Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Bandaríkjanna, sagðist í viðtali við Sawa, útvarpsstöð sem útvarpar á ar- abísku í Mið-Austurlöndum og er styrkt af bandarískum yfirvöldum, hafa áhyggjur af því að múrinn nái sums staðar yfir á yfirráðasvæði Pal- estínumanna. „… við höfum áhyggj- ur þegar girðingin nær yfir á land annarra og þegar hún er byggð þann- ig að hún torveldar framvindu frið- arferlisins, það veldur okkur vanda,“ sagði Powell. Abbas aflýsir fundi með Sharon Mahmud Abbas, forsætisráðherra Palestínumanna, aflýsti fyrirhuguð- um fundi með Ariel Sharon, forsætis- ráðherra Ísraels, í gær. Að því er AFP hafði eftir nánum samstarfs- manni Abbas er ástæðan tregða Ísr- aela við að uppfylla ákvæði hins svo- BANDARÍSK yfirvöld hugleiða að beita Ísraela refsiaðgerðum vegna hinnar umdeildu öryggisgirðingar eða múrs sem Ísraelssstjórn er að reisa milli svæða Ísraela og Palest- ínumanna. Að sögn háttsetts bandarísks emb- ættismanns, sem ekki vildi láta nafns síns getið, myndi refsing Bandaríkja- manna að öllum líkindum felast í því að skerða lán, sem Bandaríkjastjórn hefur lofað Ísraelum, um fjárhæð sem nemur þeirri upphæð sem bygg- ing múrsins kostar. Múrinn á að fylgja nokkurn veginn landamærun- um eins og þau voru fyrir sex daga stríðið 1967 en sums staðar á hann samt að verða á svæðum Palestínu- manna og skerða því enn land þeirra. „Spurningar um byggingu girðing- arinnar hafa vaknað og við erum að ræða hvernig við getum lýst áhyggj- um okkar á áþreifanlegan hátt,“ sagði embættismaðurinn. Colin Powell, utanríkisráðherra kallaða Vegvísis til friðar. „Abu Mazen (Abbas) afboðaði fundinn vegna þess að Ísraelar sýna engin merki þess að vilja í raun og veru hrinda Vegvísinum í framkvæmd,“ sagði heimildarmaðurinn. Hann sagði helsta deiluefnið vera það að Ísraelar neita að sleppa palestínsk- um föngum úr ísraelskum fangelsum svo einhverju nemi en talið er að 6.000 Palestínumenn séu í haldi í Ísr- ael. Handtóku mótmælendur Ísraelskar öryggissveitir hand- tóku í gær 47 manns sem reyndu að stöðva byggingu múrsins umdeilda. Fólkið, sem flest er af erlendum upp- runa, reisti tjald í garði palestínskrar fjölskyldu á Vesturbakkanum þar sem Ísraelar ætluðu að reisa hluta girðingarinnar. Meirihluti þeirra sem ísraelska lögreglan handtók tilheyrir alþjóðlegum samtökum sem styðja sjálfstætt palestínskt ríki. „Þegar þeir höfðu fjarlægt okkur óku þeir jarðýtum þvert yfir eignina,“ sagði einn mótmælendanna. Þrátt fyrir að utanaðkomandi gagnrýni á byggingu fyrrnefnds múrs fari vaxandi sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar að mikill meirihluti Ísraela styður hana. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins (ESB) sagði í gær nýja lög- gjöf, sem samþykkt var í ísraelska þinginu í síðustu viku og meinar Pal- estínumönnum sem giftast ísr- aelskum borgurum um ísraelskan ríkisborgararétt, „mismuna“ fólki. „Framkvæmdastjórnin mun rann- saka hvernig þessi löggjöf samræm- ist alþjóðalögum og grundvallarvið- miðum um mannréttindi,“ sagði Giancarlo Chellavard, sérstakur er- indreki ESB í Ísrael. Mun Bandaríkjastjórn beita Ísraela refsiaðgerðum? Ísraelar handtaka 47 manns fyrir að mótmæla öryggismúrnum Jerúsalem. Washington. AFP. LATWP BENAZIR Bhutto, fyrr- verandi for- sætisráð- herra Pakistans, og eiginmaður hennar, Asif Zardari, voru í gær dæmd í sex mánaða fangelsi og hvoru um sig gert að greiða 50.000 dala sekt, tæpar fjórar milljónir íslenskra króna, fyrir fjármála- misferli. Dómurinn féll í Sviss en hjónin sömdu árið 1993 við svissneska fyrirtækið SGS um að hafa eftirlit með inn- og út- flutningi