Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 33 Hönnu, öllum reyndist hann traust- ur vinur, einstaklega greiðvikinn og góður að eiga að. Það kann að virka væmið á þessari stundu að segja að Kristján hafi verið einstakur og stór- merkilegur persónuleiki og hann hafi átt fáa sína líka, en sannleikur- inn er sá, að þann er hér skrifar skortir í raun orð til þess að lýsa kynnum af þessum frábæra manni. Kristján var í raun og sann stór- menni af þeirri gerð, að maður kynn- ist fáum slíkum á lífsleiðinni. Hönnu, börnunum og barnabörn- unum sendum við okkar dýpstu sam- úðarkveðjur og eina huggunin í harmi þeirra er, að minningin um einstakan mann mun lifa með okkur öllum. Eva Pétursdóttir og Axel Axelsson. Mig langar til að minnast frænda míns og vinar Kristjáns Péturs Ingi- mundarsonar. Eitt er alveg víst, að sá sem eitt sinn fæðist, mun fyrr eða síðar deyja. Eftir langa og harða baráttu við erfiðan sjúkdóm hefur nú góður drengur fallið frá. Ég átti því láni að fagna að kynnast Kritjáni og naut þeirra forréttinda að vera sam- ferðamaður hans frá því að ég man eftir mér. Ég og fjölskylda mín komum oft á Kársnesbrautina í Kópavogi þar sem afi minn og amma, Ingimundur Þor- steinsson og Guðmunda Jóna Krist- jánsdóttir, bjuggu ásamt börnum sínum Kristjáni Pétri, Þorsteini og Ingu Ólöfu. Fjölskyldan á Kársnes- brautinni hafði ávallt tíma fyrir okk- ur börnin, hvort sem var í leik eða starfi. Þegar ég lít yfir farinn veg þá er mér minnisstætt hvað Kristján var ávallt kraftmikill, glaður og já- kvæður. Það var alltaf gott að leita ráða hjá frænda. Ekkert mál var of stórt eða erfitt að frændi sæi ekki leið út, enda var ekki um vandamál að ræða hjá honum, heldur verkefni sem þurfti að leysa. Kritján lærði ungur blikkmíði í Blikksmiðjunni Vogi hf. Hann stofn- aði Blikksmiðjuna Blikkver hf. og rak til margra ára. Ég átti því láni að fagna að læra blikksmíði hjá fyrir- tæki hans. Það verkaðist með þeim hætti að hann vildi fá mig til starfa, en ég var þá ungur maður á milli vita, og eftir þriggja mánaða renni- bandaframleiðslu í gluggalausu kjallaraherbergi tók hann þá ákvörðun að ég væri efni í blikksmið og ekki varð til baka snúið. Kristján var þannig maður. Ég lít á Kristján sem velgjörðarmann. Við Kristján áttum samleið bæði í leik og starfi. Mér eru minnisstæð öll þau ferðalög sem við fórum í saman, þá sérstaklega ferðirnar í Þórsmörk og Aðaldal. Ég var tíður gestur á heimili þeirra hjóna í Víðihvammi 3 í Kópa- vogi. Þar var oft líflegt, börnin fjög- ur, félagar þeirra og amma Jóhönnu. Þar sást glöggt að þar bjuggu hjón sem hlúðu einstaklega vel að heimili og fjölskyldu. Kristján var búinn að berjast hetjulega við krabbamein í hartnær fjörutíu ár. Oft hef ég dáðst að frænda hve glaður og jákvæður hann var í gegnum allar þessar raunir. Frændi hefur aldeilis ekki staðið einn því kona hans hefur staðið sem klettur við hlið hans og hvergi hikað. Hún á heiður og þökk skilið fyrir dug sinn, hugrekki og kærleika. Fjöl- skyldan stóð reyndar sem einn mað- ur í boðaföllunum. Kristján átti sterka trú í hjarta sínu á Jesú Krist og hann vissi að eft- ir þetta líf tæki við eilíf himnavist. Blessuð sé minning hans og megi góður Guð hugga og styrkja fjöl- skylduna í sorg þeirra. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Óskar Jóhann Björnsson. Með andláti Kristjáns Péturs Ingimundarsonar er fallinn frá einn af traustustu og áhrifamestu fé- lögum Félags blikksmiðjueigenda um árabil. Þegar hann stofnaði sína eigin blikksmiðju árið 1972 gerðist hann strax virkur félagi í hagsmunasam- tökum greinarinnar. Hann lét fljótt til sín taka enda áhugasamur og til- lögugóður með afbrigðum Það var því síst að undra að þessi ungi maður var kosinn í stjórn félagsins og síðan, fyrir hönd blikksmíðameistara, í stjórnir heildarsamtaka sem félagið var aðili að. Alls staðar aflaði hann sér mikillar virðingar enda sífellt að leita leiða að