Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 15 Heimsferðir kynna nú sína glæsilegustu vetraráætlun frá upphafi og nýir spennandi ferðamöguleikar á hagstæðari kjörum en áður hafa sést á íslenskum ferðamarkaði. Nú getur þú valið um beint flug til Kanaríeyja í allan vetur á stórlækkuðu verði, en Heims- ferðir lækka verðið frá því í fyrra um allt að 30% milli ára, eða einstök tilboð í sérflug okkar til Kúbu og Jamaica í Karíbahafinu. Nú bjóðum við annað árið í röð bein flug til Salzburg í Austur- ríki, sem er örstutt frá bestu skíðasvæðum Austurríkis, Zell am See, St. Anton og Lech á betra verði en nokkru sinni fyrr og úr- val frábærra hótela. Njóttu heimsins í vetur og tryggðu þér gott frí á frábærum kjörum. Vetrar- ævintýri Heimsferða Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Kanarí Vikulegar ferðir í vetur Verð kr. 27.762 Beint flug til Jamaica Nú í fyrsta sinn frá Íslandi er í boði beint leiguflug til paradísar- eyjunnar Jamaica í Karíbahafinu. Hér upplifir þú einstakt andrúms- loft og ótrúlega stemmningu sem á engan sinn líka. Glæsilegur að- búnaður í boði fyrir Heimsferða- farþega. Sjá bækling Heimsferða með Morgunblaðinu í dag. Beint flug til Salzburg Nú bjóða Heimsferðir beint flug til Salzburg, en borgin liggur rétt við bestu skíðalönd Austurríkis og örstutt að fara til Zell am See, St. Anton eða Lech, sem eru með bestu skíðasvæðum heimsins. Kúba Frá kr. 98.150 Beint leiguflug til þessarar heillandi eyju. Jamaica Frá kr. 89.950 Beint leiguflug í fyrsta sinn á Íslandi til einnar fegurstu eyju í Karíbahafinu. Siglingar Frá kr. 145.750 Glæsisiglingar með Costa Cruises í Karíbahafinu. í Karíbahafinu Skíði Frá kr. 39.950 í Austurríki Beint flug til Salzburg Beint flug til Salzburg þar sem þú finnur vinsælustu áfangastaðina í Austurrísku ölpunum, Zell am See, St. Anton eða Lech. M.v. hjón með 2 börn, Agaeta Park, vikuferð, 6.janúar. Símabókunargjald, kr. 2.000. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Metbókanir til Kanarí Heimsferðir hafa nú stórlækkað verðið til Kanarí í vetur og nú þegar hafa á þriðja þúsund manns tryggt sér ferðina þangað á ótrú- legum kjörum. Kynntu þér bestu verðin og bestu hótelin. Lægra verð á netinu Nú getur þú tryggt þé lægsta verðið til Kanaríeyja með því að bóka á netinu, en þú sparar 2.000.- kr. á mann, ef þú bókar og greiðir á www.heimsferdir.is. Einfalt og öruggt. AÐ MINNSTA kosti 13 manns létu lífið og nær 150 slösuðust er sprengja sprakk við Marriot-hótelið í viðskiptahverfi Jakarta, höfuðborg- ar Indónesíu, í gær. Talið er að með- al hinna látnu séu fjórir útlendingar: Hollendingur, Bandaríkjamaður, Ástrali og Malasíubúi. Sutiyoso, ríkisstjóri Jakarta, segir „mjög sennilegt“ að um sjálfsmorðs- árás hafi verið að ræða. Indónesísk lögregluyfirvöld staðfestu að sprengjan hefði sprungið í bíl sem lagt hafði verið fyrir utan hótelið en að sögn BBC neituðu þau að geta sér til um hvort um sjálfsmorðsárás væri að ræða. Þá sagði varaforseti landsins, Hamzah Haz, að árásinni hefði verið beint að bandarískum hagsmuna- aðilum í Indónesíu en móttökur bandaríska sendiráðsins í Jakarta eru yfirleitt haldnar á hótelinu. Engin hryðjuverkasamtök höfðu lýst ódæðinu á hendur sér í gær. Grunur leikur þó á að íslömsku öfga- samtökin Jemaah Islamiyah, sem tengjast al-Qaeda, hafi staðið á bak við árásina en þeim er einnig kennt um sprengjutilræðið á indónesísku eyjunni Balí 12. október í fyrra. Blóð og brotið gler dreifðust um mjög stórt svæði í kringum Marriot- hótelið í kjölfar sprengingarinnar. Hótelið er afar vinsælt meðal ferða- manna sem og diplómata enda var það í grennd við mörg vestræn sendiráð, þ.