Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ KAMMERTÓNLEIKAR áKirkjubæjarklaustrihefjast á föstudag ogsamanstanda af þrennum tónleikum yfir helgina, sem fram fara í félagsheimilinu Kirkjuhvoli. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir á föstudagskvöldið kl. 21, aðrir tón- leikarnir á laugardag kl. 17 og loka- tónleikarnir á sunnudag kl. 15. Í ár verður slavnesk tónlist sérstaklega höfð í heiðri, þannig verða m.a. flutt verk eftir Rússana S. Prokofieff og P.I. Tsjajkovskí, Tékkana B. Mart- inu og A. Dvorák og Ungverjann Z. Kodály. Listrænn stjórnandi og upphafsmaður tónleikanna er Edda Erlendsdóttir, en flytjendur á hátíð- inni eru Vovka Stefán Ashkenazy pí- anóleikari, Ásdís Valdimarsdóttir lágfiðluleikari, Bryndís Halla Gylfa- dóttir sellóleikari, Gerður Gunn- arsdóttir fiðluleikari, Ólafur Kjartan Sigurðarson baritón, Claudio Puntin klarinettuleikari, Michael Stirling sellóleikari og Una Sveinbjarn- ardóttir fiðluleikari. Gott að sjá sömu andlitin Aðspurð hvað ráði verkefnavalinu segist Edda hafa það að markmiði að áheyrendur geti hugsað sér að sækja alla tónleikana. „Það er þann- ig mismunandi efnisskrá milli tón- leika og vonandi það spennandi að fólk geti ekki hugsað sér að fara fyrr en allt er búið,“ segir Edda, en að hennar sögn er töluvert um fasta- gesti. „Það er góð tilfinning að sjá sömu andlitin ár eftir ár. Fólk sem hefur fylgst með hátíðinni vaxa. Síð- astliðin ár hefur eitt ákveðið þema verið ríkjandi, í fyrra var ég með spuna og djass og í hittiðfyrra tangótónlist. Ég reyni fyrst og fremst að festa mig ekki í einhverju ákveðnu, því það er nauðsynlegt að bjóða upp á tilbreytingu, bæði fyrir áheyrendur og fyrir okkur. Við ákváðum að hafa slavneska tónlist í meirihluta í ár, en hún er í bland við verk eftir Mozart, Brahms, Ravel og Jón Þórarinsson. Auk þessa munum við frumflytja verk eftir Claudio Puntin.“ Efnisskrá tónleikanna á föstudag er fyrir hlé tileinkuð Mozart. Fyrst munu Edda og Ólafur Kjartan flytja fimm sönglög og síðan verður kvint- ett fyrir klarinett og strengjakvart- ett. „Við byrjum á Mozart því mér finnst hann besta tónskáldið til þess að opna dagskrá á borð við þessa. Það er svo mikil birta og heiðríkja í verkum hans. Eftir hlé syngur Ólaf- ur Kjartan ljóðaflokk eftir Ravel um Don Kíkóta og síðan spilum við Bryndís Halla sónötu eftir ung- verska tónskáldið Kodály, en hann notaði þjóðlagaarf lands síns mjög mikið í sinni tónlist sem innblástur. Seinast á efnisskrá föstudags- tónleikanna eru mjög falleg ljóð eftir Bridge fyrir baritón, lágfiðlu og pí- anó,“ segir Edda. „Þessi hljóðfæra- og raddskipan er fremur óvenjuleg, en lágfiðlan og baritónröddin hljóma alveg einstaklega vel saman. Lág- fiðlan er náttúrlega altinn í strengja- fjölskyldunni og báðar raddir frem- ur dökkar,“ segir Ólafur Kjartan. Hlustun djassleikara Að sögn Eddu hefst dagskrá laug- ardagstónleikanna á slóvneskum til- brigðum eftir Martinu fyrir selló og píanó. „Síðan eru fimm lög eftir Prokofieff sem Una óskaði eftir að spila og Vovka varð mjög glaður þegar hann frétti það, því hann hef- ur æft þetta verk en aldrei fengið tækifæri til þess að spila það á tón- leikum. Seinast fyrir hlé mun Ólafur Kjartan flytja nokkur íslensk þjóð- lög í útsetningu Jóns Þórarinssonar og ljóðaflokkinn Love and Death (Um ást og dauða) eftir Jón,“ segir Edda. „Mér þykir afar vænt um þennan ljóðaflokk Jóns Þórarins- sonar, en þetta er fyrsti íslenski ljóðaflokkurinn sem skrifaður var sérstaklega fyrir baritón,“ segir Ólafur Kjartan. Eftir hlé verður verkið Fratelli di sangue (Fóstbræður) eftir Claudio Puntin frumflutt. Að sögn Puntins skiptist verkið í fimm kafla sem til- einkaðir eru fjórum merkum tónlist- armönnum, en miðkaflinn sem nefn- ist