Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 41 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake LJÓN Afmælisbörn dagsins: Þú ert heillandi og lifir spennandi lífi. Þú hefur sterka löngun til þess að upplifa sem flest og notar hvert tækifæri til þess að gera eitthvað öðruvísi. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Forðastu hvers kyns deilur í vinnunni. Í dag geta illdeilur orðið til úr engu. Sýndu því þolinmæði. Naut (20. apríl - 20. maí)  Í dag mun fólk þurfa að losa um mikla orku. Í sumum til- fellum mun hún brjótast út sem reiði. Ekki láta þetta koma þér úr jafnvægi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Passaðu þig! Vertu varkár í samskiptum þínum við yf- irmenn þína, foreldra eða jafnvel lögregluna. Fólk á það til að sleppa fram af sér beislinu í dag. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Í dag er gríðarlega mikil- vægt að þú gætir þín við akstur og gang. Þú býrð yfir mikilli orku í dag og átt það á hættu að vera annars hugar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Deilur vegna vinnu, peninga og eigna gætu átt sér stað í dag. Þér finnst sem einhver sé að ásaka þig um eitthvað. Ekki bregðast of harkalega við. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú segir nokkuð í dag. Þú átt það á hættu að móðga einhvern eða valda sárindum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú átt auðvelt með að gera málamiðlanir í vinnunni í dag. Aðrir sýna einnig mik- inn samstarfsvilja. Þetta ger- ir það að verkum að allt gengur mun betur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sýndu börnum þolinmæði í dag. Þú skalt einnig sýna vin- um þínum skilning. Einhver er að reyna að vekja upp ill- deilur. Ekki láta það eiga sér stað. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Heimiliserjur eru líklegar í dag. Þér gæti hugnast að gefa einhverjum ráðlegg- ingar. Þér væri þó fyrir bestu að halda þeim ráðlegg- ingum út af fyrir þig. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Athugasemdir þínar falla í grýttan jarðveg í dag. Það er líkt og allir séu mjög við- kvæmir og kunni ekki að meta gamansemi. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú finnur að öllum líkindum til árásargirni vegna peninga í dag. Forðastu illdeilur við aðra vegna þessa. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þér líður eins og þú sért fórnarlamb einhvers í dag. Það felst í því kaldhæðni að einhverjum þér nákomnum líður eins vegna þín. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA NIÐURSTAÐA Fór ég í heiði, fékk ég eina tínu. Fór ég á engi, sló ég miðlungs-brýnu. Út reri ég, og einn ég fékk í hlut. Upp dreg ég bát í naust með léttan skut. Stilltu þig, son minn, stillið grátinn, dætur, strengharpa mín þó laskist. Góðar nætur. Norræna lifir, einn þó undan beri útskagamann, sem langan barning reri. Öldurnar vaka, yrkja ljóð á skeri. Guðmundur Friðjónsson LJÓÐABROT HÖFUÐÁTTIRNAR fjórar við spilaborðið eru eins og hliðarnar á bilj- arðborði. Oft er leiðin greið, beint í horn eða miðgat, en stundum þarf að taka „á batta“. Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♠ ÁG102 ♥ KD73 ♦ ÁD10 ♣83 Vestur Austur ♠ 75 ♠ 43 ♥ 5 ♥ Á10642 ♦ KG983 ♦ 7654 ♣ÁD954 ♣102 Suður ♠ KD986 ♥ G98 ♦ 2 ♣KG76 Vestur Norður Austur Suður 1 tígull Dobl 2 tíglar 4 spaðar Pass Pass Pass Zia Mahmood var með spil suðurs og sýndi kunnáttu sína í ballskák með því að taka tíunda slaginn á batta. Á brids- máli heitir það ýmist inn- kast eða stiklusteins- þvingun. Vörnin hófst með ein- spilinu í hjarta og stungu í öðrum slag. Síðan skipti vestur yfir í tígul. Zia sá að vestur hlaut að eiga alla þá punkta sem eftir voru og djúpsvínaði því strax tígultíunni. Síðan tók hann öll trompin og hjörtun: Norður ♠ -- ♥ D ♦ ÁD ♣8 Vestur Austur ♠ -- ♠ -- ♥ -- ♥ -- ♦ KG ♦ 76 ♣ÁD ♣102 Suður ♠ -- ♥ -- ♦ -- ♣KG76 Hjartadrottningin set- ur vestur í vanda. Ekki má hann missa tígul og hendir því tilneyddur laufdrottningu. Zia spil- aði þá laufi og tók tvo síðustu slagina á ÁD í tígli á batta. