Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU OCEAN to Ocean (OTO), sem dótt- urfélag Sölumiðstöðar hraðfrysti- húsanna, Icelandic USA Inc., keypti fyrr á þessu ári, hefur gengið frá samningi um að taka yfir rekstur Neptune Fisheries í Norwalk, í Virginíufylki í Bandaríkjunum Neptune Fisheries er í svipuðum rekstri og OTO, þ.e. innflutningi, framleiðslu og sölu á heitsjávar- rækju. Áherslur Neptune hafa verið í veitingaþjónustu, en OTO hefur hinsvegar sterka stöðu í smásölu. Fyrirtækið rekur eigin verksmiðju í Norwalk þar sem um 60 manns starfa. OTO mun leigja fasteignir og vélar af fyrri eigendum Neptune og ráða til sín starfsfólkið í framleiðsl- unni. OTO tekur yfir viðskiptasam- bönd Neptune, vörumerki og birgðir en engar skuldbindingar. Að uppi- stöðu til er kaupverðið bókfært verð birgða, sem metnar eru á um 3,5 milljónir dollara eða um 274 millj- ónir króna. Áætluð velta Neptune á ári nemur 40–50 milljónum dollara. Fellur vel að starfseminni Magnús Gústafsson, forstjóri Ice- landic USA, segir að yfirtakan á Neptune falli mjög vel að starfsemi OTO. „Fyrirtækið er í næsta ná- grenni við OTO, sem mun flytja skrifstofur sínar í húsnæði Neptune og nýta frystigeymslur fyrirtækis- ins. Neptune er með áhugaverð við- skiptasambönd í veitingaþjónustu, en þau munu nýtast vel án þess að fjölga þurfi sölumönnum eða öðru starfsfólki á skrifstofum að neinu marki. Hingað til hefur OTO reitt sig á verktaka með vinnslu á rækju- afurðum sínum, en mun nú geta haft betri stjórn á framleiðslunni í verk- smiðju Neptune.“ Velta OTO er áætluð 110 milljónir dollara á ári og með kaupunum á Neptune ætti hún að fara í 150–160 milljónir. „Icelandic USA hefur enn styrkt stöðu sína á markaðnum. Fyrirtækið hefur vaxið frá því að velta 180 milljónum dollara í 330 milljónir á ári. Það býður nú breiðara vöruval afurða en áður og meira úrval en vel flest samkeppn- isfyrirtækin á markaðnum. Ice- landic USA hefur um árabil notið álits fyrir vörur sínar úr hvítfiski úr N-Atlantshafi og Kyrrahafi. Undan- farin ár hefur fyrirtækið bætt við ýmsum algengum tegundum rækt- aðs fisks svo sem laxi, leirgeddu og beitarfiski og nú rækjunni og öðrum skelfiskafurðum, en rækjan er í fyrsta sæti í Bandaríkjunum hvað neyslu varðar,“ segir Magnús. OTO eykur umsvif sín KOLMUNNAVEIÐIN er enn með ágætum og var töluverðu magni landað um verslunarmannahelg- ina. Eins landaði Sunnuberg NS fullfermi, rúmum 1.300 tonnum, á Vopnafirði í gær og Jón Kjart- ansson SU landaði í gær tæpum 1.500 tonnum á Eskifirði. Skipin hafa síðustu daga verið að veiðum út af Héraðsflóa og sagði Magnús Þorvaldsson, skip- stjóri á Sunnubergi, að aflabrögðin hefðu verið mjög góð síðustu sólar- hringana. „Það er mikið af kol- munna á þessu svæði, fallegur kol- munni og hreinn. Skipin hafa verið fljót að fylla sig, aðeins um tvo sól- arhringa þau öflugustu. Ekki skemmir fyrir að héðan er líka til- tölulega stutt fyrir okkur inn á löndunarhafnirnar. En annars hef- ur verið mjög góð kolmunnaveiði í allt sumar og því bjart yfir þessum veiðiskap þessa dagana,“ sagði Magnús í samtali við Morgunblaðið í gær. Samkvæmt samantekt Samtaka fiskvinnslustöðva hafa íslensku skipin nú veitt um 240 þúsund tonn af kolmunna á árinu og þá standa eftir rúm 307 þúsund tonn af kvóta ársins. