Morgunblaðið - 06.08.2003, Page 18

Morgunblaðið - 06.08.2003, Page 18
AKUREYRI 18 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ NOKKUÐ skiptar skoðanir virðast á því hvernig til hafi tekist með hátíð- ina „Ein með öllu,“ sem haldin var um verslunarmannahelgina á Akureyri. Bragi V. Bergmann, talsmaður fé- lagsskaparins Vinir Akureyrar sagði í samtali við Morgunblaðið að það hefði verið gríðarlega mikið af fjöl- skyldufólki í bænum, bæði á laugar- dag og sunnudag og miðað við þann fjölda fólks sem var í bænum hefði frábærlega tekist til. „Menn verða að vera með raun- veruleikagleraugun uppi og viður- kenna að miðað þann fjölda sem var í bænum, um og yfir 20.000, þá hafi há- tíðin farið ágætlega fram,“ sagði Bragi í samtali við Morgunblaðið. „Sýslumaðurinn í Vestmannaeyj- um sagði að hátíðin hjá þeim hefði farið ágætlega fram miðað við fólks- fjölda, þar komu upp 20 fíkniefnamál, nauðgun og allar fangageymslur voru fullar. Á bindindismótinu í Galtalæk gistu nokkrir fangageymslur vegna ölvunar og þar komu upp fíkniefna- mál. Á Ísafirði var töluverð ölvun á ungmennamóti UMFÍ og á Neista- flugi þar sem voru 4000 manns voru 3 líkamsárásir. Hér hjá okkur var ein líkamsárás og svo einhver uppsteyt- ur við lögreglu og það eru yfir 20.000 manns í bænum. Menn verða að skoða þetta í þessu samhengi og ef það er gert þá fór þessi hátíð alveg frábærlega fram, miðað við hvað hún var áfallalítil. En hinsvegar ef menn vilja fá hátíð þar sem allt dettur í dúnalogn á miðnætti, þá er það ekki hægt,“ sagði Bragi. Jakob Björnsson, starfandi bæjar- stjóri, sagði í Morgunblaðinu í gær að yfirvöld og mótshaldarar myndu ræða saman á næstunni og fara yfir það sem betur mætti fara. Bragi sagði að eflaust yrði haldinn fundur. „Þar verða bæjaryfirvöld að svara rekstraraðilum öllum hvort þau vilji halda hátíð í bænum eða ekki. Ef ekki þá þýðir það að nánast öllum veit- ingahúsum og verslunum verður lok- að um helgina. Þá fara allir á aðrar hátíðir og þetta verður bara eins og er nú í Reykjavík. Akureyrarbær hefur ekki staðið sig í vissum hlutum. Flestar kvartanir sem bárust, sem er eðlilegt, var frá íbúum sem búa við tjaldsvæðið við Þórunnarstræti. Þar veit enginn hver er á tjaldsvæðinu, því þar vantar girðingu í kringum svæðið. Skátarnir standa sig mjög vel á tjaldvæðinu að Hömrum, en þeir ráða ekki neitt við neitt í Þórunnar- strætinu og vita ekki hvort menn eru búnir að borga eða ekki. Það er ekki hægt, eins og staðan er í dag að varna því að menn reyni að snapa sér eft- irpartý á tjaldsvæðinu þegar menn koma úr bænum. Það er löngu tíma- bært að girða svæðið af, svo hægt sé að hafa stjórn á hlutunum og fylgjast með hverjir eru á svæðinu. En það má ekki bara fjalla um það fáa nei- kvæða, því það var margt jákvætt um helgina. Lokahátíðin á sunnudags- kvöld var alveg meiriháttar og alveg með ólíkindum að brekkusöngurinn sé orðinn jafn stór þáttur í hátíðinni á svona skömmum tíma. Þátttaka í grillveislum sem haldnar voru í hverfunum og skrúðgöngunum var mjög góð og á Akureyrarvelli, þar sem lokahátíðin fór fram voru um 8.000 manns samankomin. Fólk þurfti frá að hverfa og stóð fyrir utan völlinn og eins var fjöldi manns út um allan bæ sem var að fylgjast með þeg- ar hátíðinni var slitið með glæsilegri flugeldasýningu,“ sagði Bragi. „Það er ósanngjarnt að skella því framan í okkur að segja að það hafi ekki verið fjölskyldubragur á hátíð- inni. Það var allt til sóma framan af degi og það var fjölskyldufólk sem var að skemmta sér um kvöldið. Það þarf ekki annað en að fara á stórt ættarmót til að sjá hvernig fjöl- skyldubragur getur verið mismun- andi, því það er ekki sama hvort klukkan er tvö að degi til eða um nóttu. Þetta eru sömu fjölskyldurnar, fyrst er allt í fína lagi, svo þegar nálg- ast miðnætti þá fara yngstu börnin í háttinn og svo kemur skrallarabrag- ur á þetta. Flestir skemmta sér vel en aðrir eru með leiðindi, þetta er bara íslenskt skemmtanalíf í hnotskurn,“ sagði Bragi V. Bergmann. Bragi V. Bergmann talsmaður Vina Akureyrar um hátíðahöldin um helgina Fólk verður að setja upp raunveruleikagleraugun Morgunblaðið/Kristján Talið er að um 8.000 manns hafi fylgst með lokahátíð fjölskylduskemmt- unarinnar á sunnudagskvöld, þar sem m.a. var staðið fyrir brekkusöng. AÐALHEIÐUR S. Eysteinsdóttir myndlistarmaður lauk afmælis- veislu sinni, sem staðið hefur yfir í 40 daga, síðastliðinn föstudag með veislu sem byrjaði á Ráðhústorgi og endaði á vinnustofu hennar. Und- anfarið hefur hún haldið upp á af- mæli sitt með því að opna 40 mynd- listarsýningar á 40 dögum, víðsvegar