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 85 ÁRA afmæli. Sæ-mundur Valdi- marsson myndhöggvari varð 85 ára, laugardaginn 2. ágúst. Eiginkona hans er Guðrún Magnúsdóttir. Ný sýning á styttum Sæmundar verður haldin á Kjarvalsstöðum í sept- ember. Gestum er boðið að skoða heimasíðu hans, saemundurvald.is, sem opnuð er í tilefni af afmæl- inu. 40 ÁRA afmæli. Í dag,6. ágúst, er Sölvi Páll Ólafsson fertugur. Hann býr í Seattle í USA en verður staddur hér á landi næstu tvær vikur og vildi gjarnan heyra í sem flestum vinum og kunningjum. Sím- inn er 553 4923. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Bd3 Bc5 6. Rb3 Be7 7. O-O d6 8. c4 Rd7 9. Rc3 b6 10. Dg4 g6 11. De2 Re5 12. f4 Rxd3 13. Dxd3 Bb7 14. f5 gxf5 15. exf5 Rf6 16. fxe6 fxe6 17. Rd4 Hg8 18. Hf2 Dd7 19. Dh3 Hg4 20. De3 e5 21. Rf3 O-O-O 22. Dxb6 Hdg8 23. Bg5 Bd8 24. De3 Staðan kom upp í A-flokki skákhátíðarinnar í Pardubice í Tékklandi. Emil Anka (2427) hafði svart gegn Peter Acs (2604). 24...H4xg5! 25. Rxg5 Rg4 og hvítur gafst upp enda staðan hrunin til grunna. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 O-O 9. h3 Ra5 10. Bc2 c5 11. d4 Dc7 12. Rbd2 cxd4 13. cxd4 Bd7 14. Rf1 Hac8 15. Re3 Rc6 16. d5 Rb4 17. Bb1 a5 18. a3 Ra6 19. b4 axb4 20. axb4 Db7 21. Bd2 Ha8 22. Bd3 Rc7 23. Bc3 Hxa1 24. Dxa1 Ra8 25. Rd2 Rb6 26. Rb3 Ra4 27. Ra5 Da8 28. Hc1 Hc8 29. Bd2 Bf8 30. Rc2 Rb6 31. Ra3 Rc4 32. R3xc4 bxc4 33. Rxc4 Dxa1 34. Hxa1 Rxe4 Ljósmynd/Stúdíó Sissa BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Fríkirkjunni í Reykjavík 28. júní sl. Þóra Huld Magnúsdóttir og Daníel Adam Sig- urðsson. 80 ÁRA afmæli. Jak-obína Stefánsdóttir útgerðarmaður á Akureyri, Hjallalundi 20, íbúð 205, varð áttræð mánudaginn 4. ágúst. Eiginmaður hennar er Haraldur Ringsted. Vegna mistaka birtist röng mynd með þessari til- kynningu sl. laugardag. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljós- broti Strandbergs. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í dag kl. 10–12. Lágafellskirkja. AA-fundur kl. 20.30 í Lágafellskirkju. Unnið í 12 sporunum. Landakirkja. Kl. 11 helgistund á Hraun- búðum. Næsta guðsþjónusta í Landa- kirkju verður sunnudaginn 10. ágúst kl. 11. Viðtalstímar presta kirkjunnar eru þriðju- daga til föstudaga kl. 11–12. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma í Kristniboðssalnum í kvöld kl. 20:00. „Nafn, sem veitir gleði og öryggi“ (Sálm 9).Ræðumaður: Torbjorn Lied. Heitt á könnunni eftir samkomuna. Allir vel- komnir. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Lofgjörð, lestur orðsins, fróðleikur og samvera. Allt ungt fólk velkomið. Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21. Safnaðarstarf Kirkjustarf Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520 9700. Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8. Hug- leiðing, altarisganga, léttur morgunverður. Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11. Súpa og brauð borið fram í Setrinu kl. 12. Brids í Setrinu kl. 13–16. Kvöldbænir kl. 18. