Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 11
Samband íslenskra tryggingafélaga Samband íslenskra tryggingafélaga telur að ekki hafi verið brotin sam- keppnislög varðandi kaup á þjónustu lögmanna eða lækna. Segir varðandi lögmenn að hvorki séu aðildarfélög SÍT né SÍT kaupendur að þjónustu þeirra. Um staðlað áverkavottorð fé- laga innan SÍT segir að ekki sé um ólögmætt samráð að ræða við kaup á þjónustu lækna við útfyllingu þess. Telur SÍT að þær athafnir falli ekki undir ákvæði 10. greinar samkeppn- islaga og því geti ekki verið um að ræða brot gegn ákvæðum hennar. Verði ekki á það fallist er talið að ekki hafi verið sýnt fram á að um ólögmætt samráð hafi verið að ræða. Þvert á móti telji SÍT að tilurð vottorðsins eigi aðallega rætur að rekja til hagsmuna tjónþola og sú samvinna sem átt hafi sér stað um verðviðmiðun við Lækna- félag Íslands hafi verið aukaatriði í því sambandi. Logos lögmannsþjónusta vann svar- ið til Samkeppnisstofnunar. Vátryggingafélag Íslands Vátryggingafélag Íslands telur í svari sínu til Samkeppnisstofnunar sig ekki hafa brotið samkeppnislög með þátttöku í samráði um kaupverð á þjónustu lögmanna og lækna. Segir í svari VÍS að annars vegar kaupi félag- ið ekki þjónustu lækna eða lögmanna eins og lýst sé í frumathugun stofn- unarinnar og hins vegar sé þjónusta lækna sem hér skipti máli ekki veitt á samkeppnismarkaði. Þá er því mótmælt að í frum- athugun Samkeppnisstofnunar skuli fjallað um meint brot félagsins í tengslum við kaup á þjónustu af lög- mönnum annars vegar og læknum hins vegar sem eitt og sama brotið er varað hafi frá árinu 1993. Er þessari nálgun mótmælt enda sé um tvö að- skilin mál að ræða. Í svari VÍS um þjónustu lækna segir að samstarf innan SÍT hafi beinlínis jákvæð áhrif fyrir tjónþola, neytendur læknisþjón- ustu. Þar sem tjónþoli geti ekki valið lækni heldur verði að sætta sig við þann sem falið er að annast viðkom- andi sé eðlilegt að verð sé samræmt svo almenningi sé ekki mismunað. Logos lögmannsþjónusta vann svar VÍS til Samkeppnisstofnunar. Sjóvá-Almennar Sjóvá-Almennar hafna því alfarið í andsvari sínu að hafa haft uppi ólög- legt samráð um kaupverð á þjónustu lögmanna og lækna. Skilyrði 10. og 12. gr. samkeppnislaga séu alls ekki uppfyllt. Þannig felist grundvall- armisskilningur í skrifum Sam- keppnisstofnunar á eðli lögmanns- þjónustu. Vátryggingarfélögin séu ekki að kaupa þessa þjónustu af lög- mönnum, það sé tjónþolinn sem ráði til sín lögmann og sé kaupandi og greiðandi þjónustunnar. Benda SA á að við útgáfu reiknings fyrir lög- mannsþjónustu sé hann stílaður á tjónþolann, ekki tryggingafélagið samkvæmt virðisaukaskattsreglum. Það sé því beinlínis rangt þegar Sam- keppnisstofnun tali um innkaupsverð aðildarfyrirtækja SÍT á lögmanns- þjónustu. Varðandi kaup á lækn- isþjónustu segja SA að ekkert sam- ráð sé vegna greiðslna til lækna fyrir útfyllingu áverkavottorða. Algengast sé að eyðublöð fyrir áverkavottorð séu notuð við uppgjör slysamála og þá sé kostnaður við læknisvottorð hluti af bótakröfu tjónþolans, ekki sé verið að kaupa þjónustu af læknum. Samkeppni í þessu sé heldur engin, tjónþolar muni ekki velja sér lækna eftir því hver þeirra selji ódýrustu læknisvottorðin. Tryggingamiðstöðin Hið meinta brot varðandi þjónustu lögmanna og lækna fellur að mati Tryggingamiðstöðvarinnar, TM, ekki undir 10. gr. samkeppnislaga. Hér sé aðeins um útlagðan kostnað