Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðmundur Kr.Guðmundsson fæddist í Hafnarfirði 21. febrúar 1931. Hann lést á Landspít- alanum á deild 11G hinn 25. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Friðrika Bjarna- dóttir, f. 21. janúar 1907, d. 1. nóvember 2001, og Guðmundur J. Þorvaldsson, f. 7. desember 1899, fórst með Max Pemberton 11. janúar 1944. Systkini Guðmundar Kr. eru Sól- borg, f. 9. ágúst 1925, Þorgerður, f. 13. desember 1926, Bjarnfríður, f. 19. febrúar 1928, d. 1999, Lúther, f. 22. mars 1929, d. 12. janúar 1941, Ingibjörg, f. 14. janúar 1934, og Lovísa, f. 16. nóvember 1939. Hinn 1. desember 1953 kvæntist Guðmundur eftirlifandi eiginkonu janúar 1980. 4) Dagbjört, f. 30. des- ember 1959, maki Ómar Sigur- bergsson, f. 26. september 1958, þau slitu samvistum, börn þeirra eru Halldór, f. 13. júlí 1978, Ragnar, f. 25. apríl 1982, og Anna Birgit, f. 24. ágúst 1986. Núverandi eigin- maður Dagbjartar er Sigurður Þór Kjartansson, hann á eina dóttur, Hrefnu Bóel, f. 21. febrúar 1987. 5) Lovísa, f. 20. janúar 1962, maki Arnþór Bjarnason, f. 1. febrúar 1956. Dætur þeirra eru Jóhanna Sigríður, f. 18. janúar 1986, og Kristjana Stella, f. 19. október 1988. Dóttir Arnþórs af fyrra sam- bandi er Inga Guðrún, f. 19. okt. 1979. Langafabörnin eru fjögur. Guðmundur fór mjög ungur til sjós, fyrst á togurum, síðan á skip- um Eimskipafélagsins. Árið 1966 gerðist hann verkstjóri hjá Eimskip og síðar hjá Samskipum. Starfsferil sinn endaði hann hjá Sorpu. Guðmundur gekk 1969 í Oddfell- owstúkuna Ingólf nr.1. Útför Guðmundar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarð- sett verður í Hafnarfjarðarkirkju- garði. sinni, Jóhönnu Sigríði Þorbjörnsdóttur frá Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru þau Þor- björn Eyjólfsson verk- stjóri, f. 6. apríl 1909, og Halldóra Jóhanns- dóttir, f. 9. júlí 1911, og eru þau bæði látin. Börn þeirrra eru: 1) Þorbjörn, f. 26. apríl 1954, maki Anna Linda Steinólfsdóttir, f. 24. nóvember 1957. Synir þeirra eru Örv- ar, f. 17. mars 1977, d. 2. febrúar 1980, Jóhann Sigurður, f. 23. febrúar 1980, og Steinólfur, f. 1. maí 1982. 2) Lúther, f. 10. apríl 1956, d. 9. desember 1960. 3) Vil- borg, f. 28. ágúst 1957, maki Loftur Jónasson, f. 18. september 1953. Synir þeirra eru Guðmundur Lúth- er, f. 24. júlí 1973, Gústaf, f. 4. febr- úar 1976, og Ólafur Bjarni, f. 26. Elsku pabbi minn. Nú þegar þú hefur kvatt þennan heim langar mig að skrifa nokkrar línur til þín. Margs er að minnast úr æsku minni með þér og mömmu. Öll ferðalögin á sumrin, þegar við sungum hástöf- um og æstum þig upp til að taka fram úr öllum bílum sem á vegi okkar urðu. Þú varst glaðlyndur og frekar stríðinn. Mér er minnisstætt þegar við biðum eftir að bjöllurnar hringdu jólin inn, þegar þú styttir okkur börnunum þínum stundirnar við spil, sérstaklega Olsen Olsen. Þú endaðir alltaf einhverra hluta vegna með allar átturnar (kannski bara smásvindl). Ég var svo heppin sem unglingur að fá að vinna með þér í Granda- skála hjá Eimskipi þar sem þú varst verkstjóri. Þar lærði ég að vinna eins og svo margir aðrir. Ekki var hávaðanum fyrir að fara hjá þér við okkur unga fólkið, heldur hafðir þú lúmskt gaman af uppátækjum okk- ar, án þess þó að það kæmi niður á gæðum afgreiðslunnar og vinnunni. Það sama er að segja um hesta- mennsku þína. Alltaf