Morgunblaðið - 06.08.2003, Side 30

Morgunblaðið - 06.08.2003, Side 30
MINNINGAR 30 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ É g hef lengi velt fyrir mér hvaða aðferðir séu áhrifaríkastar til að móta skoðanir fólks. Hvernig skuli berjast fyrir hugsjónum sínum og fá aðra til liðs við sig. Aðeins með því að halda ákveðnum hug- myndum hátt á lofti tryggjum við að þær deyi ekki heldur berist áfram til kynslóða sem á eftir koma. Þannig gengur hug- myndasagan fyrir sig; sum- ar hugmyndir lifa, aðrar falla í gleymsku. Mér fannst því tilvalið að spyrja Milton Friedman, nóbels- verðlaunahafa í hagfræði, þess- arar spurningar þegar ég ræddi við hann seint á síðasta ári. Hann átti stóran þátt í því að móta al- menningsálitið á seinnihluta tutt- ugustu aldarinnar og útskýra á einfaldan hátt ókosti öflugs rík- isvalds. Málflutningur hans heyr- ist ennþá og mun gera um ókomin ár. Það kom mér svo sem ekki á óvart að Friedman var hógvær í svari sínu og sagði margar leiðir færar í hugmyndabaráttunni. „All- ir verða að velja þá leið sem þeir telja fela í sér mestu umbunina. Ég ætla ekki að gefa út þá stefnu frá Bandaríkjunum til ungra Ís- lendinga,“ sagði hann. Ungt fólk í dag, sem vill hafa áhrif, veltir fyrir sér hvaða vett- vangi það á að beita sér á. Aug- ljósasta leiðin er auðvitað að fóta sig innan einhvers stjórn- málaflokks og reyna að hafa áhrif í gegnum hann. En er það áhrifarík- asta leiðin? Friedman var lítið virkur í pólitík svo dæmi sé tekið. Þó nóbelsverðlaunahafinn hafi ekki viljað leggja línuna fyrir unga Íslendinga þá hefur hann fjallað um hugmyndabaráttu í bókinni Free To Choose, sem hann skrif- aði ásamt konu sinni Rose Fried- man. Þar kemur fram að snemma á 20. öldinni hafi hugmyndir menntafólks snúist gegn frelsi ein- staklingsins og markaðsskipulagi en á sveif með samhyggjunni og víðtæku hlutverki ríkisvaldsins. Stór hluti háskólakennara, ef ekki meirihluti, hafi aðhyllst sósíalísk viðhorf og þangað sótti Sósíal- istaflokkur Bandaríkjanna styrk sinn á þriðja áratugnum. Að mati Friedman-hjónanna hafði flokkur sósíalista mikil áhrif á fyrstu áratugum síðustu aldar. Flokkurinn átti enga von á góðum árangri í kosningum á landsvísu og gat því einbeitt sér að því að vera hugsjónaflokkur, sem bæði Demó- krataflokkurinn og Repúblik- anaflokkurinn gátu ekki. Stóru flokkarnir urðu að tileinka sér tækifærismennsku og málamiðl- anir til að teygja anga sína í hvern krók og kima sérhagsmuna kjós- enda. Þeir urðu að forðast „öfgar“ til að viðhalda miðjufylginu. Friedman segir að þrátt fyrir lítið vægi Sósíalistaflokksins í at- kvæðum talið hafi stóru flokkarnir meira og minna tekið upp stefnu- mál hans. Sem dæmi hafi sósíalist- inn Norman Thomas aðeins hlotið eitt prósent atkvæða í forseta- kosningunum 1928 en nánast allar hugmyndir hans í efnahagsmálum hafi seinna verið festar í lög í Bandaríkjunum. Í heimsókn sinni til Íslands árið 1984 sagði Friedman: „Frjáls- hyggjuflokkur, sem er hug- sjónaflokkur með svipuðum hætti, kann að hafa þörfu hlutverki að gegna. En ef slíkur flokkur telur sjálfum sér trú um, að hann eigi umfram allt að reyna að afla at- kvæða, þá fer hann sömu leiðina og allir aðrir stjórnmálaflokkar – leið bráðabirgðaúrræða, málamiðl- ana og undanhalds. Mér finnst minna máli skipta, hvaða leið er valin, og þær hljóta að vera ólíkar í ólíkum löndum, heldur en hvert takmarkið er.