Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 25
Snyrtifræði er 12 mánaða nám ásamt 10 mánaða starfsþjálfun á snyrtistofu. Nám við Snyrtiskólann er lánshæft hjá LÍN. Haustönn hefst 12. ágúst 2003 Vetrarönn hefst 10. nóvember 2003 Vorönn hefst 8. mars 2004 Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 7900. www.snyrtiskolinn.is HJALLABREKKU 1, KÓPAVOGI UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 25 Í MORGUNBLAÐINU 24. júlí er viðtal við Berg Felixson um sumarlokanir á leikskólum í Reykjavík. Þar talar hann eins og for- eldrar leikskóla- barna hafi haft val um það hvort leik- skólum væri lokað í sumar eða ekki og að leikskólastjórar hafi átt að koma þeim valkosti á framfæri við foreldra. Ég vil meina að þetta sé ekki rétt og vil fá að koma nokkrum at- riðum varðandi sumarlokanirnar á framfæri. Í febrúar voru foreldrar beðnir að svara könnun á leikskólunum um það hvenær þeir vildu að leik- skólanum yrði lokað. Hvergi kom fram að foreldrar hefðu neinn möguleika á að mótmæla lokun leikskólans með þátttöku í könn- uninni. Ekki var foreldrum heldur gefinn kostur á að koma því á framfæri í þessari könnun að sum- arfrístími þeirra væri enn óákveð- inn. Það að gera slíka könnun strax í febrúar hlýtur að minnka fjölda þeirra sem geta tekið þátt. Margir vinnustaðir eru ekki búnir að ákveða sumarfrí starfsmanna þetta snemma. Er ekki líklegt að þeir sem engu geta svarað um sum- arfrístíma sinn þetta snemma sleppi því að taka þátt? Enn frem- ur veit ég um fólk sem svaraði ekki könnuninni vegna þess að það var á móti sumarlokunum og vildi sýna mótmæli sín með því að svara ekki. Foreldrar á Hagaborg hafa greinilega komið skoðunum sínum vel á framfæri við leikskólastjórann og því var ákveðið að hafa opið þar. En er líklegt að foreldrar barna á Hagaborg séu einu foreldrarnir í Reykjavík sem vilja taka frí á öðr- um tíma en sumarlokun segir til um? Ég vil halda því fram að leik- skólastjórar hafi almennt ekki vilj- að taka við þessum mótmælum frá foreldrum eða a.m.k. ekki bent for- eldrum á leiðir til að mótmæla, enda er beiðnin um sumarlokun frá þeim komin. Af hverju láta foreldrar ekki meira frá sér heyra? Eru það bara örfáir einstaklingar sem hafa skoð- un á þessu máli eða er viðkvæðið hjá foreldrum að það sé hvort eð er ekkert hlustað og þetta hljóti að bjargast? Nú í febrúar voru Börnin okkar – samtök foreldrafélaga leikskól- anna í Reykjavík – endurvakin. Fyrstu mál samtakanna voru að senda fulltrúa á fundi leikskólaráðs og mótmæla sumarlokunum á leik- skólunum. Því miður þóttu þau mótmæli koma of seint og ekki var vilji til að breyta neinu um sum- arlokanir þetta árið. Sumarlokanir nú í ár eru sagðar vera til prufu og ákvörðun um framhaldið verður tekið með hliðsjón af reynslu þessa árs. Þess vegna er mikilvægt að rödd foreldra heyrist núna, því annars verður litið svo á að þeir séu sáttir og jafnvel ánægðir með sumarlokanir. Börnin okkar hafa nú í vor staðið fyrir könnun meðal foreldra leik- skólabarna á viðhorfi þeirra til sumarlokana. 