Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 10. B i. 12 Sýnd kl. 8 og 10. B i. 16. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 5.50. ísl tal.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 12  SG. DVÓ.H.T Rás2  GH KVIKMYNDIR.COM  SG. DV KVIKMYNDIR.IS GULL MOLAR Hollywood Ending Sýnd 6. Enskur texti / with english subtitles Sýnd kl. 6, 8, 10 og aukasýning 11.30. B i. 10 ára. AUKASÝNINGKL. 11.30. I . . . Stórsmellur úr smiðju Jerry Bruckheimer og Disney sem stefnir hraðbyri að vera vinsælasta mynd sumarsins í USA. t r ll r r i j J rr r i r i t f ir r ri r i l t r i í . 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg”! ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.30, 6 og 8.30. B.i.12 ára. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10. B.i. 12. YFIR 42.000 GESTIR! KVIKMYNDIR.IS  SG. DV  SG. DVÓ.H.T Rás2  GH KVIKMYNDIR.COM KRINGLAN Sýnd kl. 5, 8, 10 og 11.30. B.i. 10 ára. AUKASÝNINGKL. 11.30. I . . . Stórsmellur úr smiðju Jerry Bruckheimer og Disney sem stefnir hraðbyri að vera vinsælasta mynd sumarsins í USA. t r ll r r i j rr r i r i t f ir r ri r i l t r i í . 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg”! í i ! 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg INNIPÚKINN, afdrep þeirra sem heima sitja um verslunarmanna- helgina, var vel sóttur. Hátíðin fór fram á laugardaginn og flæktist fólk innandyra í Iðnó eða lét veðurblíð- una leika við sig, þar sem það mændi út á Reykjavíkurtjörn í makindum. Á meðal þeirra sem skemmtu á há- tíðinni voru Dr. Gunni, Rúnk, Trab- ant, Botnleðja og Egill S. Stemningin inni var ærandi. Morgunblaðið/Kristinn Sumir innipúkarnir brugðu sér út. Inn-út- inn-inn-út Troðfullt á Innipúkanum í Iðnó SÆLDARLÍF sjóræn- ingjaforingjans harð- gera, Jacks Sparrow, er fyrir bí þegar erkióvin- ur hans, ómennið Barbossa, gerir sér lítið fyrir og rænir skipi hans, Svörtu perlunni. Barbossa lætur sér það ekki nægja heldur gerir árás á bæinn Port Royal og nemur hina föngu- legu dóttur bæjarstjór- ans, Elisabeth Swann, á brott. Þessi myrkraverk Barbossa falla í grýttan jarð- veg og eins og sjóræningja er siður leitar Jack Sparrow nú hefnda. Æskuvinur stúlkunnar, Will Turner, er einnig hamstola af bræði og gengur til liðs við Sparrow. Saman ætla þeir að knésetja Barbossa og endurheimta bæði skipið og stúlkuna. Þeir piltar vita ekki sem er, að Barbossa og þeir ógæfumenn sem honum fylgja að málum, eru undir álögum fjársjóðs. Þegar tunglið skín breytast þeir í ógurlegar beina- grindur sem skjóta mönnum skelk í bringu. Johnny Depp sem sjóræn- inginn knái Jack Sparrow. Lifandi beina- grindur sem svífast einskis Sambíóin og Háskólabíó frumsýna kvikmyndina Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl. Leikstjórn: Gore Verbinski. Aðalhlutverk: Johnny Depp, Geoffrey Rush, Orlando Bloom, Keira Knightley, Jack Davenport og Jonathan Pryce. LEGALLY Blonde eða Löggilt ljóska, gam- anmyndin um ljóskuna föngulegu sem hætti við að giftast tilvonandi lögfræðingi og gerðist þess í stað laganemi við Harvard-háskóla hafði sínar skemmtilegu hliðar. Þar var ákveðin staðalímynd kvenna tekin fyrir, hún ýkt upp í hæstu hæðir og þannig gert grín að þeim viðhorfum sem leggja mark sitt á hana. Reese Witherspoon átti tví- mælalaust stóran þátt í vinsældum myndarinnar en hún vó skemmtilega salt í túlkun hinnar kot- rosknu Elle Woods, sem birtist í senn sem hrein skrípamynd og sem aðlaðandi söguhetja með bein í nefinu. En líkt og virðast vera örlög margra Hollywood-gamanmynda nú á tímum, þá missti Löggilt ljóska gagnrýnisbroddinn eftir því sem nær dró sögulokum, og skrípamyndin stangaðist á við sigurgönguna sem allt snerist upp í. Löggilt ljóska 2 leggur því af stað með nokkuð mótsagnakennda sögupersónu. Unga konu sem er sjálfstæð og nýtur velgengni í starfi sem lög- fræðingur en er um leið barnaleg, skopleg og yf- irmáta hégómleg, eða með öðrum orðum upp- fyllir öll helstu einkenni „heimsku ljóskunnar“. Síðarnefndu persónueinkennin eru uppspretta allra brandara myndarinnar, sem sumir eru bráðfyndnir, ekki síst þegar Witherspoon beitir sér í gamanleiknum. En vegna grundvallarþver- sagnar sögupersónunnar er sögufléttan, þar er fylgst með framrás hinnar hjartahreinu Elle Woods um boðleiðir lýðræðisins, fyrirfram dæmd til að verða tilgerðarleg og máttlaus. Sagan af því er Elle valsar inn í þinghúsið með sérþekkingu sína á snyrtivörum að vopni og sigrar þannig hjarta kerfisins, eftir að hafa ákallað styttu Abra- hams Lincolns til að sigrast á efasemdum sínum gagnvart spilltu kerfinu, er einfaldlega of væmin til að ganga upp í samhengi við það sem á undan er gengið. Gryfjan sem fallið er í er því hin sama og í fyrri myndinni, þ.e. kvikindislegri grínhug- mynd er snúið upp í væmna hetjusögu. Og í ann- arri atrennu verður ferlið talsvert langdregnara. Barbafín fer til Washington Reese Witherspoon er sem fyrr ljóskan lunkna Elle Woods. KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn, Borgarbíó Akureyri og Laugarásbíó LEGALLY BLONDE 2: RED, WHITE & BLONDE / LÖGGILT LJÓSKA Leikstjórn: Charles Herman-Wurmfeld. Handrit: Kate Kondell. Aðalhlutverk: Reese Witherspoon, Luke Wil- son, Sally Field, Regina King, Jennifer Coolidge. Lengd: 94 mín. Bandaríkin. Metro Goldwyn-Mayer, 2003. Heiða Jóhannsdóttir Á MÓTI Ungmennafélags Íslands á Ísafirði um verslunarmannahelgina var margt góðra gesta. Forseta- hjónin voru þar á meðal og fylgdust bæði vel með keppninni auk þess að reyna fyrir sér í allskyns leikjum. Dorrit þykir vera smekkkona í klæðaburði og rak hún augun í glímubelti sem hún var ekki sein á sér að máta. Hjálmur Sigurðsson glímuþjálfari sá til hennar og beið ekki boðanna heldur fékk Dorrit til að prufa glímu. Því næst spreytti Dorrit sig við Guðlaugu Hörpu Harðardóttur, sigurvegara í flokki stúlkna 13 til 14 ára. Þó Harpa hafi góða þjálfun í íþróttinni að baki var Dorrit ekki öll þar sem hún var séð og mátti Harpa hafa sig alla við. Glíman varð nokkuð jöfn en báðar náðu þær að fella hina. Dorrit glímir Guðlaug og Dorrit takast á. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.