í Pakistan. Hjónin fengu milljónir dollara í sinn hlut fyrir að semja um viðskiptin við SGS. Svissneska ríkið hefur rann- sakað málið í fimm ár. SÞ taki tillit til réttinda sam- kynhneigðra BARÁTTUFÓLK fyrir réttind- um samkynhneigðra krafðist þess í gær að samkynhneigðra væri sérstaklega getið í alþjóð- legum samningum um mann- réttindi. Þá fór hópurinn þess á leit við Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) að pör af sama kyni nytu sömu réttinda og pör af gagn- stæðu kyni. Bandalag homma, lesbía og tvíkynhneigðra sem starfa hjá SÞ skipulagði pallborðsumræð- ur sem fóru fram í New York í gær. Þar kom fram að bandalag- ið telur mikið hafa áunnist í rétt- indabaráttu samkynhneigðra en sagði um leið að enn væri mikið starf framundan. Insúlín misnotað í vaxtarrækt LÆKNAR telja æ fleira vaxt- arræktarfólk tefla lífi sínu í hættu með því að nota insúlín til að byggja hraðar upp vöðva- massann. Insúlín, sem undir venjulegum kringumstæðum er aðeins ætlað sykursjúku fólki, getur verið mjög árangursríkt fyrir líkamsræktarfólk sem vill byggja upp mikinn vöðvamassa. Notkun lyfsins í þeim tilgangi getur hins vegar verið afar hættuleg. Þannig getur blóðsyk- ur fólks hrapað mjög skyndilega með þeim afleiðingum að það fellur í dá eða deyr. Langtíma- notkun insúlíns getur að sögn lækna enn fremur valdið óbæt- anlegum skaða á líkamanum og þeir sem nota lyfið geta jafnvel orðið sykursjúkir vegna lang- varandi notkunar. Hætt við að hætta við geim- brúðkaup RÚSSNESKI geimfarinn Júrí Malentsjenkó, sem nú dvelur í alþjóðlegu geimstöðinni, ætlar að halda fast við áform um að gifta sig úti í geimnum og hunsa þannig tilmæli rússneskra emb- ættismanna um að bíða með það þangað til hann kemur aftur til jarðar. Malentsjenkó hafði áður lofað forsvarsmönnum rúss- nesku geimferðastofnunarinnar að fresta brúðkaupinu. Hann hefur nú skipt aftur um skoðun, að sögn Sergeis Gorbúnovs, talsmanns geimferðastofnunar- innar, og hyggst kvænast unn- ustu sinni, Ekaterínu Dmítríev, áður en langt um líður en hún er búsett í Texas í Bandaríkjunum. STUTT Bhutto dæmd fyrir misferli Benazir Bhutto HITABYLGJAN í Evrópu hefur valdið því að víða hafa kviknað skóg- areldar, mest hefur þó gengið á í Portúgal en þar eru eldarnir skæðari en verið hefur um margra áratuga skeið. Hafa ellefu manns, þar af einn slökkviliðsmaður, látið þar lífið í eld- unum og ríkisstjórnin lýst yfir neyð- arástandi. Einnig hefur hún beðið Evrópusambandið um aðstoð vegna hamfaranna en um 3.000 slökkviliðs- menn og 400 hermenn reyna að vinna bug á eldunum sem loga á um 70 stöðum. Eldar hafa auk þess geis- að á Spáni, Ítalíu, í Frakklandi og Króatíu. Auk hitabylgjunnar, sem veldur því að tré og graslendi er skrauf- þurrt, hefur síbreytileg vindátt gert slökkviliðinu mjög erfitt um vik. Tankflugvélar sem varpa vatni yfir hamfarasvæðin hafa verið sendar til Portúgal frá Ítalíu, Spáni og Mar- okkó. Bretar, Norðmenn og Banda- ríkjamenn hétu einnig Portúgölum aðstoð á mánudag. Líkamsleifar tveggja kvenna, sem fórust í eldinum, fundust nálægt heimilum þeirra í bænum Chamusca í Portúgal á sunnudag. Munu þær hafa flúið eldana en snúið aftur heim til að reyna að bjarga verðmætum munum úr húsunum. Logaði á eynni Capri Fimm manns fórust í eldununum í Frakklandi í liðinni viku en talið er að menn hafi nú að mestu náð tökum á eldunum þar í landi. Eldarnir á Spáni hafa herjað aðallega í suður- og miðhluta landsins og hafa mörg hundruð manns flúið heimili sín. Í Estremadure-héraði, við landamær- in að Portúgal, loga enn þrír eldar sem talið er að hafi kviknað af völd- um eldingar en víða í umræddum