“ Hann segir líka kjarna málsins þann að hugmyndir ráði úrslitum þegar til langs tíma er litið og þess vegna verði frjálshyggjumenn að einbeita sér að því að breyta þeim. „Við leggjum mest af mörkum með því að láta sannfærast af rök- um eftir vandlega athugun, en reyna síðan að sannfæra aðra. Það er síðan annað mál, hvernig við reynum að sannfæra aðra – með fyrirlestrum, rökræðum, ritum eða einhverju öðru – sem hver maður verður að leysa fyrir sig. En við verðum alltaf að byrja á okkur sjálfum.“ Byrjum því á okkur sjálfum. Að mínu mati er það svo ekki síst ungt athafnafólk sem þarf að berjast fyrir því markaðshagkerfi sem það þrífst í á hverjum degi. Frelsið verður fyrir árásum félagshyggju- fólks dag hvern – í hinum ýmsum dulargervum. Ef ekki er staðið á verði eru ríkisvaldssinnar í öllum flokkum fljótir að taka frá okkur frelsið smátt og smátt. Friðrik August von Hayek hef- ur ekki haft minni áhrif á hug- myndir manna um mátt ein- staklingsins til að ráða sér sjálfur og eiga samskipti í gegnum frjáls viðskipti en Friedman. Í fyrirlestri hér á landi árið 1980 sagðist hann lengi hafa prédikað yfir skoð- anabræðrum sínum að aldrei tæk- ist að snúa við þróun í átt að fé- lagshyggju á meðan reynt væri að ná til fjöldans. „Við verðum að ná til þeirra, sem móta skoðanir fjöldans, til áhrifamanna, mennta- manna, – þeirra, sem ég nefndi í fyrirlestrinum í gamni og alvöru sölumenn notaðra hugmynda.“ Sannfæringin er áhrifaríkasta vopn sölumanna. Það skiptir ekki máli á hvaða vettvangi við kjósum að starfa – svo lengi sem við selj- um ekki sannfæringu okkar fyrir stundarávinning. Þannig náum við árangri í hugmyndabaráttunni. Sölumenn notaðra hugmynda Frjálshyggjuflokkur kann að hafa þörfu hlutverki að gegna. En ef slíkur flokkur telur sjálfum sér trú um, að hann eigi umfram allt að reyna að afla atkvæða, þá fer hann sömu leiðina og allir aðrir stjórnmálaflokkar – leið bráðabirgðaúr- ræða, málamiðlana og undanhalds. VIÐHORF Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is ✝ Ingibjörg JónaJónsdóttir fæddist á Patreksfirði 15. júlí 1919. Hún lést á líkn- ardeild Landspítala í Landakoti 16. júlí síð- astliðinn, daginn eftir 84 ára afmælisdag sinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Rannveig Guðmunds- dóttir húsmóðir, f. 6.11. 1893, d. 27.3. 1977, og Jón Ingibjörn Jónsson trésmíðameistari, f. 16.9. 1880, d. 5.7. 1948, sem voru búsett á Vatneyri við Pat- reksfjörð. Ingibjörg var elst sjö systkina, en þau voru: samfeðra: Ingibjörg, f. 10.6. 1913, d. 29.11. 1915, og alsystkini Guðmundur, f. 28.12. 1921, kvæntur Ólöfu Helgu Önnu Guðjónsdóttur, f. 1930, hinn 16.10. 1954; Kristín Þórunn, f. 30.7. 1923, gift Birni Magnúsi Loftssyni, f. 1915, hinn 7.10. 1962; Guðrún, f. Hermannsson, var gift Kristjáni Ingvarssyni verkfræðingi og börn þeirra eru Trausti Þór, f. 1970, Arnar Helgi, f. 1972, og Berglind Sólveig, f. 1983. 3) Soffía Ragnhild- ur, f. 17.9. 1949, hjúkrunarfræðing- ur, gift Ólafi Jónssyni, viðskipta- fræðingi og ráðgjafa, börn þeirra eru Margrét, f. 1974, Jón Þór, f. 1977, Björg, f. 1979, og Ólafur Ragnar, f. 1985. 4) Guðmundur Karl Benedikt, f. 13.1. 1957, tölv- unarfræðingur, var í sambúð með Bippe Mork innanhússarkitekt, börn þeirra eru Hulda Fjóla, f. 1983, og Katrín Lilja, f. 1986, og sonur Bippe er Úlfar Máni, f. 1977. 5) Þórunn Björg, f. 13.4. 1959, inn- anhússarkitekt, gift Runólfi Smára Steinþórssyni dósent og börn þeirra eru Steinþór, f. 1986, Hrafn- hildur Anna, f. 1991, og Valgeir Steinn, f. 1994. Runólfur Smári á einnig dótturina Helgu Rún, f. 1979. Barnabörnin eru þrettán og langömmubörnin tvö. Ingibjörg ólst upp á Vatneyri við Patreksfjörð. Útför Ingibjargar fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu mánudaginn 28. júlí sl. að ósk hinn- ar látnu. 