Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 27 FRAMLEIÐENDUR gosdrykkja ættu að bæta flúor og kalsíum í drykkina til að vinna gegn eyðingu glerungs af völdum súrra drykkja. Þetta kemur fram í grein um forvarnir gegn tann- eyðingu eftir íslenska tannlækna í breska fagtímaritinu British Dental Journal fyrir skömmu. Íslensku tannlæknarnir tveir, Peter Holbrook, prófessor í tannlækningum við Háskóla Íslands og sérfræðingur í munnlyflækningum, og Inga B. Árna- dóttir, dósent í tannlækningum við Há- skóla Íslands og sérfræðingur í sam- félagstannlækningum, segja íslenska tannlækna standa mjög framarlega í rannsóknum á glerungseyðingu á tönnum. Slík eyðing er algeng í ungu fólki hér á landi, sér í lagi hjá strákum, en þeir eru mestu neytendur gos- drykkja. „Þróun drykkja með flúori og kals- íum mundi minnka vandamál tengd eyðingu glerungs af völdum þessara drykkja,“ segir Peter og bendir á að ís- lenskir unglingar drekki að meðaltali rétt tæpan lítra, um 850 ml, af gos- drykkjum á dag. „Flúor virkar mjög vel gegn tannskemmdum, eins og allir vita. En glerungseyðing er meira vandamál, drykkir sem eru svona súrir eyða upp tannvef en flúorið getur ekki endurkalkað glerunginn í glerungs- eyðingu eins og í tannskemdum. Það getur hins vegar minnkað áhættu á tannskemmdum sem eru oft fylgi- fiskur mikillar glerungseyðingar.“ Geta stefnt framleiðendum? Peter segir það ekki ólíklegt að þeir sem eru með glerungseyðingu á háu stigi geti stefnt framleiðendum gos- drykkjanna á svipaðan hátt og verið er að stefna tóbaksframleiðendum og skyndibitakeðjum, enda engar viðvar- anir á gosumbúðum um lágt sýrustig og hvaða áhrif drykkirnir geta haft á tennur. Upphaf rannsókna á glerungseyð- ingu hér á landi má rekja til rann- sóknar sem gerð var árið 1997 þar sem kom í ljós að fimmti hver 15 ára ung- lingur í Reykjavík er með einhver ein- kenni glerungseyðingar. Þetta er ótrú- lega hátt hlutfall, segir Inga, og var á þessum tíma mun hærra hér á landi en í nágrannalöndunum. „Það er gjarnan sagt að við Íslendingar höfum fundið upp glerungseyðinguna, en við vitum að okkar unglingar byrjuðu að drekka miklu meira magn af gosi fyrr en ung- lingar á hinum Norðurlöndunum,“ segir Inga. Nú er þetta líka orðið stórt vandamál á hinum Norðurlöndunum. „Þessi sjúkdómur hefur verið til lengi, en í öðrum aldurshópum.“ Neysluvenjur hafa mikil áhrif á hversu illa tennur fara af neyslu súrra drykkja. Peter segir að nýjustu rann- sóknir sýni fram á að þó það taki lengri tíma að koma sýrustigi munns- ins í eðlilegt horf eftir neyslu ávaxta- safa en gosdrykkja séu gosdrykkirnir samt hættulegri. Ástæðan er sú að margir drekka gosdrykkina á til- tölulega löngum tíma, fá sér sopa á nokkra mínútna fresti, á meðan ávaxtadrykkir eru frekar drukknir með mat. Forvarnir duga best Inga segir að forvarnir séu það sem dugir best gegn glerungseyðingu: „Númer eitt, tvö og þrjú er að tann- læknir eða tannfræðingur greini gler- ungseyðingu á fyrsta stigi, en það er erfitt að greina þetta á byrjunarstigi. Því er nú verr og miður að þetta er oft greint allt of seint.“ Þegar glerungs- eyðing hefur verið greind þarf að kom- ast að því hvað það er sem einstakling- urinn gerir sem veldur henni, og fræða og upplýsa sjúklinginn svo hann geti breytt neysluvenjum og lífsstíl. Þeir sem drekka súra drykki ættu að forðast að bursta tennurnar strax á eftir, enda er hætt við að tannvefur sé burstaður í burtu þegar hann er við- kvæmur stax eftir sýrubaðið. Frekar á að skola munninn með vatni eða mjólk, og leyfa munnvatninu að vinna á sýr- unni. Fólk ætti einnig að reyna að drekka súra drykki frekar hratt, í stað þess að dreypa á þeim í sífellu. Glerungseyðing er margþættur sjúkdómur sem er ólíkur tann- skemmdum eða tannátu vegna þess að um er að ræða efnafræðilega upplausn tanna en ekki samspil sykurs og bakt- ería eða