Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristján PéturIngimundarson fæddist í Reykjavík 30. maí 1944. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 26. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ingimund- ur Þorsteinsson kennari, f. 12. febr- úar 1912, d. 22. nóv- ember 1975, og Guð- munda Jóna Kristjánsdóttir, f. 23. september 1912, d. 17. maí 1993. Systkini Kristjáns sammæðra: Björn Jóhann, f. 1931, Sigurbjörg Edda, f. 1935, Sjöfn, f. 1937. Alsystkini: Þorsteinn, f. 1946 og Inga Ólöf, f. 1950, d. 1996. Hinn 5. desember 1964 kvæntist Kristján Pétur eftirlifandi eigin- konu sinni Jóhönnu Margréti Ax- elsdóttur geislafræðingi, f. 31. júlí 1945. Foreldrar hennar voru Axel Aðalsteinn Þorkelsson, f. 25. nóv- ember 1920, d. 17. nóvember 1992, og Jónína Soffía Hansen, f. 8. des- ember 1926, d. 23. mars 1979. Kristján Pétur og Jóhanna Mar- hann með foreldrum sínum í Kópavog. Kristján Pétur og Jó- hanna Margrét hófu sinn búskap í Kópavogi og bjuggu þar nær alla tíð en hafa búið í Bessastaða- hreppi síðasta eina og hálfa árið. Kristján Pétur nam blikksmíði í Blikksmiðjunni Vogi og Iðnskóla Reykjavíkur. Hann stofnaði og rak blikksmiðjuna Blikkver og þar á eftir fyrirtækið Hagblikk ásamt eldri syni sínum. Kristján Pétur vann að margvíslegum félagsmál- um. Hann var í stjórn Félags blikk- smiðjueigenda til margra ára ásamt því að sinna öðrum trúnað- arstörfum fyrir félagið. Hann var meðal annars formaður sveins- prófsnefndar í blikksmíði um ára- bil og var þannig leiðandi í þróun iðnnáms í blikksmíði. Kristján Pét- ur var einnig fulltrúi Félags blikk- smiðjueigenda í heildarsamtökum sem félagið var aðili að. Á þessu ári var hann gerður heiðursfélagi í Félagi blikksmiðjueigenda fyrir störf í þágu blikksmíðagreinarinn- ar. Hann var einnig í byggingar- og sóknarnefnd Digraneskirkju og starfaði í Rotaryklúbb Kópa- vogs. Þá var Kristján Pétur virkur félagi í Frímúrarareglunni. Útför Kristjáns Péturs fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Garðakirkju- garði. grét eignuðust fjögur börn: 1) Sævar, f. 18. nóvember 1965, kvæntur Sigurbjörgu Vilmundardóttur, f. 3. maí 1971. Barn þeirra: Jón Pétur, f. 9. desember 1996. Sonur Sævars er Kristján Þórir, f. 5. júlí 1985. Dóttir Sigurbjargar er Rannveig Ágústa, f. 11. júlí 1991. 2) Jón- ína, f. 2. apríl 1968, gift Úlfari Alberts- syni, f. 9. júlí 1967. Börn þeirra: Sandra Sif, f. 25. apr- íl 1989, Fanney, f. 2. febrúar 1994 og Hilmar, f. 19. ágúst 1999. 3) Pétur, f. 24. febrúar 1971, sam- býliskona Inga Rós Skúladóttir, f. 27. febrúar 1976. Barn þeirra: Íris Björg, f. 2. október 2002. 4) Guð- munda, f. 1. ágúst 1973. Barn hennar: Jóhanna Margrét, f. 17. október 1998. Kristján Pétur fluttist nokkurra vikna gamall norður í land með foreldrum sínum og bjó þar lengst af á Dvergasteini í Kræklingahlíð við Eyjafjörð. Þrettán ára flutti Elsku pabbi minn og vinur. Það er undarlegt að kveðja þig nú. Þig sem hefur fylgt mér alla ævi í gegnum súrt og sætt, alltaf verið til staðar sem stoð mín, stytta og fyr- irmynd. Þú kenndir mér svo ótal- margt, bæði meðvitað og ómeðvitað. Þú kenndir mér til að mynda Fað- irvorið, að reima skóna mína, stuðla og höfuðstafi við ljóðagerð og kúnst- ina að drekka koníak. Það sem meira er, þú kenndir mér listina að lifa, að vera til hvern einasta dag sem