Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hverafold 1-3 • Torgið • Grafarvogi Sími: 577 4949 Verðhrun Síðustu dagar útsölunnar Opnunartími: 11-18 mánudag-föstudag 12-16 laugardag Fimmtudagskvöld lokað ágúst/september BÍLAUMFERÐ til og frá Reykja- vík um verslunarmannahelgina var svipuð og verið hefur í júlí, sam- kvæmt mælingum Vegagerðarinnar á fjölda bíla við Esjumela og Hellis- heiðina. Vegagerðin hefur mælt fjölda bíla frá föstudegi til mánu- dags allar helgar í júlí og um versl- unarmannahelgina og var fjöldi bíla svipaður, enda höfuðborgarbúar ef- laust margir nýtt sér flugsamgöng- ur í góða veðrinu. Umferð til og frá borginni um helgina var hins vegar meiri en síðustu tvær verslunar- mannahelgar. Umferðin um Esjumela og Hellisheiðina var meiri á mánudag- inn en verið hefur á mánudögum í júlí, enda komu ferðalangar margir hverjir ekki í bæinn fyrr en þá. Fjölmennasti dagurinn á Hellis- heiðinni um síðustu helgi náði ekki að slá út fjölmennasta dag sumars- ins, 20. júlí, þegar tæplega tólf þús- und bílar fóru um heiðina en á föstudaginn fyrir verslunarmanna- helgi fóru rúmlega ellefu þúsund bílar þar um. Við Esjumela hafa í sumar mest farið um á einum sólarhring rúm- lega fjórtán þúsund bílar en það gerðist 11. júlí þegar ókeypis að- gangur var í Hvalfjarðargöngin. Föstudaginn fyrir verslunarmanna- helgina óku hins vegar rúmlega ell- efu þúsund manns þar um. Umferð meiri á landsbyggðinni Annars staðar á landinu var um- ferð hins vegar þyngri en vanalega. Út frá mælingum Vegagerðarinnar má bera umferð um verslunar- mannahelgina saman við síðustu helgina í júlí. Meiri umferð var á Vestfjörðum enda margir sem lögðu leið sína á Unglingalandsmót UMFÍ á Ísafirði. Norðanlands var einnig mikil umferð, um Holta- vörðuheiðina fór t.a.m 9.601 bíll yfir verslunarmannahelgina á móti 8.713 bílum helgina á undan. Um- ferð um Oddsskarð á Austurlandi var einnig mikil, rúmlega tvöfalt meiri en síðustu helgina í júlí. Umferð um verslunarmannahelgina sló engin met Bílaumferð til og frá borg- inni svipuð og aðrar helgar   " #  $ " #  $ " #  $ " #  $ " #  $                                 !  " "  %  & %  LEIRVOGSÁ er besta áin í sumar ef miðað er við meðalveiði á stöng. Í ánni eru aðeins tvær stangir að veið- um á dag og í byrjun helgarinnar var 300 laxa múrinn rofinn. Laxá á Ásum hefur löngum haft sessinn besta áin, en er nú á eftir Leirvogsá í tölu veiddra laxa. Víða er annars líf og fjör á bökk- um vatnanna og þau gleðitíðindi hafa borist að veiði hefur glæðst nokkuð í nokkrum ám norðan heiða þó enn séu t.d. húnvetnsku árnar og Laxá í Aðaldal langt frá því að vera með viðunandi tölur. Veiði gengur enn að óskum í Eystri- og Ytri-Rangá og um helgina voru þær samanlagt komnar með hátt í 1.600 laxa, Eystri-Rangá á ní- unda hundrað fiska og Ytri-Rangá eitthvað um hundrað löxum minna. Enn eru göngur og mikið af laxinum sem veiðist er grálúsugt. Góðar tölur að austan Enn gengur veiði mjög vel á norð- austurhorninu og fylgjast veiði- áhugamenn grannt þar með, því til þessa hefur langstærstur hluti veið- innar verið svokallaður stórlax. Það eru smálaxagöngur sem munu ráða úrslitum um hversu góð vertíðin á endanum verður. Síðasta vika í neðri hluta Selár