Morgunblaðið - 06.08.2003, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 39
HANNES Hlífar Stefánsson
(2.560) sigraði í stórmeistaraflokki á
skákhátíðinnni Skáksumri í Árósum
2003. Þetta var sterkasta mót hátíð-
arinnar, en hún var liður í umfangs-
miklum hátíðarhöldum sem standa
allt þetta ár í tilefni af 100 ára afmæli
danska skáksambandsins. Lokastað-
an á mótinu varð þessi:
1. Hannes H. Stefánsson 6½ v.
2. Artur Jakubiec 5½ v.
3. Davor Palo 5 v.
4.–7. Bogdan Lalic, Marijan Petrov, Rasmus
Skytte, Karsten Rasmussen 4½ v.
8.–9. Jens Ove Fries Nielsen, Klaus Berg 3½
10. Joanna Dworakowska 3 v.
Sigur Hannesar var öruggur. Hann
tók forystuna strax í upphafi mótsins
með tveimur sigurskákum og hélt
henni allt til loka. Lengst af hafði
hann hálfs vinnings forystu, en jók
hana í heilan vinning í sjöundu um-
ferð. Hannes var taplaus á mótinu og
sigraði í fjórum skákum. Sigurskák-
irnar voru gegn fjórum af þeim fimm
dönsku alþjóðameisturum sem tóku
þátt í mótinu. Mótið var í IX styrk-
leikaflokki, en meðalstig keppenda
voru 2.470.
Danski alþjóðlegi meistarinn Dav-
or Palo (2.510) stóð sig best dönsku
keppendanna þótt ekki tækist honum
að næla sér í stórmeistaraáfanga eins
og Danir höfðu vonað. Hann tapaði
einungis einni skák á mótinu og það
var gegn Hannesi í fyrstu umferð
mótsins.
Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson
Svart: Davor Palo
Nimzoindversk vörn
1.d4 Rf6 2.c4 e6 3.Rc3 Bb4 4.Dc2
d5 5.cxd5 Dxd5 6.Rf3 c5
Palo bregður út af skák þeirra
Hannesar á Evrópumótinu í Istanbul
í maí á þessu ári. Hannes vann þá
skák, en byrjunin tefldist á eftirfar-
andi hátt: 6...Df5 7.Dxf5 exf5 8.a3 Bd6
9.g3 Be6 10.Bg2 c6 11.0–0 Rbd7
12.He1 h6 13.Rd2 0–0 14.b3 Rb6 15.e3
a5 16.Hb1 Rbd5 17.Re2 Hfe8 18.Bb2
Bd7 19.Rc4 Bf8 20.Rc1 Be6 21.Rd2
Bc8 22.Rd3 o.s.frv.
7.dxc5 Dxc5 8.Be3 --
Nýr leikur. Venjulega er leikið
8.Bd2 í þessari stöðu, en hvítur hefur
ekki fengið mikið út úr þeim stöðum.
8...Bxc3+ 9.bxc3 Dh5
Eðlilegast virðist að leika 9.-- Da5 í
þessari stöðu.
10.Bg5 Dg6 11.Da4+ Bd7 12.Da3
Bc6 13.Bf4 De4?!
Þessi leikur er varla sá besti, en eft-
ir 13...Rbd7, t.d. 14.Hd1 Re4 15.e3
Hc8 16.Db4 Ref6 17.Re5 Rxe5
18.Bxe5 Df5 19.Bb5+ Bc6 20.Bxc6+
bxc6 21.Bf4 a5 22.Dd4 á hvítur betra
tafl.
14.e3 Rbd7 15.Rd4 e5 16.f3 Dg6
17.Rxc6 bxc6 18.Bg3 Dg5 19.e4 Rh5
Eða 19...c5 20.Bb5 De3+ 21.Kf1
0–0 22.Hd1 Hfd8 23.Bf2 Df4 24.Hd6
og svartur er í miklum vandræðum.
20.Bf2 Rf4 21.g3 Re6 22.Dd6 De7
Sjá stöðumynd 1.
23.0–0–0 --
Hannes hefði geta tekið peðið á c6,
en sér ekki ástæðu til að gefa and-
stæðingnum mótspil.