739 foreldrar hafa svarað þessari könnun og af þeim eru 370 (50,1 %) mjög andvígir sumarlokunum og 164 (22,2 %) frekar andvígir. Af þessum 739 eru 217 (29,4 %) sem geta aðeins að nokkru leyti og 83 (11,2 %) sem geta að engu leyti tekið frí með barni sínu á sumarlokunartíma. Er það ekki of hátt hlutfall foreldra sem getur ekki tekið frí með leik- skólabarni sínu? Er með góðu móti hægt að fullyrða að sumarlokanir þjóni hagsmunum barnanna þegar þetta mörg þeirra geta ekki varið sumarleyfinu með foreldrum sín- um? Af ýmsum ástæðum var upplýs- ingum um þessa könnun ekki dreift á öllum leikskólunum og því hefur aðeins hluti foreldra leikskólabarna vitað af henni. Þeim sem vilja leggja sitt til málanna er bent á að enn er hægt að taka þátt á heima- síðu samtakanna, www.borninokk- ar.is. Í haust munu Börnin okkar og leikskólaráð svo standa saman að annarri könnun sem á að meta reynsluna af sumarlokunum þetta árið. Í lok viðtalsins talar Bergur um að leikskólar séu skólar og betra þyki að loka þeim eins og öðrum skólum. Þarna þykir mér stjórn leikskólanna vera á villigötum. Það hljóta allir að sjá að foreldrar grunnskólabarna hafa almennt ekki möguleika á að vera með börnum sínum í sumarfríi allan þann tíma sem skólarnir eru í fríi. Þess vegna bjóða ýmsir aðilar, þar á meðal Reykjavíkurborg, upp á ýmis sum- arnámskeið og þar með auðvitað gæslu fyrir grunnskólabörn. En einmitt það fyrirkomulag gefur grunnskólabörnum og foreldrum þeirra valið um það hvenær fjöl- skyldan fer í sumarfrí saman – val sem algjörlega er tekið af leik- skólabörnum og þeirra fjölskyldum. Hvar standa atvinnurekendur í þessu máli? Eru þeir sáttir við það að sumarlokanir leikskólanna ráði því hvenær starfsfólk sem á leik- skólabörn tekur sitt sumarfrí? Fróðlegt væri að heyra meira um afstöðu þeirra til þessa máls. Sum- arlokanir hafa nefnilega ekki bara áhrif á foreldra leikskólabarna, heldur líka á samstarfsfólk foreldr- anna, sem fær hugsanlega ekki frí á þeim tíma sem leikskólar eru lok- aðir. Einnig á leikskólakenn- aranema og starfsmenn leikskóla sem ekki hafa unnið sér inn fullt orlof, þeir fá ekki sumarvinnu í leikskólum þessar fjórar vikur og leita því hugsanlega í önnur störf. Rök leikskólastjórnenda, sem fóru fram á sumarlokanir, eru m.a. þau að það sé hagur barnanna að hafa upphaf og lok skólaárs og betra fyrir faglegt starf í leikskól- unum að skipuleggja það svona. Að mínu mati eru þau rök léttvægari en þau sjálfsögðu réttindi barnanna að fá að verja sumarfríinu með for- eldrum sínum. Ég skora á alla sem málið varðar að láta meira frá sér heyra því að annars er hætta á að sumarlokanir á leikskólum séu komnar til að vera. Sumarlokanir leikskólanna Eftir Guðlaugu Hrönn Jóhannsdóttur Höfundur er kerfisfræðingur og gjaldkeri samtakanna Börnin okkar. verðtryggðu lífeyrissjóðsláni sem margoft er búið að greiða upp. Samtals greiðir hún því um 30.000 kr. á mánuði í skatta, tryggingar og afborganir af lánum. Þá á hún blessunin um 46.000 kr. eftir til að kaupa, mat, lyf, lækn- isþjónustu og aðrar helstu nauðsynj- ar. Það er því augljóst að konur í þess- ari stöðu, sem ég veit að eru margar, geta lítið sem ekkert leyft sér. Þær eru vanmáttugar og er gert að vesl- ast upp í sárri fátækt í ellinni. Þær geta ekki einu sinni látið sinna eðli- legu viðhaldi á húsnæði sínu, hvað þá meir, svo allt grotnar niður í kring um þær. Þetta er náttúrulega hneisa og skammarlegur blettur á samfélaginu. Þetta er ekkert annað en svívirðilegt vanþakklæti til kvennanna sem ólu