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Kolmunnaveiðin hefur gengið vel að undanförnu og því oft þröng á þingi í helstu löndunarhöfnum eins og þessi mynd frá Neskaupstað ber með sér. „Fallegur kolmunni og hreinn“ VELTA Nutreco, stærsta laxeldis- fyrirtækis í heiminum, dróst saman um 104,6 milljónir evra á fyrri helm- ingi ársins eða 5,7% milli ára. Hagn- aður fyrir afskriftir (EBITDA) var 35,1 milljón evra sem er 0,6% aukn- ing frá sama tímabili í fyrra. Tap fé- lagsins á fyrstu 6 mánuðum ársins nam alls 186,3 milljónum evra en hagnaður fyrri árshelmings 2002 nam 4,7 milljónum evra og því er ljóst að um mikinn viðsnúning til hins verra er að ræða. Helstu ástæður mikils taprekstrar eru niðurfærsla viðskiptavildar og afskriftir á eignarhlutum í fiskeldi í Noregi vegna lágs verðs á eldislaxi. Nutreco hefur ekki gefið út rekstr- aráætlun fyrir árið 2003 en komið hefur fram að fyrirtækið áætlar að loka tveimur verksmiðjum í Noregi og einni í Skotlandi á síðari hluta ársins til að bæta afkomuna. Í kjöl- farið verður yfir 200 manns sagt upp störfum í Noregi og um 80 manns í Skotlandi, að því er fram kemur á fréttavefnum IntraFish. Félagið lok- aði tveimur verksmiðjum á síðasta ári. Þrátt fyrir erfiðleika í laxeldi kem- ur fram í fréttatilkynningu frá Nutreco að félagið hafi trú á framtíð fiskeldis og stefnir félagið að því að vinna nýja markaði og fjárfesta í eldi á nýjum tegundum, svo sem þorski og lúðu. Mikið tap hjá Nutreco BAUGUR hefur lýst tilboð sitt í hlutabréf í bresku leikfangaversl- unina Hamleys óskilyrt, en áður var tilboðið háð skilyrðum um að yfir 90% hluthafa féllust á að selja bréf sín. Fyrir síðustu helgi framlengdi Baugur tilboð sitt, þá var hann kom- inn með 82,3% hlut. Nú á Baugur um 86% hlut í Hamleys. Jón Scheving Thorsteinsson, yfir- maður erlendrar fjárfestingar hjá Baugi, segir að nú sé aðeins spurn- ing um tíma hvenær Baugur verði orðinn eigandi Hamleys og gera megi ráð fyrir að það markmið náist í byrjun næsta mánaðar. Í tilkynn- ingu í kauphöllinni í London segir að ætlun Baugs sé að taka Hamleys af skrá kauphallarinnar og að afskrán- ing muni væntanlega taka gildi 2. næsta mánaðar. Það að tilboðið er orðið óskilyrt þýðir að byrjað er kaupa bréf ann- arra hluthafa, en áður en tilboðið var gert óskilyrt voru gerðir samningar um kaup með ákveðnum skilyrðum eða fyrirvörum. Óskilyrt tilboð hefur það líka í för með sér að ýmsir stofn- anafjárfestar, sem ekki geta sam- þykkt skilyrt tilboð, munu nú geta gengið að tilboði Baugs. Baugur gerir yfirtökutilboðið í Hamleys í félagi við stjórnendur hjá Hamleys. Tilboðið hljóðar upp á 254 pens á hlut, sem er 101% yfir verði bréfanna eins og það var um miðjan mars, eða áður en tilkynnt var um væntanlegt yfirtökutilboð. Heildarverð allra hlutabréfa Hamleys er á þessu verði um 58,7 milljónir punda, um 7,3 milljarðar króna. Baugur hefur eignast 86% hlutafjár í Hamleys Aðeins spurning um hvenær Baugur eignast Hamleys FRAMTAK fjárfestingabanki skil- aði 176 milljóna króna hagnaði á fyrri helmingi ársins. Hagnaður fyr- ir sama tímabil í fyrra var tæpum 5% lægri, 168 milljónir króna. Hagnaður Framtaks fyrir skatta nam 189 milljónum króna. Vaxtatekjur drógust minna sam- an en vaxtagjöld borið saman við fyrri helming ársins 2002. Vaxta- gjöld á tímabilinu janúar til júní á þessu ári námu 197 milljónum króna sem er 16% lægra en á sama tíma í fyrra. Vaxtatekjur lækkuðu um tæp 4% milli tímabila og námu 149 milljónum króna. Hrein vaxta- gjöld námu ríflega 47 milljónum króna en 79 milljónum á sama tíma