Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 23 SUMARTÓNLEIKAR í Akur- eyrarkirkju er elsta skipulagða sum- artónleikastarfsemi á Akureyri og mikilvæg stoð og innlegg í Listasum- ar á Akureyri sem hófst fimm árum síðar. Mér telst til að Sumartón- leikar í Akureyrarkirkju séu orðnir nær 90 talsins og hafi verið afar fjöl- breyttir að efnisvali. Björn Steinar Sólbergsson organisti og Hrefna Harðardóttir myndlistarkona hafa borið hita og þunga þess mikla skipulags- og undirbúningsstarfs, sem þessi ágæta tónleikaröð hefur krafist. Ráðlegt er þeim sem frekar vilja fræðast og sannfærast að skoða ágæta heimasíðu Sumartónleika í Akureyrarkirkju, slóð: http:// www.akirkja.is/sumartonleikar. Ekki er neinum vafa undirorpið að Björn Steinar er einn af bestu org- elleikurum landsins og fór því vel á því að hann léki orgelverk eftir mesta pastor orgelsins og helsta brautryðjanda snilldarleiks á pípu- orgel á Íslandi á síðustu öld og þar á ég að sjálfsögðu við Pál Ísólfsson. Á þessu ári eru 110 ár liðin frá fæðingu Páls og m.a. eitt af því sem gert verður af því tilefni er að Björn Steinar leikur öll orgelverk Páls inn á geisladisk sem Skálholtsútgáfan gefur út. Á tónleikunum í Akureyr- arkirkju sunnudaginn 27. júlí vöktu orgelverk Páls og flutningur Björns Steinars sannarlega fyrirheit um áhugaverðan geisladisk. Páll Ísólfs- son var einn af meginstólpum ís- lensks tónlistarlífs og er óhætt að fullyrða að fáir hafi sett sterkara svipmót á „tónlistarlandslag“ okkar og enn erum við að uppgötva tinda sem hann eftirlét komandi kynslóð- um tónlistarmanna og tónlistar- áhugafólks að klífa. Menn getur greint á um frumleika verka hans og hvort Páll hafi verið undir þekkjan- legum áhrifum frá þessu tónskáldi eða hinu. Það breytir hinsvegar því ekki að hann var kunnáttumaður sem samdi mörg verk sem samein- uðu það að vera faglega frábærlega af hendi leyst, en áttu um leið greiða leið að hjörtum fólks. Þessi eiginleiki að geta glatt og hrært með tónverk- um, með hljóðfæraleik og sem maður í dagsins önn sameinaðist á undra- verðan hátt í þessum mikla manni. Í þeim verkum sem Björn flutti má skynja hjá Páli allt í senn tilfinninga- ríkan, einlægan, stórbrotinn, kraft- mikinn, en umfram allt mikinn, for- ingja. Sálmforleikirnir endurspegla þá stemmingu og merkingu, sem Páll lagði í sálmana. Engan þarf að undra þótt sálmforleikurinn við sálminn Víst ertu Jesú kóngur klár hafi verið áhrifamestur forleikjanna, svo mátt- ug er sú laggerð sem varð þjóðþekkt í úrvinnslu Páls. Verkin tvö: Chac- onne, ásamt Introduction og passa- caglia eru þekktust stórverka Páls og stóðst Björn Steinar mjög vel þær ofurkröfur í tækni og flutningi, sem verkin gera. Áhrifamesta verkið fannst mér þó Ostinato og fughetto vera og á einhvern undraverðan hátt finnst mér það verk sameina meist- arann og alþýðumanninn í einum og sama manninum og grípa mann einkar sterkum tökum. Þar held ég að bæði Páli og Birni Steinari sé fyr- ir að þakka. Ég fékk svo staðfestingu á þessari upplifun minni á verkinu þegar ég heyrði það við endurflutn- ing við kvöldmessu sama dag. Tón- leikar þessir voru þáttur í að hvetja tónlistarfólk í könnun á tindum Páls Ísólfssonar og koma við í Stokkseyr- arfjörunni í leiðinni. TÓNLIST Akureyrarkirkja Sumartónleikar nr. 4 2003, 27. júlí