Morgunblaðið - 06.08.2003, Side 45
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 45
Opna
Þönglabakkamótið
Ræst verður út frá kl. 08.00 til 10.00 og frá 13.00 til 15.00.
Skráning rástíma í síma 486 4495 hefst
miðvikudaginn 6. ágúst 2003.
Mótsgjald kr. 3000.
Haldið á Golfvelli
Kiðjavergs Grímsnesi, Árnessýslu
Laugardaginn 9. ágúst 2003
Mótið er punktamót.
Hæst er gefið 24 punktar hjá körlum og 28 punktar hjá konum.
Einnig er spilað í gestaflokki.
Veitt verða verðlaun fyrir fjögur efstu sæti í öllum flokkum.
Nándarverðlaun fyrir alla á 3/12, 7/16, annað högg á 9/18
braut.
VEIGARI Páli Gunnarssyni, leik-
manni KR í knattspyrnu, var boðið
fyrir helgi að mæta til æfinga hjá
enska úrvalsdeildarliðinu Bolton,
en hann afþakkaði boðið.
Veigar Páll, sem verður laus
allra mála hjá KR að lokinni leiktíð,
vildi heldur fara til Bolton þegar
knattspyrnuvertíðinni hér á landi
er lokið.
„Ég tel það miklu skynsamlegra
að fara út eftir mót, því þá hef ég
smátíma til að sýna hvað í mér býr.
Það er mjög erfitt að gera eitthvað
af viti á tveimur æfingum og einum
leik, eins og stóð til hefði ég farið út
um helgina,“ sagði Veigar Páll í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Veigar Páll
til Bolton
DAVID Beckham opnaði marka-
reikning sinn fyrir Real Madrid,
þegar hann skoraði mark úr
aukaspyrnu gegn FC Tokyo í vin-
áttuleik í gær í Tókýó. 48 þús.
áhorfendur sáu leikinn og Beck-
ham skora fyrsta markið á 37.
mín. „Það var gaman að skora
mark í mínum öðrum leik með
Real. Ég naut þess að leika með
liðinu – sem lél vel,“ sagði Beck-
ham.
„Við sáum hvað Beckham get-
ur. Hann lék vel og ég er ánægð-
ur,“ Carlos Quieroz, þjálfari Real.
Santiago Solari skoraði annað
mark Real stuttu seinna og það
var svo Brasilíumaðurinn Ron-
aldo sem gulltryggði sigurinn
þremur mín. fyrir leikslok.
Beckham byrjaði leikinn á
miðjunni í staðinn fyrir Zinedine
Zidane, sem var meiddur. Hann
stóð sig vel í lykilhlutverki á
miðjunni með Figo, Ronaldo og
Raul sér við hlið.
Beckham
skoraði
í Tókýó
Reuters
Beckham fagnar marki sínu.
ÁSGEIR Sigurvinsson og Logi
Ólafsson, landsliðsþjálfarar í knatt-
spyrnu, tilkynntu í gær hvaða leik-
menn eru í leikmannahópi þeirra,
sem mætir Færeyingum í Evrópu-
keppni landsliða í Þórshöfn 20.
ágúst. Þrjár breytingar eru á lands-
liðshópnum frá viðureign við Lithá-
en og Færeyjar í júní.
Heiðar Helguson, Watford, Ólafur
Örn Bjarnason, Grindavík og Veigar
Páll Gunnarsson, KR, koma í stað
Guðna Bergssonar sem er hættur,
Gylfa Einarssonar, Lilleström, og
Tryggva Guðmundssonar, Stabæk,
sem er meiddur. Annars er hópurinn
þannig skipaður:
Markverðir
Birkir Kristinsson, ÍBV
Árni Gautur Arason, Rosenborg
Aðrir leikmenn
Rúnar Kristinsson, Lokeren
Arnar Grétarsson, Lokeren
Hermann Hreiðarsson, Charlton
Helgi Sigurðsson, Lyn
Þórður Guðjónsson, Bochum
Lárus Orri Sigurðsson, WBA
Brynjar Björn Gunnarsson, Nott-
ingham Forest
Arnar Þór Viðarsson, Lokeren
Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea
Jóhannes Karl Guðjónsson, Betis
Marel Baldvinsson, Lokeren
Ívar Ingimarsson, Wolves
Ólafur Örn Bjarnason, Grindavík
Indriði Sigurðsson, Lilleström
Veigar Páll Gunnarsson, KR
Hermann leikur sinn 50. landsleik
í Færeyjum og Árni Gautur sinn 30.
leik.
Rúnar er sem fyrr leikjahæstur
með 100 leiki, Birkir hefur leikið 73
leiki og Arnar Grétarsson hefur leik-
ið 61 leik.
Fyrirliðinn Eiður Smári leikur
sinn 25. landsleik og fær gullúr KSÍ,
eins og hefð er fyrir.
Veigar hefur leikið aðeins þrjá
landsleiki.
CHARLES McCormick, leikmað-
ur Þróttar, var í gær eini leikmað-
urinn í efstu deild karla í knatt-
spyrnu sem var úrskurðaður í
leikbann. Hann fékk eins leiks bann
fyrir rautt spjald sem hann fékk
gegn KA í síðustu umferð.
