamót- in sem fjölskyldan sótti. Hestarnir voru þitt líf og yndi og áttir þú margar af þínum bestu stundum í hesthúsun- um. Við fórum oft með þér í hesthúsin þegar við vorum börn og kenndir þú okkur að umgangast hrossin af virð- ingu, alúð og natni. Þú varst búinn að kaupa hey fyrir veturinn og hafðir oft orð á því hversu mikið þú hlakkaðir til að gefa það. Þú sagðir þetta vera úr- vals hey og vildir ekkert nema það besta fyrir hestana þína. Elsku pabbi, við skulum sjá til þess að hestarnir þínir fái heyið sem þú ætlaðir þeim. Þú varst svo mikill sveitamaður í eðli þínu enda varst þú ekki gamall þegar þú byrjaðir að fara í sveit á sumrin. Brekkukot var sveitin þín en þar naust þú samvista við gott fólk og fékkst að njóta þín við umönnun dýra og við hin ýmsu sveitastörf. Þú hafðir oft orð á því hvað þetta var þér ómet- anleg reynsla og gott veganesti út í líf- ið. Þú varst ekki nema átta ára þegar þú eignaðist þína fyrstu harmóniku. Þú varst svo lítill að þú stóðst ekki undir henni, heldur þurftir að sitja, en þú komst fljótt upp á lagið og spilaðir alla tíð eftir eyranu. Það var mikið bú- ið að spila og syngja á okkar heimili og stundum auðveldaðir þú okkur að læra skólaljóðin með því að láta okkur syngja þau á meðan þú spilaðir undir á nikkuna. Þú gekkst til liðs við Harm- ónikusveit Siglufjarðar og veitti sá fé- lagsskapur bæði þér og mömmu mikla ánægju og gleði. Elsku besti pabbi, þú varst svo góð- ur og blíður maður og veittir okkur svo gott uppeldi. Þú hélst uppi aga án þess að þurfa að æsa þig. Aldrei hækkaðir þú róminn við okkur, heldur bentir okkur yfirvegað á hvað betur mætti fara. Við erum heppin að hafa notið leiðsagnar þinnar og ástúðar og munum alltaf vera stolt af því að eiga þig fyrir pabba. Við vitum að þú munt halda áfram að leiðbeina okkur og vera með okkur um ókomna framtíð. Hafðu þökk fyrir allt og allt og megi góður guð geyma þig, elsku pabbi. Orð þín veittu okkur ánægjustund, yl þar og kraft var að finna. Þú áttir svo góða og lífsglaða lund að létta hug barnanna þinna. Við kveðjum þig nú í síðasta sinn en samt geymum minningu þína og áfram mun lýsa okkur ljósgeisli þinn sem léstu á braut okkar skína. Öll kveðjum og þökkum á þessari stund þín þýðlegu orð vor til handa þökk fyrir sérhvern þinn fræðandi fund far vel til sælunnar landa. (Höf. ók.) Þín elskandi börn, Jóhanna, Sigurður og Dagur. Kveðja frá mömmu og pabba Misjafnt mannlífið býður og mörg í lífinu þraut. Af alhuga syrgjum við soninn sem hér var hrifinn á braut. Þú sem ætíð varst okkar yndi og hjartans mál. Nú genginn er góður drengur Guð blessi þína sál. (Friðrik Stefánsson.) Elsku afi, við skiljum ekki að þú sért dáinn, við vitum það en skiljum ekki, við skiljum það kannski þegar við stækkum. En það var einmitt það sem við ætluðum að gera með þér afi, að stækka og skilja svo margt. En á meðan það gerist eigum við minning- arnar um þig, þegar þú heimsóttir okkur pínulitla, fyrst á Þórshöfn, svo í Hafnarfjörð og svo loks þegar við fluttum á Siglufjörð og gátum verið með þér næstum á hverjum degi. Okkur þótti svo spennandi að heim- sækja þig á verkstæðið en við vöruð- um okkur á pressunni, hún var svo há- vær þegar hún fór í gang. Okkur þótti svo spennandi að fara með þér í hest- húsið, gefa hestunum brauðið sem þú fékkst í bakaríinu, sem okkur þótti næstum jafngott og hestunum, draga mjólkurgrindina að stöllunum, klifra upp á hana og klappa hestunum yfir stallinn, gefa þeim brauðið eða hey. Við fengum að „pjaskast“ með þér og þolinmæðina þína þraut aldrei við okkur, ekki frekar en sleikjóana og súkkulaðið sem virtist verða til í hanskahólfinu á jeppanum. Rúntar á jeppanum voru í sérstöku uppáhaldi, að fá að klifra inn að aftan, yfir dótið sem þú varst með og sitja svona reffi- legir í aftursætinu, við vorum sérstak- lega ánægðir með að fá að sitja í fang- inu þínu og taka í stýrið. Við vorum aldrei rellnir með þér, við vorum alltaf svo góðir þegar við vorum með þér, afi, við höldum að það sé vegna þess að þú varst svo góður sjálfur. Nú ætlum við að stækka og skilja þótt það verði erfiðara án þín, við ætlum að stækka og verða góðir menn eins og þú. Þegar Vigdís stækkar ætlum við að segja henni frá þér, svo hún geti líka átt minningar um þig eins og við. Bless, elsku afi. Þínir elskandi afakútar Viktor Daði og Kristbjörn Leó. GUNNAR FRIÐRIKSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.