Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 209. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Kyrrsettur í Kína Dansk-íslenskur maður fékk ekki fararleyfi Erlent 16 Aðalheiður S. Eysteinsdóttir hélt 40 sýningar á 40 dögum 18 Barist gegn reykingum Reyklausir bekkir eru hlutfalls- lega flestir hérlendis 26 Sýningahrinu lokið INDÓNESÍSKUR lögreglumaður á vettvangi þar sem öflug bílsprengja sprakk fyrir utan Marriot- hótel í viðskiptahverfinu í Jakarta í gær, með þeim afleiðingum að a.m.k. þrettán fórust og á annað hundrað slasaðist. Hótelið er rekið af bandarísku Marriot-hótelkeðj- unni, og í gær fordæmdi George W. Bush tilræðið og sagði það „heigulsverk“. Lýsti Bush fullum stuðningi við baráttu Megawati Sukarnoputri Indónesíu- forseta gegn hryðjuverkastarfsemi. / 15 Reuters Þrettán létust í sprengjutilræði FYRSTU skref í átt til friðar voru tekin í Monróvíu, höfuð- borg Líberíu, í gær, en óljóst var hvort forseti landsins, Charles Taylor, myndi efna fyrirheit sitt um að láta af völdum. Hermenn Taylors og uppreisnarmenn tókust í hendur og föðmuðust á þrem brúm sem hvað harðastir bar- dagar hafa staðið um undan- farna tvo mánuði. Síðan á mánudag hafa níg- erískir friðargæsluliðar verið fluttir til landsins, en alls er von á rúmlega 3.000 manna liði þangað. Í gær bárust óljósar fregnir af því, að Tayl- or, sem sagður var hafa lýst yfir að hann myndi láta af völdum á mánudaginn og þiggja boð um hæli í Nígeríu, hefði sett ný skilyrði fyrir brottför sinni, m.a. að fallið yrði frá stríðsglæpaákærum á hendur honum. Undanfarin 14 ár hefur borgarastyrjöld geisað með hléum í Líberíu, og kostað um 200 þúsund manns lífið. Friðar- vottur í Líberíu Monróvíu, Abuja. AFP, AP. JÓHANNA Guðmundsdóttir, sem hefur bú- ið í yfir 36 ár í Hofheim í nágrenni Frank- furt, sagði hitann nær óbærilegan. „Götu- hitinn í Frankfurt, milli háhýsanna, var um 50 gráður núna áð- an, og lofthitinn ein 39 stig,“ sagði hún í samtali við Morgun- blaðið. Hitamet eru sleg- in þessa dagana í Evrópu, og vart bú- andi í stórborgunum sökum hitans. „Í þessi 36 ár sem ég hef búið hér hef ég aldrei upplifað ann- að eins. Maður gerir sitt besta til að halda hitanum úti, til dæmis með því að hafa gluggatjöldin fyrir. Síðastliðnar tvær nætur hef ég lítið sofið vegna þess að ekk- ert kólnar yfir nóttina,“ segir Jóhanna. Kæfandi hiti í Parísarborg Stefán Þór Sæmundsson er staddur í París ásamt eiginkonu sinni. Hann segir sumarið vera eitt það þurrasta og heitasta sem sést hefur. „Það eru færri á ferli utan- dyra, og fólk baðar sig í gosbrunnunum. Ég er þegar búinn að kæla mig í brunninum við Louvre-safnið og við Eiffel-turninn í dag,“ sagði Stefán í samtali við Morgunblaðið. Hann segir hitann líkan vegg, sérstaklega þegar komið sé út úr loftkældu húsnæði í 40 stiga hitann. „Ég er hins vegar staddur í loftkældri verslunarmiðstöð núna, og er óvenju fús til þess háttar verslunarferða þessa dagana,“ bætti Stefán við. Ólafur Jónasson er ásamt fjölskyldu sinni á ferð um Norður-Ítalíu. „Við keyrðum frá Frakklandi yfir til Ítalíu fyrir nokkrum dögum, og á leiðinni sáum við víða elda sem kviknað höfðu af sjálfum sér vegna mikilla þurrka í allt sumar. Slökkvilið og þyrlur hafa verið í óða önn að slökkva eldana, og höfum við séð eina fimm eða sex síðan í gærkvöldi,“ sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið. Íslendingar á meginlandi Evrópu þreyttir á hitunum Hitinn nær óbærilegur Þýskur drengur kælir sig í hitanum. STEIKJANDI hiti olli fjórum dauðsföllum til viðbótar á Spáni í gær, og hafa þá að minnsta kosti 14 látist af völdum hitanna þar undanfarna viku. Þeir sem létust í gær voru fjórar eldri konur, en að sögn lækna þjáðust þær af öndunarfærasjúkdómum, og gerði hitinn illt verra. Hitinn eykur á skógarelda er brenna á Spáni og Portúgal, þar sem tvö lík fundust í gær, og hafa þá alls ellefu látist af völdum eldanna. Í Frakklandi hefur hitabylgjan leitt til þess að vatn er skammtað víða. Er meðal annars bannað að vökva garða, þvo bíla og setja vatn í sundlaugar. Hitamet var slegið í Bordeaux á mánudag er hitinn fór í 40,7 gráður yfir hádaginn. Dauðsföllum vegna hita í Evrópu fjölgar Madríd. AP.  