lagðir þú hundrað prósent rækt við þá eins og öll þau dýr sem þú komst í kynni við á þinni ævi. Mamma gaf þér svipu sem þú átt- ir að nota við hestana. Ég man aldr- ei eftir að þú hafir nokkurn tímann notað hana og þegar þú vildir stoppa hrossin var bara togað létt í taumana og sagt hó, hó. Þegar ég varð fullorðin og eign- aðist börnin mín varst þú afinn sem lék sér við þau og hafðir endalausan tíma. Ferðir á öskuhaugana, báts- ferðir, veiðiferðir, þar sem þú varst einn með strákana, voru stundir sem þeir munu varðveita í hjarta sínu um aldur og ævi. Ein lítil veiði- ferð er mér minnisstæð. Þegar ég loksins mætti á svæðið komu Hall- dór, Raggi og Anna Birgit hlaup- andi á móti mér og tilkynntu að afi væri uppi á slysó að láta taka flug- una úr hausnum. Svona varst þú, pabbi minn, alltaf að gera allt fyrir þá sem þú elskaðir. Líf þitt og mömmu var ekki alltaf auðvelt. Þú varst 29 og mamma 26, þegar þið misstuð Lúlla bróður minn í hræðilegu slysi. Sú lífs- reynsla átti eftir að setja mark sitt á líf ykkar það sem eftir var. Fleiri erfiðleikar urðu á vegi ykkar, en ást ykkar hvors á öðru hjálpaði ykkur ávallt í gegnum þá. Þið nutuð hvort annars í ferðalög- um innanlands sem utan og voru þá Kanaríeyjar í fyrsta sæti. Svo of- arlega voru þessar ferðir þér í huga að skömmu fyrir andlát þitt sagðir þú við mömmu svo við Siggi heyrð- um að þú vildir helst vera á Kanarí hinn 1. des. þegar þið ættuð gull- brúðkaup. Elsku pabbi minn. Það var hrika- lega erfið stund þegar Jóhanna læknir tilkynnti okkur mömmu að þú værir kominn með þennan illvíga sjúkdóm. En eins og allt sem þú gerðir, elsku pabbi minn, voru þín viðbrögð á þann hátt sem allir sem þig þekktu könnuðust við. Yfirveg- uð. Síðastliðna þrjá mánuði eyddi ég miklum tíma með þér, elsku pabbi minn. Ég mun alltaf geyma í hjarta mínu þá stund sem við áttum saman á spítalanum í júní. Þá áttum við okkar stund, þar sem hlutirnir voru ræddir á æðrulausan og einstaklega opinskáan hátt. Við vorum sjaldan eða aldrei jafnnáin og þetta ynd- islega kvöld. Ég mun alltaf eiga þessa minningu með þér og engum öðrum. Pabbi minn. Undir það síðasta þegar ég lá við hliðina á þér og hélt í höndina þína var svo sárt að finna og sjá hvað þú varst sárþjáður. Það er lýsandi fyrir þig, pabbi minn, að alltaf þegar þú varst spurður um líðan þína, þá sagðir þú: „Ég hef það ágætt, það er ekkert að mér.“ Þegar kallið kom fórstu auðvitað með sama friðsæla hættinum, eins og þér var einum lagið. Elsku mamma mín. Takk fyrir hvað þú varst honum pabba mínum góð alla tíð. Sérstakar þakkir viljum við mamma færa öllu starfsfólki á deild 11-G á Landspítala – háskólasjúkra- húsi, Jóhönnu Björnsdóttur og Sig- rúnu Reykdal læknum og síðast en ekki síst heimahlynningu Krabba- meinsfélagsins. Að lokum langar mig að láta fylgja lítið ljóð. Sumarblærinn blíði, hann ber til þín inn frá mér kærustu kveðju og koss á vanga þinn. (Höf. ók.) Þín Dagbjört. Guðmundur Kr. Guðmundsson, tengdafaðir minn, er látinn eftir erf- ið veikindi. Ég kynntist honum fyrir fjórum árum, þegar ég og Dabba dóttir hans rugluðum saman reyt- um. Fjögur ár eru svo sem ekki langur tími, en nógu langur til að komast að því hversu mikið ljúf- menni hann Guðmundur var. Ég hef sjaldan kynnst manni sem hafði því- líkt eðalskap og mannkosti. Hann var svona maður eins og alla langar til að vera. Æðrulaus, ósérhlífinn, skapgóður með afbrigðum og um- fram allt húmoristi. Hvar sem hann kom, var hann hrókur alls fagnaðar. Það var yndislegt að sjá hann innan um börnin sín og barnabörn. Þar naut hann sín og ósjaldan var tekið í spil eða sagðar sögur af gömlu góðu árunum. Það var honum sér- staklega mikils virði, því þá hafði GUÐMUNDUR KR. GUÐMUNDSSON ✝ Anna Soffía Ax-elsdóttir Guest fæddist í Reykjavík 26. mars 1930. Hún lést í Englandi 24. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Margrét Ólafs- dóttir, f. 11. apríl 1897, d. 12. mars 1958, og Axel Rögn- valdsson Magnusen, f. 27. mars 1892, d. 1. nóvember 1968. Systkini hennar eru: Aðalheiður Þórunn, f. 6. desember 1920, d. 8. nóvember 1982, Rögnvaldur Jón, f. 13. desember 1923, maki Kristrún Elíasdóttir, f. 9. ágúst 1931, eiga þau þrjú börn, Hjörleif- ur, f. 30. nóvember 1926, d. 12. nóvember 1990, og Ólafur Helgi, f. 7. febrúar 1932. Hinn 1. mars 1952 giftist Anna Soffía Roy Arthur William Guest, f. 21. apríl 1927, framkvæmda- stjóra í Englandi. Anna Soffía og Roy eignuðust tvö börn. Þau eru: 1) Signý Karen, f. 7. júlí 1957 í Englandi, hjúkrunarfræðing- ur. Maður hennar er Christofer Malcolm De’Verenne fram- kvæmdastjóri. Þeirra börn eru: a) Rebecca Emily, f. 1982, b) Charlotte Victoria Katrín, f. 1986. 2) Paul Krist- ján, f. 2. júlí 1961. Kona hans er Karen húsfreyja. Börn þeirra eru a) Benjamin David Joseph, f. 1992, b) Eleanor Anna Soffía, f. 1994. Anna Soffía fór um tvítugt til Englands og nam snyrtifræði í London og vann við það í nokkur ár. Eftir það varð hún heimavinn- andi húsmóðir. Útför Önnu Soffíu fór fram frá Brinkworth 2. maí síðastliðinn en minningarathöfn verður í Krists- kirkju í Landakoti í dag og hefst klukkan 18. Þegar nákominn ættingi og vinur fellur frá streyma minningarnar fram í hugskotið eins og myndabók sem maður getur flett að vild. Bernskuárin í Bolungarvík þar sem lífið var leikur og Anna Fía fékk að fara úr ys og þys höfuðborgarinnar og dvelja hjá okkur árum saman í þessu friðsæla sjávarþorpi. Við vor- um einstaklega samrýndar og kær- ar hvor annarri alla tíð enda aðeins eitt ár á milli okkar. Tvær litlar stelpur – frænkur sem sögðust vera næstum því systur. Mamman var söngstjóri og organisti í kirkjunni okkar á Hólnum og fengum við oft að vera við messu og þá auðvitað sparibúnar í fínu kápunum okkar með hvítu skinnköntunum. Sátum við þá uppi á lofti í kirkjunni og dunduðum okkur við að plokka skinnið á kápunum svo lítið bar á og létum svo hárin svífa niður á kirkju- gesti. Þetta var trúlega okkar versta prakkarastrik því leikirnir voru ljúfir og saklausir. Hundurinn okkar Taft dró okkur á magasleða á veturna og litla sæta kisan Rósa var alltaf til í að leika. Við byggðum okkur líka snjóhús með hillum til að hafa kerti á og í minningunni voru þau snjóhús stór af því að við gátum staðið þar uppréttar. Við vorum svo heppnar að hafa ömmu okkar – sem Anna Fía var skírð í höfuðið á – á heimilinu og hún gat endalaust sagt sögur og rifjað upp bernsku sína. Leið Önnu Soffíu lá svo aftur til höfuðborgarinnar og síðar ennþá lengra út í heim. Hún fór í heim- sókn til frænku sinnar sem bjó í Englandi og þar tók ástin fljótlega í taumana. Ung að árum giftist hún Roy Guest, miklum sómamanni sem svo sannarlega er ekta „English Gentleman“ og héldu þau