öllu því sem til framfara horfði í blikkgreininni og fyrir iðn- aðinn í heild. Af mikilli ósérhlífni vann hann síðan að því að koma hlut- unum í framkvæmd enda var ein- kenni hans að láta aðgerðir fylgja orðum, sjá hlutina gerast. Fátt gladdi hann meir en framfarir í iðn- grein sinni og þar lagði hann sann- arlega fram sinn stóra skerf, sem varð til þess að hann var kosinn heið- ursfélagi FBE. Kristján Pétur lét sér sérstaklega annt um iðnnámið og að þeir sem ætluðu að vinna að blikksmíði í fram- tíðinni fengju alla þá menntun og þjálfun sem ný tækni krefst. Hann var um árabil formaður sveinsprófs- nefndar í blikksmíði og mótaði verk- lagsreglur á þeim vettvangi. Kristján Pétur var ekki einasta forvígismaður um hag og framfarir iðngreinar sinnar, hann var líka hrókur alls fagnaðar þegar það átti við og leiddi gjarnan söng og gleði þegar menn komu saman með sína betri helminga. Hann var gleðimað- ur í þess orðs bestu merkingu. Þessi eiginleiki nýttist honum líka vel í sinni hörðu baráttu við óvæginn sjúkdóm. Eftir hverja stóraðgerðina á fætur annarri spratt hann upp eins og fjöður, neitaði að láta undan síga og hellti sér í næstu verkefni – ekk- ert virtist bíta á þennan góða dreng. Nú er löngu stríði lokið og eftir er minningin um frábæran félaga og baráttumann. Um leið og Kristjáni Pétri eru þökkuð margháttuð störf fyrir blikk- smíðagreinina er Jóhönnu Margréti eiginkonu hans og öðrum ættingjum vottuð djúp samúð. Félag blikksmiðjueigenda. Mig langar að minnast með nokkr- um orðum Stjána, góðs og trausts vinar til margra ára. Okkar kynni hófust í Gúttó á gömlu dönsunum, þá var ég aðeins fimmtán ára og hann sextán. Saman lærðum við alla gömlu dansana, þetta var góð og heilbrigð skemmtun og við minnt- umst yfir árin oft á þennan góða og skemmtilega tíma. Stjáni var mjög traustur og vilja- sterkur maður sem sýndi sig vel við baráttu hans til margra ára við ill- vígan sjúkdóm. Margar góðar stundir áttum við vinirnir saman með honum og ým- islegt brallað, farið í ferðalög, útilegu og komið saman í heimahúsum. Hans verður sárt saknað af mörg- um, því þarna fór góður maður. Hanna, Sævar, Jónína, Pétur, Guðmunda og barnabörn, Guð styrki ykkur og styðji við þennan mikla missi. Guðbjörg Jakobsdóttir. Kær vinur er fallinn frá, Kristján Pétur Ingimundarson. Okkur var brugðið þegar Sævar, sonur Stjána, eins og hann var alltaf kallaður á okkar heimili, hringdi í okkur þar sem við vorum stödd á Hallormsstað og sagði að stutt væri í kveðjustund hjá pabba sínum. Morguninn eftir var ævigöngunni lokið. Stjáni var sú mesta hetja sem við þekktum í áratuga baráttu við krabbamein. Hann brotnaði aldrei, barðist eins og ljón og lék á öll vísindi trekk í trekk. Stóð upp aftur tvíefldur. Hann bugaðist aldrei en sagði eitt sitt: Betra er haltur að ganga en ganga ekki. Margs er að minnast eft- ir yfir 40 ára vinskap. Þegar Sævar hringdi þá stóðum við við tjaldvagn- inn okkar og var hugurinn látinn reika til mjög eftirminnilegra ferða sem við fórum í saman. Stjáni var að vona að hann kæmist í sumar að Herðubreið, fegurstri fjalla, sú ferð var ekki farin á þessu tilverustigi en hver veit nema hann hafi tyllt sér á koll hennar á leið sinni til æðri heima. Stjáni átti þá bestu eiginkonu sem hægt var að hugsa sér, hún var kletturinn við hlið hans þar til yfir lauk. Munum við geyma í minninga- sjóði allar okkar góðu stundir saman hér heima og erlendis. Elsku Hanna, börn, tengdabörn og barnabörn, okkar innilegustu samúðarkveðjur og megi minningin um góðan dreng lifa. Langar okkur að enda þessi orð með fyrsta og síðasta erindinu af Rósinni sem Stjáni söng fyrir okkur úti á Ítalíu forðum daga. Undir háu hamrabelti, höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir, vorsins yl og sólarljós. Finn ég hjá þér ást og unað, yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur Halldórsson.) Kæri vinur, hafðu þökk fyrir allt. Sigríður