örvera. Eyðing glerungs er þó ekki eingöngu af völdum neyslu súrra drykkja. „Hún getur líka verið fylgi- fiskur geðsjúkdóma eins og búlimíu og anórexíu, einnig getur hún fylgt vél- indabakflæði og sömuleiðs notkun lyfja sem valda munnþurrki,“ segir Inga. Íslenskir tannlæknar standa framarlega í rannsóknum á glerungseyðingu Flúor og kalsíum í gosdrykkjum gæti minnkað glerungseyðingu Morgunblaðið/Jim Smart Tannlæknarnir Peter Holbrook og Inga Árnadóttir hafa rannsakað tanneyðingu. Glerungseyðing á háu stigi. Glerung- urinn þynnist og verður næstum glær, og sjá má gulara tannbeinið í gegn. NÝ FJARSKIPTALÖG tóku nýlega gildi og voru þar með lögfestar fjórar tilskipanir Evrópusambandsins á sviði fjarskipta og ein á sviði persónuvernd- ar. Tilskipanirnar hafa ekki tekið gildi innan EES, sökum tafa í samningavið- ræðum milli Liechtenstein og fram- kvæmdastjórnar Evrópu, svo fyrst um sinn verða lögin túlkuð með hliðsjón af eldri tilskipunum. Helstu breytingarnar sem verða með lögunum eru að Póst- og fjarskipta- stofnun skilgreinir samkeppni á fjar- skiptamarkaði út frá samkeppnisrétti og hegðun fyrirtækja á markaði í stað þess að miða við 25% markaðshlutdeild eins og gert hefur verið. Fyrirtæki sem hafa verið útnefnd með umtalsverða markaðshlutdeild á tilteknu markaðs- sviði geta þurft að sæta ákveðnum kvöð- um hvað varðar verðlag og fleira og það skiptir því fyrirtækin miklu máli hvern- ig hugtakið er skilgreint. Fulltrúar símafyrirtækjanna leggja nokkuð ólíkan skilning í breytta mark- aðsgreiningu nýju laganna. Pétur Pét- ursson, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Og Vodafone, segir að hún breyti ekki miklu miðað við nú- verandi framkvæmd og óvíst að Og Vodafone verði útnefnt með umtals- verða markaðshlutdeild á fleiri mark- aðssviðum. Páll Ásgrímsson, forstöðu- maður lögfræðisviðs Landssímans, segist aftur á móti búast við því að Og Vodafone verði skilgreint með umtals- verða markaðshlutdeild á fleiri mark- aðssviðum en áður og það muni hafa þau áhrif að samkeppnisstaða fyrirtækj- anna á markaðnum jafnist. Í nýju lögunum er fallið frá því að miða við 25% markaðshlutdeild en þeirri reglu hefur ekki verið fylgt for- takslaust hingað til enda voru undanþágu- ákvæði frá reglunni í eldri lögum. Í úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar frá 16. júlí sl. var t.d ekki fallist á kröfu Símans um að Og Vodafone væri með umtalsverða markaðs- hlutdeild á samtengingarmarkaði þrátt fyrir að hlutdeild Og Vodafone væri yfir 25%. Í úrskurðinum segir meðal annars að fyrirtækið hafi haft yfir 25% mark- aðshlutdeild í mjög skamman tíma og hafi minni möguleika á að hafa áhrif á markaðinn en Landssíminn. Verð á samtengingarmarkaði segir til um hvað það kostar að tengjast neti fyrirtækis, þ.e hvað það kostar þegar viðskipta- maður Símans hringir í viðskiptamann Og Vodafone eða öfugt. Á samtengi- markaðnum er Landssíminn með um- talsverða markaðshlutdeild og Póst- og fjarskiptastofnun hefur framkvæmt kostnaðargreiningu sem Landssíman- um er skylt að haga verðlagningu sinni eftir en Síminn er með lægra verð á af- notum af sínu neti en Og Vodafone. Í úrskurði Póst- og fjarskiptastofn- unar frá 16. júlí var fallist á aðra kröfu sem Landssíminn setti fram um að Og Vodafone hafi umtalsverða markaðs- hlutdeild á farsíma- markaði. Ekki mikil breyt- ing frá núverandi framkvæmd Að sögn Péturs Péturssonar hjá Og Vodafone eru nýju lögin langt frá því að vera sú bylting sem fjarskiptalögin frá 1997 og 2000 voru. Hann segir Og Vodafone fagna breyt- ingum sem verði með lögunum en að hans mati felast þær einkum í breyttri markaðsgreiningu þannig að sjónarmið samkeppnisréttar munu í ríkari mæli ráða eftirliti á markaði. „Þetta breytir þó ekki miklu miðað við núverandi framkvæmd eins og við sáum dæmi um í nýlegri ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar þar sem fjallað var um umtalsverða markaðshlutdeild á samtengimarkaði. Stofnunin féllst ekki á kröfu Landssímans um umtalsverða markaðshlutdeild Og Vodafone þrátt fyrir að félagið hefði í kringum 25% hlutdeild á þeim markaði, þar sem það þótti ekki samrýmast hagsmunum neyt- enda.