Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ SAMANLAGT meðaltal hitastigs nýliðinna júlí- og júnímánaða í Reykjavík er það hæsta frá upp- hafi samfelldra mælinga, en þær hófust árið 1871. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Veð- urstofu Íslands. Munur milli árs- ins í ár og áranna 1933, 1939 og 1941 er þó svo lítill að hann telst vart marktækur, sérstaklega þeg- ar litið er til þess að mælitæki hafa ekki verið á sama stað í Reykjavík allan mælingatímann. Hlýr en sólarlítill júlímánuður Fara þarf aftur til ársins 1964 til að finna jafnhlýja fyrstu sjö mánuði ársins, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Teljast hlýindin í ár sambærileg við það sem best gerðist hér á landi á hlýskeiðinu 1925 til 1964. Meðalhiti í Reykjavík í júlí var 12,3 stig, 1,7 stigum yfir meðal- lagi. Það er hæsti meðalhiti frá sumrinu 1991. Á Akureyri var meðalhiti 11,7 stig, 1,2 stigum yfir meðallagi. Sömuleiðis var úrkoma yfir meðallagi í júlímánuði bæði í Reykjavík og á Akureyri. Í Reykjavík mældist hún 65 mm sem er um fjórðungi yfir meðal- lagi. Á Hveravöllum mældist úr- koma 40% umfram meðallag, 82 mm. Á móti kemur að sólskins- stundir mældust færri, í Reykja- vík voru þær 131, 40 stundum færri en í meðalári. Á Akureyri mældust 110 stundir sólar, 50 undir meðallagi. Heitustu sumar- mánuðir frá upphafi ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, sótti skipverja á Akureyna EA-110 í fyrrinótt og flutti hann til að- hlynningar í Reykjavík. Skipverjinn slasaðist á auga þegar skipið var að veiðum á Halamiðum norðvestur af Vestfjörðum. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að þyrlan hafi lagt af stað frá Reykjavík kl. 02.54 og haldið til móts við skipið sem hélt fullri ferð í átt að landi. Þyrlan kom að skipinu um 11 sjómílur norðvestur af Deild kl. 04.05 og lenti síðan með manninn á Reykjavíkur- flugvelli kl. 05.24, þar sem sjúkrabíll tók við manninum og flutti hann á Landspítalann. Landhelgisgæslan sótti slas- aðan skipverja á Halamið Fyrirhugaður er fundur hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu 11. ágúst nk. og verður þar reynt að leysa málið. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, segir að borgin hafi ef- laust haft rétt á að hætta greiðslum en hann er ósáttur við aðferðina sem borgin beitti, þar sem aðilum var ekki gefinn tími til að leysa úr sínum málum fyrst. Sigurður segist búast við því að hvert sveitarfélag fyrir sig muni greiða kostnað vegna sinna nem- enda í öðrum sveitarfélögum fram að áramótum en telur að ríkið eigi að sjá um framhaldsskólastig í tón- listarmenntun. Eini möguleikinn að flytja lögheimili sitt Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri BÍSN, félags íslenskra sérskólanema, segir að tónlistarnemendur séu mjög ósátt- ir við ákvörðun borgarinnar. Að mati Fjólu á ríkið að taka yfir greiðslur vegna tónlistarnáms. Jóna Fanney Svavarsdóttir, söngnemi í Nýja tónlistarskólan- um, er búsett í Bessastaðahreppi og hefur hingað til sótt kennslu í Reykjavík. Hún sér nú fram á það að geta ekki haldið áfram námi, a.m.k ekki ef hún þarf sjálf að bera allan kostnaðinn af náminu. Í Bessastaðahreppi er starf- ræktur tónlistarskóli en hann býð- ur aðeins upp á fyrstu fimm stig grunnnáms og Jóna getur því ekki snúið sér þangað. Hún segir að margir nemendur sjái þann eina möguleika í stöðunni að færa lög- heimili sitt yfir í Reykjavík en það er erfitt fyrir fjölskyldufólk, hún sjálf mundi t.d. eiga það á hættu að missa leikskólapláss fyrir dótt- ur sína. „Þetta setur stórt strik í reikn- inginn og okkur nemendum finnst siðlaust að okkur sé hent svona út allt í einu,“ segir Jóna, sem tekur undir sjónarmið BÍSN um að ríkið eigi að sjá um greiðslur