Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 12
SAMKEPPNISSTOFNUN OG TRYGGINGAFÉLÖGIN 12 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skandia hafi notfært sér upplýsingar úr gögn- um vegna útboðs Læknafélags Íslands á hóp- tryggingu lækna til að bjóða læknum sérstaka vátryggingavernd. Sjóvá-Almennar, sem áttu ásamt Skandia og Tryggingamiðstöðinni aðild að Sameinaða líftryggingafélaginu sem fékk samninginn við Læknafélagið, kvörtuðu undan þessu við Samband íslenskra tryggingafélaga. Málið var rætt á þeim vettvangi og erindi sent um niðurstöðuna til aðildarfyrirtækja. Samkeppnisstofnun telur þetta staðfesta enn hversu óeðlilegu og samkeppnishamlandi hlut- verki SÍT hafi gegnt. Í fundargerð komi skýr- lega fram að forstjórar aðildarfélaganna hafi á vettvangi SÍT rætt almennt um sölu- og mark- aðsmál þessara keppinauta. Slík málefni lúti að kjarna samkeppni á markaði og umræða innan SÍT fari þvert gegn kröfu samkeppnislaga um sjálfstæði keppinauta. Telur stofnunin að þetta málsgagn styðji þá niðurstöðu að þessir aðilar hafi haft með sér ólögmætt og samkeppn- ishamlandi samráð. Jafnframt er það talið fullkomlega óeðlilegt að innan SÍT sé fjallað um kvörtun eins aðild- arfyrirtækis yfir samkeppnislegum aðgerðum annars. SÍT hafi ekki það hlutverk að úrskurða hvað teljist vera eðlilegir viðskiptahættir og Læknafélagið og eftir atvikum Sjóvá-Almennar hafi getað skotið málinu til viðkomandi stjórn- valda. „Þessi afskipti SÍT af markaðshegðun aðildarfyrirtækja hefur bersýnilega skaðleg áhrif á samkeppni og telur Samkeppnisstofnun nauðsynlegt að beina fyrirmælum til SÍT, á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga, til að tryggja að ekki sé fjallað um slík málefni á veg- um SÍT,“ segir í frumskýrslunni. „Samráð SA og TM í tengslum við útboð slysatryggingar lögreglumanna“ Samkeppnisstofnun telur að Sjóvá-Almennar og Tryggingamiðstöðin hafi haft með sér sam- ráð í tengslum við útboð Ríkiskaupa á slysa- tryggingu lögreglumanna og brotið með því gegn samkeppnislögum. Sjóvá-Almennar hafa um árabil haft með höndum slysatryggingar lögreglumanna og hefur dómsmálaráðuneytið greitt helming ið- gjaldanna. Eftir að iðgjöldin hækkuðu um 60% í ársbyrjun 1996 var ákveðið að bjóða trygging- arnar út. Þegar tilboðin voru opnuð hjá Rík- iskaupum í desember 1996 kom í ljós að tilboð Tryggingamiðstöðvarinnar var lægst, tæplega 6,5 milljónir kr., Sjóvá-Almennar buðu tæplega 9,7 milljónir og VÍS tæplega 11,9 milljónir. Í skýrslu Samkeppnisstofnunar er tekið fram að fulltrúar allra bjóðenda hafi verið viðstaddir opnun tilboðanna og ekki gert athugasemdir og að í tilboði TM hafi verið tekið fram að það væri gert í samræmi við útboðsgögn sem fyrirtækið hefði kynnt sér rækilega. Sama dag og tilboðin voru opnuð tilkynnti Tryggingamiðstöðin til Ríkiskaupa að fyr- irtækið gæti ekki staðið við tilboð sitt. Ástæðan væri sú að tilboðið miðaðist við einfaldar vá- tryggingarfjárhæðir en ekki tvöfaldar eins og gert var ráð fyrir í útboðinu. Tilboðið hefði átt að hljóða upp á tæpar 13 milljónir og voru mis- tökin hörmuð. Ríkiskaup gengu til samninga við Sjóvá-Almennar þar sem tilboð þess félags var orðið lægst. Fram kemur að daginn eftir hafi verið bókað í fundargerð Sjóvár-Almennra að tilboð TM yrði dregið til baka og því lýst yfir að mistök hafi verið gerð við útreikninginn. Sjóvá- Almennar myndu væntanlega halda þessum