Morgunblaðið - 06.08.2003, Side 26

Morgunblaðið - 06.08.2003, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÞÁTTTAKA í keppninni um reyklausa bekki er hvergi meiri en á Íslandi þar sem 66% 7.–8. bekkja í grunnskólum taka þátt. Hlutfallið er víðast hvar mun lægra, t.d. aðeins um 10% í Þýskalandi. „Á Íslandi eru nokkur hundruð bekkir sem taka þátt sem virðist kannski ekki mikið miðað við að í Þýskalandi eru 8.400 bekkir skráðir í keppnina. En ef miðað er við mannfjölda er þetta frábær árangur,“ segir dr. Reiner Heinewinkel sem stýrir keppninni á Evrópuvísu. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur þakkar árangurinn vönd- uðu námsefni um tóbaksvarnir, miklu og góðu samstarfi við starfsmenn grunn- skólanna og auðvitað áhuga nemend- anna sjálfra. Með að standa sig í keppninni geta nemendur unnið til margvíslegra verð- launa, frá geisladiskum upp í dagsferðir og sigurvegarinn hlýtur utanlandsferð að launum. Bekkir í 15 Evrópulöndum taka nú þátt í keppninni. Spurður um árangur bendir Heine- winkel á að könnun, sem gerð var meðal grunnskólanemenda í Þýskalandi, hafi sýnt fram á talsverðan árangur. Annars vegar var kannað hversu margir nem- endur reyktu af þeim sem tóku þátt í keppninni, einu ári eftir að henni lauk, og hins vegar þeirra sem voru ekki með. Í ljós hafi komið að hlutfall þeirra sem voru í reyklausum bekk og byrjuðu síð- an að reykja var 13% lægra en meðal nemenda sem tóku ekki þátt í keppninni. Enn eigi eftir að kanna áhrif keppninnar á nemendur eftir því sem fleiri ár líða frá þátttöku „En jafnvel þó að við ger- um ráð fyrir því versta, að keppnin fresti aðeins reykingum um nokkur ár, þá er það líka mikilvægur árangur því rannsóknir sýna að eftir því sem ung- menni eru eldri þegar þau byrja að reykja minnka líkurnar á að þau verði háð reykingum,“ segir Reiner Heinewinkel. Gríðarlegur árangur Keppnin í núverandi mynd hófst á Ís- landi árið 1999. Guðlaug B. Guðjóns- dóttir, framkvæmdastjóri Krabbameins- félags Reykjavíkur, segir að hina mikla þátttöku megi m.a. rekja til þess að árið 1997 hafi áherslum í tóbaksvörnum verið breytt og nýtt námsefni sent til skól- anna endurgjaldslaust. Keppnin um reyklausa bekki hafi síðan bæst við og fengið rífandi góðar móttökur hjá nem- endum sem hafi sýnt ótrúlega hug- kvæmni við vinnslu á verkefnum tengd- um keppninni. Guðlaug segir einnig mikilvægt að nú segi í lögum að grunn- skólar eigi að veita fræðslu um tóbaks- varnir. Skólarnir hafi staðið sig afar vel í þessu hlutverki. „Það er alveg stór- kostlegt hvað skólarnir hafa staðið sig vel. Bæði með því að nýta námsefni í tóbaksvörnum og síðan að taka þátt í þessum keppnum,“ segir hún. Guðlaug segir alveg ljóst að öflug fræðsla dragi úr reykingum ungmenna. Kannanir staðfesti það. „Við sjáum gríðarlegan ár- angur,“ segir hún. Kannanir héraðs- lækna og Kr ur sýna að re síðasta áratu þeim á nýjan laug að ástæ margar s.s. m framleiðenda ingum í kvik myndböndum hafi á tímabi telji margir a húsum hafi l stúlkum á al húsamenning árum og reyk sé enn ein ás reykingar á v Um 66% bekkja etja kappi í keppninni um reykla Hvergi meiri þáttt Sjöundi bekkur R úr Smáraskóla fór verðlaunaferð til Kau Dr. Reiner Heinew lensku unglinganna  !"# $% !&& # '  (       1  !"# $## !"#   ! "# $   %& % %& %& '% %&%&% &'  ( )(* + ,& -+.