við drögum andann. Þetta eru hlutir sem erfitt er að koma í orð og þá er einungis hægt að kenna og nema yfir langan tíma, sem þú gerðir með ein- stakri hæfni. Þú kenndir mér að takast á við þá hluti sem lífið lætur mér í té af æðru- leysi og bjartsýni. „Aldrei segja: Ég get það ekki, Guðmunda,“ eru heil- ræði sem munu fylgja mér alla tíð. Þú sannfærðir mig um að ég get gert allt sem ég vil ef hugur minn og hjarta fylgja. Það kenndir þú mér í orðum og verki. Þú ert hetjan mín, elsku pabbi, og hjarta mitt brestur við tilhugsunina um að geta ekki haldið í höndina þína, fundið fyrir sterku hlýju faðmlagi þínu, rætt við þig um heimsmálin og tilveruna. Ég reyni að hugga mig við það að nú ert þú orðinn alheilbrigður og gætir okkar og styrkir frá annarri vídd. Ég veit, og það veitir mér hugarró, að nú gætir þú litlu telpunnar minnar á þann hátt sem jarðnesk tilvera okkar gefur ekki möguleika á. Ég er glöð yfir því að þú fékkst að hafa síðasta orðið við brottför þína úr þessum heimi. Þegar flestir sögðu að þú ættir einungis daginn eftir ákvaðst þú að bæta nóttinni við og fórst friðsællega morguninn eftir. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig sem föður. Það er ekki á allra færi að kenna þá hluti sem þú og mamma hafið kennt mér um ævina. Annar góður maður sagði eitt sinn við mig að það væru ekki hlutirnir sem hentu okkur um ævina sem skiptu máli heldur hvernig við tökumst á við þá. Það er eins og þessi viskuorð eigi ykkur mömmu tilvist sína að þakka, eins og þau hafi orðið til hjá og fyrir ykkur. Takk, elsku pabbi, fyrir að sýna mér sólina þegar ég hélt að þrum- unum myndi aldrei linna. Ég sakna þín sárt. Guðmunda. Þegar vinur þinn talar, þá andmælir þú honum óttalaust eða ert honum samþykkur af heilum hug. Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjar- veru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið best af sléttunni. (Kahlil Gibran.) Með þessum orðum úr Spámann- inum langar mig að kveðja tengda- föður minn, hann Kristján Pétur. Nú er komið að leiðarlokum og hann far- inn eftir harða baráttu við veikindi, sem hann sigraðist svo oft á með já- kvæði, kjarki og baráttuvilja. Þessi orð lýsa Stjána kannski hvað best. Hann hafði svo marga góða eig- inleika og kenndi mér og samferða- mönnum sínum ótal margt. Hann kenndi mér útiloka smáat- riði og horfa á það sem skiptir máli. Hann kenndi mér að vilji er allt sem þarf og oft sagði hann: „Það sem ekki bugar þig það herðir þig bara.“ Hann kenndi mér að það er eft- irsóknarvert að sýna tilfinningar og segja hug sinn, vera staðfastur og standa á sínu. Hann var svo stoltur af kjarnafjöl- skyldunni sinni, fannst hún vera „al- mennilegt fólk“. Við áttum mjög oft góðar stundir og samræður. Viðhorf þitt á lífið og tilveruna var aðdáunarvert. Mig langar að þakka þér að leiðarlokum vináttuna, allar okkar samveru- stundir og það hversu góður vinur, tengdapabbi og afi þú varst. Þín mesta gæfa í lífinu var að eignast hana Hönnu fyrir lífsförunaut. Hún var þín stoð og stytta í gegnum allt þitt líf og eins og þú sagðir sjálfur: „Þinn miklu betri helmingur.“ Í næstsíðasta skipti sem ég heim- sótti þig baðst þú mig um að hugsa vel um Sævar og Hönnu. Ég skal gera mitt til þess að standa við það. Elsku Hanna mín. Missir þinn er mestur. Ég bið Guð að styrkja þig og börnin þín. Elsku Stjáni. „Þegar vinur þinn talar, þá andmælir þú honum ótta- laust eða ert honum samþykkur af heilum hug.