Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 43
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 43 FÓLK  ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, hefur fest kaup á 18 ára frönskum varnarmanni, Gael Clichy frá Cannes. Hann verður væntanlega til taks í stöðu vinstri bakvarðar þegar enski landsliðs- maðurinn Ashley Cole er ekki leik- fær.  GRAEME Souness, knattspyrnu- stjóri Blackburn Rovers, hefur boðið Arsenal fimm millj. punda í miðherjann Francis Jeffers.  FREDDIE Kanoute, franski sóknarmaðurinn sem hefur leikið með West Ham, hefur gengið frá samningi við Tottenham, sem greiðir um 435 milljónir króna fyrir hann. Matt Etherington fór til West Ham sem hluti kaupverðsins.  GLENN Roeder, knattspyrnu- stjóri West Ham, segir hinsvegar að Jermain Defoe, sóknarmaðurinn ungi, sé ekki til sölu. Hann hefur verið orðaður við Manchester Unit- ed, sem er sagt tilbúið til að greiða rúmar 600 milljónir króna fyrir þennan tvítuga pilt.  NÝLIÐAR Wolves í ensku úr- valsdeildinni töpuðu enn einum undirbúningsleiknum um helgina, nú 2:1 fyrir 1. deildarliði Coventry. Ívar Ingimarsson kom inn á sem varamaður hjá Wolves í leiknum.  DINO Baggio, leikmaður með Lazio, mun ekki ganga til liðs við Wolves. Hann segist ætla að leika eitt keppnistímabil til viðbótar á Ítalíu, en vera tilbúinn að fara til Englands eftir það.  SOUTHAMPTON hefur fest kaup á skoska landsliðsmanninum Neil McCann frá Glasgow Rangers og semur við hann til fjögurra ára. Kaupverðið er um 200 milljónir króna.  EIRIK Bakke, leikmaður Leeds, missir af fyrstu vikum ensku úr- valsdeildarinnar. Bakke lék tvo landsleiki með Norðmönnum í sum- ar, þrátt fyrir að læknar Leeds hefðu lagt hart að honum að hvíla sig. Hnjámeiðsli tóku sig upp að nýju, og forráðamenn Leeds segj- ast munu krefja norska knatt- spyrnusambandið um bætur, þurfi Bakke að gangast undir uppskurð.  MIDDLESBROUGH hefur samið við Alan Wright, fyrrverandi bak- vörð Aston Villa, til eins árs. Wright var leystur undan samningi hjá Villa fyrr í sumar.  HENNING Berg, fyrirliði norska landsliðsins í knattspyrnu, hefur fengið tilboð um eins árs samning frá skosku meisturunum Glasgow Rangers. Berg, sem áður lék með Manchester United, fékk ekki nýj- an samning hjá Blackburn í sumar.  MANCHESTER City hefur fest kaup á miðjumanninum Antoine Sibierski, 29 ára, frá franska liðinu Lens á 87 millj. ísl. kr. Hann skrif- aði undir þriggja ára samning.  DIDIER Domi mun leika með Leeds United á næstu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Domi er 25 ára Frakki og getur leikið bæði sem varnarmaður og miðjumaður en hann var í herbúðum Paris St. Germain á síðustu leiktíð.  JOHN Hartson, sóknarleikmaður Celtic, á við meiðsli að stríða og verður ekki leikfær fyrr en eftir nokkrar vikur.  FRANZ Beckenbauer, foresti Bayern München, tilkynnti í gær að hann ætlaði að gefa kost á sér sem forseti næstu þrjú ár. Hann var áður búinn að segja að hann ætlaði að hætta þar sem hann er formaður undirbúningsnefndar fyr- ir heimsmeistarakeppnina í knatt- spyrnu í Þýskalandi 2006. Becken- bauer sagði að hann hefði látið undan þrýstingi manna, sem vildu að hann yrði áfram forseti Bayern.  