23...Hc8 24.Bh3 Dxd6 25.Hxd6
Ke7 26.Hhd1 Hc7 27.f4 Rf6
Palo hefði veitt meira viðnám með
því að leika 27...Hb8, þótt það dugi
varla til að bjarga taflinu, t.d. 28.Bxe6
fxe6 29.g4 Rf6 30.Bh4 Kf7 31.Bxf6
Kxf6 32.f5 Kg5 33.fxe6 Kxg4 34.Kc2
He7 35.Kd3 Hb2 36.Hd7 Hxe6
37.Hxg7+ Kh5 38.Hdg1 h6 39.Hxa7
Hxh2 40.Hag7 Hd6+ 41.Kc4 og hvít-
ur ætti að vinna endataflið.
28.f5! --
Sjá stöðumynd 2.
28...Rxe4
Svartur bjargar engu með 28...Rd4
29.Bxd4 exd4 (29...Kxd6 30.Bb6+)
30.H6xd4 o.s.frv.
29.fxe6 Rxd6 30.Bc5 Hd8 31.exf7
Kxf7
Svartur getur hvorki leikið
31...Hcc8 né 31...Hcd7, vegna hvíta
biskupsins á h3.
32.Bxd6 Hb7
33.Hf1+ Kg6
34.Bxe5 He7
35.Bd4 He2
36.Bf5+ Kh6
37.Bc2 Hxh2
38.Hf7 og svartur
gafst upp. Besta
vörnin er 38...He8,
en eftir 39.Hxg7
Hxc2+ 40.Kxc2 c5 41.Hg4 cxd4
42.cxd4 He3 43.d5 Ha3 44.Hd4
Hxa2+ 45.Kb3 He2 46.d6 He8 47.d7
Hd8 48.Kc4 á hvítur unnið tafl.
Bologan efstur í Dortmund
Makedóníski stórmeistarinn Vikt-
or Bologan (2.650) er efstur á stór-
mótinu í Dortmund í Þýskalandi þeg-
ar mótið er hálfnað. Keppendur eru
tíu og tefld verður tvöföld umferð.
Staðan á mótinu er þessi:
1. Viktor Bologan (2.650) 4 v.
2. Vladimir Kramnik (2.785) 3 v.
3.–6. Arkadi Naiditsch (2.574), Pet-
er Leko (2.739), Teimour Radjabov
(2.648) og Viswanathan Anand (2.774)
2 v.
Bologan hefur sigrað þá Leko,
Naiditsch og svo sjálfan Anand, en
gert jafntefli við aðra keppendur.
Kramnik er einnig taplaus.
Í gær var frídagur, en teflt verður
daglega til 10. ágúst þegar mótinu
lýkur. Mótið er í 18. styrkleikaflokki
og meðalstig keppenda eru 2.695.
Meðal gesta sem hafa heimsótt
mótið er boxarinn Vitali Klitschko
sem teflir sjálfur, en hann var m.a. að
heilsa upp á vin sinn Vladimir Kram-
nik. Töluvert er um að boxarar tefli,
en frægastur þeirra er Lennox Lewis.
Fyrir nokkru styrkti hann grunn-
skóla nokkurn um verulega fjárhæð
til að þjálfa skólaliðið í skák og fram-
farirnar létu ekki á sér standa.
Jón Garðar með 2 v. eftir
fjórar umferðir í Hollandi
Jón Garðar Viðarsson (2.351) teflir
um þessar mundir á alþjóðlegu skák-
móti í Vlissingen í Hollandi. Tefldar
hafa verið fjórar umferðir og hefur
Jón Garðar fengið 2 vinninga. Mótinu
lýkur 9. ágúst.
Hannes Hlífar
sigraði í Árósum
SKÁK
Danmörk
SKÁKSUMAR Í ÁRÓSUM 2003
27. júlí–4. ágúst 2003
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson
dadi@vks.is
Stöðumynd 1. Stöðumynd 2.
Hannes Hlífar
BRÉF TIL BLAÐSINS
ÉG GET ekki orða bundist yfir
græðgi og óheiðarleika gagnvart
tveimur þýskum ferðakonum, sem
fóru í hópferð í kringum landið undir
minni leiðsögn. Sunnudaginn 27. júlí
síðastliðinn ákváðu tvær konur að
skilja við hópinn í Reykjahlíð og fara
í hjólreiðaferð umhverfis Mývatn.