löndum er talið að fólk hafi í ógáti átt sök á hamförunum með því að fleygja frá sér logandi sígarettu. Skógareldar geisuðu einnig við Gen- úa á Ítalíu í gær og á eynni Caprien á síðarnefnda staðnum tókst að yfir- buga eldinn. Einnig kviknuðu eldar á mörgum stöðum í Toskana-héraði, Kampaníu og Lazio, umhverfis Róm en talið er að regn sem þar hefur fall- ið muni draga úr líkum á hættuleg- um eldum. Um helgina var beitt vatnsflutn- ingaflugvélum gegn eldum sem geisa við króatísku borgina Zadar á strönd Adríahafsins og á eyjunum Hvar og Brac. Mikið tjón mun hafa orðið á furuskógum og ökrum á eyjunum tveim. Þurrkarnir í Króatíu eru tald- ir vera þeir skæðustu í hálfa öld. Evrópumenn eru ekki einir um að berjast gegn eldum í kjölfar þurrka. Kanadamenn berjast nú við öflug- ustu skógarelda sem geisað hafa í um 50 ár á stórum svæðum í sam- bandsríkjunum Alberta og Bresku Kólumbíu sem er á Kyrrahafs- ströndinni. Í síðastnefnda ríkinu hafa um 10.000 manns orðið að yf- irgefa heimili sín. Mörg íbúðarhús hafa orðið eldinum að bráð. Afleiðingar þurrkanna í nokkrum Evrópuríkjum og í vestanverðu Kanada Mestu skógareldar í áratugi AP Þyrla slökkviliðsmanna hverfur næstum í reykjarbólstrunum frá skógareldunum við borgina Burgos á Norður- Spáni í gær. Varpað var vatni úr þyrlunni á eldana en vegna þess hve trén eru skraufþurr dugar það skammt. París, Madrid, Lisabon, Zagreb, Róm. AFP. Á annan tug manna hefur farist í Evrópu höfðu skráð sig í flug til Kaupmannahafnar á mánudagsmorgun, en þegar Arskog sýndi landa- mæravörðum vegabréf sitt komu vöflur á þá og svo fór, að hann var hnepptur í varðhald í á aðra klukkustund án nokkurra útskýringa, að því er fram kemur í frásögn sem Arskog skrifaði fyrir kínverska dagblaðið Beijing Today. „Lögreglan afhenti mér síðan vegabréfið mitt aftur, sagði mér að ég mætti ekki fara frá Kína og skyldi því fara aftur til heimilis míns í Peking. Án nokkurra útskýringa. Í fyrsta lagi töluðu þeir enga ensku, og í öðru lagi vildu þeir ekki veita mér neinar upplýsingar … Ég veit ekki hvort þeim hafði verið bannað það, eða vildu ekki gera það. Þeir sögðust einfaldlega ekki vita ástæð- una!“ Arskog segist hafa haft samband við kínverska DANSK-íslenska fréttamann- inum Niels Peter Arskog hef- ur verið meinað að fara frá Kína, þar sem hann hefur ver- ið búsettur í sjö ár. Segir hann kínversk yfirvöld ekki hafa gefið neina skýringu á því hvers vegna kínverskir landa- mæraverðir stöðvuðu för hans er hann var að stíga um borð í flugvél í Peking á mánudag- inn, er hann hugðist fara til Danmerkur til að vera við brúðkaup sonar síns á laugardaginn. Arskog, sem m.a. er fréttaritari Morgunblaðs- ins í Kína, var í för með kínverskum vini sínum, sem fékk að fara óáreittur til Danmerkur. Þeir utanríkisráðuneytið og kínversk innflytjenda- yfirvöld, en þar hafi enginn kannast við það að honum væri bannað að yfirgefa landið. Þá hefur hann einnig leitað á náðir sendiráða Danmerkur og Íslands. „Ég hélt frá flugvellinum heim í íbúðina mína í Peking og hafði enn enga hugmynd um af hverju mér var bannað að fara úr landi,“ skrifar hann í Beijing Today, og kveðst hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með þá meðferð er hann hafi sætt af hendi landamæralögreglunnar. „Ég var meðhöndlaður eins og glæpamaður! Og ég hef aldrei brotið nein lög í Kína … ekki einu sinni umferðarlög. En ég er nú farinn að skilja hvers vegna Vesturlandabúar líta á Kína sem lögregluríki, þar sem mannréttindi eru bara þorp í Síberíu.“ Fréttaritara bannað að yfirgefa Kína Niels Peter Arskog

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.