kl. 17. Í minningu Páls Ísólfssonar 1893– 1974, á 110 ára afmæli hans. Flytjandi: Björn Steinar Sólbergsson á orgel. Efnisskrá: Orgelverk eftir Pál Ísólfsson: Sálmaforleikir op. 3, nr. 1–12, Chaconne um stef úr Þorlákstíðum, Ostinato et fughetta og Introduction og passacaglia. ORGELVERK PÁLS ÍSÓLFSSONAR Hommage à Páll Ísólfsson Jón Hlöðver Áskelsson SUMARKVÖLD við orgelið í Hall- grímskirkju, sl. sunnudag, þann 27. júlí, var eins konar úttekt á norður- evrópskri orgeltónlist, með þremur „dönskum“ orgelhöfundum og Max Reger, sem þó tiheyrir þeim hópi orgelleikara er teljast vera alþjóðleg- ir, þó fáir séu eins þýskir og Reger var í raun og tengdur J.S. Bach, sér- staklega hvað varðar formskipan og að nokkru leyti tónræna úrvinnslu. Tónleikar Lars Frederiksen frá Óðinsvéum hófust á Tökkötu í d-moll (BuxWV 155) eftir danska orgelsnill- inginn Dietrich Buxtehuda, er átti sinn starfsdag að fullu við Maríu- kirkjuna í Lübeck. Það er svolítið sérkennilegt að upphafstónar tokk- ötunnar minna á hina frægu upphafs- tóna d-moll-tökkötunnar, sem sögð er vera eftir J. S. Bach og er „improv- isatoriskt“ tónmálið að mörgu leyti skylt umræddri tokkötu, þó Buxte- hude fari minna út fyrir tóntegunda- skipanina en Bach gerði. Þessi tón- tegundalega kyrrstaða er í reynd einkennandi fyrir þann tíma, áður en Werkmeisrer (1645–1708) kom fram með hina tempruðu tónstillingu, er gerði hljómborðsleikurum kleyft að skipta ótæpilega um tóntegundir. Þrátt fyrir þessa kyrrstöðu tónmáls- ins, er ávallt leiklétt yfir verkum Buxtehude og þar fór Frederiksen léttilega með fjörugan stefjaleik meistarans. Annað verkið á efnisskránni var Sónata nr. 1 eftir Niels Otto Raasted (1888-1966) er bæði starfaði í Óðins- véum og Kaupmannahöfn og auk heimanáms, lærði hjá Reger og Straube, sem auk áhrifa frá Carli Nielsen, stendur hvað tónmál snertir mjög nærri Páli Ísólfssyni, sérstak- lega fyrir áhrif frá Reger. Fyrsti kafli sónötunnar var á köflum rismikill en nokkuð laus í formi en lokakaflinn var hins vegar hefðbundin passacalia og tiltölulega friðsöm í gerð, en var sérlega skýrt mótuð af Frederiksen. Annar danskur orgelleikari, Rued I. Langgaard (1893–1952), sem á sér svipaðan uppruna en var heldur íhaldssamari en kollegar hans og fékk fyrir vikið óverðskuldað að gleymast í friði, átti næstu viðfangs- efnin á þessum tónleikum, þrjú smá- verk fyrir orgel. Langgaard lærði tónsmíði m.a. hjá C. Nielsen og Hindemith, samdi 16 sinfóníur, margvísleg kórverk, eina óperu „Antikrist“ og 6 strengjakvartetta, til þess eins að vera útskúfaður af „koll- egum“ sínum. Tónmál smáverkanna er rómantískt, fallega unnið og mið- verkið töluvert rismikið og var sér- lega vel leikið og registerað. Aðalverk tónleikanna var svo Fantasía og fúga í c-moll, op 29, eftir Reger, rismikið verk og erfitt, sér- staklega fúgan, sem er samanrekin og flókin að allri gerð. Í þessu erfiða verki sýndi Lars Frederiksen að hann er slyngur orgelleikari, því auk góðrar leiktækni, var mótun hans og registering sérlega skýr. Jón Ásgeirsson TÓNLIST Hallgrímskirkja Lars Frederiksen frá Óðinsvéum flutti verk eftir Buxtedude, Raasted, Langgard og Reger. Sunnudagurinn 27. júlí 2003. SUMARKVÖLD VIÐ ORGELIÐ Góð leiktækni og skýr mótun EINHVERS staðar segir, að allireigi heimtingu á leiðréttingu