Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁSTHILDUR Helgadóttir, fyrirliði ís- lenska landsliðsins í knattspyrnu og leikmaður KR, gengur til liðs við sænska úrvalsdeildarliðið Malmö FF, að leik KR og Stjörnunnar loknum þann 30. ágúst n.k. Ásthildur missir því af lokaleik KR í deildinni sem verður gegn ÍBV þann 3. september, þar sem hún verður að hafa fé- lagaskipti fyrir 31. ágúst. KR tekur þátt í Evrópukeppni Meistaraliða dag- ana 20. – 24. ágúst. Riðillinn sem KR- stúlkur leika í fer fram í Kaupmanna- höfn – á heimavelli dönsku meist- aranna í Bröndby. Auk Bröndby verða skoska liðið Kilmarnock og ZFK frá Makedóníu með KR í riðli. Í samtali við Morgunblaðið sagði Ást- hildur að hún yrði að öllum líkindum ekki með KR í keppninni, þar sem Malmö tekur einnig þátt í sömu keppni. Ljóst er að KR mun fara með vængbrotið lið til leiks í Evrópu- keppnina, þar sem þær Þóra B. Helgadóttir, markvörður, og Edda Garðarsdóttir verða farnar til náms í Bandaríkjunum. Það verða því hinir ungu og efnilegu leikmenn KR- liðsins sem fá það hlutskipti að standa vaktina í Danmörku. KR hef- ur leikið án nokkurra sterkra leik- manna í sumar, eins og Guðrúnar Gunnarsdóttur, Elínar Jónu Þor- steinsdóttur, Ernu Erlendsdóttur og Katrínar Ómarsdóttur, auk þess sem Guðrún Jóna Kristjánsdóttir verður fjarri góðu gamni sökum krossbands- slits í hné, sem hún hlaut í síðari leik KR gegn Val á dögunum. Ásthildur til Malmö FF  ALBERT Sævarsson, markvörður frá Grindavík, hefur staðið sig mjög vel með B68 frá Tóftum í færeysku 1. deildinni í knattspyrnu í sumar. Albert hefur aðeins fengið 7 mörk á sig í 11 leikjum og lið hans hefur ein- ungis tapað einum leik. B68 er í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir HB og tveimur á eftir B36. Albert hélt hreinu eina ferðina enn síðasta sunnudag og fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína þegar B68 sigraði Skála, 1:0.  GEIR Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Knattspyrnusam- bands Íslands, verður eftirlitsmaður á leik Wolfsburg og Cibalia í undan- úrslitum Intertoto-keppninnar í dag í Wolfsburg.  SIGURÐUR Hannesson dómara- nefndarmaður var dómaraeftirlits- maður á leik Kaunas og Celtic í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í sl. viku.  KRISTINN Jakobsson milliríkja- dómari dæmir í dag síðari leik Graz- er AK og Dinamo Tirana í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Aðstoðardómarar í leiknum verða Eyjólfur Ágúst Finnsson og Guð- mundur Heiðar Jónsson, en vara- dómari Egill Már Markússon.  PÅL Arne Fagernes, fremsti spjótkastari Norðmanna, lést í bíl- slysi á mánudag. Fagernes var 29 ára gamall, kastaði lengst 86,74 m. FÓLK KNATTSPYRNA 3. deild karla D Fjarðabyggð - Einherji ............................6:0 Staðan: Fjarðabyggð 12 9 0 3 34:12 27 Höttur 12 7 2 3 27:13 23 Huginn 12 6 0 6 26:28 18 Einherji 12 4 1 7 18:28 13 Neisti D. 12 4 1 7 16:34 13 Leiknir F. 12 4 0 8 25:31 12 KÖRFUKNATTLEIKUR Promotion Cup, smáþjóðakeppni í stúlkna- flokki, Ásvöllum: Skotland - Andorra ...............................63:56 Ísland - Gíbraltar...................................97:15 ÚRSLIT KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna, Landsbankadeild: Garðabær: Stjarnan - Þróttur/Haukar ....19 KÖRFUKNATTLEIKUR Promotion Cup, smáþjóðakeppni í stúlknaflokki, Ásvöllum: Malta - Grikkland.......................................17 Ísland - Andorra .........................................19 LEIÐRÉTTING Pilturinn sem fór holu í höggi á Íslands- meistaramóti unglinga heitir Sigurður Björn Björnsson úr GO, en ekki Sigur- björn, eins og sagt var frá í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Í KVÖLD Færeyingar vilja Larsen áfram FÆREYSKA knattspyrnusambandið stefnir að því að endurráða Henrik Larsen sem landsliðsþjálfara og vonast menn þar á bæ eftir því að ganga frá ráðningu hans áður en Færeyingar taka á móti Ís- lendingum í undankeppni EM þann 20. ágúst. Núverandi samn- ingur hans rennur út þegar keppninni lýkur í haust. Undir stjórn hins danska Larsens hefur færeyska liðið staðið sig vel í undankeppni EM. Það er reyndar aðeins með eitt stig, eftir 2:2 jafntefli gegn Skotum á heimavelli, en hefur verið hársbreidd frá fleirum. Færeyingar voru