Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ                              BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Á SÍÐUSTU vordögum fengu tón- listarskólarnir í Reykjavík tilkynn- ingu frá Reykjavíkurborg þess efnis að nám nemenda sem ekki eiga lög- heimili í Reykjavík yrði ekki lengur greitt niður. Nemendum var gert að sækja um þessa greiðslu frá sínu lög- heimilissveitarfélagi til þess að geta fengið inngöngu í skólana og stundað nám sitt áfram. Svör forsvarsmanna sveitarfélag- anna við þessum greiðslubeiðnum eru óljós, en hallast þó flest í þá átt að þeir muni ekki greiða niður þenn- an kostnað fyrir aðra nemendur en þá sem stunda nám á grunnstigum, þ.e. á 1.–5. stigi. Nám á framhalds- og háskólastigi komi þeim ekki við. Það lítur því þannig út að þeir nem- endur sem nú stunda tónlistarnám á framhalds- og háskólastigi og ekki búa í Reykjavík fái ekki inngöngu í tónlistarskólana og geti ekki lokið námi sínu. Minni sveitarfélög halda yfirleitt eingöngu úti kennslu á grunn- og miðstigum en tónlistar- nám á framhalds- og háskólastigi er að langmestu stundað í Reykjavík þar sem líka er boðið upp á víðtæk- ara tónlistarnám, svo sem kennara- menntun. Allt nám á framhalds- og háskólastigi að tónlistarnámi undan- skildu er kostað af ríkinu. Hvers vegna? Verði ekkert að gert hið snarasta er hreint og beint verið að útiloka nemendur frá frekara námi eða þvinga þá til að flytjast til Reykja- víkur eða flytja lögheimili sitt þang- að ólöglega. Burtséð frá því að óheimilt er samkvæmt lögum að flytja lögheimili sitt frá þeim stað þar sem föst búseta er hefur það ýmsa ókosti í för með sér. Foreldrar með börn eiga á hættu að missa leik- skólapláss, leigjendur missa húsa- leigubætur og síðast en ekki síst eiga unglingar undir 18 ára aldri alls ekki kost á að flytja lögheimili sitt úr for- eldrahúsum. Það er sérkennileg staða að þurfa að flytja úr nágranna- sveitarfélögum til Reykjavíkur til þess að fá skólavist. Hver er ábyrgð sveitarfélaganna í þessu máli? Er virkilega hægt að setja nemendur svona út í kuldann? Er ekki ábyrgð menntamálaráðu- neytis að halda menntamálum í góðu lagi svo að uppákoma sem þessi bitni ekki á nemendum og námi þeirra? Hver á að standa vörð um jafnrétti til náms? Þetta eru spurningar sem við viljum gjarnan fá svör við. Það er gott að höfuðborgin skuli hingað til hafa greitt þetta millifram- lag. Það sem nemendur eru ósáttir við er hvernig Reykjavíkurborg gekk í málið í vor til þess að losa sig undan greiðslunum. Fyrirvarinn var stuttur og málið látið bitna á nem- endum og tónlistarskólunum. Nem- endur hefðu auðvitað átt að fá að stunda nám sitt óáreittir meðan mál- in væru leyst milli Reykjavíkurborg- ar og annarra sveitarfélaga. Nú er stutt í að skólarnir fari að byrja. Við þurfum að skipuleggja veturinn en getum það ekki vegna þess að við höfum ekki fengið nein skýr svör. Erum við að byrja í skól- anum eins og við sáum fyrir okkur í vor eða ekki? Þeir sem þurfa náms- lán hafa umsóknarfrest til 15. ágúst og tíminn því afar naumur. Við erum fólk sem höfum valið okkur leið í lífinu. Við erum búin að stunda nám okkar til margra ára og mörg okkar eigum jafnvel aðeins eitt ár eftir í náminu. Okkur finnst við vera beitt misrétti og óskum eftir al- gerri flýtimeðferð og lausn á þessu máli. Það er framtíð okkar sem er í húfi! F.h. hóps tónlistarnema og for- eldra, MAGNEA GUNNARSDÓTTIR, tónlistarnemi, JÓNA FANNEY SVAVARSDÓTTIR, tónlistarnemi. Nám í hættu! Frá Magneu Gunnarsdóttur og Jónu Fanneyju Svavarsdóttur Á HORNI Laugavegar og Snorra- brautar er Laugavegur 100. Sá er þetta ritar hefir, á göngu niður Laugaveg (frá Snorrabraut) talið þau hús sem ekki virðast vera byggð samkvæmt gildandi skipulags- reglum. Niðurstöður þessara taln- inga hafa verið 52–56 hús. Sé þetta yfirfært á svæðið innan Hringbraut- ar-Snorrabrautar má áætla að u.þ.b. þriðjungur húsa á nefndu svæði mætti að skaðlausu víkja. Á undan- förnum árum hafa nemendur við Iðnskólann í Hafnarfirði gert líkan af nokkrum hluta byggðarinnar á þessu svæði. Sést vel á þessu líkani hversu hroðalega léleg nýtingin er á landinu og skrýtið að þurfa að fara til Hafnarfjarðar til að sjá vitleysuna í Reykjavík. Annars getur skipulag Reykjavíkur verið svolítið leyndar- dómsfullt. Lægsta húsnúmer við Ægissíðu er 50. Hvar áttu þá húsin frá 1–49 að vera? Svo er annað dul- arfullt þarna vesturfrá, það er Suð- urgatan. Heljarmikil breiðgata sem endar niðri í fjöru, gatan er með álíka flutningsgetu og Miklabrautin en ekki auðvelt að sjá hvert umferðin á að fara. Engu er líkara en götunni hafi verið ætlað að halda áfram yfir á Álftanes. Þangað eru aðeins tveir kílómetrar og yfir örgrunnt vatn að fara. Væri þessi leið valin myndi létta á umferð um Kringlumýrar- braut. Á annatíma mun það taka orð- ið upp í þrjá stundarfjórðunga að komast milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. GESTUR GUNNARSSON, tæknifræðingur, Flókagötu 8, Reykjavík. Skipulag Frá Gesti Gunnarssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.