Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 21 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Grétar, sími 696 1126 ÍBÚÐAEIGENDUR – HAMRAHVERFI GRAFARVOGI Mér hefur verið falið að leita eftir 3ja herb. íbúð með sérinngangi í Hamrahverfi. Kaup- andi getur veitt ríflegan afh. tíma sé þess óskað. Sterkar greiðslur í boði fyrir rétta eign. Verðhugmynd frá 12-13 millj. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hafðu samband - það kostar ekkert! F YRIR margar sak- ir er síður fýsilegt að sækja Lundúnir heim á miðju sumri, í öllu falli ekki til alvarlegra skoðunarferða á söfn og sýningar. Sá var ei heldur tilgangurinn að þessu sinni, mun frekar gera nokkra vettvangs- könnun í beinu framhaldi af fyrri heimsóknum á undanförnum árum og kynnast borginni enn betur. Það fór líka svo að í flestum söfn- unum var troðið af áhugasömum ferðalöngum frá öllum hornum heims, næstum jafn áhugavert að fylgjast með viðbrögðum þeirra og sjálfum listaverkunum, en fegn- astur varð maður þó jafnaðarlega að komast aftur undir bert loft. Þó alls ekki útilokað að njóta lista- verkanna ef þolinmæðin er með í för, söfnin stór og mismikið af fólki í hinum mörgu sölum og sér- deildum þeirra. Sú gífurlega aukning, sem hefur orðið á aðstreymi á söfn og sýningar- hallir á und- anförnum áratugum, á sér eðlilega skýringu og ber síður endurtekið að tíunda, en hefur gert að verkum að stórum meiri kröfur eru gerðar til að- gengis og þjónustu við allan þann fjölda sem þangað leggur leið sína. Sú margþvælda og vinsæla tugga sem jafnvel sést enn á prenti við- komandi til uppsláttar; að listina eigi ekki að loka inni í söfnum heldur miðla um borg og bý, löngu úrelt. Öllu frekar þarf að gera al- menningi kleift að nálgast úrval listaverka við beztu hugsanlegu skilyrði, þar sem búið er vel að þeim, hugað að hita og rakastigi og öllum þeim þáttum sem varða endingu þeirra og varðveizlu, vera undir ströngu eftirliti forvarða. Að dreifa list og gersemum sem eru þjóðareign inn á skrifstofur, emb- ættismannabústaði og sendiráð er í flestum tilvikum mikill misskiln- ingur og afleit meðferð á lífrænum hlutum eins og fram hefur komið, verkin helzt sýnileg fáum útvöld- um en lokuð almenningi. Um leið og flikkað hefur verið upp á mörg safnanna, önnur end- urnýjuð á gagngeran hátt, hefur einföldum tölvuskjám verið komið fyrir víða í sölum þeirra og fjölgar stöðugt. Þar geta áhugsamir feng- ið öllu fyllri upplýsingar um verk í næsta nágrenni en sér stað á veggjunum við hlið þeirra og auð- veldar þeim stórlega alla gagna- öflun, hér komið nokkurs konar ít- arefni af hárri gráðu, hins vegar koma myndir á tölvuskjám, hversu fullkomnar sem þær eru, seint í staðinn fyrir sjálf frumverkin. Í listaverkum er andrúm ekki síður en sjálfri náttúrunni og þau frum- sköp er ekki mögulegt að yfirfæra fullkomlega í manngerða miðla. Sitthvað af ofanskráðu liggur vafalítið að baki þeirri umdeildu ákvörðun stjórnvalda í Englandi að hætta að taka gjald inn á op- inberu og ríkisstyrktu söfnin og er að vissu marki til bóta. En vekur þó ósjálfrátt nokkrar vangaveltur, því af hverju er þetta einungis gert varðandi myndlist? Hvað með ríkisreknu leikhúsin, óperurnar og tónleikahallirnar, eða bækur skrif- aðar af rithöfundum