Hjálmarsdóttir og Jóhann Kristjánsson (Bassý og Jói). Langri og strangri baráttu er lok- ið. Endalokin þurftu engum að koma á óvart. Hinn sterkbyggði, æðrulausi og trúaði maður laut að lokum í lægra haldi fyrir þeim óvini sem engu eirir. Sjúkdóm sinn bar hann með mikilli reisn svo þeir sem ekki til þekktu héldu lengst af að þar færi heilbrigður maður. Kristján og kona hans voru meðal frumbyggjanna í Lundarbrekkunni í lok sjöunda ára- tugarins. Hann gekk ungur til liðs við Framsóknarflokkinn og þar munaði mikið um hann. Hann sóttist ekki eftir vegtyllum en stóð sem klettur í baklandi flokksins. Hann hikaði samt ekki við að ganga fram fyrir skjöldu ef honum þótti við þurfa, ekki síst ef honum þótti ómak- lega að mönnum sótt. Fyrir áratuga samstarf og drengskap skal nú þakkað að leiðarlokum. Ástvinum hans sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Magnús Bjarnfreðsson, Páll Magnússon. Þegar Frímúrarakórinn var stofn- aður fyrir rúmum áratug var Krist- ján Pétur Ingimundarson einn stofn- félaga og ávallt síðan einn traustasti félaginn. Skapferli Kristjáns Péturs var með þeim hætti að mönnum leið vel í návist hans. Í söngnum var styrkur að lagvissri tenórrödd. Með fráfalli Kristjáns Péturs er stórt skarð höggvið í Frímúrarakórinn. Kristján Pétur hafði um fjölda ára barist við fleiri tegundir krabba- meins en flestir. Með einstakri þrautseigju hafði hann ávallt sigur þar til nú síðast. Þegar ég heimsótti hann á Landspítalann fyrir fáeinum vikum var hann að venju léttur í lund, æðrulaus og viðræðugóður en greinilegt var að átökin við sjúkdóm- inn höfðu gengið honum nærri. Við kvöddumst með þeirri ósk að færi gæfist til þess að syngja saman enn eitt lag. Af því verður því miður ekki, en minning lifir um góðan bróður. Halldór S. Magnússon. Elsku besti afi, ég mun alltaf muna tímann sem við áttum sam- an og allt sem þú kenndir mér. Takk fyrir allt, Guð geymi þig. Þín Rannveig Ágústa. HINSTA KVEÐJA Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, BJÖRN ZOPHANÍAS GUNNLAUGSSON, lést á dvalarheimilinu Dalbæ, Dalvík, laugardaginn 2. ágúst. Guðlaug Björnsdóttir, Hilmar Daníelsson, Erla Björnsdóttir, Sigurður Haraldsson, Ríkarður Björnsson, Hallfríður Þorsteinsdóttir, Arna Björnsdóttir, barnabörn, langafabörn og langalangafabörn. Útför eiginmanns míns, DANÍELS DANÍELSSONAR frá Tannastöðum, verður gerð frá Hvammstangakirkju laugar- daginn 9. ágúst kl. 14.00. Jarðsett verður í Staðarkirkjugarði. Blóm afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Sjúkrahúsið á Hvammstanga. Fyrir hönd barna okkar, tengdabarna, barnabarna og annarra vanda- manna, Sigurbjörg Þorgímsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN JÓNSSON, fyrrv. verkstjóri hjá Eimskip, Austurbyggð 17, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánu- daginn 4. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Guðný Jónsdóttir, Knútur Óskarsson, Oddný H. Jónsdóttir, Jón H. Lárusson, Karla H. Karlsdóttir, afabörn og langafabörn. Ástkær móðir okkar, GUÐRÚN SUMARLIÐADÓTTIR, Vesturbergi 143, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn 5. ágúst. Kristín Hinriksdóttir og fjölskylda Ragnheiður Hinriksdóttir og fjölskylda. Faðir okkar, MAGNÚS ÁRNASON, múrarameistari, Blönduhlíð 31, lést á Landspítala Fossvogi 4. ágúst síðast- liðinn. Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju mánu- daginn 11. ágúst kl. 11.00. Ásdís Sæmundsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÞORVALDUR ÁSGEIRSSON frá Blönduósi, verður jarðsunginn frá Landakirkju, Vest- mannaeyjum, föstudaginn 8. ágúst kl. 16.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hans, láti Regnboga- börn njóta þess, reikn. 601919 í Íslandsbanka, Vestmannaeyjum. Sigurborg Gísladóttir, Ásgeir Þorvaldsson, Guðfinna Sveinsdóttir, Hrefna Þorvaldsdóttir, Valgeir Benediktsson, Olgeir Þorvaldsson, Sigríður Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.