Fengu þær reiðhjól til leigu á Hótel
Reynihlíð og var þeim sagt að fyrir
þær tvær kostuðu hjólin 3.000 krón-
ur. Spurðu þær hvort þær gætu skil-
ið hjólið eftir á Skútustöðum og var
það vel hægt. Þær borguðu strax og
fengu reikninginn afhentan. Þegar
þær eru á leiðinni út með hjólin, er
kallað á þær til baka og sagt að
gleymst hefði aukagjaldið fyrir að
sækja hjólin á Skútustaði, gjald sem
reyndist vera aðrar 3.000 krónur.
Þær urðu hvumsa við en borgðu
þá upphæð grandalausar. Þegar þær
voru síðan búnar að hjóla smástund
runnu á þær tvær grímur. Þeim
fannst þessi aukalega upphæð
óvenju há og fannst þeim þær hafa
verið hlunnfarnar. Sem leiðarstjóri
ferðarinnar hringdi ég fyrir þeirra
hönd í hótelið þá um kvöldið og
spurði um gjaldið. Ég fékk þær upp-
lýsingar að hjólaleiga í einn dag væri
1.500 krónur og væri „pick-up“-gjald
300 krónur frá Skútustöðum, sem
sagt 1.800 krónur á mann. Var konan
í símanum alúðleg og bauð mér að
koma við daginn eftir og fá endur-
greiddar þær 2.400 krónur sem
þýsku konurnar borguðu aukalega.
En þegar við komum á Hótel Reyni-
hlíð daginn eftir átti annað eftir að
koma í ljós. Sjálfur hótelstjórinn var
í móttökunni og virtist bíða eftir okk-
ur. Öðrum eins hroka og yfirgangi
hef ég sjaldan kynnst. Með fyrirlitn-
ingu og dónaskap tjáði hann mér að
þetta hefði verið mikið aukaálag fyr-
ir einn starfsmann hótelsins. Hann
hefði þurft að fara í aukasendiferð
eftir þessum reiðhjólum (14 kíló-
metra ferðalag), sem kostaði sitt. Ég
bað um að fá að sjá verðskrá fyrir
hjólaleigu og skilagjald, en hún
reyndist ekki vera til. Lauk því svo
að konurnar fengu ekki endurgreitt
frá þessum frekar óvinsamlega hót-
elstjóra.
Ef þetta er viðmótið gagnvart er-
lendum ferðamönnum sem vilja
heimsækja okkur og njóta landsins,
þá erum við í vanda stödd. Einn
óánægður ferðamaður hefur marg-
feldisáhrif ef hann kemur heim og
segir frá slæmri reynslu sinni af
landinu. Það er vitað mál að besta
auglýsingin fyrir Ísland kemur frá
fólkinu sem sækir okkur heim og fer
ánægt héðan. Ísland er fámennt land
og því mikið í húfi ef við viljum efla
ferðaþjónustuna. Fólk sem ekki hef-
ur ánægju af því að þjónusta ferða-
fólk á eðlilegan máta ætti að snúa sér
að einhverju öðru.
HARPA HARÐARDÓTTIR,
leiðsögumaður,
Njálsgötu 8a, Reykjavík.
Okrað á ferða-
mönnum í Reynihlíð
Frá Hörpu Harðardóttur
ÞAÐ ER ekki á allra færi að haga
sér eins og siðmenntaður maður.
Vera ærlegur og heiðarlegur við
sjálfan sig og
aðra. Sýna tillits-
semi, hógværð
og aðra kosti
sem prýða góða
manneskju. Ég
er ekki tiltakan-
lega hreykinn af
sjálfum mér
hvað þetta varð-
ar. Þó er ég ekki
svo skyni skroppinn að ég greini
ekki gott frá illu, en það er verra
með þetta rangt og rétt sem virðist
þvælast fyrir fleirum en mér. Því
kæmi ekki flatt á mig að greinast í
fjölmennasta geiranum, þeim sem
kemst þolanlega af án þess að gefa
af sjálfum sér og finna óþægilega
til með öðrum. Mörgum þykir gáf-
um sínum misboðið þegar trúmál
eru annars vegar og hafa sett gull-
ið á stall. Það fer hjá garði þessa
fólks, að þótt gullið sé með mýkstu
málmum skaðar það skynsemina
og eyðir góðleikanum. Það er eng-
um óður til gleðinnar að eiga
margfalt umfram þarfir með fá-
tækt og umkomuleysi í augsýn og
allt um kring.