okkur upp, hrein og klár niðurlæg- ing. Þetta getur ekki átt að vera svona. Ég trúi því ekki að nokkur maður vilji viðhalda þessu ástandi. Við verðum að kippa þessu í liðinn, strax. Sýnum mæðrum okkar og ömmum í verki að við kunnum að meta þær. Sýnum þeim sanngjarna og eðlilega virðingu í ellinni. Það er ekki beint upplífgandi fyrir þær að upplifa sig sem hálfgerða ómaga, ein- hverja þurfalinga sem þiggja ölmusu. Ég skora hér með á trygging- arfélög að veita öldruðum sérstaka afslætti, fólki sem hefur greitt millj- ónir í tryggingar um ævina. Þá hvet ég yfirvöld til að hækka ellilífeyri þeirra sem hafa tekjur und- ir hundrað þúsund krónum á mánuði, fella niður fasteignagjöld af eignum aldraðra sem ekkert gefa af sér og jafnframt að fella niður eignarskatta af öldruðum sem eiga ekkert nema kannski eina litla íbúð í niðurníðslu. Ég veit að ríkisstjórnarflokkarnir hafa lofað að fara yfir þessi mál og létta skattbyrði aldraðra síðari hluta kjörtímabilsins. Það getur bara verið of seint þá. Þetta fólk þarf úrlausn á sínum málum nú þegar. Heiðrum mæður okkar og ömmur, konurnar sem ólu okkur upp og komu okkur til manns. Leyfum þeim að halda eðlilegri og sjálfsagðri reisn á þeim sviðum sem er á okkar valdi að eiga við. Fyrirgefðu, mamma, hvað þjóðfé- lagið okkar metur þig lítils og kemur illa fram við þig. Þú átt það ekki skil- ið. Höfundur er rithöfundur og fram- kvæmdastjóri Laugarneskirkju. Á SAMA tíma og ríkisstjórnin jafnar stöðu kynjanna á vinnumark- aði með jafn ótvíræðum hætti og nýjar reglur um fæðingarorlof segja til um, ákveða Leik- skólar Reykjavíkur að veikja stöðu úti- vinnandi foreldra með börn á leik- skólaaldri. Ég hélt að aðal baráttumál okkar væri að gera öllum börnum kleift að fá leik- skólapláss allan daginn svo for- eldrar gætu unnið úti. Þetta á að vera val þannig að allir sem þurfa eða vilja vinna eigi kost á góðri dagvistun fyrir börnin sín og geti valið þá þjónustu sem þeim hentar best. Atvinnurekendur eru almennt umburðarlyndir gagnvart sérþörf- um en að mörgu er að hyggja. Í Reykjavík er því nú þannig varið að ef þú ert með barnið þitt á borg- arreknum leikskóla þá verður þú að fá þitt sumarfrí í júlí og skiptir þá engu hvort þeir sem vinna með þér þurfa þess líka. Ef þið eruð öll með börn á leikskólum Reykjavíkur þá verður bara að loka vinnustaðnum! Reykjavíkurborg hefur ákveðið hvenær þeir sem eiga börn á leik- skólaaldri fara í sumarfrí, sem er ótrúleg forræðishyggja. Áhrif sumarlokana á leikskólum Eftir Jórunni Frímannsdóttur Höfundur er fulltrúi sjálfstæðis- manna í Leikskólaráði. Leikskólaráð leggur línurnar Þau rök hafa heyrst fyrir sum- arlokunum að leikskólar séu skólar og eins og aðrir skólar og því sé þeim lokað ákveðinn tíma á sumrin. Aðrir skólar sem eru lokaðir á sumrin eru fyrir eldri börn, sem eru orðin það stór að þau geta sótt leikjanámskeið með fullri gæslu og jafnvel mat. Þetta þekkjum við öll sem eigum börn á þeim aldri. Þó að skólinn sé í fríi megnið af sumrinu þá breytir það því ekki að foreldrar geta valið hvenær þeir taka sitt sumarfrí og þannig verið saman í fríi með börnunum sínum. Það eru engin slík námskeið eða önnur úr- ræði í boði fyrir börn á leik- skólaaldri, enda þau mikið yngri og engan veginn með þroska til að tak- ast á við nýja hluti