gaf 164 laxa. Dæmi um gang mála í Þistilfjarðaránum er að tvær stangir á sama tíma í Hafra- lónsá voru með 30 laxa, sem eru fimmtán á stöng yfir sex daga tíma- bil. Það þykir býsna gott á þeim slóð- um og eins og í Vopnafirðinum, er enn mest um stóra fiska. Andakílsá með besta móti Hollið sem lauk veiðum í Anda- kílsá á föstudaginn var með 16 laxa, tvær stangir í tvo daga, og hóparnir á undan flestir með 8 til 12 laxa. Þetta er með því besta sem áin býð- ur uppá. Allt við það sama í Gljúfurá Stjórn SVFR ætti að haska sér og láta reyna á hvort það þýði eitthvað að handmoka út ósinn á Gljúfurá, sem var á dagskrá á dögunum, en blásið af eftir að mikil rigning- ardemba lyfti vatnsborði Norðurár um tíma. Lítið skilaði sér við það af laxi upp í Gljúfurá, fáeinir fiskar drifu sig þó, en um helgina var holl í ánni sem fékk tvo laxa. Voru þá komnir aðeins átta á land, en 80 eða meira væri nær eðlilegu ástandi. Veiðimenn sáu aðeins milli 20 og 30 laxa í allri ánni, sem er ofan á allt saman grátlega vatnslítil. Reykjan tekur kipp Reykjadalsá í Borgarfirði tók mikinn kipp síðustu daga, tvö tveggja stanga holl voru þá með 12 laxa hvort, en fram að því hafði lítið veiðst vegna þurrka og vatnsleysis. Rigningin fyrir rúmri viku virðist hafa hreyft við laxi í ánni. Fréttir héðan og þaðan Fyrstu laxarnir veiddust í Kolku og Hjaltadalsá fyrir helgina, tveir, og fleiri bættust við um helgina. Enn er sjóbleikjuveiðin góð, eitt hollið t.d. með 25 stykki yfir tvo daga. Sjóbleikjuveiðin hefur og verið góð hjá síðustu hollum í Hrolleifs- dalsá í Skagafirði, hóparnir verið með upp í 40–50 silunga. Korpa hefur verið lífleg í sumar, fyrir skemmstu voru komnir 130 laxar þar á land og fiskur enn að ganga. Leirvogsá er besta áin Morgunblaðið/Golli ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? ALLS voru 359 verkefni skráð í dagbók lögreglunnar á Ísafirði í síðustu viku og hafa aldrei verið fleiri á einni viku. Þá hafa aldrei jafnmörg ökutæki farið um Vest- fjarðakjálkann um eina helgi, en síðastliðinn mánudag fóru 659 öku- tæki hjá Ögri, sem er mesti fjöldi sem farið hefur um þann veg á ein- um sólarhring. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni fóru um Breiðadalslegg jarðganganna 11–12 hundruð ökutæki hvern dag frá föstudegi fram á mánudag og um Tungudalslegginn um 16 hundruð ökutæki hvern dag. Þrjár minniháttar líkamsárásir voru kærðar til lögreglunnar á Ísa- firði um helgina en engin þeirra tengist ungmennalandsmóti UMFÍ sem haldið var á Ísafirði um helgina. Þá segir lögreglan að af- skipti vegna meðferðar áfengis hafi slegið öll met og aldrei áður hafi lögreglan haft afskipti af jafn- mörgum ungmennum vegna með- ferðar þeirra á áfengi. Eitt fíkni- efnamál kom upp en það tengdist ekki móti UMFÍ. 25 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur, tveir fyrir meinta ölvun við akstur, tólf fyrir að vera ekki með ökuskírteini sitt með- ferðis eða að skírteinið var útrunn- ið, þá voru tveir kærðir fyrir að tala í símann meðan á akstri stóð. Tilkynningar bárust um fimm um- ferðaróhöpp. Lögreglan á Ísafirði segir að þar sem sameiginlegt eftirlit allra emb- ættanna á Vestjörðum og í Búð- ardal hafi verið alla helgina hafi mörg útköll komið til