um heiminn. Aðalheiður sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta væri búið að vera æðislegt og að allt hefði tekist gríðarlega vel. „Í raun þá var þetta ekki eins og ég bjóst við, því ég bjóst við að alls- konar vandkvæðum og að ég þyrfti að redda hinu og þessu á síðustu stundu og standa í einhverju veseni. Maður veit hvernig það er að setja upp eina sýningu, hvað þá 40, það er alltaf allt á síðustu stundu. En það gerðist ekki, þó stundum hafi það reyndar verið ansi tæpt. Þegar ég opnaði sýninguna á Seyðisfirði, þá renndi ég í hlað þrjár mínútur í fimm og sýningin byrjaði klukkan fimm. En sem betur fer var það auðveld uppsetning því það þurfti bara að rúlla einum skúlptúr inn á gólf. Þegar á leið fór fólk, sem ég þekkti ekki að fylgja sýningunum um landið og það fannst mér alveg frábært. Vinafólk mitt hefur ferðast með mér og hjálpað mér mikið, bæði við uppsetningar og annað, enda hefði þetta ekki verið hægt ef þeirra hefði ekki notið við. Allt það félagslega í kringum verk- efnið hefur tekist alveg frábærlega og fólk hefur tekið miklu meira þátt í þessu en ég þorði að vona. Það gefur manni ofboðslegan kraft til að halda áfram að vinna,“ sagði Aðalheiður. „Það verður höfuðverkur að koma verkunum fyrir þegar þau koma heim aftur, því vinnustofan er of lítil. En við verðum að stafla þeim einhvernveginn inn. Það er eins með alla sem eiga mikið af dóti, það þarf bara að koma því ein- hvers staðar fyrir. Ef ég þarf að leigja mér geymslu úti í bæ, þá verð ég bara að gera það,“ sagði Aðal- heiður. Morgunblaðið/Kristján Við lok sýningarhrinu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur var haldin tískusýning við verslunina Frúin í Hamborg á Ráð- hústorgi og hópur gekk svo fylktu liði að vinnustofu listakonunnar. Aðalheiður er hér sjálf í fararbroddi, t.v. Fólk fylgdi sýning- unum um landið UPPSKERUHÁTÍÐ hand- verksfólks nálgast í Eyjafjarð- arsveit. Það er orðin hefð fyrir því að hagleiksfólk færi Jóla- garðinum tákn komandi jóla í byrjun ágústmánaðar. Komið er að áttunda jólatákninu og að þessu sinni eru það Ester Ott- ósdóttir og Gréta Arngríms- dóttir er starfa undir merki Nostru sem leggja til táknið. Nostrukonurnar leggja mikla áherslu á vandað hand- verk og handsauma gjarnan. Öll þeirra verk eru unnin í hreinan hör. Þær hafa tekið þátt í mörgum sýningum á veg- um Handverks og hönnunar og í samsýningum í Ketilhúsinu. Þá hafa þær hlotið viðurkenn- ingu fyrir að mynda fallegan og stílhreinan heildarsvip í verk- um sínum sem brúi bilið milli gamalla hefða og nútíma hönn- unar, segir í fréttatilkynningu. Jólatáknið 2003 er ilmpoki úr hör, prýddur handgerðum húlsaumi. Jólatáknið er sem fyrr aðeins í 110 tölusettum eintökum. Áttunda jólatákn Jólagarðsins í Eyjafjarðarsveit. Áttunda jólatáknið VEGFARENDUR um Öxnadals- heiði tóku eftir því á dögunum að slysavarnaskýlið Sesselíubúð var á bak og burt. Um langan aldur hefur verið griðastaður fyrir slæpta ferða- langa á heiðinni en með sífellt greiðari og örari samgöngum hefur þörfin fyrir athvarf af þessu tagi far- ið dvínandi. Slysavarnaskýli við fjöl- farna þjóðvegi hafa því verið lögð niður eitt af öðru og er skemmst að minnast þess að skýlið á Holtavörðu- heiði var fjarlægt fyrir tveimur ár- um. Enda virðast ferðalangar helst hafa átt erindi í þessi hús til að skemma og stela og því bæði fjár- munum og vinnu til slysavarna betur varið á annan hátt en halda þessum húsum við. Slysavarnadeild kvenna á Akureyri, sem hafði umsjón með skýlinu, var búin að fá leyfi til að fjarlægja það fyrir nokkrum árum, enda var það orðið illa farið. Nú er hlutverki Sesselíubúðar lokið og hugsa eflaust margir með þakklæti til skjólsins sem þar var að finna. Sesselíubúð á bak og burt ♦ ♦ ♦ AÐKOMAN var ekki fögur á anda- pollinum á Akureyri að morgni þriðjudags. Einhverjir óprúttnir náungar höfðu séð ástæðu til að fara þar um í skjóli nætur og drepa fugla með brotnu kústskafti. Að sögn lög- reglunnar á Akureyri týndi einn álft- arungi og tvær endur lífi og fannst morðvopnið á staðnum. Ekki er vitað hverjir voru þarna að verki og því síður hver tilgangurinn var með þessum verknaði. Fugladráp á andapollinum Friðarathöfn verður við Minja- safnið við Aðalstræti á Akureyri í kvöld, til að minnast fórnarlamba kjarnorkusprengjanna á Japan 1945. Þetta er sjötta árið í röð sem atburðanna er minnst með þessum hætti á Akureyri. Athöfn- in hefst kl. 22 með stuttu ávarpi og ljóðalestri. Eftir það verður kertum fleytt. Flotkerti verða seld á staðnum. Í DAG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.