á m. norska, sænska, danska og finnska sendiráðið í Jak- arta. Að sögn vitna myndaðist tveggja metra djúp hola í jörðina þar sem sprengjan sprakk. Madina Sar- Diarra býr í íbúð á efstu hæð Marr- iot-hótelsins og greindi hún AP- fréttastofunni frá því að rúður á 30. hæð hótelsins hefðu brotnað við sprenginguna. „Það greip um sig mikil skelfing á hótelinu og þegar ég kom niður sá ég margt slasað fólk þakið blóði,“ sagði hún. Þjóðarleiðtogar fordæma hryðjuverkið Margir leiðtogar Asíuríkja for- dæmdu hryðjuverkið í gær og köll- uðu það skelfilegt óhæfuverk. Til að mynda fordæmdi Gloria Arroyo, for- seti Filippseyja, tilræðið á „sterk- asta mögulegan máta“. Yfirvöld í Ástralíu og á Filippseyjum sögðu at- vikið engu að síður styrkja þau í bar- áttunni við hryðjuverk. Sprengingin í gær átti sér stað einungis fjórum dögum eftir að Megawati Sukarnoputri, forseti Indónesíu, lýsti því yfir í ávarpi til þjóðarinnar að hún myndi láta upp- ræta hryðjuverkasamtök sem hafa staðið fyrir sprengjuárásum í land- inu. „Sú grein alþjóðlegra hryðju- verkahreyfinga sem teygir sig hing- að er skelfileg ógn,“ sagði hún. Gert er ráð fyrir að nk. fimmtudag verði dómur kveðinn upp yfir Amr- ozi bin Nurhasyim sem hefur verið sakaður um að hafa tekið þátt í tveimur sprengjutilræðum á Balí á síðasta ári. Tilræðin kostuðu yfir 200 manns lífið, aðallega ferðamenn. Mannskætt sprengju- tilræði í Jakarta Sennilegt að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða Reuters Lögreglumaður skoðar brak bíls við Marriot-hótelið í Jakarta í gær. Jakarta. AFP. AP. LEIÐTOGAR Biskupakirkjunnar í Bandaríkjunum frestuðu á síðustu stundu í gær atkvæðagreiðslu um staðfestingu skipunar séra Gene Robinson frá New Hampshire í biskupsembætti, fyrsta mannsins sem er opinskátt samkynhneigður er þeirrar upphefðar hefði orðið aðnjótandi. Var atkvæðagreiðsl- unni frestað til að fara ofan í saum- ana á ásökunum um að Robinson hefði gerzt sekur um kynferðisaf- brot. Biskupar bandarísku Biskupa- kirkjunnar voru í þann mund að hefja fund í Minneapolis þar sem til stóð að greiða atkvæði um útnefningu Robinsons, en mjög skiptar skoðanir eru innan kirkj- unnar um til- nefningu hans til biskups. „Spurning- ar hafa verið bornar fram og at- hygli mín vakin á þeim varðandi hinn verðandi biskup af New Hampshire,“ sagði Frank Gris- wold, forseti allsherjarsamkomu bandarísku Biskupakirkjunnar í yf- irlýsingu. Talið er að um sé að ræða ásakanir um að Robinson, sem hefur verið í fastri sambúð með karlmanni í 13 ár, hafi „snert með óviðurkvæmilegum hætti“ mann úr Vermont-umdæmi fyrir fáeinum árum. Sá kvað hafa borið fram ásökunina í tölvupósti sem var sendur til nokkurra biskupa. Þá voru tengsl Robinsons við samtökin Outright, sem eru hags- munafélag homma og lesbía, gerð tortryggileg eftir að í ljós kom að á heimasíðu félagsins var tengla yfir á klámsíður að finna. Biskupsskipun frestað Minneapolis. AFP. Gene Robinson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.