“ Pétur segir óvíst hvort hin nýja markaðsgreining muni leiða til þess að Og Vodafone verði útnefnt með umtals- verða markaðshlutdeild á fleiri mark- aðssviðum, það ráðist af túlkun laganna og þróun fyrirtækisins. Í nýju lögunum er að mati Péturs sú hætta fyrir hendi að upp komi óvissa um hvort mál sem varða samkeppni á fjarskiptamarkaðn- um heyri undir Póst- og fjarskiptastofn- un eða Samkeppnisstofnun og hann seg- ir það hafa valdið sér vonbrigðum að í nýju lögunum skuli ekki hafa verið tekið á því að eignarhald á hlutabréfum rík- isins í Landssímanum skuli vera í hönd- um samgönguráðherra, enda hefur ráð- herrann sjálfur lýst því yfir að hann telji það ekki æskilegt að þessi hlutabréf séu í höndum fagráðherra. Leiðir til jafnari samkeppnisstöðu Páll Ásgrímsson hjá Landssímanum segir að setning fjarskiptalaganna sé framhald á þróun sem hófst þegar fjar- skipti voru gefin frjáls. Hvað varðar nýjar aðferðir Póst- og fjarskiptastofn- unar við greiningu á markaði segist Páll eiga von á þrengri markaðsskilgrein- ingu en sést hefur. „Þetta getur þýtt að keppinauturinn Og Vodafone verður skilgreindur með umtalsverða mark- aðshlutdeild á fleiri hlutum fjarskipta- markaðsins. Það mun leiða til þess að fé- lögin keppi á jafnréttisgrundvelli, þannig að kvaðir sem verið hafa á Sím- anum verða felldar niður eða sambæri- legar kvaðir gagnvart Og Vodafone teknar upp,“ segir Páll sem á von á því að sjá fleiri úrskurði í líkingu við þann sem Póst- og fjarskiptastofnunin felldi nýlega um umtalsverða markaðshlut- deild Og Vodafone á farsímamarkaði. Páll segir að markaðir verði metnir út frá því hvort samkeppni á þeim sé virk eða ekki og kvaðir verði svo lagðar á fyr- irtæki sem eru með umtalsverða mark- aðshlutdeild ef samkeppnin er ekki virk. Nokkrar breytingar voru gerðar á fjarskiptalögum sem nýlega öðluðust gildi Skilyrði fyrir „umtalsverðri markaðshlutdeild“ breytast Í nýjum fjarskiptalögum er hugtakið „umtals- verð markaðshlutdeild“ skilgreint út frá sjón- armiðum samkeppnisréttar í stað þess að miða við 25% markaðshlutdeild eins og áður. rabbameinsfélags Reykjavík- eykingar ungmenna jukust á ug en nú hefur dregið úr n leik. Aðspurð segir Guð- æður fyrir aukningunni séu mikill áróður tóbaks- a sem birtist m.a. í reyk- kmyndum og tónlistar- m. Aðferðir við tóbaksvarnir ili e.t.v. verið úreltar. Þá að miklar setur á kaffi- eitt til aukinna reykinga hjá drinum 15–20 ára. Kaffi- g hafi blómstrað á þessum kingar um leið aukist. Þetta stæða fyrir því að banna veitinga- og kaffihúsum. ausa bekki taka Morgunblaðið/Jónas Ragnarsson upmannahafnar í sumar. Morgunblaðið/Rúnar Pálmason winkel segir að árangur ís- a sé mjög góður. aup á nýjum loftræstikerfum a hafi verið til lítils. gir að víðast þrengi að tób- kjunum á Norðurlöndunum en ftir mætti að halda sér á floti. a.m. miklar vonir við markaði sríkjunum og Póllandi en ar eru mun algengari en á unum. Þá eigi eftir að rann- hugsanleg tengsl tóbaksfyr- við sígarettusmygl en Waller árið 2000 hafi verið áætlað að ígarettna hafi verið seldar í 0 milljónum fleiri en árið áð- sínum oma n óbaksvarnir í Helsinki. Í kaflanum um Ísland kem- r m.a. fram að í ársbyrjun 997 hafi 26,8% Íslendinga á ldrinum 15–89 reykt dag- ega. Nákvæmlega sex árum íðar hafi hlutfallið verið 1,1%. Þorsteinn Njálsson, ormaður tóbaksvarnarráðs, itaði íslenska kaflann. Hann egir að þó að Norðurlöndin afi verið leiðandi í tóbaks- örnum sé nú svo komið að tjórnmálamenn á Íslandi hiki farið að Ísland drægist aftur urstöður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.