Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 10
Í FRUMSKÝRSLU Samkeppnisstofn- unar um athugun á samkeppni á trygg- ingamarkaðnum finnur stofnunin að ýmsum atriðum í starfsemi trygginga- félaganna og samtaka þeirra, Sam- bands íslenskra tryggingafélaga (SÍT). Telur hún að samkeppnislög hafi verið brotin með samráði á ýmsum sviðum, ekki síst á vettvangi SÍT. Í lokafrásögn af frumskýrslu Samkeppn- isstofnunar um tryggingafélögin er greint frá nokkrum málum, til viðbótar þeim sem sagt var frá í blaðinu í gær og á laugardag. „Samráð í tryggingum smærri fiskiskipa“ Í tengslum við aðild Íslands að EES- samningunum var felldur niður einkaréttur bátaábyrgðarfélaga á því að tryggja vélskip undir 100,49 rúmlestum brúttó. Lög um þetta voru samþykkt á Alþingi í desember 1993 og komust nýju reglurnar að fullu til framkvæmda 1. janúar 1995. Í skýrslu Samkeppnisstofnunar segir að lögin hafi verið sett til að auka sam- keppni í þessum tryggingum en ljóst sé að að- ildarfyrirtæki Sambands íslenskra trygginga- félaga hafi frá upphafi ákveðið að hafa með sér ólögmætt samráð um tryggingarnar. Fram kemur í skýrslunni að skömmu eftir að lögin voru samþykkt hafi væntanleg samkeppni komið til umræðu á vettvangi Íslenskrar end- urtryggingar sem öll stærstu félögin eiga aðild að. Á minnisblaði sem fannst hjá því félagi og dagsett er 6. janúar 1994 eru hugleiðingar um fyrirkomulag á þessum nýju tryggingum og hugsanlegt samráð skipatryggingafélaganna um þær. Samkeppnisstofnun telur að af texta skjalsins megi skýrlega ráða að aðildarfyr- irtæki SÍT fjalli sameiginlega um nýja sam- keppni á markaðnum. Dregur stofnunin þær ályktanir af athugasemdum á blaðinu að hugur forráðamanna félaganna hafi staðið til þess að tryggja öllum skerf af hinum nýju tryggingum og hindra að einstök félög byðu betur í verði eða þjónustustigi en önnur. Í skýrslunni eru birtar upplýsingar úr fleiri minnisblöðum og fundargerðum og telur Sam- keppnisstofnun að þau sýni að félögin hafi gert samkomulag um samráð varðandi iðgjöld í tryggingum minni fiskiskipa. Samráðið hafi átt sér stað á vegum Samsteypu íslenskra fiski- skipatrygginga og SÍT. Samkomulaginu hafi verið fylgt í framkvæmd með samningi við Landssamband íslenskra útvegsmanna um ið- gjaldakjör fyrir fiskiskip minni en 100,5 brúttó- rúmlestir. Telur stofnunin að gögn sýni með skýrum hætti að aðildarfyrirtæki SÍT hafi ákveðið ið- gjöldin saman. Engu máli skipti lögmæti gern- ingsins þótt gerður hafi verið samningur við hagsmunasamtök viðkomandi vátryggingataka enda leggi 10. grein samkeppnislaga bann við hvers konar verðsamráði milli keppinauta og umgjörð þess eða tilgangur hafi ekki þýðingu varðandi það hvort brot hafi verið framið. Niðurstaða umfjöllunarinnar er að Sam- keppnisstofnun telur ljóst að aðildarfyrirtæki SÍT hafi frá ársbyrjun 1994 haft með sér ólög- mætt samráð í tryggingum minni fiskiskipa. Um sé að ræða alvarlegt brot á 10. grein sam- keppnislaga. „Samráð um kaupverð á þjónustu“ Í frumskýrslu Samkeppnisstofnunar kemur fram það álit að gögn málsins sýni að Samband íslenskra tryggingafélaga og aðildarfyrirtæki þess hafi haft með sér samráð um kaupverð á þjónustu lögmanna og lækna. Segir að slíkt samráð á fákeppnismarkaði sé til þess fallið að takmarka samkeppni. Jafnframt er vakin at- hygli á því að Samband íslenskra trygginga- félaga eða aðildarfyrirtæki hafi ekki sótt um undanþágu frá slíku banni. Birtar eru upplýsingar úr minnisblaði sem SÍT sendi aðildarfyrirtækjum 9. september 1994 varðandi þátt lögmanna í uppgjöri líkams- tjóna. Þar er þeim tilmælum beint til aðild- arfyrirtækja að leggja ákveðið verð til