26.10. 1925, d. 18.12. 1970, gift Ingólfi Sig- urbjörnssyni, f. 1923, d. 1999, hinn 8.5. 1954; Valgeir, f. 5.4. 1929, d. 23.4. 1988, kvæntur Kristínu Gunnlaugsdóttur, f. 1933; Jón, f. 5.4. 1929, d. 12.7. 1994; Kristján Jóhann, f. 8.3. 1933, kvæntur Valgerði Theódórs- dóttur, f. 1930. Ingibjörg giftist Guðmundi Ásgeirs- syni pípulagningameistara 15. júlí árið 1944. Guðmundur lést 1. apríl árið 1999. Þau hjón voru fædd sama dag og ár. Börn þeirra eru: 1) Ás- geir, f. 10.1. 1947, tæknifræðingur, kvæntur Guðrúnu Úlfhildi Örnólfs- dóttur og er sonur þeirra Guð- mundur, f. 1978. 2) Jóna Ingibjörg, f. 18.1. 1948, hjúkrunarfræðingur, sambýlismaður hennar er Baldur Ingibjörg amma er látin, rúmlega fjórum árum á eftir eiginmanni sín- um og afa mínum, Guðmundi Ás- geirssyni. Ég minnist hennar með hlýhug og virðingu; hlýhug fyrir það að hafa verið einstaklega jákvæð og góðlát, og með virðingu fyrir það að hafa ávallt tekið hagsæld og vellíð- an fjölskyldu sinnar fram yfir sína eigin. Hún hafði stóískt og rólegt skap- far sem geislaði af sér innra öryggi sem fékk fólk til að líða vel í návist hennar. Hún talaði sjaldan um sjálfa sig og þess vegna fannst mér ávallt hvíla ákveðin dulúð yfir henni. Þessi dulúð, ásamt virðu- leika, öryggi, einstakri snyrti- mennsku, greind, stolti, og sjarma olli því að mig fór snemma að gruna að hún væri í raun laungetin aristókrati af evrópskri konungs- fjölskyldu, sem var flutt með mikilli leynd sem kornabarn til Íslands! Ég er þakklátur fyrir þær góðu stundir og minningar sem ég hef átt með ömmu og afa í Sörlaskjól- inu. Ingu ömmu og Guðmundar afa er sárlega saknað. Arnar Kristjánsson. Kynslóðir koma, kynslóðir fara. Á slíkum stundum reikar hugurinn aftur til baka, og margs er að minn- ast. Eftir sextíu ára kynni og fimm- tíu ára nábýli, þar sem heimili okk- ar Ingu, eins og við vinir hennar kölluðum hana, stóðu hlið við hlið í Sörlaskjóli 70 og 72. Á þessum ynd- islega stað við sjávarsíðuna þar sem mannlífið var einstaklega litríkt. Sérstaklega eru vorin minnisstæð, allt iðaði af lífi, heimamenn ýttu trillum sínum á flot og komu fær- andi hendi okkur landkröbbum, sem biðum í fjörunni eftir þessu lostæti, rauðmaga og grásleppu. Þeir voru hetjur hafsins í augum barnanna, allt elskulegir karlar sem eru okkur minnisstæðir. Ekki létu frumbyggjar þessa staðar á sér standa við að fegra umhverfið sitt. Heldur létu hendur standa fram úr ermum og græddu upp mela og móa og upp uxu fal- legir garðar með trjám og runnum sem munu standa um ókomna tíð en þeir sem ræktuðu þennan gróð- ur eru flestir farnir yfir móðuna miklu. Þau hjónin Inga og Guð- mundur voru eins og sagt er með græna fingur og var garðrækt áhugamál þeirra beggja sem gaf þeim margar ánægju- og yndis- stundir yfir vel unnum verkum sem fegraði umhverfi þeirra svo eftir var tekið. Það er ómetanlegt að eiga góða nágranna. Inga var góður granni sem vildi hvers manns vanda leysa og gestrisni var í hávegum höfð á heimilinu. Vinir mínir fara fjöld og sakna ég vinar í stað. Sörlaskjólið verður ekki hið sama þegar þú ert ekki. Þakka þér samfylgdina í öll þessi ár, elsku Inga mín, og allar þær góðu stundir sem við áttum saman hérna megin grafar. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Kæru börn, Ásgeir, Jóna, Soffía, Guðmundur Karl og Bettý, þið eigið samúð mína og þakklæti fyrir alla ykkar tryggð og vináttu sem hefur verið ljúf og góð. Tengdabörnum, barnabörnum, systkinum og öðrum ættingjum sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Ebba Ingibjörg. INGIBJÖRG JÓNA JÓNSDÓTTIR ✝ Kjellfrid Einars-son fæddist í Fåvang í Guðbrands- dal í Noregi 3. maí 1938. Hún lést á Sjúkrahúsi Keflavík- ur 25. júlí síðastlið- inn. Foreldrar Kjellf- ridar voru Karin Sloen og Pall Sloen, bæði látin. Kjellfrid átti þrjá bræður og tvær systur, Sig- mund látinn, Josep, Magnar, Solveg og Ingrid, þau fjögur sem eftir lifa eru bú- sett í Noregi. Kjellfrid ólst upp í Noregi, og um tvítugt kynntist hún Aðal- steini Einarsyni þar sem þau unnu saman á hóteli í Ósló. Flutt- ust þau fljótlega til Íslands og gengu í hjónaband. Þau eignuð- ust þrjú börn. Kjellfrid og Aðal- steinn slitu samvist- um. Börn þeirra eru: 1) Aðalsteinn Kjell, f. 24. nóvember 1958, sambýliskona Indíana Sigurðar- dóttir. Hann á fjög- ur börn, þau eru a) Guðmundur Freyr, b) Eiríkur Páll, c) Elísabet Lára og d) drengur sem lést skömmu eftir fæð- ingu; 2) Rósmary, f. 30. október 1961; 3) Guðrún Karí, f. 7. mars 1967, sam- býlismaður Björn Viðar Unn- steinsson, þau eiga fimm börn, þau eru a) Guðbjörn Grétar, b) El- ín Ósk, c) Heiðrún Mary, d) Bryn- dís Björk og e) Aðalsteinn. Útför Kjellfridar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku hjartans móðir mín, hjarta mitt brast er síminn hringdi föstu- dagsmorguninn 25. júlí og mér var tjáð að stundin væri komin og þú að fara frá okkur. Þú ert farin frá okkur allt of fljótt og snöggt, miðað við ald- ur. Ekki hvarflaði að mér, þegar ég heimsótti þig á fimmtudaginn, að það yrðu okkar síðustu samverustundir í þessu lífi. Elsku mamma, þú barðist eins og hetja öll þessi ár, með erfiðan lang- varandi sjúkdóm. Upp í huga minn flýgur nú sú minn- ing er þú lást á fæðingardeildinni í Keflavík og varst að eiga systur mína, hana Guðrúnu, það eru víst liðin þrjá- tíu og sex ár síðan. Ég var sjö ára gutti á leiðinni í skólann, þú fylgdist alltaf með mér úr glugganum, þegar ég gekk framhjá, og við veifuðum hvort til annars, það fannst mér svo dásamlegt. Ég mun alltaf minnast þess hvað þú varst glöð og hvað andlit þitt ljómaði þegar barnabörnin fædd- ust, og í hvert skipti þegar þau komu í heimsókn. Þau voru þér svo mikils virði. Stundum voru erfiðir tímar hjá þér þegar þau komu í heimsókn, en alltaf beist þú á jaxlinn og gafst þér tíma fyrir þau. Ég man líka þá stund fyrir sex árum í Hraunborgum þegar þú, elsku mamma, fórst með barna- börnunum í berjamó, hvað þau voru glöð með ömmu sinni úti í náttúrunni. Ég var alltaf litli mömmudrengur- inn þinn. Lífið er fljótt að breytast, gleði og sorg haldast í hendur, ekki er langt síðan ég kynntist yndislegri stúlku, gleðin var í fyrirrúmi hjá mér, og þér því þú varst svo glöð og ánægð fyrir mína hönd. En nú er sorgin búin að banka uppá hjá okkur og þú ert farin. Þú sem hlakkaðir svo til að koma í heimsókn til okkar þegar þú yrðir betri, og svo hlakkaðir þú svo til að eignast fyrsta langömmubarnið þitt. Öll munum við sakna þín mikið, þú varst stór hluti af lífi okkar allra. Ég man svo vel þegar við fórum til Noregs að heimsækja ömmu, hún var orðin öldruð og komin á elliheimili, þú hugsaðir svo vel um mömmu þína all- an þann tíma sem við vorum þarna úti. Þetta lærðum við systkinin af þér, að hugsa vel um ástvini, hvort sem er í KJELLFRID EINARSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.