að ræða sem óhjákvæmilega falli til við upp- gjör líkamstjóna. Félagið hafi ekkert með að gera hvaða lögmaður vinni fyrir tjónþolann eða hvaða læknir gefi út vottorð. TM sé einfaldlega ekki aðili að þessum markaði og geti því tæpast gerst brotlegt við sam- keppnislög með athöfnum sínum eða athafnaleysi. Andmæli vegna þjónustu lögmanna og lækna Ekki ólögmætt samráð islaga. Tekið er fram að ekki skipti máli varð- andi þessi brot þótt læknar eða félög þeirra hafi komið að samráðinu. „Samráð um viðskiptakjör“ Vátryggingafélögin hafa á vettvangi Sam- bands íslenskra tryggingafélaga undirbúið sameiginlega eða tekið sameiginlegar ákvarð- anir um ýmsa þætti sem varða þjónustustig fé- laganna og viðskiptakjör, að mati Samkeppn- isstofnunar. Þá hafi félögin ástundað svokallaða solidariska uppsögn. Í frumskýrslu Samkeppn- isstofnunar er fundið að nokkrum atriðum. Vakin er athygli á því að viðskiptakjör skipti miklu máli í samkeppni. Í samkeppnisrétti Evr- ópusambandsins og Evrópska efnahagssvæð- isins hafi samráð um slíka þætti, til dæmis þjón- ustustig, verið litið jafnalvarlegum augum og beint samráð um söluverð vöru og þjónustu. Slíkir samkeppnisþættir skipti auknu máli á fá- keppnismarkaði þar sem samkeppni kunni að vera takmörkuð. Með hliðsjón af uppbyggingu og gerð íslenska vátryggingamarkaðarins telur Samkeppnisstofnun ljóst að samráð keppinauta um atriði sem lúta að viðskiptakjörum hafi al- varleg áhrif á samkeppnina. Stofnunin telur að gögn sýni að trygginga- félögin hafi á vettvangi SÍT sammælst um það um tíma að bjóða viðskiptavinum sínum ekki upp á að greiða með debetkortum. Í þessu sam- bandi er nefnt að með þessu samráði hafi verið komið í veg fyrir hugsanlega aukna samkeppni sem einstök félög hefðu getað veitt með því að taka við greiðslukortum þegar þau komu fyrst á markaðinn. Telur Samkeppnisstofnun að þessi ákvörðun félaganna hafi stuðlað að sam- ræmdri kostnaðaruppbyggingu þeirra og hafi því verið til þess fallin að hafa áhrif á söluverð þjónustunnar. Félögin hafi einnig rætt saman um þjónustugjöld fyrir notkun debetkorta. Með þessu hafi SÍT og aðildarfyrirtækin brotið gegn 10. og 12. grein samkeppnislaga. Aðildarfélög SÍT stóðu saman að könnun á æskilegum opnunartíma tryggingafélaga. Sam- keppnisstofnun telur að samráð af þessum toga dragi úr sjálfstæði keppinauta og fari gegn 17. grein samkeppnislaga þar sem það dragi úr þeirri samkeppni sem hefði getað ríkt á mark- aðnum. Tekur stofnunin fram að engu breyti þótt niðurstöður könnunarinnar hafi ekki leitt til þess að einstaka félög hafi kosið að breyta opnunartíma sínum, enda sé ekki hægt að segja til um það með neinni vissu hver hefði orðið af- leiðing þess ef hvert fyrirtæki hefði tekið ákvarðanir um opnunartíma með það fyrir aug- um að ná til sín viðskiptum. Aðildarfélög SÍT hafa um árabil haft með sér samkomulag um uppsagnir vátrygginga vegna vanskila vátryggingataka. Felur það í sér að að- ildarfélag getur sent SÍT tilkynningu um að það hyggist segja upp tryggingum tiltekins við- skiptamanns vegna vanskila og er þá öðrum að- ildarfélögum óheimilt að taka að sér tryggingar viðkomandi. Samkeppnisstofnun segir að samkomulagið feli í sér bæði miðlun upplýsinga milli aðild- arfélaga um viðkvæm viðskiptaleg málefni ein- stakra viðskiptamanna og sameiginlega neitun flestra eða allra aðila á markaðnum um við- skipti við tiltekna aðila. Í þessu hafi í raun