BECKENBAUER hefur tvo mjög hæfa menn sér við hlið hjá Bayern – tvo fyrrverandi leikmenn – Karl- Heinz Rummenigge og Uli Hoen- ess, sem sjá um daglegan rekstur liðsins. HAUKAR mæta spænska stórlið- inu Barcelona á heimavelli í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu í handknattleik – ef þeir ná að sigra portúgalska liðið Sao Bernardo í forkeppninni í sept- ember. Fyrsta leikhelgi deild- arinnar er 11.–12. október. Í 2. umferð færu Haukar til Magdeburg, þar sem þeir mættu lærisveinum Alfreðs Gíslasonar 18. eða 19. október. Í þriðju um- ferð yrði síðan heimaleikur gegn Vardar Skopje frá Makedóníu 8. eða 9. nóvember. Heimaleikurinn gegn Magde- burg yrði 15. eða 16. nóvember, útileikurinn gegn Barcelona 22. eða 23. nóvember og loks útileik- urinn gegn Vardar Skopje helgina 29.–30. nóvember. Seinni leikurinn í Portúgal Haukar leika fyrri leikinn við Sao Bernardo á heimavelli 13. eða 14. september og sá síðari verður viku síðar í Portúgal. Sao Bernardo er nýliði í portúgölsku 1. deildinni, lék í 2. deild í fyrra, en fékk Evrópusætið þar sem bestu lið Portúgals taka ekki þátt í Evrópukeppni. Haukar byrja gegn Barcelona SKOSKI knattspyrnumaðurinn Brian Reid missti naumlega af því að verða leikmaður með Fram, samkvæmt frásögn hans í skoska blaðinu Daily Record. Reid, sem er varnarmaður og hefur spilað með Falkirk, Glas- gow Rangers og Morton, sagði við blaðið að tafir hjá umboðs- manni hefðu komið í veg fyrir Ís- landsför. „Ég talaði við knattspyrnu- stjóra Fram og hann virtist mjög áhugasamur en síðan tafðist málið hjá umboðsmanninnum og við féllum á tíma. Á Íslandi var lokað fyrir félagaskipti á fimmtudag og ég ætlaði að fljúga þangað og skrifa undir, en hefði orðið of seinn,“ sagði Reid. Hann virðist seinheppinn því nokkrum dögum áður missti hann af því að gerast leikmaður með skoska 3. deildarliðinu Gretna vegna þess að hann týndi farsímanum sínum og skilaboð sem hann fékk frá félaginu bár- ust ekki til hans. „Þetta eru mér gífurleg von- brigði, ekki síst eftir þetta far- símaklúður. Ég æfi upp á eigin spýtur þessa dagana og verð lík- lega að leita til Englands til að finna félag því fjárhagur skosku liðanna er afar slæmur. Það var ástæðan fyrir því að ég var tilbú- inn til að spila á Íslandi þó þar væru aðeins 7–8 leikir eftir af tímabilinu,“ sagði Brian Reid, „næstum því Framari.“ Ætlaði til Fram en féll á tíma ROMAN Abramovich, eigandi knattspyrnuliðs- ins Chelsea, sagði í við- tali við BBC í gærmorg- un að hann ætlaði ekki að hætta að kaupa leik- menn til félagsins fyrr en hann hefur eignast lið fullt af sigurvegurum. „Ég hef ekki ákveðið hve marga leikmenn ég ætla að kaupa til Chelsea. Það mun ekk ráðast fyrr en liðið byrj- ar að spila og ég mun sjá hversu vel það leikur. Ef ég sé fram á að liðið muni eiga meiri möguleika á að sigra ef ég kaupi ákveðna leik- menn, mun ég einfaldlega kaupa þá leikmenn sem ég þarf til að Chelsea verði sigursælt lið,“ sagði Abramo- vich en hann hefur keypt Glen John- son, Damien Duff, Geremi, Wayne Bridge og Marco Ambrosio fyrir um 37 