síðasta árs og lækkuðu því um tæp 40%. Aðrar rekstrartekjur lækkuðu um 28% milli tímabila og námu 311 milljónum króna. Önnur rekstrar- gjöld voru alls 79 milljónir króna sem er 35% lægra en á fyrri hluta árs 2002. Eignir Framtaks breyttust lítið innan tímabilsins, námu 11.637 milljónum króna í júnílok sem er aukning um 3% frá áramótum. Stærsti hluti eigna er hlutabréf, um 8.138 milljónir króna. Kröfur á lána- stofnanir jukust úr 173 milljónum við upphaf tímabilsins í 332 millj- ónir króna við lok þess. Skuldir Framtaks við lánastofn- anir voru 3.366 milljónir í lok júní sl. en 4.322 milljónir króna um áramót. Í tilkynningu frá Framtaki fjár- festingabanka segir að félagið hafi keypt hlutabréf í óskráðum félögum og sjóðum fyrir alls 683 milljónir króna og selt fyrir 315 milljónir króna. Söluhagnaður nam 42 millj- ónum króna. Kaup Framtaks í skráðum félögum á tímabilinu námu 119 milljónum króna en selt var fyr- ir 728 milljónir. Stærstu einstöku hlutabréfakaup Framtaks á fyrri helmingi ársins voru á hlut nokkurra lífeyrissjóða í Kaupási hf. Samkvæmt tilkynningu er heildareign Framtaks í Kaupási 403,5 milljónir króna að nafnvirði eða 1.624 á áætluðu markaðsverði, miðað við gengið 4,02. Heildarverð- mæti Kaupáss er samkvæmt þessu gengi um þrír milljarðar króna. Handbært fé í ársbyrjun var 173 milljónir króna en var 493 milljónir við upphaf ársins 2002. Í lok júní sl. nam handbært fé Framtaks 332 milljónum króna en var 173 millj- ónir á sama tíma í fyrra. Eiginfjárhlutfall Framtaks við lok tímabils var 44,5%. Sé stuðst við 84. grein laga um fjármálastofnanir er eiginfjárhlutfallið 43,1%, að því er segir í tilkynningu frá Framtaki. Bókfært eigið fé Framtaks í júní- lok var 5.183 milljónir króna að meðtöldu hlutafé að fjárhæð 2.468 milljónir. Hlutafé var aukið um 100 milljónir króna á fyrri helmingi árs- ins. Innra virði félagsins var 2,10 í lok tímabilsins. Svipuð afkoma hjá Framtaki                                                 !  !    " #$          %& '%%  %% (    ( !  !'(   %( '')   *+ $  , "   -    - . - ( /%0 )/)&  )/0 )/)&     ! "  ))'    #$%   ● OVALLA Trading Ltd. hefur aukið hlut sinn í Flugleiðum hf. um 0,16% í 4,78%. Jón Ásgeir Jóhannesson for- stjóri Baugs er einn eigenda Ovalla Trading og situr í stjórn Flugleiða. Fjárfestingarfélagið Gaumur, sem er í eigu Jóns Ásgeirs og fjölskyldu, á rúmlega 10% eignarhlut í Flugleiðum. Ovalla eykur hlut sinn í Flugleiðum ● BANDARÍSKI milljarðamæring- urinn Haim Saban hefur lagt fram nýtt til boð í næststærstu sjónvarps- samsteypu Þýskalands. Þetta hefur fengist staðfest hjá hinu gjaldþrota móðurfélagi samsteypunnar, Kirch- Media, að því er segir í Herald Trib- une. Reiknað var með að tilboð Sab- ans yrði rætt á fundi með lánar- drottnum samsteypunnar, ProSiebenSat.1, í vikunni. Saban vill þýskt sjónvarp ● INTEL örgjörvaframleiðandinn hef- ur þróað nýja tækni fyrir fartölvur sem kallast Centrino og samanstendur af Intel Pentium-M örgjörva, Intel Pro þráðlausu netkorti og Intel 855 kubbasetti. Samspil þessara þriggja hluta eyk- ur afköst fartölvunnar, að því er segir í tilkynningu frá ATV. Þannig endist raf- hlöður tölvunnar t.d. allt að helmingi lengur með Centrino-tækninni og ör- gjörvinn er sá hraðvirkasti í fartölvum. Þá verður flýtiminni vélarinnar 1Mb sem er tvöfalt meira en vanalegt er. Ný tækni fyrir fartölvur frá Intel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.