Friðlaus er tileinkaður sígaunum. „Í raun má segja að verkið end- urspegli ástríðufull tengsl mín við austur-evrópska tónlist. Kvintettinn lýsir í tónmáli virðingu minni fyrir nokkrum frábærum tónlist- armönnum frá mismunandi austur- evrópskum menningarsvæðum, þ.e. Djivan Gasparian sem er heims- frægur dudukleikari [duduk er armenskt hljóðfæri af ætt tvíblöð- unga, innskot blaðamanns], Naftule Brantwein sem var afar frægur klezmer-klarinettuleikari, Benone Damian, rúmenskur fiðluleikari, og Sergiu Celibidache sem ég nam hjá og lít á sem minn lærimeistara.“ Verkið gerir ráð fyrir að hljóðfæra- leikararnir spinni sjálfir innan ákveðins ramma verksins. „Það eru auðvitað áhrif frá djassinum, en ég tel að klassískir tónlistarmenn gætu einmitt lært talsvert af þeirri hlustun sem ríkir meðal djassleik- ara,“ segir Puntin. Lokatónleikarnir, sem hefjast kl. 15 á sunnudag, byrja á forleik með gyðingjastefjum eftir Prokofieff. „Því næst verður flutt gullfallegt verk eftir Dvorák fyrir tvær fiðlur og víólu. Síðast fyrir hlé eru fimm sönglög eftir Tsjajkovskí sem Ólafur Kjartan syngur á rússnesku,“ segir Edda. Að sögn Ólafs Kjartans er af- skaplega gaman að syngja á rúss- nesku þar sem rússneskan er mjög söngvænt mál. „En ég leitaði mér vitaskuld aðstoðar við framburðinn,“ segir Ólafur Kjartan kíminn. Tón- leikunum lýkur með kvintett eftir Brahms fyrir píanó og strengi sem Vovka Ashkenazy leiðir, en hefð er fyrir því að ljúka tónleikaröðinni á stærra kammerverki. Slavnesk tónlist í heiðri höfð Árlegir kammertón- leikar á Kirkjubæj- arklaustri hefjast á föstudagskvöldið og standa yfir helgina. Silja Björk Huldu- dóttir ræddi við Eddu Erlendsdóttur píanó- leikara, Ólaf Kjartan Sigurðarson baritón og Claudio Puntin klarinettuleikara. Morgunblaðið/Jim Smart Tónlistarfólkið sem fram kemur á kammertónleikum á Kirkjubæjarklaustri. Gerður Gunnarsdóttir, Una Sveinbjarn- ardóttir, Ólafur Kjartan Sigurðarson (fyrir framan), Claudio Puntin, Edda Erlendsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir með dóttur sína Kolfinnu, Michael Stirling og Ásdís Valdimarsdóttir. Á myndina vantar Vovka Ashkenazy. Morgunblaðið/Jim Smart Bryndís Halla Gylfadóttir ásamt dóttur sinni, Kolfinnu. silja@mbl.is BÓKSALA sumarsins snýst að veru- legu leyti um bækur á erlendum tungumálum að sögn Kristjáns B. Jónassonar, útgáfustjóra Forlagsins og umsjónarmanns ferðabókaútgáfu Eddu – miðlunar. „Verslanir Pennans/Eymundsson- ar hafa frá því í vor búið til sérstakan sölulista á hálfs mánaðar fresti yfir bækur fyrir ferðamenn á erlendum málum og því sjást þær ekki á al- mennum sölulista verslananna. Þessi listi hefur ekki verið kynntur sérstak- lega, en vegna þess að nú dregur að því að einn helsti metsöluhöfundur þessa lands, Sigurgeir Sigurjónsson, selji 150 þúsundasta eintakið af bók- um sínum vildum við með samþykki Pennans koma honum á framfæri,“ segir Kristján. „Þess má til gamans geta að það sem af er þessu ári hefur Sigurgeir selt um 6 þúsund eintök af Lost in Iceland, eða Íslandssýn eins og hún heitir á íslensku, á ensku, ís- lensku, frönsku og þýsku. Einnig er vert að geta þess að Edda – útgáfa gefur út eða dreifir öllum bókunum á metsölulistanum, nema einni, sem er Sagas of the Icelanders, kiljuútgáfa Íslendinga sagna frá Penguin-útgáf- unni. Frakkar eru nú að verða einn helsti hópur ferðamanna hér og list- inn endurspeglar vel fjölgun þeirra,“ segir Kristján. Bóksala til ferðamanna Ljósmynda- bækur Sigurgeirs vinsælastar #$ %  &&  ' () " * $+& & * ,+                (&" * - &  - &./ * 0/    ! " .$&  +$(&" * 1  .( +2   #  $%& .$&  )(&" * 1  .( +2        +$(&" * - &  - &./ * 0/   '(  ) + " * 0/   # &  3 4      (&" * 5&  ) *& +   & , &  (&" * - &  - &. * 0/   -   - * .$&  (&" * 1  .