vegna tón- listarnáms. „Það er mjög hæpið að sveit- arfélögum sé það í sjálfsvald sett hvernig þau haga tónlistarnámi,“ segir Jóna. SIGURÐUR Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, segist búast við því að hvert sveitarfélag fyrir sig muni greiða kostnað vegna nemenda í tónlistarnámi í öðrum sveitarfélög- um fram að áramótum en telur að ríkið eigi að sjá um framhalds- skólastig í tónlistarmenntun. Ákvörðun hefur ekki verið tekin um hver eigi að bera kostnað af tónlistarnámi þeirra nemenda sem stunda nám í Reykjavík en eiga lögheimili í öðrum sveitarfélögum. Reykjavíkurborg ákvað í vetur að hætta greiðslum fyrir tónlistarnám þessara nemenda og enn liggur ekki fyrir hver taki við kostnaðin- um, sem nemur nokkur hundruð þúsund krónum á nemanda. Málið í höndum hvers sveitarfélags Að sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálms- sonar, formanns Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, er málið nú í höndum hvers sveitarfélags fyrir sig en Vilhjálmur segir ákvörðun Reykjavíkurborgar um að hætta greiðslum vegna námsins eiga rétt á sér og fyrir liggi lögfræðiálit hjá sambandinu sem staðfesti það. Í nýlegu svari félagsmálaráðu- neytisins við bréfi foreldris tónlist- arnemenda kemur fram að ráðu- neytið telur heimasveitarfélögin ekki skyld til að greiða með tón- listarnámi nemenda í öðrum sveit- arfélögum. Samtök sveitarfélaga funda um málið Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að margir tón- listarnemendur í Hafnarfirði hafi haft samband og spurst fyrir um stöðu mála. „Það er bagalegt að nemendur tónlistarskólanna lendi á milli í þessari deilu. Afstaða sveitarfélaganna er að tónlistar- nám á framhaldsskóla- og æðra stigi eigi að vera í höndum ríkisins alveg á sama hátt og ríkið rekur aðra framhaldsskóla og metur list- og tónlistarnám til stúdentsprófs. Hins vegar er það sveitarfélaganna í samræmi við yfirtökuna á grunn- skólanum að halda utan tónlistar- kennsluna á grunnskólastiginu,“ segir Lúðvík. Bæjarstjórinn í Kópavogi um ágrein- ing um kostnað við tónlistarnám Reiknar með að sveitarfélögin greiði fram að áramótum STARFSFÓLK Neyðarlínunnar brást hárrétt við þegar tilkynning barst um að rúta með 30 farþega inn- anborðs hefði oltið á veginum um Geldingadraga í Borgarfirði rétt fyr- ir klukkan tíu á laugardagsmorgun að sögn Þórhalls Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra Neyðarlínunnar. Við- brögð hefðu verið fullkomlega eðli- leg og í samræmi við fyrstu upp- lýsingar sem bárust. Í fyrstu tilkynningu kom fram að enginn væri alvarlega slasaður og ekki var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þórhallur segir að þrátt fyrir það hafi Neyðarlínan sent allt tiltækt björgunarlið á staðinn og gert ýtr- ustu ráðstafanir til að koma fólki til aðstoðar. Meðal annars var þyrlan sett í viðbragðsstöðu og björgunar- miðstöð Almannavarna virkjuð. Einnig var björgunarsveitin Brák boðuð út og björgunarsveitir á Akra- nesi og í Reykholti settar í við- bragðsstöðu. Um 19 mínútum eftir að fyrsta til- kynning barst um slysið komu lög- regla og sjúkrabíll á staðinn. Fimm mínútum seinna var þyrlan kölluð út og lenti hún hjá Ferstiklu um tíu mínútum fyrir ellefu. Stuttu eftir að kallað var á þyrluna óskaði bílstjóri rútunnar eftir henni. „Viðbragð okkar var fullkomlega eðlilegt og í raun gerðar meiri ráð- stafanir en fyrsta tilkynning gaf til- efni til,“ segir Þórhallur. Eðlilegt sé að þeir sem hringi í Neyðarlínuna eftir slys séu í uppnámi og meti að- stæður á vettvangi ekki fullkomlega rétt. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar um rútuslysið Neyðarlínan brást hárrétt við slysinu                    !     

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.