viðskiptum. Samkvæmt upplýsingum sem Samkeppnisstofnun hefur frá Ríkiskaupum var Sjóvá-Almennum ekki greint frá bréfi TM. Í ljósi orðalags í fundargerð Sjóvár- Almennra telur Samkeppnisstofnun ekki unnt að draga aðra ályktun en að Sjóvá-Almennar og Tryggingamiðstöðin, að minnsta kosti, hafi haft með sér samráð í tengslum við útboðið og þar með brotið gegn 10. grein samkeppnislaga. Samráðið hafi að minnsta kosti falist í því að eftir að ljóst var að TM hafi boðið lægst í um- rædd viðskipti og því líklegt að Sjóvá-Almennar myndu missa þau hafi félögin sammælst um að TM myndi draga tilboð sitt til baka. „Samstarf um skilmálagerð“ Fram kemur í skýrslu Samkeppnisstofnunar að íslensku tryggingafélögin hafa um árabil átt samstarf um gerð skilmála einstakra lögboð- inna tryggingategunda á vettvangi SÍT. Fundið er að því að samráðið hafi leitt til samræmds framboðs þjónustu á þessum sviðum og minni samkeppni og það því talið brjóta í bága við samkeppnislög. Samkeppnisstofnun bendir á að trygginga- félögin hafi í öllum þeim tilvikum sem könnuð hafi verið lagt drög að skilmálum, sem samin hafa verið á vegum Sambands íslenskra trygg- ingafélaga, efnislega óbreytt til grundvallar skilmálagerð sinni. Jafnframt bendi gögn máls- ins til að við starf að skilmálagerð hafi verið stefnt að því að ná algerri samstöðu um efni skilmálanna og þeir yrðu síðan lagðir óbreyttir til grundvallar í viðskiptum einstakra félaga. Stofnunin telur að fram komi með beinum hætti að tilgangur aðildarfélaga SÍT hafi verið að samræma þjónustuframboð félaganna og tak- marka samkeppni þeirra á milli. Með þessu hafi þau fremur leitast við að koma í veg fyrir sveifl- ur og óvænta samkeppni vegna breytinga á markaðnum en að stefna að takmarkaðri stöðl- un sem ætlað er að vera neytendum til hags- bóta. Segir í skýrslunni að undanþága, sem Evrópusambandið hefur veitt trygginga- félögum, miðist við að staðlaðir skilmálar séu aðeins fyrirmynd en ekki bindandi og uppfylli vinna íslensku tryggingafélaganna ekki þau skilyrði. Það er mat Samkeppnisstofnunar að sam- starf félaganna um skilmálagerð á vettvangi SÍT hafi farið út fyrir þann ramma sem mark- aður er með reglugerð Evrópusambandsins og fari því gegn 17. grein samkeppnislaga. Morgunblaðið/Kristinn ’ Telur félögin hafa skipst á upplýsingum um afslættisem litið sé alvarlegum augum í samkeppnisrétti. ‘ Tryggingamiðstöðin Líkt og í flestum tilvikum hafnar Tryggingamiðstöðin (TM) því alfarið að hafa tekið þátt í samráði varðandi ýmis viðskiptakjör og opnunartíma. Segir m.a. í andsvarinu að í skýrslu Samkeppnisstofnunar um þennan lið sé alhæft á grundvelli fátæklegra gagna og fullyrt að félögin hafi kosið að nýta sér ekki sóknarfæri og föst regla sé að hafa með sér samráð um hvers konar breytingar. TM segir þetta fjarri öllum sanni og eigi ekki við nein rök að styðjast. „Auðvitað er bullandi sam- keppni milli félaganna um markaðinn og koma viðskiptakjör inn í þá mynd eins og annað,“ segir m.a. í andsvari TM. Sjóvá-Almennar Sjóvá-Almennar (SA) kannast held- ur ekki við samráð um debetkort, opn- unartíma og uppsögn trygginga. Þann- ig kannast félagið ekki við að hafa þurft leyfi SÍT eða annarra til að ganga til samninga við debetkortafyrirtækin, líkt og Samkeppnisstofnun haldi fram. Fullyrðing stofnunarinnar, um að með því að taka við debetkortum hefði eitt- hvert eitt félag getað náð til sín við- skiptum, sé „út í