“ Takk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Sigurbjörg. Meðfæddir eiginleikar eru ein- staklingsbundnir svo og hvernig við vinnum úr því sem okkur er gefið í vöggugjöf. Af því leiðir að æviganga okkar er misjöfn en allir verða að mæta andbyr í sínu lífi og heyja þá lífsbaráttu sem Sá sem yfir okkur vakir ætlast til og leggur fyrir okkur í þessu lífi. Mágur minn Kristján P. Ingimundarson hefur nú fyrir aldur fram lokið sinni ævigöngu og margra ára baráttu við illvígan sjúkdóm. Á þessari stundu er þó efst í huga þakklæti fyrir samfylgdina og allt það sem hann hafði að miðla til okkar sem honum hafa verið samferða. Fyrir hart nær fjórum áratugum kom Kristján inn í líf mitt og fjöl- skyldunnar er hann og systir mín Jó- hanna Margrét tóku upp samband sem síðar varð að farsælu hjóna- bandi. Margvísleg minningarbrot koma í hugann og mikil birta og gleði umlykur minningu hans. Hvellur hlátur Kristjáns, flautið frá gamla Pópetanum þegar hann renndi í hlað til að bjóða stóru systur í bíltúr þar sem litli bróðir fékk að fljóta með, lífsgleði hans við allt daglegt amstur og takmarkalaus baráttuvilji í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Allt var hægt og ekki hikað við neitt, hann var maður athafna. Kristján var ótvíræður frumkvöðull sem stefndi alltaf ótrauður áfram til að ná settum markmiðum. Hann lauk prófi í blikksmíðum og síðar varð hann meistari í fagi sínu og stofnaði fyr- irtækið Blikkver hf. sem hann starf- rækti um árabil í Hafnarfirði og Kópavogi. Þrátt fyrir að hann gerði miklar kröfur þá var hann sterk og góð fyrirmynd og eftirsóttur sem lærimeistari þeirra sem vildu læra blikksmíðar. Umburðarlyndi og ein- læg vinátta ríkti milli hans og sam- starfsfólksins eins og ég kynntist af eigin raun þegar ég um tíma starfaði hjá honum. Hann var góður mann- þekkjari og traustur stjórnandi. Í sínu viðskiptalífi þurfti Kristján einnig að mæta mótvindi en með hans eðlislæga kjarki, framsýni og dugnaði þá stofnaði hann að nýju fyrirtækið Hagblikk ehf. og starfaði við það til hinstu stundar. Hugsjónir Kristjáns náðu ekki aðeins til við- skiptanna heldur einnig til stjórn- málanna. Samvinnuhugsjónin átti ríkan þátt í að móta lífssýn hans og viðhorf og var hann ávallt eindreginn stuðningsmaður Framsóknarflokks- ins. Virkan þátt tók hann einnig í fagfélögum og ýmsum félögum er stefna að mannrækt og framgangi góðra málefna. Fjölskyldan öll syrgir nú fráfall máttarstólpa og hversdagshetju sem mikið gaf öðrum. Í gegnum hin margvíslegu boðaföll lífsins og heilsubresti þá treysti Kristján á kristna trú og var hann einnig virkur í safnaðarstarfi í þágu kirkjunnar sinnar. Trú þú, og vongóður vertu, von þín og hjartans trú rætist í hásölum himna heim þegar kemur þú. ( L.P. – S.S.) Í ljósi þessa fyrirheits kristinnar kirkju lifði og starfaði Kristján. Og í trausti þessa fyrirheits kveð ég nú kæran mág minn með þakklæti og virðingu. Fjölskylda mín vottar syst- ur minni, börnum, barnabörnum og tengdabörnum sína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Kristjáns P. Ingimundarsonar. Tryggvi Axelsson. Kristjáni Pétri Ingimundarsyni kynntist ég fyrst fyrir rúmum fjöru- tíu árum, þegar þau Hanna systir mín fóru að draga sig saman. Þá