HINS vegar voru átta leikmenn og
einn þjálfari úrskurðaðir í bann í 1.
deild karla. Gunnar Bergþórsson og
Henning Jónasson, Aftureldingu,
Jón Gunnar Gunnarsson, Haukum,
Zoran Panic og Þórður Jensson, HK
og Jóhann Þórhallsson, Þór fengu
allir eins leiks bann vegna fjögurra
gulra spjalda.
INGVI Hrafn Ingvason, Leiftri/
Dalvík fékk eins leiks bann vegna
sex gulra spjalda. Þá fengu þeir
Gunnar B. Ólafsson, leikmaður
Breiðabliks og Þorsteinn Halldórs-
son, þjálfari Hauka eins leiks bann
vegna brottvísunnar
EDU, Lauren og Sol Campbell
skoruðu fyrir Arsenal, sem fagnaði
sigri á Glasgow Rangers í æfinga-
leik á Ibrox, 3:0.
HERMANN Hreiðarsson lék með
Chalton er liðið vann QPR á Loftus
Road, 3:1.
HARRY Kewell gerði sitt fyrsta
mark fyrir Liverpool í gærkvöld er
liðið sigraði Aberdeen í Skotlandi í
æfingaleik, 5:1. Neil Mellor gerði tvö
mörk og þeir Emile Heskey og
Danny Murphy sitt markið hvor.
ALAN Shearer, fyrirliði New-
castle, skoraði bæði mörk liðsins er
það gerði jafntefli við Bayern
München á St James’Park, 2:2.
Owen Hargreaves, beint úr auka-
spyrnu, og Claudio Pizarro skoruðu
fyrir Bayern.
FÓLK
Heiðar skoraði
HEIÐAR Helguson, leikmaður Watford, skoraði mark sinna manna
er liðið tapaði fyrir Chelsea 4:1 í æfingaleik sem fram fór á Vic-
arage Road, heimavelli Watford. Á meðal tæplega 20 þúsund áhorf-
enda voru landsliðsþjálfarar Íslands, þeir Logi Ólafsson og Ásgeir
Sigurvinsson sem fylgdust með þeim Heiðari og Eiði Smára Guð-
johnsen. „Okkar menn stóðu sig mjög vel í kvöld. Heiðar lék í sextíu
mínútur og skoraði gott skallamark. Eiður kom hins vegar inn á í
hálfleik og stóð sig vel,“ sagði Ásgeir í samtali við Morgunblaðið að
leik loknum í gær og bætti við að mikill styrkleikamunur væri á
Chelsea og Watford. Mörk Chelsea í leiknum gerðu Mikael Forssell.
Jimmy Floyd Hasselbaink, Damien Duff og eitt markanna var
sjálfsmark. Eiður Smári átti stóran þátt í marki Duffs, því mark-
vörður Watford varði skot Eiðs, en Duff fylgdi á eftir og skoraði.
Fyrst við fórum í það á annaðborð að fá til okkar útlending,
er mikill kostur að það sé leikmaður
sem við þekkjum vel til og vitum
hvað á að geta gert. Þetta er sjö-
undi leikmaðurinn sem við fáum til
okkar í sumar og nú er ljóst að við
setjum markið hátt. Leikmanna-
hópurinn á eftir að setja sér mark-
mið en með þennan hóp er auðvitað
ekki hægt að gera minni kröfur en
að komast í undanúrslit Íslands-
mótsins í vetur,“ sagði Ásgeir.
Savukynas lék með Aftureldingu
í þrjú ár, frá 1998 til 2001, og varð
þrefaldur meistari með liðinu fyrsta
tímabilið. Áður hafði hann spilað
með Kaunas í heimalandi sínu og
Kristiansand í Noregi. Frá Aftur-
eldingu fór hann til þýsks 3. deild-
arliðs, þaðan til Zofingen í Sviss, og
síðasta vetur lék hann með Sviesa-
Savanoris í heimalandi sínu, og var
þá kjörinn handknattleiksmaður
ársins í Litháen.
Auk Litháans hefur Grótta/KR
endurheimt Hilmar Þórlindsson frá
Spáni, fengið Daða Hafþórsson frá
Aftureldingu, Þorleif Björnsson og
Kristin Björgúlfsson frá ÍR og
Gísla Guðmundsson frá Selfossi,
auk þess sem Oleg Titov, fyrrum
Framari, hefur tekið fram skóna og
æfir með liðinu. Farnir eru Aleks-
andrs Petersons til Düsseldorf í
Þýskalandi, Gísli Kristjánsson til
Fredericia HK í Danmörku, Davíð
Ólafsson, sem væntanlega fer í Val,
og Einar Baldvin Árnason, sem er
hættur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gintaras Savukynas, fyrrverandi leikmaður Aftureldingar í
Mosfellsbæ, hefur gengið til liðs við Gróttu/KR.
Gintaras til liðs
við Gróttu/KR
GINTARAS Savukynas, landsliðsfyrirliði Litháens í handknattleik,
hefur samið við Gróttu/KR um að leika með liðinu næsta vetur. Til
stóð að hann kæmi á ný til Aftureldingar en Ásgeir Jónsson, stjórn-
armaður hjá Gróttu/KR, sagði við Morgunblaðið að þegar ljóst hefði
verið að hann færi ekki þangað, hefði verið ákveðið að fá hann til
félagsins.
Þeir
fara til
Færeyja