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10 undir stjórn Aðalbjargar Helgadóttur. Gönguhópurinn Sólarmegin leggur af stað frá kirkjudyrum kl. 10:30 alla miðviku- dagsmorgna undir stjórn Arnar Sigurgeirs- sonar. Öllum velkomið að slást í hópinn. Neskirkja. Fyrirbænamessa kl. 18. Prest- ur sr. Frank M. Halldórsson. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 12 í umsjá Lilju K. Þorsteinsdóttur. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni í síma 567 0110. Vídalínskirkja. Kl. 10–12 foreldramorg- unn, kaffi á könnunni. FRÉTTIR GYLFI Óskarsson læknir varði doktorsritgerð sína við læknadeild Háskólans í Lundi hinn 31. janúar síðastliðinn. Rit- gerðin ber heitið „Doppler evalua- tion of coronary blood flow and coronary flow re- serve – Clinical and experimental studies.“ Leið- beinandi Gylfa var prófessor Erkki Pesonen. Andmælandi við doktorsvörnina var prófessor Jaakko Hartiala frá Åbo í Finnlandi, og í dómnefnd sátu prófessorarnir Nils-Rune Lundström, Bertil Olsson og Kjell Lindström. Gylfi er fyrstur Íslendinga að ljúka doktorsprófi á sviði barnahjartalækninga. Ritgerðin fjallar um beitingu nýrra Doppler aðferða við mælingar á blóðflæði í kransæðum. Við rann- sóknirnar voru hátíðni Doppler mælingar gegnum brjóstvegg og innanæðar-Doppler mælingar not- aðar við skoðanir á fóstrum, nýbur- um og börnum. Ritgerðin byggist á 6 vís- indagreinum sem hafa verið birtar eða samþykktar til birtingar í virt- um alþjóðlegum vísindatímaritum sem fjalla um barnalækningar og hjartasjúkdóma. Gylfi hefur birt nið- urstöður vísindarannsókna sinna á vísindaþingum víða um heim og hlotið viðurkenningar í formi rann- sóknarstyrkja fyrir störf sín. Hjartasjúkdómar hjá börnum valda oft þykknun hjartavöðvans, hækkuðum sleglaþrýstingi, og lækk- aðri súrefnismettun í blóði. Þessir þættir geta haft áhrif á flæði í kransæðum og flæðisgetu þeirra. Truflanir í blóðflæði til hjartavöðv- ans við þessar aðstæður geti valdið blóðþurrð og jafnvel skyndidauða, en rannsóknir á börnum hafa verið fáar vegna skorts á aðferðum. Niðurstöður rannsóknanna sýna meðal annars að það er gerlegt að mæla flæði í vinstri kransæð með Doppler gegnum brjóstvegg hjá börnum, jafnvel nýburum þar sem þvermál vinstri kransæðar er aðeins um 1 millimeter og að áreiðanleiki slíkar mælinga er góður. Rannsóknirnar beindust meðal annars að nýburum með ósæð- arlokuþrengsl, börnum með slag- æðavíxlun og börnum með hjarta- vöðvasjúkdóm og reyndust niðurstöðurnar gefa nýja mynd af áhrifum þessara sjúkdóma á flæði og flæðisgetu kransæða. Með notkun þessara aðferða má fá skýrari mynd af áhrifum hjarta- sjúkdóma hjá börnum á blóðflæði í kransæðum, og greina fyrr hvenær hætta á blóðþurrð í hjartavöðva er fyrir hendi hjá þessum sjúklinga- hóp. Gylfi lauk stúdentprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1981 og embættisprófi í læknisfræði frá Læknadeild Háskóla Íslands 1987. Eftir störf á barnadeildum í Reykjavík 1988-1990, stundaði hann framhaldsnám við barnadeild Há- skólasjúkrahúsins í Lundi, og varð sérfræðingur í almennum barna- lækningum 1993 og í barnahjarta- lækningum 1995. Gylfi starfaði sem sérfræðingur við barnahjartaskor Háskólasjúkrahússins i Lundi 1996– 2000 samhliða doktorsnáminu. Frá 2001 hefur Gylfi starfað á Barna- spítala Hringsins, rekið eigin lækna- stofu í Reykjavík og sinnt áfram- haldandi rannsóknum með samstarfsfólki sínu í Lundi. Foreldrar Gylfa eru hjónin Hólm- fríður Gunnlaugsdóttir og Óskar Gissurarson. Gylfi er kvæntur Guð- rúnu Sigmundsdóttur smit- sjúkdómalækni, og eiga þau þrjú börn, Guðlaugu, Hólmfríði og Magn- ús Atla. Doktor í barna- hjartalækningum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.