grund- vallar við ákvörðun þóknunar til lögmanna og útreikningsaðferð. Fram kemur það álit að til- mælunum sé ætlað að hafa áhrif á innkaups- verð aðildarfyrirtækja á þessari þjónustu og fari því gegn 12. grein samkeppnislaga, sam- anber 10. grein. Ekki skipti máli þótt um til- mæli sé að ræða. Þá telur stofnunin sig hafa gögn úr fundargerðum Sjóvár-Almennra sem staðfesti að umrætt samráð hafi farið fram. Á árinu 1993 gaf Samband íslenskra trygg- ingafélaga út eyðublað sem læknum er ætlað að nota þegar þeir gefa út áverkavottorð til trygg- ingafélags. Eyðublaðið var sent aðildarfélög- unum með hugmyndum um hvað teldist eðlileg gjaldtaka lækna fyrir útfyllingu þess. Síðar kom fram að samkomulag hefði náðst við lækna um notkun eyðublaðsins og þóknun þeirra. Síð- asta orðsending SÍT þessa efnis sem vitnað er í er frá apríl 1999. Telur Samkeppnisstofnun að gögnin sýni að SÍT og aðildarfyrirtæki hafi frá árinu 1993 haft samráð um verð sem aðildarfyrirtæki greiða læknum fyrir útfyllingu áverkavottorða og brotið þar með gegn 10. og 12. grein samkeppn- Frumskýrsla Samkeppnisstofnunar um meint samráð trygginga Telur SÍT gegna ákveðnu varð- mannshlutverki Morgunblaðið/Kristinn Samkeppnisstofnun heldur því fram að Samband ís- lenskra tryggingafélaga (SÍT) hafi gegnt miklu hlutverki við að takmarka samkeppni aðildarfélaganna og hindra aðgang annarra að markaðnum. Með samráði á vett- vangi SÍT hafi félögin brotið samkeppnislög. Sagt er frá málum sem þessu tengjast og fleirum úr frumskýrslu. SAMKEPPNISSTOFNUN OG TRYGGINGAFÉLÖGIN 10 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Samband íslenskra tryggingafélaga Samband íslenskra trygginga- félaga, SÍT, telur að aðildarfélög hafi ekki gerst sek um ólögmætt samráð um tryggingar smærri fiskiskipa, þ.e. skipa undir 100,5 brúttórúmlestir. Í svari samtakanna segir að verði ekki fallist á það telji þau að brotin séu fyrnd. Ekki séu lagaskil- yrði til þess að telja hin meintu brot sem framhaldsbrot eins og það sé skilgreint í refsirétti. Þá segir að verði ekki fallist á að brotin séu fyrnd telji samtökin að með hliðsjón af jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar beri að afgreiða málið eins og samstarf innan Sam- steypu íslenskrar fiskiskipatrygg- ingar, SÍFT, og því sé ekki tilefni til aðgerða vegna málsins. Logos lögmannsþjónusta vann svar SÍT til Samkeppnisstofnunar. Vátryggingafélag Íslands Vátryggingafélag Íslands, VÍS, krefst þess í svari sínu varðandi meint samráð í tryggingum smærri fiskiskipa að málið verði fellt niður. Segir m.a. svo í svari lögmanna fé- lagsins um þetta atriði: „Verði ekki á það fallist telur umbjóðandi okkar allt að einu ljóst að samningar milli vátrygginga- félaganna og LÍÚ hafi ekki haft samkeppnishamlandi markmið. Þar af leiðandi hvíli á samkeppnisyf- irvöldum að sýna fram á neikvæð áhrif samninganna á samkeppni. Við mat á því beri að vega jákvæð áhrif samninganna á móti neikvæð- um áhrifum ef einhver eru, og taka mið af því hvernig þessi markaður hefði þróast hefði engu samstarfi verið til að dreifa. Umbjóðandi okkar leggur í þessu sambandi ríka áherslu á að fiskiskipaeigendur (en ekki má gleymast að samkeppn- isyfirvöldum er einmitt ætlað að vernda hagsmuni þeirra í máli þessu) telja hagsmunum sínum betur borgið með samstarfi en án þess.