á styrkjum af almannafé? Með sanni umdeild ákvörðun á tímum er jafnvel bezt reknu söfnin rétt bera sig með aðstoð aðgangs- eyris og þá einungis fyrir útsjón- arsemi og frábæra stjórnvísi, enda strax kominn afturkippur um þjónustu og eftirlit, heilu deild- irnar jafnvel lokaðar einstaka daga vegna sparnaðar á mannhaldi og þetta gert þrátt fyrir atburðina örlagaríku, kennda við 11. sept- ember! Við bætist að víða verður maður ekki var við meiri aðsókn en fyrir ári, sums staðar jafnvel minni. Ég var búinn að vera á leið á sýn- inguna Art Deco frá því hún var opnuð en ekki átt heimangengt fyrr, nú ríður á að vera með á nótunum og í snertifjarlægð þá mjúku gildin eru komin aftur svo sem sjálf fram- kvæmdin undir- strikar. Mjúku gildin má í beinni línu rekja allt frá hugtökum eins og Fin de siécle (ald- arlokin), Bella époque (fagra tímabilið), Art nouveau/Jugendstil (æskustíllinn) til Art deco (skreyti- stíllinn), sem var ríkjandi á milli heims- styrjaldanna með blómaskeiði á svonefndum gullnu árum þriðja áratugarins. Voru tengd nývið- horfum meðan þau voru í gerjun en seinna dekadens; offágun og úrkynjun, einkum á velmekt- arárum kommúnismans er allt laust og fast skyldi eign ríkisins, jafnframt allt prjál úr fortíð for- dæmt. Art deco, eiginlega art déco, er stytting á franska hugtak- inu art décoratifs, og nær yfir hin fjölþættustu afbrigði skreyti- stílbrigða, allt frá almennum brúkshlutum til húsagerðarlistar, rennireiða, járnbrautarlesta, skipa, flugvéla og loftfara. Stíl- brigðin voru sem sagt alls staðar sýnileg, báru jafnt í sér áhrif frá hinu nálæga til hins fjarlæga og fjarræna, exótíska, með ívafi af fortíðarþrá, uppistaðan víða að, jafnt sótt til Suður-Ameríku, landa Austursins, Egyptalands og Afr- íku. Og þótt hér væri um að ræða yfirgengilega sambræðslu ólíkra skreytikenndra stíltegunda hvað- anæva úr heiminum, voru sam- anþjöppuð sérkennin svo sterk að áhrif þeirra rötuðu til yztu afkima, einnig upptakanna í Suður- Ameríku og Austrinu, svo og Ind- lands og Japans. Í New York blasa þau við í toppinum sérkennilega á Chrysler-skýjakljúfnum, en voru einnig meira en vel sýnileg í brúkshlutum, listiðnaði og innréttingum ýmissa hótela. Málarar voru óspart virkjaðir við hönnun búninga og leiksviða og má hér nefna Georges Braque, Max Ernst, Juan Gris, Henri Mat- isse, Joan Miró, Pablo Picasso, Maurice Utrillo, Raoul Dufy og Jean Dupas, svo og hönnuðinn Pierre Legrain. Að ógleymdum rússneska hönnuðinum og mál- aranum Sonia Delaunay Terk, samlöndu hennar Nataliu Gontsj- arovu sem og hinni pólsku Tamöru de Lempicka, ungverska arkitekt- inum Marcel Breuer og hinum þýðverska Ludwig Mies van der Rohe. Handverkið var fjölþætt og óviðjafnanlegt og reis hátt í Skandinavíu, einkum Danmörku, þar sem það gekk í gegnum gull- aldartímabil sem þarlendir búa enn að, veggspjöldin hvarvetna dýrleg og sá hluti þróunarinnar rataði meira segja á sinn hátt til Sovétríkjanna! Í Art deco runnu saman í eitt ismar eins og æsku- stíllinn, hagnýtistefnan, funkisstíll- inn, hið íhaldssama afbrigði mód- ernismans og framtíðarstíllinn, fútúrisminn. Hér var gerð upp- reisn gegn bjúglínum og smágerðu flúri æskustílsins til hags hátt- bundinnar notkunar strendinga og flatarmálsforma, sterkra