orðasinna nema presturinn í stólnum. Svo hrapallega tókst til í grein minni hinn 1. þ.m., að Bakkaþúfutjarnir voru ranglega nefndar Botnatjarnir. Þá er ekki rétt, að búið sé á Íbishóli, en jörðin er engu að síður nytjuð að fullu. Beðizt er velvirðingar á þessum leiðu missögnum. Ágúst H. Bjarnason Leiðrétting við umsögn um kort SÝNING Snorra Ásmundsson- ar, sem hann nefnir „til þín“ og staðið hefur yfir í Galleríi Kling og bang á Laugavegi 23, hefur verið framlengd til miðviku- dagsins 6. ágúst. Um tvö þús- und manns hafa séð sýninguna í þær tvær vikur sem hún hefur verið uppi. „Til þín“ framlengd AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Bláa kirkjan Seyðisfirði kl. 20.30 Laura Verdugo del Rey gítarleikari heldur einleikstónleika í kvöld. Laura er fædd árið 1979 og hóf gít- arnám 8 ára. Hún lauk BA-gráðu frá Tónlistarháskólanum í Madrid og hefur síðan notið tilsagnar hjá mörg- um helstu gítarleikurum heims, þar á meðal José Tomás, Charles Trepat, Zorah Dukic, Marco Scias og Thomas Müller Pering. Á tónleikunum í kvöld leikur hún tónlist eftir Ponce, Giuliani, Sor, Turina og Leo Brouwer. Kaffi Espresso. Torfhildur Stein- grímsdóttir opnaði í gær myndlist- arsýningu á Kaffi Espresso í Spöng- inni í Reykjavík. Sýningin stendur út ágústmánuð. Á sýningunni eru bæði olímálverk og vatnslitamyndir. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is vinnupallar Sala - leiga Sími 577 2050 · Fax 577 2055 · GSM 824 2050 · www.formaco.is R E Y K J A V Í K & A K U R E Y R INánari upplýsingar á www.fujifilm.is S k i p h o l t i 3 1 , R e y k j a v í k , s : 5 6 8 0 4 5 0 ı K a u p v a n g s s t r æ t i 1 , A k u r e y r i , s : 4 6 1 2 8 5 0 M y n d s m i ð j a n E g i l s s t ö ð u m ı F r a m k ö l l u n a r þ j ó n u s t a n B o r g a r n e s i ı F i l m v e r k S e l f o s s i Fujifilm stafrænar myndavélar, framúrskarandi myndgæði – frábært verð. MYNDARLEGT TILBOÐ 3.24 milljón virkir dílar. Ljósnæmi ISO 100. 6x aðdráttarlinsa (38-228mm). Hægt að fá víðvinkil (30mm) og enn meiri aðdrátt (342mm). Tekur allt að 200 sek kvikm. með hljóði. Hægt að tala inn á ljósmyndir allt að 30 sek á hverja mynd. Notar nýju x-D minniskortin. Hægt að taka allt að 300 skot á venjulegar AA Alkaline rafhlöður! Allt sem þarf til að byrja fylgir Verð kr. 59.900,- S304 4 kynslóð af Super CCD HR. 3.1 milljón virkir dílar sem gefa allt að 2816x2120 díla myndir 6.0 milljón díla! Fjöldi myndatökumöguleika; s/h, króm, runur osfrv. Ljósnæmi ISO 200-800. 3x aðdráttarlinsa (38-114mm) auk stafræns aðdráttar. Með F hnapp sem auðveldar allar myndgæða stillingar. Tekur kvikmyndir 320x240 díla, 10 rammar á sek., upp í 120 sek í einu. Hægt að tala inn á myndir. Lithium Ion hleðslurafhlaða og hleðslutæki fylgir. Notar nýju X-D minniskortin. 165 g án rafhlöðu. Verð kr. 49.900,- F410 4 kynslóð af Super CCD HR. 3.1 milljón virkir dílar sem gefa allt að 2816x2120 díla myndir 6.0 milljón díla! Ljósnæmi ISO 100/200/400/800 (800 í 1M). 3x aðdráttarlinsa (38-114mm). Hægt að taka allt að 250 skot á venjulegar AA Alkaline rafhlöður! Tekur allt að 120 sek kvikmynd (án hljóðs). Notar nýju x-D minniskortin. Hægt að fá vöggu. Allt sem þarf til að byrja fylgir. 155 g án rafhlöðu. Verð kr. 39.900,- A310

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.