“ Logos lögmannsþjónusta vann svar VÍS. Tryggingamiðstöðin Í andsvari sínu hafnar Trygg- ingamiðstöðin, TM, því alfarið að hafa brotið samkeppnislög varð- andi tryggingar smærri fiskiskipa. Ef einhver brot hafi verið framin telur félagið að þau séu þá fyrnd. Einnig bendir TM á að ekkert af þeim gögnum sem Samkeppn- isstofnun byggi niðurstöðu sína á sé komið frá félaginu. Það hafi keppt á markaðnum af heilindum og allar ákvarðanir tengdar ið- gjöldum og viðskiptakjörum hafi verið teknar af félaginu sjálfu án samráðs við aðra. TM neitar ekki aðild að SÍFT en strax og sam- keppnisyfirvöld hafi látið í ljós þá skoðun sína að sú vinna sem þar færi fram samræmdist ekki sam- keppnislögum hafi samsteypan verið lögð niður. Lögfræðileg greinargerð TM er unnin af lögmönnum félagsins, Guðmundi Péturssyni hrl. og Val- geiri Péturssyni hrl., svo og Hreini Loftssyni hrl. og fulltrúa hans, Gunnari Þór Þórarinssyni hdl. Sjóvá-Almennar Í andsvari sínu benda Sjóvá- Almennar, SA, á að niðurstaða Samkeppnisstofnunar varðandi tryggingar smærri fiskiskipa sé ekki studd neinum gögnum sem komi frá SA. Félagið hafi í fyrsta lagi ekki hafið sölu á þessum tryggingum fyrr en á árinu 1995. Í ljósi þess sé einsýnt að SA geti ekki talist hafa brotið ákvæði 10. gr. samkeppnislaga árið 1994, eins og Samkeppnisstofnun haldi fram. Í öðru lagi sé ljóst að ákvörðun um þessi iðgjöld hafi alfarið verið tekin af einum starfsmanni SA og án samráðs við önnur félög. Telur fé- lagið öll málsgögn sýna að það hafi sjálfstætt og á eigin forsendum tekið ákvarðanir um þessi iðgjöld en ekki í samráði við önnur félög. Lögmannsstofan LEX vann greinargerðina fyrir Sjóvá- Almennar. Andmæli vegna trygginga smærri fiskiskipa Málið verði fellt niður Samband íslenskra tryggingafélaga Samband íslenskra trygginga- félaga, SÍT, og aðildarfélög hafna því að hafa brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga með upplýsingamiðlun. Samkeppn- isstofnun telur í frumskýrslu sinni að með því að skiptast á upplýsingum um bónusafslætti, skilvísi viðskiptavina og um nýja keppinauta hafi félögin brotið samkeppnislög. Í svari sínu segir SÍT að al- mennt sé viðurkennt að ákveðin upplýsingamiðlun milli fyr- irtækja sé heimil og „í raun réttri óhjákvæmileg, en fram hjá því er algerlega litið í frum- athugun Samkeppnisstofnunar“, segir í svari lögmanna SÍT til stofnunarinnar. Þar segir að staðhæfingar um upplýsinga- miðlun um bónus séu rangar enda sé slík miðlun upplýsinga samkvæmt fyrirliggjandi yf- irlýsingum sem ekki hafi verið hnekkt. Þá er því mótmælt að skipst hafi verið á upplýsingum um skilvísi vátryggjenda sem teljist brjóta í bága við ákvæði samkeppnislaga, engum gögnum sé til að dreifa sem sýni slíkt. Varðandi upplýsingamiðlun um nýja keppinauta er lögð áhersla á að SÍT telji að athafn- ir hans hafi verið eðlilegar fyrir hagsmunasamtök. „Er því alger- lega hafnað að hann hafi gegnt einhvers konar hlutverki fyrir aðildarfélög hans, sem gangi í berhögg við samkeppnislög,“ segir í svari SÍT. Vátryggingafélag Íslands Vátryggingafélag Íslands, VÍS, hafnar því einnig að sú framkvæmd sem myndast hafi um upplýsingaskipti feli í sér brot á 10. grein samkeppn- islaga. Um bónusafslætti segir að slíkar upplýsingar hafi aðeins farið milli félaganna þegar við- skiptavinir færi viðskipti sín milli félaga. „Er þá litið svo á að nýr vátryggjandi hafi umboð vá- tryggjandans til að fara fram á upplýsingar um afsláttarkjör hans hjá eldri vátryggjanda. Hefur umbjóðandi okkar litið svo á að honum sé ekki stætt á að synja nýjum vátryggjanda um slíkar upplýsingar,“ segir í svari lögmanna VÍS. Þá er bent á að skipti á bónusupplýsingum stuðli að hreyfanleika á markaði og er talið að jákvæð áhrif slíkra upplýsingaskipta vegi upp á móti þeim neikvæðu ef ein- hver eru. Varðandi upplýsingar um skil- vísi vátryggjenda segir í svarinu Andmæli vegna miðlunar upplýsinga um Miðlun talin óhjá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.