millj. punda. Þegar líða tók á gær- daginn fóru óstaðfestar fréttir að berast – að Chelsea væri búið að ná samkomulagi við West Ham um kaup á miðvall- arleikmanninum Joe Cole, 21 árs enskum landsliðsmanni og fyrir- liða West Ham. Kaup- verð var nefnt 6,6 millj. punda. Í kjölfarið komu frétt- ir þess efnis að Argent- ínumaðurinn Juan Seb- astian Veron, sem Manchester United keypti frá Lazio á Ítalíu fyrir 28 millj. punda, væri einnig á förum til Chelsea – á 15 millj. punda. Það er greinilegt að Abramovich ætlar sér að styrkja Chelsealiðið eins og hægt er. Ef Cole og Veron bætast í leikmannahópinn, hefur Chelsea keypt nýja leikmenn fyrir um 60 millj. punda á stuttum tíma. Abramovich Cole og Veron til Chelsea? Dagný til Lützellinden DAGNÝ Skúladóttir, landsliðsmaður í handknattleik, hefur gengið til liðs við þýska 1. deildarliðið TV Lützellinden. Dagný, sem er gift Gunnari Berg Viktorssyni landsliðsmanni sem gekk til liðs við Wetzlar á dögunum, lék með frönsku liði, Issy les Moulineaux þeg- ar hún var í París með Gunnari Berg og hann lék með París St. Germain. Hún æfði einnig með öðru þýsku 1. deildarliði, Mainzlar, eftir komuna til Þýskalands í sumar. Lützellinden hefur styrkt sig verulega fyrir átökin í vetur því Dagný er sjöundi leikmaðurinn sem félagið fær til sín fyrir kom- andi keppnistímabil. Þýska 1. deildin hefst 6. september og Lützell- inden byrjar þá á því að sækja heim meistaraliðið Trier. Mér líst mjög vel á mig hér íDortmund, liðið vantar til- finnanlega miðjumann vegna meiðsla og leikbanna og vonandi gengur þetta eftir. Ég veit ekki hver staðan er í viðræðum félag- anna, nákvæmlega, það hefur bæði verið rætt um leigu og sölu, en ég vona að Dortmund kaupi mig og ég losni alveg frá Real Betis. Spánverjarnir hafa öðru hvoru gert mér lífið leitt en þeir hljóta að vilja að selja mig eins og staðan er. Ég hef æft af krafti með Dort- mund, það hefur verið lögð áhersla á að koma mér í góða æfingu sem fyrst og þetta er því allt á réttri leið hjá mér,“ sagði Jóhannes Karl. Hann fylgdist með leik liðsins gegn Schalke í fyrstu umferð þýsku 1. deildarinnar á laugardag- inn, sem endaði 2:2. „Þetta var ekta nágrannaslagur og fótboltinn því kannski ekki sá besti, en það var gott fyrir Dortmund að ná að jafna í lokin eftir að hafa lent 2:0 undir. Það hefði verið slæmt að byrja tímabilið á tapi,“ sagði Jó- hannes Karl Guðjónsson. Morgunblaðið/Kristinn Jóhannes Karl Guðjónsson á ferðinni í landsleik. Jóhannes enn hjá Dortmund JÓHANNES Karl Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, dvelur enn við æfingar hjá Borussia Dortmund í Þýskalandi og bíður nið- urstöðu úr viðræðum félagsins við Real Betis á Spáni. Hann hefur verið þar í rúma viku og sagði við Morgunblaðið í gær að hann biði spenntur eftir útkomunni. LEIKMENN handknattleiksliðs HK fara til Rússlands og leika þar í annari umferð Evrópukeppni bikar- hafa. Mótherjar HK eru leikmenn Stepan RN frá St. Pétursborg. Fyrri leikurinn verður í Rússlandi 10. eða 11. október, en seinni leikurinn í Kópavogi 18. eða 19. október. HK fer til Rússlands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.