Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 35
hann alla þá sem hann elskaði hjá sér í sátt og samlyndi. Guðmundur var lengi til sjós. Hann var á tog- urum frá unga aldri og síðan á fragtskipum. Frá 1966 var hann verkstjóri hjá Eimskipum og síðan hjá Samskipum. Síðustu starfsár sín vann hann hjá Sorpu. Hann bjó eiginkonu sinni og fjöl- skyldu ávallt fallegt heimili hvar sem það var hverju sinni. Guð- mundur var nefnilega sérstakt snyrtimenni. Það var efturtektar- vert að sjá til hans þegar hann var að vinna. Allt var svo snyrtilegt og fínt í kringum hann, sama hvar var litið. Eins og áður hefur komið fram voru kynni okkar Guðmundar stutt. En það er ekki alltaf spurningin um magn, heldur gæði. Elsku Guð- mundur minn, ég þakka fyrir frá- bær kynni og bið almættið að styrkja alla ástvini á þessum erfiðu tímum. Þinn tengdasonur Sigurður Þór Kjartansson. Mig langar til þess að segja nokk- ur orð um afa minn. Hann var ynd- islegur maður með stórt hjarta og besti afi í heimi. Hann lagði margt á sig til að gleðja okkur barnabörnin og fyrir það verð ég honum æv- inlega þakklát. En hann var orðinn það veikur og sárkvalinn að það var orðið best fyrir hann að deyja. En elsku afi minn, núna ertu hjá Lúlla syni þínum og Örvari barna- barni þínu og pabba þínum og mömmu að vinna upp öll árin sem þið misstuð. Ég man alltaf eftir því þegar við vorum í Svíþjóð og fórum að kaupa föt og ég stoppaði rúllustigann. Þú varðst alveg fokreiður og ég faldi mig bak við fataslá, en svo varstu svo hræddur um mig að öll reiðin rann af þér. Þú fyrirgafst mér alltaf því ég var svolítið uppátækjasöm þegar ég var yngri. Þú kallaðir mig oft Bínu við ömmu, þegar ég var að fá lánaðan pelsinn hennar ömmu og háhælaða skó en þú, elsku afi minn, hjálpaðir mér alltaf að finna þá. Ég man alltaf eftir einni vísu sem þú söngst mér. Kanntu brauð að baka? Já, það kann ég. Svo úr því verði kaka? Já, það kann ég. Ertu nú alveg viss um? Já, það er ég. Eða ertu ef til vill að gabba mig. Þessa vísu mun ég alltaf geyma í hjarta mínu til minningar um þig. Þú varst alltaf duglegur að leika við okkur systurnar. Elsku amma, ég veit að sökn- uðurinn er mikill. Megi góður guð vernda þig. Elsku afi, takk fyrir allar góðu stundirnar sem þú færðir mér. Ég elska þig af öllu mínu hjarta. Megi öll börn á himninum njóta alls þess góða frá þér sem ég naut. Þín Kristjana Stella. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Elsku afi minn. Þó svo að þú sért búinn að yfirgefa þennan heim veit ég að þú munt ávallt fylgja mér. Þú munt ávallt vera í hjarta mínu. Elsku amma mín, ég veit að þú saknar afa mikið en minningu hans geymir þú í hjarta þínu. Elsku afi, hvíldu í friði, Guð blessi minningu þína. Þín Jóhanna Sigríður. Elsku afi. Þú hefur nú loksins hlotið hvíldina hinstu eftir stutt en hart stríð við illvígan sjúkdóm. Ég vil þakka fyrir þær stundir sem við áttum saman og ég mun varðveita í minningum mínum um ókomna tíð. Þegar ég var lítill var það ávallt mikið tilhlökkunarefni þegar ég vissi af því að þú værir á leiðinni í heimsókn og ekki síður þegar ég fékk að koma suður og dvelja hjá ykkur ömmu um tíma og voru þess- ar stundir ófáar. Á þessum tímum var oft ýmislegt brallað við misjafna ánægju margra sem best er látið ósagt hér. Ég veit að nú er þjáningum þín- um lokið og að þú ert kominn á betri stað í faðm ástvina sem þegar hafa horfið á braut. Ég mun ávallt minnast þín með söknuði. Þinn Guðmundur Lúther. Takk fyrir allar ferðirnar á rusla- haugana, elsku afi