hött“. Þetta hafi verið í árdaga kortanna og menn tæplega valið félag eftir því hvort það tæki debetkort eða ekki. Þá segir í andsvari SA að félagið hafi ávallt ákveðið eigin opnunartíma og ákvörðun á stjórn- arfundi SÍT í mars 1994 um að láta fara fram markaðskönnun breyti engu um það. Reyndar sé erfitt að sjá hvernig mismunandi eða sami opnunartími geti haft áhrif á samkeppni. Varðandi sol- idariska uppsögn segja SA að sam- komulag SÍT frá 1990 hafi verið barn síns tíma og gert þremur árum fyrir gildistöku samkeppnislaga. Vátryggingafélag Íslands Vátryggingafélag Íslands, VÍS, legg- ur í svari sínu áherslu á að meint sam- ráð tryggingafélaganna um að taka ekki við debetkortum árið 1994 lúti hvorki að verði, skiptingu markaða né gerð tilboða. Samráðið lúti að þjónustu við viðskiptavini, hvort gera eigi þeim kleift að inna greiðslur af hendi með tilteknum greiðslumiðli. Það falli því ekki undir 10. grein eins og hún hafi verið fyrir breytingar á lögum nr. 107/ 2000 og af þeirri ástæðu hafi VÍS ekki gerst brotlegt við bann 10. greinar samkeppnislaga undir þessum lið. Því er haldið fram í svari lögmanna VÍS að tryggingafélögin hafi „haldið uppi málefnalegri umræðu um áhrif debetkortanna, kosti kortanna og lesti á viðskiptaumhverfið, einkum á tækni- lega þætti. Þannig komu til að mynda ekki stjórnendur félaganna að þessari umræðu heldur almennir starfsmenn og tæknifólk einvörðungu, og þykir viðeigandi að benda á að þessir starfs- menn hafi ekki haft umboð til að binda umbjóðanda okkar (og sjálfsagt á hið sama við um önnur vátryggingafélög) við samninga eða sammæli um að taka ekki við debetkortum. Minnt er á að á þessum tíma voru debetkort nýr greiðslumiðill í viðskiptum og að um- ræða og ágreiningur um þau milli ým- issa annarra hagsmunaaðila hafi risið hátt í fjölmiðlum. Í ljósi tilgangs SÍT var eðlilegt að umræða um debetkort og hugsanlegar breytingar sem af þeim gætu hlotist færi fram innan vé- banda þeirra samtaka,“ segir í svari lögmanna VÍS. Samband íslenskra tryggingafélaga Samband íslenskra tryggingafélaga, SÍT, telur sig ekki hafa brotið gegn samkeppnislögum varðandi meint sam- ráð um viðskiptakjör. Í svari SÍT segir einnig að yrði niðurstaðan sú að um brot væri að ræða séu þau fyrnd sam- kvæmt ákvæðum almennra hegning- arlaga. Telur SÍT að þó að ekki verði fallist á þessar röksemdir séu engin rök til að draga víðtækar ályktanir af þessum tilvikum, ekki sé unnt að draga þá ályktun að komið hafi verið á fastri reglu um að stunda ekki samkeppni. Andmæli vegna ýmissa viðskiptakjara „Auðvitað er bullandi samkeppni“ Sjóvá-Almennar Í andsvari sínu hafna Sjóvá-Almennar, SA, því alfar- ið að hafa brotið gegn 17. gr. samkeppnislaga með þátt- töku sinni í samstarfi um skilmálagerð lögboðinna vá- trygginga. SA benda á að ákvæði um lögboðnar vátryggingar sé víða að finna í íslenskum rétti. Umfang slíkra trygginga sé þar með markað af lagaákvæðum og efni skilmála að miklu leyti mótað af lögum og reglu- gerðum. Því sé nauðsynlegt að tryggja samræmda túlkun á lögum og þeirri vernd sem vátryggingu sé ætl- að að veita, slíkt stuðli að auknu réttaröryggi. Vegna þessa hafi innan raða SÍT átt sér stað samráð um stöðl- un skilmála út til aðildarfélaganna. SA hafi hins vegar aldrei fengið fyrirmæli frá SÍT um að félaginu væri skylt að fylgja skilmáladrögum SÍT, enda hefði SA aldrei farið eftir slíkum fyrirmælum. Tryggingamiðstöðin