lita, og ýmiss konar fágætra efna; fíla- beins, glerungs og perlu- móðurskelja svo eitthvað sé nefnt. Hér á landi er nærtækast að vísa til innréttinganna í Hótel Borg, eins og þær voru í upphafi, innfluttra heimilistækja, útvarpa og hljómtækja, vindlingapakka- og veskja sem og almennra auglýs- inga. Hið mjúka og straumlínulaga var í hámóð, samkvæmistígurinn átti að vera í kjólfötum, þveng- mjór og spengilegur, daman líkust ungum viðarteinungi í dragsíðum kjól, gjarnan með klukkuhatt á kollinum, dansarnir mjúkir og taktfastir. Með fáguðum handa- hreyfingum tóku menn upp silfur- eða gullbrydduð vindlingaveski, retturnar voru gjarnan flatar og ávalar upp á austurlenzka vísu, reykurinn bar í sér dulúð, höfuga angan, ástríður og þrár. Þetta var tímabil hins stílvissa skartmennis, hinnar fjarlægu, dulmögnuðu og háskalegu konu, femme fatale. Seinni heimsstyrjöldin og upp- stokkanirnar sem í kjölfarið fylgdu bundu enda á flest mjúkt og ávalt, og það var endanlega jarðað á tímum strangflata- listarinnar sem fylgdi í kjölfar kalda stríðsins á sjötta áratugnum. Ástands sem varaði fram að falli Sovétríkjanna, og allan tímann hver sá glataður sem sá ljósglætu eða lét fallerast af slíkri úrkynjun og meintu kennimarki auðvalds- skipulagsins… É g náði rétt í skottið á sýningunni daginn fyrir lokun og mikill mann- fjöldi á staðnum, fólki hleypt inn í hollum og ekki alltaf tekið út með sældinni að komast í sjónmál við suma gripina. En sýn- ingin var mjög vel upp sett og meðal annars mátti sjá Jósefínu Baker hristast og skakast á stóru sýningartjaldi með banana eina um sig miðja, sýningarskráin vold- ug, frábærlega hönnuð og inni- haldsrík. Í síðasta salnum var eins og um skrúðgöngu væri að ræða þar sem fólk var nánast límt sam- an og satt að segja undraðist ég að enginn skyldi falla í yfirlið. Gestir á öllum aldri en sumir há- aldraðir að minnast löngu liðinna daga, sjálfur var ég að vaxa úr grasi á lokaárum stílbragðanna. Að mjúku gildin séu á endurnýj- aðan hátt að hasla sér völl sér svo aftur stað á árlegri sumarsýningu Royal Academy, Konunglegu aka- demíunnar, sem er hin 235. í röð- inni! Valið mun úr tugþúsundum verka og jafnvel þungavigtarmál- arar ekki öruggir um að verða teknir inn. Í ár er Karólína Lár- usdóttir eini Ísendingurinn sem komst í gegnum nálaraugað, en í fyrra var það Magnús Pálsson. Sjálf sýningin í heild ótvírætt sú slakasta sem ég hef heimsótt, fáir ljósir punktar og þá aðallega arki- tektúrdeildin. Í öðrum salnum voru á tveimur aflöngum upp- hækkuðum pöllum sýnd líkön af fjölda skýjakljúfa annars vegar í austri, hins vegar vestri, og undr- aðist margur fjölbreytnina, eink- um eftir 1990. Hér flestir ef ekki allir stjörnuarkitektar heimsins samankomnir og líkönin sjálf í fjölbreytni sinni og gerð saga út af fyrir sig. Væri ástæða fyrir ís- lenzka arkitekta til að leigja sér flugvél til Lundúna og læra hér af, engir tækniuppdrættir á ferð, en greinargóðar skýringarmyndir á skjám. Sýningin stendur til 10. ágúst. (Frh.) Af Lundúnum í júlí Forsíða Vogue 15. mars 1927. Hönnuður Georges Lepage. Málverk Karólínu Lárusdóttur á sumarsýningu Konunglegu aka- demíunnar. Vottur af fortíðarþrá, að nokkru í anda Art deco. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.