minn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þinn Halldór. þeirra gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að létta henni lífið. Hún fékk að deyja heima í rúminu sínu eftir þungbær veikindi. Fólkið hennar hér heima saknar hennar mikið en sárastur er sökn- uðurinn hjá fjölskyldunni í Englandi og vottum við þeim öllum okkar dýpstu samúð. Kristrún frænka. Kær vinkona mín, Anna Soffía Axelsdóttir Guest, var í upphafi uppvaxtar míns sem þjóðsaga á mínu heimili. Anna Fía eins og hún var kölluð var æskuvinkonan henn- ar mömmu sem haldið hafði til Eng- lands á vit ævintýranna daginn eftir að mamma hafði eignast sitt fyrsta barn í júní 1950. Já, ferðalagið hafði staðið til í einhvern tíma, en Anna lofað vinkonu sinni að bíða þangað til fæðing frumburðar hafði átt sér stað, en löngu var ákveðið að hún yrði viðstödd fæðinguna. Heimsóknir Önnu Fíu til Íslands voru strjálar fyrsta áratuginn enda ekki algengt að fólk ferðaðist milli landa á 6. áratugnum. En árið 1966 áttum við systurnar því láni að fagna að dvelja með Önnu Fíu og manni hennar Roy Guest sumar- langt á heimili þeirra í Englandi ásamt börnunum tveimur Signý og Nonna. Samveran með Önnu Fíu þetta sumar var sem skóli í mann- legum samskiptum og samræðulist og hafði hún að mörgu leyti áhrif á afstöðu mína til lífsins. Hún hafði sérstakt lag á því að sýna börnum virðingu, var óþreytandi í því að svara erfiðum spurningum og ávallt tilbúin til að ræða það sem manni fannst skipta mestu máli hverju sinni. Hún tilheyrði stétt heima- vinnandi húsmæðra og hygg ég að hún hafi ávallt verið sátt við sitt val. Heimilisstörfin vann hún án þess að maður tæki eftir því enda þótt þæg- indin væru af skornum skammti, en það var í eldhúsinu hennar Önnu Fíu sem ég lærði að matargerð var ekki einungis aðferð til þess að steikja eða sjóða hráefni heldur var hér um að ræða stað það sem dag- lega var framinn galdur. Undirbún- ingur máltíðar hófst gjarnan deg- inum áður og endaði gjörningurinn með dýrlegri máltíð á degi hverjum eftir að húsbóndinn var kominn heim. Skólaganga Önnu Fíu var ekki löng fremur en margra annarra kvenna af hennar kynslóð, en hún var mjög vel að sér um hin ýmsu málefni enda var hún skarpgreind. Hún var gædd hárfínni kímnigáfu sem oftar en ekki birtist í hnyttnum tilsvörum og athugasemdum. Þann tíma sem ég dvaldi á heimili hennar ríkti þar stöðug glaðværð sem ein- kenndist af gáskafullum uppátækj- um húsfreyjunnar sem eiginmaður hennar og gestir kunnu vel að meta. Anna Fía kynntist manni sínum Roy Guest skömmu eftir að hún kom til Englands og gengu þau í hjónaband 1952. Hún bjó allan sinn búskap í Englandi, en þar fæddust börnin hennar tvö, Signý og Nonni og eru barnabörnin orðin fjögur. Eftir því sem börnin stækkuðu urðu heimsóknirnar til gamla landsins tíðari og hygg ég að dálæti Roys á landinu sem óx með hverju ári hafi haft sín áhrif. Fyrir nokkrum árum festu þau kaup á einu af elstu stein- húsum Reykjavíkur sem stendur við Vesturgötu nr. 61, en það var jafn- framt æskuheimili Önnu. Við fráfall Önnu Fíu missti móðir mín sína bestu vinkonu en hennar er einnig sárt saknað af allri fjölskyldu minni. Ég votta eftirlifandi eiginmanni, börnum, tengdabörnum og barna- börnum samúð mína og bið góðan guð að styrkja þau í sorg sinni. Katrín Theodórsdóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 35 Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTFINNU PÁLSDÓTTUR, Eyrargötu 22, Siglufirði. Guðbjörn Haraldsson, Anna Óskarsdóttir, Kristján Haraldsson, Pálína Pálsdóttir, Árni