án góðs und- irbúnings, enda aðlögun inn á leik- skóla að minnsta kosti vika. Litlu börnin þurfa öryggi og stöðugleika sem leikskólinn veitir þeim alla jafna. Flestir leikskólastjórar segjast hlynntir sumarlokunum vegna þess að faglegt starf geti verið lengur og starfið verði ekki eins losaralegt yf- ir sumartímann. En það eru þó ekki allir og eru undantekningar eins og Hagaborg glöggt dæmi um það. Á leikskólanum sem ég þekki til var skipulögðu starfi hætt á nákvæm- lega sama tíma í ár og í fyrra, elstu börnin voru útskrifuð í lok maí, skipulögðu starfi hætt um miðjan maí og svo framvegis. Ég gat ekki séð muninn. Það var byrjað að taka inn ný börn í júní og því verður svo haldið áfram í ágúst, en þetta voru einmitt ein rökin að starfið yrði ekki eins losaralegt yfir sumartím- ann. Leikskólastjórar eru ráðnir af Leikskólum Reykjavíkur, það er meirihluti Leikskólaráðs sem er ábyrgur fyrir því hvaða þjónustu er boðið uppá og það er Leikskólaráð sem stýrir því hvernig þessum mál- um er háttað. Sparnaður? Leikskólar Reykjavíkur eru fag- legar stofnanir þar sem lagður er mikill metnaður í starfið og við skulum ekki gleyma því að þar er unnið mikið og gott starf. En þetta er einnig þjónusta, þetta er staður þar sem foreldrar greiða háar upp- hæðir fyrir börnin sín. Foreldrar greiða 1⁄3 af heildarkostnaðinum en við skattgreiðendur greiðum 2⁄3. Það er talað um að þetta spari eitthvað, það kann vel að vera og verður at- hyglisvert að heyra hvað hann var nákvæmlega mikill í sumar. Hitt ber einnig að hafa í huga að Leik- skólar Reykjavíkur gátu ekki tekið inn það sumarstarfsfólk sem þeir eru vanir og er því ekki hægt að líta á það sem sparnað að þeir hafi ekki verið ráðnir inn. Foreldrar geta breytt þessari ákvörðun Þorlákur Björnsson, formaður Leikskólaráðs, segir að við sjálf- stæðismenn kjósum að líta fram hjá því að sumarlokanirnar séu aðeins til reynslu. Þess ber að geta að þessi ákvörðun var tekin þrátt fyrir að það hafi verið vitað frá fyrri könnunum að um 65% foreldra vilja hafa opið allt árið. Til hvers að loka til reynslu? Ágætu foreldrar, hafið þetta allt í huga í haust þegar gerð verður könnun á því hvernig það hafi kom- ið við ykkur að lokað hafi verið á leikskólanum hjá barninu/ börnunum ykkar í sumar. Við sjálf- stæðismenn viljum halda málinu opnu svo það gleymist ekki og for- eldrum sé það ljóst að þeir eiga að hafa síðasta orðið í þessu máli og geta vonandi breytt þessari ákvörð- un meirihlutans í Leikskólaráði. Sjálfstæðismenn andvígir frá upphafi Sjálfstæðismenn í Leikskólaráði hafa komið með margar tillögur og bókanir tengdar þessu máli. Borg- arráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu í Borgarráði síðastliðinn þriðjudag varðandi sumarlokanirn- ar og hvetja þar m.a. til þess að kannað verði hvaða áhrif þessar sumarlokanir hafi haft á fjölskyldur og atvinnulíf. Þar mætti einnig spyrja hve margar af þessum vik- um gátu foreldrar báðir verið sam- an í fríi. Þurfti barnið að vera í pössun hjá öðrum en foreldrum á þessu fjögurra vikna tímabili o.s.frv. Í mínum huga er enginn vafi á því að sumarlokanir Leikskóla Reykjavíkur eru ekki í samræmi við þá þjónustu sem leikskólar eiga að bjóða fjölskyldum í nútíma- samfélagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.