lögreglunnar á Ísafirði varðandi umferð og ýmsa aðstoð við fólk í heimahúsum á þessu svæði. Að sögn lögreglunnar er hún ánægð með hvernig til tókst um helgina og segir að hátíðin hjá ungmennafélaginu hafi verið til sóma. Þá segist lögreglan hafa haft mikinn viðbúnað vegna umferð- arinnar og telur að ekki hafi veitt af, því umferðin á Ísafirði þrefald- aðist um helgina. Umferðarmet sett á Vestfjörðum EKIÐ var á 16 ára stúlku á Gler- árgötu á Akureyri síðdegis í gær. Talið er að stúlkan hafi farið yfir göt- una rétt sunnan við gangbraut á um- ferðarljósum við Borgarbraut. Öku- maður bifreiðarinnar reyndi að forðast áreksturinn og hafnaði á öf- ugum vegarhelmingi eftir atvikið. Slökkvilið Akureyrar sendi tvo sjúkrabíla á staðinn. Stúlkan var meðvitundarlaus er komið var að henni en kom til meðvitundar fljót- lega eftir komu sjúkraflutninga- manna á staðinn. Var hún flutt á slysadeild FSA til frekari rannsókn- ar. Ekið á stúlku á Akureyri MAÐUR ók verulega ölvaður um umferðareyjur á Nýbýlavegi við Reykjanesbraut um þrjúleytið í gær. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi voru farþegar í bifreiðinni, auk þess sem sprungið var á einum hjólbarða. Lögreglan fékk tilkynningu um manninn og fór þegar á staðinn og handtók hann. Ók ölvaður um umferðareyjur ÖKUMAÐUR var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild í Reykjavík eftir að bifreið hans fór út af veginum í Svínahrauni í gær- morgun en tilkynning um slysið barst lögreglunni á Selfossi rétt fyrir klukkan sjö. Að sögn lögreglu var maðurinn einn í bifreiðinni og sofnaði undir stýri. Bifreiðin fór 90 metra út fyr- ir veg og hafnaði ofan í hraun- gjótu. Hún er talin ónýt. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á slysadeild var líðan mannsins góð og fékk hann að fara heim strax að lokinni skoð- un. Lenti út af veginum í Svínahrauni STEFNT er að því að kynna tillögu að samningi við verk- takahópinn Fosskraft JV á stjórnarfundi Landsvirkjunar 12. ágúst næstkomandi en hópurinn átti lægsta tilboð, um 8,6 milljarða króna, í gerð stöðvarhúss Kárahnjúkavirkj- unar þegar útboð fór fram í byrjun sumars. Fosskraft fór að óskum Landsvirkjunar og féll frá fyrirvörum í tilboði sínu sl. föstudag en samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins hafði Landsvirkjun áður átt nokkur óformleg samtöl við þýska fyrirtækið Bilfinger Berger AG, sem átti næstlægsta til- boð, um einum milljarði hærra en Fosskraft bauð. Viðræður á lokastigi Fosskraft JV samanstend- ur af íslensku verktakafyrir- tækjunum Íslenskum aðal- verktökum (ÍAV) og Ístaki, sem tóku í fyrsta sinn saman þátt í útboði, Hochtief frá Þýskalandi og Pihl & Sön frá Danmörku, móðurfyrirtæki Ístaks. Öll tilboð voru yfir áætlun Landsvirkjunar upp á 6,5 milljarða en að auki kom eitt tilboð frá Impregilo upp á 15,3 milljarða króna. Friðrik Sophusson, for- stjóri Landsvirkjunar, sagði við Morgunblaðið að samn- ingaviðræður væru í eðlileg- um farvegi og á lokastigi. Væntanlega yrði hægt að leggja tillögu fyrir stjórnina um samning við Fosskraft JV. Stöðvarhús Kára- hnjúkavirkjunar Viðræðum við lægst- bjóðendur að ljúka Óformlegar við- ræður um næst- lægsta tilboð ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.