( +2   ./  0   )(&" * 6& & +& , #&  (&" * - &  - &./ * 0/                   !"#"$%  RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær að veita Bókmenntahátíð í Reykavík 2003 styrk að upphæð 3 millj- ónum króna. Styrkurinn er veittur af ráðstöfunarfé ríkis- tjórnarinnar og er ekki tekinn af öðrum liðum fjárlaga né af fjárveitingu einstakra ráðu- neyta. Bókmenntahátíð í Reykjavík er sjálfseignarstofnun í eigu nokkurra einstaklinga, rithöf- unda og bókmenntamanna. Há- tíðin í ár hefst laugardaginn 6. september og stendur til 12. september. Fjöldi innlendra og erlendra rithöfunda og bók- menntafræðinga tekur þátt í dagskránni. Þrjár milljónir til Bókmennta- hátíðar LISTASUMAR í Súðavík hefst í kvöld með veglegri afmælisveislu sem haldin verður á planinu við grunnskólann og síðan er dagskrá- in þéttskipuð fram á sunnu- dagskvöld er há- tíðinni lýkur. „Við bjóðum hátíðargesti vel- komna og gleðj- umst yfir 5 ára afmæli Listasum- ars í Súðavík. Þetta verður kvöldkaffi með stórri afmælistertu og lifandi tónlist sem hitar upp fyrir helgina undir hress- um dansi fjölskyldunnar,“ segir Soffía Vagnsdóttir framkvæmda- stjóri hátíðarinnar. „Á morgun kl. 20 sýnum við fjöl- skyldumyndina „Diddu og dauða köttinn“ í hinu einstaka félagsheim- ili okkar í Súðavík sem nú hefur fengið andlitslyftingu. Þar er bíó aðeins einu sinni á ári, – á Lista- sumri. Kristlaug Sigurðardóttir höf- undur og framleiðandi myndarinnar og aðalleikkonan, hin 11 ára gamla Kristín Ósk Gísladóttir, heiðra bíó- gesti með nærveru sinni og segja sögur af gerð hennar. Í Dekurhúsinu, næstnýjasta fyr- irtækinu í Súðavík, verður konum á sama tíma boðið upp á fótabað í ol- íu, axla- og höfuðnudd, andlits- maska, huggulega tónlist og upp- lestur í samvinnu við Snyrtistofuna Arínu í Bolungarvík. Á föstudags- morgun við félagsheimilið kl. 10 leggur Ragnar Þorbergsson, inn- fæddur Súðvíkingur, upp í göngu- ferð með gestum um gamla þorpið og segir sögur af liðnum tíma, hús- um, fólki og atburðum. Gangan verður endurtekin á laugardags- morguninn. Á föstudaginn kl. 14.30 ætlar einn af tengdasonum Súðavíkur, Barði Ingibjartsson, að sigla með gesti inn í Folafót þar sem genginn verð- ur góður hringur undir leiðsögn hans og síðan drukkið lautarkaffi áður en haldið er af stað heim. Ferðin í heild tekur um það bil þrjár og hálfa klukkustund. Dagskrá fyrir alla aldurshópa Þá verður boðið upp á námskeið fyrir bæði börn og fullorðna í ljóða- gerð, myndlist, textarýni og list- bókagerð undir stjórn þeirra Dóru Árna. og Birgis Svan Símonarsonar. Á laugardagskvöldið verður bál og brekkusöngur með útikakóbar og kleinur. Tónleikarnir á Listasumri hafa ætíð slegið aðsóknarmet enda jafn- an landsþekkt tónlistarfólk á ferð- inni. Að þessu sinni er það hin fær- eyska söngkona Eivør Pálsdóttir sem kemur og það er sönn ánægja að fá þessa ungu og frábæru, fær- eysku söngkonu í heimsókn ásamt hljómsveit sem ber það skemmti- lega heiti Þessir þrír. Hljómsveitina skipa Pétur Grétarsson á trommur, Eðvarð Lárusson á gítar og Birgir Bragason á bassa.“ Soffía segir að dagskráin sé mið- uð við alla aldurshópa og ekki síst að kynslóðirnar geti notið sín sam- an við hina ýmsu viðburði. „Þannig verður keppt í Fáránleikum, þar sem foreldrar og börn keppa saman í liðum. Hljómsveitin Buff leikur fyrir dansi á laugardagskvöldið. Óskar Einarsson stjórnar svo tón- listinni við gospelmessu á sunnu- dagsmorguninn og sr. Agnes Sig- urðardóttir þjónar. Steinn Ármann Magnússon leikari og skemmti- kraftur stígur á svið á fjölskyldu- skemmtun eftir hádegið á sunnu- daginn svo allir ættu að geta skemmt sér saman þessa daga frá morgni til kvölds.“ Súðavík Fimmta listasum- arið að hefjast Eivør Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.