(// ) (// (//0 (//1 FULLTRÚAR tóbaksfyrirtækja hafa breytt baráttuaðferðum sínum. Þeir hafna ekki lengur algjörlega að tengsl séu á milli reykinga og lungnakrabba- meins og fleiri sjúkdóma. Þeir lýsa því yf- ir að unglingar undir 18 ára aldri eigi ekki að reykja en leggja um leið áherslu á að reykingar séu frjálst val fullorðins fólks sem hafi einfaldlega ákveðið að reykja. Fæstir viðurkenna þó að óbeinar reykingar valdi krabbameini. Markmiðið með þessum breyttu bar- áttuaðferðum er að koma í veg fyrir að reykingabann nái fótfestu, að sögn Marks Wallers, annars ritstjóra nýútkomins bæklings um tóbaksvarnir á Norðurlönd- unum. Waller bendir á að einu opinberu stað- irnir á Norðurlöndunum þar sem reyk- ingar séu enn leyfðar eru veitinga- og skemmtistaðir. Tóbaksfyrirtækin líti á veitingahúsin sem mikilvægan vígvöll í varnarbaráttu sinni og reyni hvað þau geti til að koma í veg fyrir reykingabann. Þau hafi áður reynt að koma í veg fyrir að reykingar yrðu bannaðar í opinberum byggingum, í flugvélum og á vinnustöð- um. Þau hafi m.a. lagt til að settir yrðu staðlar um loftræstingu sem myndi gera fólki kleift að reykja innandyra og jafn- vel styrkt ka en sú barátt Waller seg aksfyrirtækj þau reyni ef Þau bindi t.a í Eystrasalts reykingar þ Norðurlöndu saka betur h irtækjanna v bendir á að á 71 milljón sí Finnlandi, 1 ur. Tóbaksfyrirtækin breyta baráttuaðferðum Fyrirtækin reyna að ko í veg fyrir reykingabann UM 19% Svía reykja daglega og er það lægsta hlutfall reykingamanna meðal Norð- urlandaþjóða. Finnar og Ís- lendingar deila með sér 2.–3. sæti, næstir koma Danir en Norðmenn reka lestina þar sem 30% þeirra reykja daglega. Ef öll notkun tóbaks er tekin með í reikninginn hrapa Svíar niður í fimmta sæti þar sem 20% sænskra karlmanna á aldrinum 16– 84 ára nota daglega munntóbak, svokallað snúss. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum bæklingi um tóbaks- varnir á Norðurlöndunum sem kynntur var á heimsþingi um tó ur 19 al le sí 2 fo ri se h vö önnur lönd sæki verulega á. Ef st í baráttunni gegn tóbaki gæti svo úr. Munntóbakið skekkir niðu   )%* %&**%*% % (  ) * +  ,    $ -#. /0 '/ '/ '/ / % &% %  &%       '   '  % '%  % % % %  (% ! &'   23 . 4  5&+&&' . .+, &' +  2   6 ÍSLENSKI HESTURINN Íslenski hesturinn á sér margaaðdáendur, jafnt hér heima fyrir sem erlendis. Það kom berlega í ljós á heimsmeistaramóti íslenskra hesta í Herning í Danmörku, sem lauk um helgina. Ekki var nóg með að þar væru mörg hundruð Íslendinga, held- ur voru komu til mótsins tíu þúsund gestir víða að. Sömu sögu var að segja af keppendum og auk Íslands var keppt fyrir hönd Austurríkis, Dan- merkur, Finnlands, Hollands, Nor- egs, Sviss og Þýskalands. Útbreiðsla íslenska hestsins hefur aukist jafnt og þétt undanfarið og hann virðist eiga greiða leið að hjört- um hestaáhugamanna. Margir hafa tekið ástfóstri við íslenska hestinn og lagt mikla rækt við hann erlendis. Hann hefur náð fótfestu í Norður- og Mið-Evrópu og einnig fer áhugi á honum vaxandi í Bandaríkjunum og Kanada, þótt hægt fari. Hefur þetta áhugamál jafnvel laðað menn hingað til lands og hafa þeir varið miklu fé til að koma sér fyrir og geta sinnt hest- unum. Útflutningur á hrossum hefur reyndar dregist nokkuð saman á und- anförnum árum. Til marks um það er að árið 1995 voru flutt út 2.609 hross, en á árinu 2003 aðeins 1.507 hross. Útflutningsverðmætið hefur hins vegar nokkurn veginn staðið í stað samkvæmt gögnum Hagstofunnar og var í fyrra 318 milljónir króna. Það er því verið að flytja út dýrari hross en áður. Þýskalandsmarkaður hefur verið í lægð í kjölfar þess að þýsk tollyfir- völd tóku innflutning á hrossum til Þýskalands til meðferðar, en einnig rækta Þjóðverjar mikið af ódýrum hestum. Þar er hins vegar mest af ís- lenskum hrossum fyrir utan Ísland. Talið er að 60 þúsund íslenskir hestar séu í Þýskalandi, en hér á landi eru 74 þúsund hestar. Danir og Svíar kaupa mest af íslenskum hestum um þessar mundir. Fyrir einni öld voru á milli sex og sjö þúsund hross flutt út á ári og var íslenski hesturinn þá iðulega notaður í