falist ólögmæt skipting á markaðnum eftir við- skiptavinum þar sem aðildarfélögin hafi ákveð- ið sameiginlega að hefja ekki undir vissum kringumstæðum viðskipti við viðskiptavin keppinautar. Er þetta talið brot SÍT og aðild- arfyrirtækja á 10. og 12. grein samkeppnislaga. Samkeppnisstofnun telur að þær aðgerðir aðildarfélaga SÍT sem raktar eru hér að framan sýni með skýrum hætti að aðildarfélög samtak- anna hafi kosið að nýta sér ekki þau sóknarfæri sem gefist hafi í formi þess að innleiða nýjungar í viðskiptakjörum. Þvert á móti virðist það vera föst regla hjá þeim að hafa með sér samráð um hvers konar breytingar sem verði í við- skiptalegu umhverfi þeirra og geti gefið tilefni til breyttrar markaðshegðunar. Telur Sam- keppnisstofnun sannað að samstarf félaganna innan SÍT hafi miðað að því að eyða þeirri sam- keppni sem hefði að réttu lagi átt að ríkja á vá- tryggingamarkaðnum. „Samkeppnishamlandi upplýsingamiðlun“ Samkeppnisstofnun telur að upplýs- ingaskipti tryggingafélaganna innan Sambands íslenskra tryggingafélaga um bónusafslætti og á upplýsingum um skilvísi viðskiptavina og söfnun og miðlun upplýsinga um nýja keppn- inauta á markaði feli í sér brot á samkeppn- islögum. Í frumskýrslunni kemur fram að ýmiss konar upplýsingamiðlun hafi tíðkast á milli aðild- arfélaga SÍT, bæði á grundvelli samkomulags félaganna og með óformlegum hætti. Sú skoðun er látin í ljós að þar sem vátryggingamarkaður- inn á Íslandi sé fákeppnismarkaður verði hvers kyns viðskiptaleg upplýsingamiðlun milli tryggingafélaganna að teljast varhugaverð. Í skýrslunni er vakin athygli á tveimur gagnabönkum sem starfræktir eru innan vé- banda samtakanna, gagnabanka vegna lög- mæltra ökutækjatrygginga (bílabanki) og gagnabanka vegna lögboðinnar brunatrygg- ingar húseigna (húsabanki). Samkeppnisstofnun ræður af skilmálum svo- kallaðs bílabanka, fundargerðum Sjóvár- Almennra og fleiri gögnum að félögin hafi skipst reglulega á upplýsingum um bónus- afslætti einstakra viðskiptamanna, líklega eitt- hvað fram yfir árið 1995. Slíkt sé almennt litið alvarlegum augum í samkeppnisrétti. Mik- ilvægt sé, ekki síst á fákeppnismarkaði eins og hér er um að ræða, að hvert félag ákveði við- skiptakjör einstakra viðskiptamanna á eigin forsendum og án samráðs við keppinauta. Niðurstaða stofnunarinnar er að upplýs- ingaskipti um bónusafslætti feli í sér brot gegn ákvæði 10. greinar samkeppnislaga. Stofnunin telur að gögn bendi til þess að tryggingafélögin skiptist á upplýsingum um skilvísi viðskiptamanna. Það er talið hafa skað- leg áhrif á samkeppni og vísað í því efni til úr- skurðar samkeppnisráðs í tengdu máli. Eru skipti aðildarfélaga SÍT á þessum upplýsingum því einnig talin brot gegn samkeppnislögum. Loks er fundið að söfnun og miðlun Sam- bands íslenskra tryggingafélaga á upplýsingum um nýja keppinauta á íslenska vátrygg- ingamarkaðnum. Telur Samkeppnisstofnun að það sé grundvallaratriði að viðbrögð við inn- komu nýrra keppinauta, þar á meðal öflun og athugun á viðskiptaskilmálum, fari fram innan hvers fyrirtækis. Að mati Samkeppnisstofnunar hefur SÍT gegnt nokkurs konar varðmannshlutverki gagnvart raunverulegum og hugsanlegum keppinautum aðildarfélaga SÍT. Samtökin hafi annast upplýsingaöflun um viðskiptaskilmála og fyrirhugaðar aðgerðir keppinauta á mark- aði, auk þess sem SÍT, í stað hvers aðildarfélags fyrir sig, hefur sent stjórnvöldum erindi um að þau