vöktu Kristján og félagar mikla at- hygli þar sem þeir óku um bæinn á Póbeta, sem var rússnesk kommis- arabifreið af stærri gerðinni. Þetta þótti óvenjulegt í þá daga og var þó raunar aðeins upphafið að ótrúlegu lífshlaupi þeirra hjóna og einstakri samstöðu þeirra í gegnum sætt og súrt, sérstaklega í baráttu Kristjáns við krabbameinin. Sú barátta, sem staðið hefur í meira en þrjátíu ár, hefur vakið athygli víða innan læknaheimsins og mun vonandi eiga sinn þátt í að flýta fyrir sigri vís- indanna á þessum erfiðu sjúkdóm- um. Allan þennan tíma neitaði Krist- ján að gefast upp og háði baráttuna með einstakri reisn. Hann bar erf- iðleikana aldrei á torg og þrátt fyrir að vera oft þjáðari en á honum sást, var hann ávallt léttur í lund og hrók- ur alls fagnaðar hvar sem hann fór. Fyrirtæki sínu sinnti hann af mikilli samviskusemi nánast fram á síðasta dag og þrátt fyrir þessi erfiðu veik- indi féllu ekki margir dagar úr vinnu þeirra vegna. Þessi saga öll er alger- lega einstök og hlýtur henni að verða gerð betri skil á öðrum vettvangi. Kristján tók mikinn þátt í fé- lagsstarfi ýmiss konar og má þar helst nefna þátttöku í Frímúrara- reglunni og Rotary, en einnig sat hann í stjórnum Félags blikksmiðju- eigenda, safnaðarstjórn og bygging- arnefnd Digraneskirkju, ásamt því að syngja í kór kirkjunnar og Frí- múrarakórnum. Öllum þessum fé- lagsstörfum sinnti hann af kostgæfni og einstakri alúð, í miklu lengri tíma ein heilsan raunverulega leyfði. Börn og barnabörn Kristjáns voru honum mikið yndi og var samband hans við þau afar innilegt og áttu þau ávallt í honum hauk í horni. Sama var um vinahópinn og fjölskyldu KRISTJÁN PÉTUR INGIMUNDARSON Hjartkær eiginkona mín, móðir og systir okkar, SOFFIA NIELSEN, Eskihlíð 26, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli, laugardaginn 2. ágúst. Guðjón Sigurðsson, Anna Björg Guðjónsdóttir, Guðrún Nielsen, Valdemar Nielsen, Ólafur Nielsen, Helga Nielsen. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ELÍN KJARTANSDÓTTIR (Dúa), Fjölnisvegi 1, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 3. ágúst. Óskar L. Ágústsson, Auður L. Óskarsdóttir, Sigurður Ólafsson, Eygló Óskarsdóttir, Ingvar Sveinbjörnsson, Erla S. Óskarsdóttir, Þorsteinn Jónsson, barnabörn og barnabarnabarn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLI JÓHANNES SIGURÐSSON, Hauksstöðum, Jökuldal, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað laugardaginn 2. ágúst Útför hans verður gerð frá Egilsstaðakirkju föstudaginn 8. ágúst kl. 14.00. Guðný Guðmundsdóttir, Guðmundur Ólason, Katrín Ásgeirsdóttir, Ólöf Óladóttir, Benedikt Sigurbergsson, Heimir Ólason, Snæbjörn Valur Ólason, Guðfinna Benediktsdóttir, Svanfríður Drífa Óladóttir, Karl Jóhannsson, Þórunn Hrund Óladóttir, Gunnþór Jónsson og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN ARINBJÖRN HJARTARSON, Ægisgrund 6, Skagaströnd, sem lést laugardaginn 2. ágúst sl., verður jarðsunginn frá Hólaneskirkju laugardaginn 9. ágúst kl. 14.00. Björn Ómar Jakobsson, María Hafsteinsdóttir, Guðmundur Rúnar Kristjánsson, Guðrún Hrólfsdóttir, Ragnheiður Linda Kristjánsdóttir, Sigurlaug Díana Kristjánsdóttir, Grétar Haraldsson, Sveinn Hjörtur Kristjánsson, Hrafnhildur Pétursdóttir, Sæbjörg Drífa Kristjánsdóttir, Guðmundur Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.