kolanámum erlendis. Nú er eftir- spurn mest eftir keppnishestum og kynbótahrossum að því er kom fram í samtali við Ágúst Sigurðsson hrossa- ræktarráðunaut við Morgunblaðið í maí. Hinn mikli áhugi sem virðist vera á íslenska hestinum eins og heims- meistaramótið í Herning bar vitni bendir til þess að ekki sé aðeins mark- aður fyrir gæðinga og keppnishesta, heldur einnig fyrir fjölskylduhesta. Íslenski hesturinn býður upp á ákveðin tækifæri, sem vert er að nýta. Sá er einmitt tilgangurinn með emb- ætti umboðsmanns hestsins, sem tók til starfa nú um mánaðamótin með það að markmiði að efla jákvæða ímynd hrossaræktar og hesta- mennsku á Íslandi, auka sölu á ís- lenska hestinum og hestatengdri vöru og þjónustu innanlands sem utan og efla almennan áhuga á hesta- mennsku. Og það er ljóst að þegar út er komið stendur íslenski hesturinn sig ágætlega í að kynna sig sjálfur. SVARAR BERLUSCONI? Það vekur vissulega athygli þeg-ar eitt af virtustu tímaritumheims á sviði efnahags- og stjórnmála telur ástæðu til að birta opið bréf til forsætisráðherra ríkis og krefja hann svara um ýmislegt á við- skipta- og stjórnmálaferli hans. Það gerðist í síðustu viku þegar tímaritið The Economist fór þess á leit við Silv- io Berlusconi, forsætisráðherra Ítal- íu, að hann gerði hreint fyrir sínum dyrum. Hefur tímaritið hafið birtingu greinaflokks þar sem dregin verða fram ýmis mál sem það telur að þurfi frekari skýringa við. Öll gögn hafa þegar verið send ítalska forsætisráð- herranum og jafnframt verða þau birt á vefsíðu tímaritsins, www.- economist.com. Berlusconi er ekki einungis einn af auðugustu kaupsýslumönnum Evr- ópu heldur einnig óneitanlega einn af litskrúðugustu stjórnmálamönnum álfunnar. Fyrir nokkrum vikum olli hann uppnámi er hann líkti þýskum þingmanni á Evrópuþinginu við vörð í fangabúðum nasista. Sá hafði haldið því fram að ítalski forsætisráðherrann hefði beitt meiri- hluta sínum á ítalska þinginu til að koma í veg fyrir réttarhöld í ýmsum málum er höfðuð hafa verið á hendur honum. Economist telur ljóst að sú sé raunin. Berlusconi hafi með beitingu hins pólitíska valds komið í veg fyrir að saksóknarar og dómarar gætu sinnt starfi sínu sem skyldi. Það er skoðun Berlusconi að það sé fyrir neðan virðingu forsætisráð- herra að vera dreginn fyrir dómstóla. Economist telur að þótt svo sé verði starfandi forsætisráðherra að svara fyrir sig á vettvangi almennings- álitsins. Því hafi tímaritið ákveðið að skora á hann með fyrrgreindum hætti. Ítalski forsætisráðherrann hafi gefið út yfirlýsingar sem virðast stangast á við sannleikann. Því verði hann að gera grein fyrir því hvert hið rétta sé í málinu. Það hefur áður gerst að ítalskir stjórnmálaleiðtogar hafa verið í sviðsljósinu vegna vafasamra mála. Má nefna þá Bettino Craxi og Giulio Andreotti í því sambandi. Þeir hafa í augum flestra verið fulltrúar hinnar gömlu Ítalíu þar sem spilling var tal- in hluti hins pólitíska kerfis. Econom- ist telur hættu á að Berlusconi sé ekki málsvari nýrrar og breyttrar Ítalíu heldur persónugervingur „alls hins versta“ úr hinni gömlu Ítalíu. Rétt eins og flest önnur ríki Evr- ópu er Ítalía ekki lengur óháð öðrum ríkjum álfunnar heldur samtvinnuð á flestum sviðum. Stjórnmálaleiðtogar Ítalíu gegna nú forystuhlutverki í Evrópu á meðan Ítalir gegna for- mennsku í ráðherraráði Evrópusam- bandsins. Þar fer Berlusconi fremst- ur í flokki. Á meðan hann gerir ekki hreint fyrir sínum dyrum hanga efa- semdirnar yfir formennsku Ítalíu. Það hlýtur því að vera kappsmál fyrir ítalska forsætisráðherrann að taka þessari áskorun Economist og svara þeim spurningum sem tímaritið legg- ur fyrir hann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.