Tryggingamiðstöðin, TM, vísar því algerlega á bug að hafa brotið samkeppnislög með ólöglegu samráði um skilmálagerðina. Ekki sé þó um það deilt að íslensk vá- tryggingafélög hafi fyrr á árum átt með sér „verulegt“ samstarf um skilmálagerð. Á þessu hafi hins vegar orð- ið breyting árið 1989, en þá hafi Tryggingaeftirlitið gert athugasemdir við samstarf félaganna í skilmálagerð. Félögin hafi brugðist strax við og hin síðari ár hafi verið „lágmarkssamstarf“ og verið bundið við lögboðnar tryggingar. Skilmálar TM í frjálsum tryggingum hafi algerlega verið unnir innanhúss frá þessum tíma. Vátryggingafélag Íslands Vátryggingafélag Íslands, VÍS, telur að afstaða Sam- keppnisstofnunar varðandi samstarf um skilmála sé reist á ófullnægjandi lagagrunni 7. gr. samkeppnislaga og að 10. gr. laganna eigi heldur ekki við. Segir í svari VÍS að samstarf félaganna hafi ótvírætt eflt samkeppni á markaði og hafi Samkeppnisstofnun ekki sýnt fram á skaðleg áhrif þess. Sé afstaða félagsins sú að það hafi hvorki gerst brotlegt við ákvæði samkeppnislaga né fyrirmæli samkeppnisyfirvalda á grundvelli þeirra laga. Samband íslenskra tryggingafélaga Samband íslenskra tryggingafélaga hafnar því að samvinna um skilmálagerð fyrir lögboðnar vátrygg- ingar innan vébanda sambandsins, m.a. fyrir atbeina opinberra aðila, feli í sér brot á ákvæðum samkeppn- islaga. Er bent á að samvinna vegna skilmála fyrir lög- boðnar tryggingar sé að öllu leyti lögmæt og er einnig bent á að öðru máli gegni um skilmálagerð fyrir frjálsar vátryggingar en um þær sé ekki fjallað í þessu máli. Andmæli vegna skilmálagerðar Tryggja sam- ræmda túlkun Tryggingamiðstöðin Eins og kom fram í tilkynningu Tryggingamiðstöðvarinnar, TM, í Morg- unblaðinu sl. laugardag hafnar félagið því alfarið að hafa tekið þátt í ólöglegu samráði um slysatryggingar lögreglu- manna. Tilkynningin er í raun tekin í heild sinni úr greinargerð TM vegna frumskýrslu Samkeppnisstofnunar. Þar er einkum vísað til þess að mistök hafi átt sér stað við tilboðsgerð í útboði á slysatryggingunum í lok árs 1996 þegar TM átti langlægsta boð en dró það til baka á síðustu stundu. Í andmælunum segir að það hafi verið gert þegar mistök við tilboðsgerðina hafi komið í ljós, ekk- ert samráð hafi verið haft við Sjóvá- Almennar, sem buðu næstlægst, og fengu þessi viðskipti á þeim tíma. Þau eru nú hjá VÍS eftir annað útboð sem fram fór fyrir nokkrum árum. Sjóvá-Almennar Sjóvá-Almennar, SA, hafna því enn- fremur í sínum andmælum að hafa átt samráð við TM í útboðinu á slysatrygg- ingum lögreglumanna. Benda SA á að útboðið hafi farið fram samkvæmt lög- um um framkvæmd útboða og þágild- andi lögum um skipan opinberra fram- kvæmda. Af niðurstöðum í málum tengdum slíkum útboðum, sem komið hafi til kasta samkeppnisyfirvalda, megi ráða að lögin um framkvæmd útboða séu sérlög og gangi samkeppnislögum fram- ar. Hafna SA því alfarið að hafa sam- mælst við TM um að síðarnefnda félagið drægi tilboð sitt til baka, við opnun til- boða hafi fulltrúi TM séð strax að mistök hafi átt sér stað. Ekki hafi verið reiknað með tvöföldum bótum í tilboðsgerðinni. Samband íslenskra tryggingarfélaga og Vátryggingafélag Íslands fjalla ekki um þessi meintu brot þar sem Sam- keppnisstofnun beinir þeim ekki að þeim. Andmæli vegna slysa- trygginga lögreglumanna Ekki samráð heldur mistök við tilboðsgerð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.