taki tiltekna þætti í starfsemi keppinauta til skoðunar. Einnig hafi SÍT gagnrýnt keppi- nauta aðildarfélaganna á opinberum vettvangi. Samkeppnisstofnun telur þessa háttsemi SÍT mjög óeðlilega og ganga mun lengra en hags- munasamtökum sé heimilt, sérstaklega þegar haft sé í huga að íslenskur vátryggingamark- aður sé fákeppnismarkaður þar sem samkeppni sé takmörkuð. Við slíkar aðstæður séu allar að- gerðir á vegum samtaka stærstu fyrirtækjanna á markaðnum gegn nýjum keppinautum til þess fallnar að raska samkeppni. Er þetta talið brjóta í bága við samkeppn- islög. Samkeppnisstofnun telur einnig ástæðu til að beina sérstökum tilmælum til SÍT um að tryggja að samtökin raski ekki samkeppni með þeim hætti sem lýst er. „Afskipti SÍT af markaðshegðun aðildarfyrirtækja“ Í frumskýrslu Samkeppnisstofnunar kemur fram það álit að SÍT hafi haft óeðlileg áhrif á markaðshegðun aðildarfyrirtækja. Nefnt er að félaganna um þjónustu, viðskiptakjör og upplýsingamiðlun Morgunblaðið/Kristinn ’ Telur háttsemi SÍT hafa gengið lengra en hagsmuna-samtökum er heimilt við takmarkaða samkeppni. ‘ SAMKEPPNISSTOFNUN OG TRYGGINGAFÉLÖGIN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 11 að upplýsingaskipti hafi aðeins átt sér stað í samræmi við fyr- irmæli laga. Er t.d. bent á að þær hafi verið veittar í tengslum við lögboðnar öku- tækjatryggingar. Ekki megi vá- tryggja skráð vélknúið ökutæki ef vátryggingataki skuldar ið- gjald fyrir eldri vátryggingu á sama ökutæki sem fallið hefur í gjalddaga síðustu tvö árin. „Til að framfylgja hinu skýra laga- boði er hverju vátryggingafélagi nauðsynlegt að afla staðfest- ingar á skuldleysi tryggingataka við fyrri vátryggjanda,“ segir í svarinu. Sjóvá-Almennar Að mati Sjóvár-Almennra (SA) er ekki ástæða til að gera aðrar athugasemdir við almenna umfjöllun Samkeppnisstofnunar en þá að þar sé heldur rýr um- fjöllun um það í hvaða tilvikum upplýsingaskipti geti haft já- kvæð áhrif. Aukinn aðgangur að upplýsingum geti gagnast fé- lögum í samkeppnislegu tilliti, t.d. til að aðlaga starfsemi sína breyttum aðstæðum eða nýrri tækni. Varðandi meint brot með upplýsingamiðlun um bónus- afslætti ökutækjatrygginga seg- ir í andsvari SA að niðurstaða Samkeppnisstofnunar sé alfarið á misskilningi byggð. Einnig sé byggt á gögnum sem veiti enga sönnun um það brot sem félag- inu sé gefið að sök. Er það mat SA að sú hagsmunagæsla sem SÍT hafi farið með fyrir hönd aðildarfélaganna varðandi upp- lýsingasöfnun um nýja keppi- nauta hafi í einu og öllu verið heimil og eðlileg í ljósi að- stæðna. Tryggingamiðstöðin Tryggingamiðstöðin (TM) vís- ar því á bug að hafa tekið þátt í ólöglegu samráði með miðlun ýmissa upplýsinga. Hafi lög ver- ið brotin séu þau brot þá fyrnd. Hvað bónuskjörin varðar hafi sú regla gilt hjá TM að upplýs- ingar um þau séu ekki veittar til annarra félaga nema að beiðni tryggingartakans. Sá háttur hafi verið hafður á a.m.k. síðan 1995. Varðandi upplýsingamiðlun um skilvísi viðskiptamanna er full- yrt í andsvari TM að frá árinu 1995 hafi slík miðlun upplýsinga ekki tíðkast hjá félaginu. Fram að þeim tíma hafi hins vegar verið litið svo á að þetta væri heimilt og ekki í óþökk stjórn- valda. Er þar bent á reglugerð um lögbundnar brunatryggingar húseigna þar sem upplýs- ingagjöf af þessu tagi sé beinlín- is heimiluð. bónus, skilvísi og nýja keppinauta kvæmileg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.