Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Bensínbræður verða varla lengi að ýta Atlantsolíu út af markaðinum með sínum lands-
fræga samtakamætti.
Fræðslufundur um byrjendakennslu
Réttar aðferðir
skila árangri
SKÓLI Helgu Sigur-jónsdóttur stendurfyrir fræðslufundi
um byrjendakennslu í
lestri og stærðfræði í Nor-
ræna húsinu hinn 7. ágúst
næstkomandi. Helga Sig-
urjónsdóttir, stofnandi og
eigandi skólans, mun flytja
þar erindi auk Haralds
Ólafssonar, veðurfræðings
og prófessors í eðlisfræði
lofthjúpsins.
Segðu mér frá starfsemi
skólans.
„Í skólanum, sem ég
stofnaði árið 2000, geta
börn og í raun allir sem
þurfa á því að halda fengið
viðbótarkennslu í náms-
greinum grunnskólans.
Einnig er um að ræða sér-
hæfða lestrarkennslu fyrir
4–5 ára börn og börn sem ekki
gengur nógu vel í skólanum. Ég
hef þróað kennsluna í þrjú ár og
árangurinn verður sífellt betri.“
Hvað þyrfti betur að fara við
lestrarkennslu?
„Mín reynsla sem lestrarkenn-
ari og þau fræði sem ég styðst við
sýna að lestur þarf að kenna bet-
ur, nákvæmar og vandlegar en al-
mennt er gert í skólum. Þá þurfa
aðstæðurnar að vera betri en þær
eru af því að lestur er varla unnt
að kenna svo vel sé í stórum hóp-
um. Lestur þarf að kenna í litlum
hópum, hjá mér eru mest sex börn
í hópi. Auk þess eru foreldrar
með, læra aðferðina og vita þess
vegna hvernig á að leiðbeina börn-
unum heima.“
Hvaða aðferðum beitir þú við
lestrarkennsluna?
„Hefðbundin hljóðlestrar-
kennsla er sú kennsluaðferð sem
ég tel langbesta. Raunverulega
læra allir að lesa á þann hátt; það
er að segja galdur lestrarins lýkst
upp fyrir þeim þegar þeir skynja
hljóðin sem búa að baki stöfunum.
Í rauninni eru allir lesblindir í
byrjun þar sem allir gera svokall-
aðar „lesblinduvillur“. Með starfi
mínu hef ég komist að raun um að
þessar byrjendavillur þarf að leið-
rétta og þjálfa lesturinn strax en
bíða ekki þar til barnið festist enn
frekar í því sem það gerir rangt.
Það geri ég þegar ég kenni skóla-
börnunum sem ýmist hafa verið
greind sem lesblind eða ekki.“
Hvað verður á dagskrá fræðslu-
fundarins?
„Ég flyt erindi um lestrar-
kennslu og Haraldur Ólafsson
ræðir um reikning og reiknings-
kennslu. Einning leitast ég við að
greina lítillega grunn menntakerf-
isins og set spurningarmerki við
kenningar fræðimanna um mann-
lega vitsmuni. Ég dreg mjög í efa
að það sé jafnmikill munur á ein-
staklingum og kerfið heldur fram
og vildi ég gjarnan sjá breytingar
á þessum hugmyndum. Þegar
börnin koma í skólann eru þau í
raun flokkuð þó að ekki sé raðað í
bekki. Þar ræður svokölluð norm-
alkúrfa ríkjum, en samkvæmt
henni flokkast bæði börn og full-
orðnir í tvo hópa; þá
sem eru undir meðal-
lagi og hina sem eru yf-
ir meðallagi. Börnin
finna þetta strax og
þeim sem eru undir
meðallaginu líður ekki vel. Þegar
ég var að byrja að kenna fyrir 40
árum voru greindarpróf lítið not-
uð en nú sýnist mér þróunin vera
sú að greindarpróf og margs kon-
ar aðrar mælingar á færni
barnanna og vitsmunum þeirra
skipi æ meira rúm í skólanum. Í
framhaldi af þessu finnast æ fleiri
„gallar“ á börnunum!, eða veik-
leikar eins og sagt er, athyglis-
brestur, ofvirkni og fleira. Ég held
að of mikið sé gert úr mismiklum
hæfileikum barnanna. Við eigum
fremur að horfa á þau sem litlar,
fullkomnar mannverur og kenna
þeim af þekkingu, ástúð og skiln-
ingi.“
Hvað hefur skólinn framyfir
aðra skóla?
„Það helst að skapa aðstæður
sem henta börnunum og duga til
þess að þau öll nái árangri. Við
kennsluna nota ég námsefni sem
miðar að því að þjálfa hljóðskynj-
un barnanna sem best og svo
kenni þeim að skrifa (stafsetja)
samtímis. Það má því segja að ég
kenni eins og algengast er í skól-
um en legg ennþá meiri áherslu á
hljóðfræði og hljóðkerfi málsins
auk þess að skapa þær aðstæður
sem gera börnunum betur kleift
að ná sem bestum árangri. Loks
kenni ég hraðar en gert er í skól-
um, fer yfir námsefni fyrsta
bekkjar á tveimur mánuðum, sam-
tals 16 klukkustundum en hver
kennslustund er hálftími. Þannig
greini ég fljótt lesblindu, sem
menn eru raunar ekki á eitt sáttir
um hvernig beri að skilgreina, en
fyrir mér greinir slök hljóðskynj-
un lesblind börn frá þeim sem ekki
ekki teljast það. Lesblindu krakk-
arnir mínir ná sér á strik með því
að fara í gegnum byrjendanám-
skeiðið tvisvar. Og sumir jafnvel
þrisvar. Ég held að það væri strax
til bóta ef skólarnir
kenndu eins hratt og ég
geri í stað þess að
teygja lestrarnámið í
fyrsta bekk yfir heilan
vetur. Þar með skapað-
ist ráðrúm til þess að grípa fyrr
inn í þegar barni gengur illa.“
Hefur aðsókn að skólanum ver-
ið góð?
„Já, hún er mjög góð. Ég anna
ekki eftirspurn og nú starfa með
mér kennarar sem taka við því
sem ég kemst ekki yfir.“
Fundurinn stendur frá 17.30–
19.30 og er öllum opinn, aðgangs-
eyrir er enginn.
Helga Sigurjónsdóttir
Helga Sigurjónsdóttir er fædd
árið 1936. Hún útskrifaðist sem
stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1956 og lauk
kennaraprófi ári síðar, auk þess
er Helga með BA-próf í íslensku
og sálfræði frá Háskóla Íslands.
Hún kenndi í 15 ár við barnaskól-
ann í Kópavogi og 17 ár við
Menntaskólann í Kópavogi þar
sem hún starfaði einnig sem
námsráðgjafi auk þess sem hún
hefur gefið út kennslubækur.
Helga rekur í dag Skóla Helgu
Sigurjónsdóttur. Helga er gift
Þóri Gíslasyni tannlækni og eiga
þau þrjú börn og fjögur barna-
börn.
Mikilvægt að
þjálfa börnin
sem mest
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
U
S
21
65
9
0
7/
20
03
í Húsasmiðjunni
Muna:
að mála
sig ekki
út í hor
n!
10 lítrar hágæða akrýlmálning á stein.
Framleiðandi HarpaSjöfn.
20-30%
AFSLÁTTU
R AF ALLRI
VIÐARVÖR
N
Ný stórverslun Smáratorgi.
8.990 kr.
4.990kr.