Morgunblaðið - 06.08.2003, Síða 9

Morgunblaðið - 06.08.2003, Síða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 9 ÁRMANN Ægir Magnússon, stjórnarmaður í Félagi iðn- og tæknigreina (FIT), segir að öryggis- reglum hafi ekki verið fylgt nógu vel við gerð nýrrar Þjórsárbrúar og að félagið hafi farið á staðinn og gert athugasemdir, bæði vegna vinnuað- stöðu og almennra öryggisaðstæðna. Vélsmiðjan Normi ehf. sér um smíði brúarinnar. Sævar Svavarsson, forstjóri Norma ehf., segir að fyrirtækið hafi lagt mjög mikið upp úr öryggi í kringum framkvæmdina og gert áætlanir um öryggisráðstafanir. Hann bendir á að Vinnueftirlitið hafi oft komið á staðinn og ef það hafi verið með ábendingar hafi verið gengið í að bæta þau atriði. Telur að strengja eigi öryggisnet undir brúna Ármann leggur áherslu á að verk- ið hafi staðið yfir í langan tíma, en lítið hafi gerst í öryggismálum. „Þetta er náttúrlega ein vatnsmesta á landsins og í þau skipti sem ég hef komið þarna, eru menn titrandi af hræðslu því þetta er svo erfiður vinnustaður. Í mínum huga á að vera öryggisnet strengt undir brú,“ segir hann. Hann bendir á að Vinnueft- irlitið hafi sætt sig við milliveg og talið nægja að hafa öryggisbelti. „Þegar svona mannvirki eru hönnuð og kostnaður er reiknaður, verður að taka þessa öryggisþætti inn í, annars eru ekki réttar forsendur. Fyrirtækið segir að starfsmennirnir vilji ekki nota öryggisbúnaðinn en þeir segja annað við okkur.“ Ár- mann telur jafnframt að það sé sam- eiginlegur skilningur FIT og Vinnu- eftirlitsins að Vegagerðin, sem verkkaupi, eigi að gera kröfu um ör- yggis- og aðbúnað. Að sögn Ármanns hafa nokkrir starfsmenn hætt störfum við fram- kvæmdina vegna aðstöðunnar. Tvö óhöpp hafa orðið á svæðinu. „Það klemmdist fingur og svo var eitt- hvað fall. Ef menn eru ekki í réttum galla, með rétt tæki og eru í vinnu- aðstöðu þar sem þeir eru óöryggir, þá gerast slysin.“ Hann bendir auk þess á að vinnuaðstaðan sé ekki nógu góð, til að mynda hafi ekki ver- ið rennandi vatn í vinnubúðunum. „Menn sögðust ekki geta leyst þetta nema með miklum tilfæringum, en það er nú annað fyrirtæki sem er að leggja vegi þarna og þeir leystu þetta með því að setja tank upp á einn skúrinn og setja svo vatn í hann reglulega,“ segir hann. Öryggismál eru okkar hjartans mál Sævar Svavarsson segir að örygg- ismál í kringum Þjórsárbrú hafi ver- ið í algerum forgrunni. Sérstök ör- yggisnet verði lögð undir brúna um leið og hægt verði að láta brúarbog- ana bera það og á hann von á að það verði á næstu dögum. „Tillögur að öryggisneti voru ræddar á verkfundi með Vegagerðinni, það er búið að hanna þau og það er verið að gera þau. Það er grunnatriði að það verði að vera öryggisnet undir brúnni, enda hefur það alltaf staðið til,“ leggur Sævar áherslu á. Þegar hann er spurður út í vinnu- aðstöðuna segir hann að tíu til tólf menn vinni á svæðinu og þar séu tvö klósett, en fyrirtækið hefur flutt vatn með sér. Á staðnum séu einnig skrifstofur og fundaraðstaða, sam- anlagt um 150 fermetrar. „Þarna eru öll hugsanleg tæki sem þarf að nota og þau eru nýleg og í góðu standi, en við tökum á móti öllum ábendingum því öryggismál eru okkar hjartans mál. Það er hroða- legt ef eitthvað kemur fyrir í kring- um það.“ Gísli Rúnar Sveinsson, umdæm- isstjóri Vinnueftirlitsins á Suður- landi, segir að í upphafi fram- kvæmdar hafi ýmislegt mátt betur fara, en þau atriði hafi lagast. Hann segir að það sem fyrst og fremst hafi verið ábótavant hafi verið fallvarnir. „Við gerðum athugasemdir þegar við fréttum af þessu, en þetta er sí- breytilegur vinnustaður svo það þarf að gæta sín í hverju skrefi.“ Telur öryggi ábótavant við smíði Þjórsárbrúar Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Burðarboga lokað við Þjórsá en framkvæmdir við brúna standa nú yfir. Verktaki segir mikið lagt upp úr öryggi við fram- kvæmdina Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–16.00. Verðhrun Síðasta útsöluvika Ótrúleg tilboð Engjateigi 5, sími 581 2141. Laugavegi 47 S. 551 7575Laugavegi 47 S. 552 9122 Útsölulok Föt 9.900 - 14.900 - 19.900 Allir jakkar 9.900 Allar buxur 4.500-5.900 SÍÐASTI ÚTSÖLUDAGUR LANGUR LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST Ath. allar breytingar innifaldar ÚTSÖLULOK VERÐ FRÁ 500 KRÓNUM STÆRÐIR 38-56 Lithimnulestur Með David Calvillo fimmtudag og föstudag Lithimnulestur er gömul fræðigrein þar sem upplýsingar um heilsufar, mataræði og bætiefni eru lesnar úr lithimnu augans. Á fimmtudag og föstudag mun David Calvillo vera með lithimnulestur í Heilsubúðinni, Góð heilsa gulli betri. Njálsgötu 1, uppl. og tímapantanir í s:561-5250. Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930 flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.