Haraldsson, Hafdís Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs föður míns, unnusta, sonar, fóstursonar, tengda- sonar, bróður, mágs og frænda, GUNNARS BERGS JÓHANNSSONAR. Sindri Snær Gunnarsson, Arnbjörg Ösp Matthíasdóttir, Gunndís R. Hafsteinsdóttir, Páll Þórarinsson, Jóhann B. Óskarsson, Sólrún Héðinsdóttir, Matthías Bragason, Ragnheiður S. Helgadóttir, Harpa Sigurbjörnsdóttir, Baldur G. Arnarson, Óskar Jóhannsson, Helga Jóna Þórunnardóttir, Hróðvar H. Jóhannsson, Gyða Vestmann, Júlíus B. Jóhannsson, Stefán R. Jóhannsson, Kristrún Jóhannsdóttir og systkinabörn. Það er alltaf erfitt að kveðja ástvini sína, en afi minn, ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna. Það er ekki beinlínis auðvelt að setjast bara niður og skrifa til þín kveðjuorð, því nú langar mig að segja svo margt, því hugurinn fer á flug aftur í tímann og yndislegar minningar hlaðast upp. Ósjálfrátt reikar hugurinn í hlýjuna á Tungó, enda á ég flestallar minningarnar um þig þaðan. Alltaf var jafn gott að koma eftir langa keyrslu að austan og leggjast undir þykka mjúka sæng á stóran kodda svo maður sást varla í rúminu, oftast komuð þið amma með kvöldkaffi handa okkur í rúmið og aðgættuð hvor það færi ekki nógu vel um okkur systkinin í rúm- inu. Stundum þegar við vorum að koma seint að kvöldi fengum við að fara með þér að sækja ömmu úr vinnunni, þá var alltaf stoppað í sjoppunni á leiðinni og allir fengu gotterí, þetta var fastur liður þegar við komum að austan þegar amma var á kvöldvakt. Ekki má nú gleyma ófáum kvöldunum sem við krakk- arnir sátum uppi og spiluðum lúdó eða laumu við ömmu með fulla skál af niðurskornum appelsínum og epl- um, það er eins og það hafi verið í gær. Mér er það svo minnisstætt hvernig þú sast í ruggustólnum og horfðir yfir allan barnaskarann þinn og naust þess að hafa öll barnabörn- in þín hjá þér. Ég held ég gleymi aldrei þegar þú lést mig stíga á fæturna á þér og labbaðir um eða jafnvel dansaðir með mig, trallandi lítið lag í eldhús- inu á Tungó. Þessi litla minning fær- ir alltaf hlýju í hjartað mitt og minn- ir mig á hvað mér fannst ég alltaf BJÖRN EMIL BJÖRNSSON ✝ Björn EmilBjörnsson fædd- ist á Búðareyri við Reyðarfjörð 4. febr- úar 1924. Hann lést á Landsspítalanum í Fossvogi 10. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð í kyrrþey frá Selfoss- kirkju 18. júlí. örugg með mínar litlu hendur í hlýju lófunum þínum, ekkert gat komið fyrir á meðan þú varst nálægur. Reynd- ar þótt höndin mín hafi stækkað töluvert síðan þá hef ég alltaf fundið fyrir þessari tilfinn- ingu, þú tókst svo gjarnan í höndina mína þegar ég kom til ykkar, það segir allt fyrir mig. Mikið á ég eftir að sakna þess að fá ekki að finna fyrir hlýju og tryggu hendinni þinni. Allt sem þú gerðir var gert af alúð og einstakri nákvæmni, enda öll smíðaverkin þín eftir því, þú hugs- aðir fyrir öllu, hverju einasta smáat- riði. Enda nú þegar þú kveður getur þú verið svo stoltur af því sem þú skilur eftir þig, hvort sem það er fjölskyldan þín eða handverkið þitt, því það er allt fullkomið. Ég gæti setið hér í allt kvöld og skrifað niður allar þær yndislegu minningar sem ég á um þig, en þess í stað ætla ég frekar að geyma þær fyrir mig og varðveita í hjartanu mínu. Afi minn takk fyrir allt. Guð geymi þig. Hvíldu mig er höfði þreyttu hinsta sinn ég drúpi rótt. Ber mig þá til bjartra sala, blíða, kyrra, stirnda nótt. Jóhanna Ríkey. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálfum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.