Í fangelsum landsmanna býr að
meirihluta fólk sem hefur kosið að
fara aðrar leiðir en lög leyfa.
Prestur nokkur sagði um mann úr
þessum hópi: Hann vakti þegar
aðrir sváfu og hjá honum fannst
það sem aðrir glötuðu. Þetta er
ekki þannig í hnotskurn. Eiturlyf
eru mesta böl mannsins og fangar
eiturs eru í tvöföldu fangelsi. Utan
fangelsa eru mannleysurnar sem
viðhalda bölinu, eitursalar og hand-
rukkarar. Það er líka auðvelt að
finna utan fangelsa athafna- og
fjármálamenn sem þar væru best
geymdir og gleymdir.
Þegar ég hugsa til allra þeirra
sem fæðast vanheilir og þeirra sem
aldrei komast úr rúmi og þeirra
sem fæðast til að vera í hjólstólum,
eða slasast þannig, undrast ég
þann fjölda sem ekki skilur hvað
heilsa og frelsi er mikils virði. Skil
ekki hvers vegna fólk nennir að
hanga á Litla-Hrauni í stað þess að
vinna og njóta þess að vera menn.
Hér áður fyrr var Litla-Hraun
kallað letigarður. Til þess að kom-
ast þangað í frítt fæði og þjónustu
þurfa menn að vera í meira lagi
leiðinlegir og óþolandi í samfélags-
legri sambúð. Nú eru slíkir ein-
staklingar meðhöndlaðir eins og
seinvirkir og látið sem öldin sé
önnur og fólk hreinlega valdi ekki
hraðanum og löggjafinn sé úti á
þekju. Fangar á Hrauninu fá góðan
mat og eiga kost á lærdómi.
Það er sorglegt hve margir
liggja eins og mara á þjóðfélaginu
þó þeir séu líkamlega heilir, eru
með öðrum orðum vel á sig komnir
þurfalingar. Þeir kenna öðrum en
sjálfum sér um ófarir sínar og taka
sig ekki á þó allt sé lagt upp í
hendur þeirra.
Menn taka ranga stefnu, leið-
rétta sig og koma heilir til baka.
Það gerði Árni Johnsen. Öllum get-
ur orðið á, en þeir lítt þekktu, sem
villast tímabundið, hverfa fljótt á
vit gleymskunnar, en menn eins og
Árni sjást alstaðar og eru skjól-
lausir. Það er sárt þegar svo er
komið og engin undankomuleið sjá-
anleg. Áberandi þingmanni, þekkt-
um fyrir dugnað og kjark, er nú
skyndilega fundið allt til foráttu.
Þar var umtalsverðu ofaukið þó
maðurinn hafi haft rangt við. Það
er sterk sál sem nær sér heilli út
úr slíkri orrahríð. Ólíkt mörgum,
sýndi Árni að vandamál þurfa ekki
að vera óleysanleg. Hann hóf bar-
áttu fyrir samfanga sína og skrifar
um það sem fyrir ber. Grein hans í
Morgunblaðinu hinn 20. júlí um
Grundarfjörðinn sýnir hvað mað-
urinn er jákvæður og óbugaður.
Hann er greinilega ákveðinn að
hrista af sér martröðina og rétta líf
sitt af. Ekki bara fangar gætu lært
af þessum kjarkmikla manni.
Fangar, hvar sem þeir eru, eiga
frekar að gefa barlóm og sjálfs-
vorkunn upp á bátinn en alla þá
fjölbreytni skemmtilegra lífsmáta
sem í boði eru. Menn geta í flestum
tilfellum kennt sjálfum sér um þeg-
ar illa tekst til, þó til séu und-
antekningar. Það er manndómur
að taka sig á.
ALBERT JENSEN,
Sléttuvegi 3, Reykjavík.
Fyrirmyndarfangi
Frá Alberti Jensen