gullbrúð- kaup sitt fyrir rúmum tveimur ár- um. Anna fór í snyrtiskóla í London og lærði þar allt sem viðkom snyrt- ingu og snyrtivörum. Vann hún síð- an við ráðgjöf og sölu á snyrtivörum í stórverslunum eins og Selfridge’s á Oxford Street sem margir kann- ast við hér heima. Fyrstu hjúskap- arár sín bjuggu Anna og Roy í London en eftir að eldra barn þeirra, dóttirin Signý, var fædd, keyptu þau sér hús í Crowthorn, litlu þorpi fyrir sunnan London. Þar fæddist þeim sonurinn Paul. Hann var fyrstu mánuðina kallaður „baby“ en afi hans Axel var ekki sáttur við það og kallaði hann Nonna af því að hann þótti líkur Nonna bróður Önnu. Síðan hefur Paul verið kallaður Nonni. Anna Fía undi hag sínum vel og hafði nóg að gera heima fyrir með húsið, garðinn og börnin en ekki síst gestina. Þau hjón voru alltaf einstaklega gestrisin og skyldfólk og vinir voru oft í heimsókn hjá þeim, jafnvel vikum og mánuðum saman. Fannst þeim sjálfsagt að fara með gesti langar leiðir og sýna þeim merka staði og borgir. Anna var mikil húsmóðir og góður kokk- ur. Það var ekki hávaði og læti á því heimili, Anna var afskaplega skap- góð og þægileg í umgengni og þau hjón samhent í einu og öllu enda bera börnin heimilinu og uppeldinu gott vitni; myndarfólk sem hefur komið sér vel fyrir í lífinu og nú er komin lítil Anna Soffía. Anna mín var hreinskiptin kona og sagði skoð- un sína umbúðalaust hverjum sem var þegar henni þótti þurfa. Eftir nokkurra ára búsetu í Crowthorn keyptu þau sér stærra hús við Brinkworth, þorp nálægt Bath í Suðvestur-Englandi. Þar áttu þau góðar stundir ekki síður en í Crowthorn. Alltaf hefur Roy unnið í London og látið sig hafa það að keyra á milli heimilis og vinnustað- ar allt upp í klst. á dag hvora leið. Núna er hann hættur að vinna í London og er einn í stóra húsinu og saknar Önnu sinnar. Þó Anna hafi dvalið mestan hluta ævinnar utan Íslands var hún meiri Íslendingur í sér heldur en margir hér heima. Íslenskunni hélt hún hreinni þótt hún hitti ekki Íslending í Englandi, jafnvel árum saman. Fyrir fáum árum fór heilsu Önnu Fíu að hraka og síðustu mánuðirnir voru henni erfiðir en Roy og börnin ANNA SOFFÍA AXELSDÓTTIR Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls föður okkar, tengdaföður og afa, BIRGIS GARÐARSSONAR, Krókatúni 4a, Akranesi, (áður Hlíðarbyggð, Garðabæ). Svava Birgisdóttir, Sigurður Ásgeirsson, Guðrún Birgisdóttir, Guðlaugur Jakob Ragnarsson, Einar Björgvin Birgisson, Ágústa H. Bárudóttir og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALBJÖRG ÞORVALDSDÓTTIR, Heiðarhraun 30c, Grindavík, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn 31. júlí, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 8. ágúst kl. 15.00. Ívar Þórhallsson, Lovísa Sveinsdóttir, Sigurjón Þórhallsson, Helga Ingólfsdóttir, Indiana Þórhallsdóttir, Páll Halldórsson, Hallbjörg Þórhallsdóttir, Dagný Þórhallsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BENJAMÍN S. ANTONSSON skipstjóri, Snægili 9, Akureyri, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 28. júlí, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju fimmtudaginn 7. ágúst kl. 14.00. Margrét Ásgrímsdóttir, Anton Benjamínsson, Björg Konráðsdóttir, Bryndís Benjamínsdóttir, Haraldur Krüger, Ásgrímur Þór Benjamínsson, Sigrún Brynjólfsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.