óheppnir að vinna ekki leikinn gegn Skotum, voru rétt búnir að jafna í lokin gegn Þjóðverjum í Þýska- landi og töpuðu naumlega gegn Íslandi úti og Þýskalandi heima á mörkum sem skoruð voru á lokamínútum leikjanna. Þeir Tryggvi Guðmundsson, semkom inn á sem varamaður, og Gylfi Einarsson, sem kom ekki við sögu, eru ekki með að þessu sinni. Tryggvi er meiddur og Gylfi hefur lítið spilað með Lille- ström í sumar. Það þarf því ekki að koma á óvart þótt Ásgeir og Logi stilli upp 9–10 af þeim leikmönnum sem léku í Kaunas. Helsta spurn- ingin er hver komi í stað Guðna sem miðvörður við hlið Hermanns Hreið- arssonar, og þá gæti Heiðar Helgu- son leyst Helga Sigurðsson af hólmi í fremstu víglínu. Heiðar er nú í hópnum í fyrsta skipti síðan í heima- leiknum gegn Litháen hinn 16. októ- ber í fyrra en hann hefur misst af öllum leikjunum í ár vegna meiðsla. Þá gæti Indriði Sigurðsson komið inn sem vinstri bakvörður og breyt- ingar orðið á miðjunni í kjölfarið. Fleiri úr íslensku liðunum komu til greina „Ég er ánægður með ástandið á leikmannahópnum, flestir okkar manna eru heilir og því þurftum við ekki að gera róttækar breytingar. Við höfum fylgst mjög vel með leik- mönnum, bæði heima og erlendis, í sumar og bættum við þeim Ólafi Erni Bjarnasyni og Veigari Páli Gunnarssyni, sem hafa spilað mjög vel með sínum liðum að undanförnu. Fleiri komu til greina, eins og t.d. KR-ingurinn Kristján Örn Sigurðs- son, en það var ekki hægt að taka fleiri nýja inn að þessu sinni. Þá er ánægjulegt að fá Heiðar Helguson aftur í hópinn, hann hefur misst af verkefnum landsliðsins í ár og ætti að styrkja okkur. Það er ennfremur fagnaðarefni að Árni Gautur Arason skuli loksins hafa fengið tækifæri í markinu hjá Rosenborg um síðustu helgi. Við höfðum þó engar áhyggjur af honum, vissum að hann væri í mjög góðri æfingu,“ sagði Ásgeir við Morgunblaðið í gær, en hann var þá einmitt staddur í London ásamt Loga til að fylgjast með þeim Heiðari og Eiði Smára Guðjohnsen í leik Watford og Chelsea. Leikir á sunnudeginum helsta áhyggjuefnið Ásgeir sagði að helsta áhyggju- efnið væri að flestir landsliðsmann- anna ættu að spila helgina fyrir leik- inn í Þórshöfn. „Þeir sem leika erlendis eru flestir að hefja sitt tímabil um þessar mundir og það er ljóst að Hermann Hreiðarsson og fjórmenningarnir frá Lokeren spila með sínum liðum á sunnudeginum, þremur dögum fyrir landsleikinn. Það verða því ekki allir búnir að skila sér á æfingu hjá okkur í Þórs- höfn fyrr en seinnipart á mánudag. Við höfum því lítinn tíma til und- irbúnings að þessu sinni, sem er allt- af slæmt, en við verðum að sætta okkur við það og vinna eins vel úr því og hægt er. Þetta verður að sjálfsögðu erfitt fyrir þá leikmenn sem spila heilan leik á sunnudegi og ferðast síðan í kjölfarið en vonandi verða allir í lagi.“ Vitum hverju við eigum von á í Færeyjum Ísland er í öðru sæti í sínum riðli í undankeppni EM, tveimur stigum á eftir Þjóðverjum en stigi á undan Skotum, og verður að vinna í Þórs- höfn til að eiga möguleika á að halda því og komast í umspil um sæti í lokakeppninni. „Það gera sér allir grein fyrir mikilvægi þessa leiks og það er alveg ljóst að við eigum erfiða baráttu fyrir höndum. Við verðum að sigra ef við ætlum okkur eitthvað í riðlinum og fyrir Færeyingana er þetta sérlega stór leikur. Þeir eiga því eftir að gera okkur erfitt fyrir en við þekkjum þá mjög vel, höfum séð alla þeirra leiki í keppninni og vitum hverju við eigum von á,“ sagði Ás- geir Sigurvinsson. Morgunblaðið/Kristinn Árni Gautur Arason landsliðsmarkvörður lék á ný með Rosen- borg gegn Brann um sl. helgi og stóð sig mjög vel. Tíu af ellefu úr byrjunarliði Íslands í Kaunas verða með í Færeyjum „Þurftum ekki að gera róttækar breytingar“ ÁSGEIR Sigurvinsson og Logi Ólafsson, landsliðsþjálfarar í knattspyrnu, tefla væntanlega fram mjög svipuðu liði gegn Færeyingum í Þórshöfn hinn 20. ágúst og sigraði Litháen í Kaun- as á eftirminnilegan hátt hinn 11. júní. Allir sem hófu þann leik verða með í Færeyjum, nema Guðni Bergsson sem er búinn að leggja skóna á hilluna. Eftir Víði Sigurðsson AP Eiður Smári Guðjohnsen, fremstur á myndinni, á æfingu með Chelsea í Malasíu á dögunum. Ásthildur Helgadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.