Mestu skógareldar/16 BURÐARÁS, Sjóvá-Almennar og Kaupþing Búnaðarbanki gerðu í gærkvöldi með sér samkomulag um að selja alla eignarhluti sína í Skeljungi til Steinhóla ehf. Eftir viðskiptin ráða Steinhólar yfir 90,7% hlutabréfa í Skeljungi og munu á næstunni gera öllum hluthöfum félagsins tilboð um kaup á hlut þeirra. Gengi á bréf- um Skeljungs í þessum viðskipt- um er 15,9 og nemur kaupverðið því um 10,7 milljörðum króna. Miðað við þetta er markaðsvirði fyrirtækisins um 11,8 milljarðar króna. Lokagengi bréfa Skelj- ungs í Kauphöll Íslands í gær var 14,5 og markaðsvirði samkvæmt því 10,9 milljarðar króna. Selja á eignir sem ekki tengjast kjarnastarfsemi Að Steinhólum standa dóttur- félag Eimskipafélags Íslands, Burðarás, með 25% hlut, Sjóvá- Almennar tryggingar með önnur 25% og Kaupþing Búnaðarbanki með 50% hlut. Í tilkynningu frá félaginu segir að þessir hluthafar muni standa saman að rekstri Skeljungs og áformi að selja eignir félagsins sem ekki tengist kjarnastarfsemi þess. Stefnt er að því að afskrá hlutabréf Skelj- ungs úr Kauphöll Íslands. Samhliða framangreindum við- skiptum mun Burðarás kaupa alla hluti Skeljungs í Eimskipa- félagi Íslands og Sjóvá-Almennar munu kaupa hluti Skeljungs í Sjóvá-Almennum og Flugleiðum. Auk þess stefna yfirtökuaðilar að því að selja aðrar eignir sem ekki tengjast kjarnastarfsemi Skelj- ungs. Hluthafar Steinhóla ehf. hafa gagnkvæman kauprétt hver á hlutum annars í Steinhólum ehf. Jafnframt eiga Burðarás og Sjóvá-Almennar tryggingar sölu- rétt á hlutum sínum í Steinhólum ehf. gagnvart Kaupþingi Búnað- arbanka hf. Viðskiptin á genginu 15,9 Viðskiptin með bréf Skeljungs voru á genginu 15,9 sem er hæsta verð sem þessir aðilar hafa greitt í viðskiptum sínum með bréf í Skeljungi á síðustu sex mánuð- um. Öðrum hluthöfum verður boðið að selja sína hluti á sama gengi. Fyrir viðskiptin átti Burðarás 23,35% í Skeljungi, Sjóvá-Al- mennar 25,02% og Kaupþing Búnaðarbanki 39,62%. Jafnframt hafa Steinhólar tryggt sér kaup á 2,71% hlut til viðbótar og nemur þá eignarhlutur félagsins í Skelj- ungi alls 90,7%. Ekki náðist í Ingimund Sig- urpálsson forstjóra Eimskips í gærkvöldi. Eignarhaldsfélagið Stein- hólar kaupir Skeljung hf. Kaupþing Búnaðarbanki með 50% hlut og Burðarás og Sjóvá-Almennar með 25% hlut hvort í Steinhólum  Öðrum hluthöfum verður gert tilboð AÐ mati Sig- urðar Ein- arssonar er samningurinn ekki síðri fyrir minni hluthafa í Skeljungi en þá stóru. „Við erum ánægð með að þessi lausn skuli vera fundin. Við teljum þennan samning vera við- unandi fyrir alla aðila, bæði fyrir þessa þrjá stóru hluthafa og ekki síst fyrir minni hluthafana,“ segir Sigurður Einarsson, stjórn- arformaður Kaupþings Bún- aðarbanka hf. Ánægður með að lausn skuli fundin ♦ ♦ ♦ EINAR Sveins- son forstjóri Sjóvár-Al- mennra segir fjárfestingu í Skeljungi hafa skilað sér. „Okkar fjár- festing í Skelj- ungi hófst fyrir um þremur árum. Nú er ljóst að sú fjárfesting skilar Sjóvá-Almenn- um góðum hagnaði. Ég get ekki annað en verið ánægður með að niðurstaða hafi fengist og tel að nú skapist friður um Skeljung, starfsmönnum og viðskiptavinum til hagsbóta,“ segir Einar. Til hags- bóta fyrir starfsmenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.