Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 37
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 37 Eyvindur var nú að taka þátt í Ól- ympíukeppni í fjórða sinn, sem er einsdæmi meðal íslenskra nemenda, því gjarnan eru það nemendur af seinni tveimur námsárum framhalds- skóla sem veljast í landsliðið í stærð- fræði. Dæmin sem nemendur glíma við í Ólympíukeppni falla hins vegar oftast ekki undir hefðbundið náms- efni íslenskra framhaldsskóla, þó svo einungis séu gjaldgeng til leikanna ungmenni sem ekki hafa hafið nám í háskóla. Þar af leiðir að þeir nem- endur sem taka þátt í þessari keppni þurfa yfirleitt á sérstökum undirbún- ingi að halda. Á það við um íslensku keppendurna líka. Ljóst er að án þess að hafa fengið sérstaka leiðsögn í greinum eins og talnafræði, fléttu- fræði, rúmfræði og algebru, myndu fæstir nemendur eiga erindi í svona keppni, þar sem þeir etja kappi við efnilegustu tilvonandi stærðfræðinga í heiminum. Sumar þjóðir eyða jafn- vel mörgum árum í undirbúning nemenda sinna, og leggja mikinn metnað í að geta sent gott lið til keppni. Til margra ára hefur verið áberandi hversu annars vegar Aust- ur-Evrópuþjóðir og hins vegar Asíu- lönd virðast hafa gott forskot á aðra. Ólympíukeppnin er einstaklings- keppni, en segja má að Búlgarar hafi farið með sigur af hólmi í óformlegri landakeppni, því samanlagður árang- ur keppenda þeirra var bestur allra þátttökuþjóðanna, eða 227 stig. FERTUGUSTU og fjórðu Ólympíu- keppninni í stærðfræði er nú lokið, en keppnin fór að þessu sinni fram í Tókýó. Íslendingar tóku þátt í keppninni með fullskipað lið. Fulltrú- ar Íslands, fimm piltar og ein stúlka, voru þau Ásgeir Alexandersson, Ey- vindur Ari Pálsson, Hringur Grétars- son, Höskuldur Pétur Halldórsson, Líney Halla Kristinsdóttir og Örn Arnaldsson. Dómnefndarfulltrúi Ís- lendinga var Fjóla Rún Björnsdóttir og liðsstjóri íslenska liðsins var Frið- rik Diego. Fyrir keppni komu dómnefndar- fulltrúar frá öllum þátttökulöndun- um saman í þrjá daga og völdu sex dæmi í sjálfa keppnina. Lokaathöfn og verðlaunaafhending fór fram 18. júlí eftir að unnið hafði verið að því í þrjá daga að meta lausnir hvers og eins. Krónprins Japans mætti til at- hafnarinnar og flutti nemendum hvatningarorð. Sigurvegarar í keppninni voru tveir Víetnamar og einn Kínverji, en þessir þrír nemendur leystu öll dæmi keppninnar óaðfinnanlega. Keppir í fjórða sinn Einn íslensku keppendanna, Ey- vindur Ari Pálsson, hlaut bronsverð- laun, en 210 bestu keppendunum af þeim 457 sem tóku þátt var úthlutað verðlaunum. Líney Halla Kristins- dóttir fékk einnig heiðursviðurkenn- ingu fyrir fullkomna lausn á dæmi. Hlutu allir sex keppendur þeirra gullverðlaun. Næstir þeim komu Kínverjar með 211 stig, síðan Banda- ríkjamenn með 188 stig. Íslendingar voru í 62. sæti af 82 keppnisþjóðum. Af Norðurlandaþjóðunum náðu Norðmenn bestum árangri, eða 38. sæti, en einn keppenda þeirra vann til silfurverðlauna. Svíar náðu 48. sæti, Finnar 55. sæti og Danir lentu í 66. sæti. Íslendingar máttu státa af betri árangri en til að mynda Hol- land, Sviss, Slóvenía, Portúgal og Ír- land, og er það eflaust mikið að þakka markvissum undirbúningi íslensku keppendanna. Ísland hefur tekið þátt í Ólympíu- leikum í stærðfræði síðan árið 1985. Hvert þátttökuland má senda allt að sex framhaldsskólanemendur undir tvítugu til keppninnar og hafa ís- lenskir keppendur nú sjö sinnum unnið til verðlauna. Að undirbúningi og fjármögnun fararinnar stóðu fyrst og fremst menntamálaráðuneytið, Íslensk erfðagreining, Háskóli Íslands og Kennaraháskóli Íslands. Trygginga- miðstöðin lagði íslenska liðinu til ferðatryggingar. Nemendurnir sex, sem komu frá Reykjavík, Kópavogi og Akureyri, fengu styrki frá bæj- arfélögum sínum til undirbúnings. Ennfremur nutu þeir stuðnings fyr- irtækjanna Íslandsbanka, Morgun- blaðsins, Sjóvár-Almennra og Op- inna kerfa. Fertugasta og fjórða Ólympíukeppnin í stærðfræði Íslendingar voru í 62. sæti af 82 keppnisþjóðum Fulltrúar Íslands í Ólympíukeppninni í stærðfræði sem haldin var í Tókýó voru (fremri röð frá vinstri): Eyvindur Ari, Höskuldur, Líney og Hringur. Í aftari röð standa: Ásgeir, Fjóla Rún, Örn, Æsa leiðsögumaður og Friðrik. Munnhörpuleikur Hér á landi er staddur Georg Pollestad frá Nor- egi. Georg er framarlega á sviði munnhörpusmiða í heiminum. Hann handsmíðar krómatískar munnhörpur úr silfri fyrir við- skiptavini um allan heim. Georg kveðst selja um 4 slíkar á ári. Meðal viðskiptavina hans eru Tommy Reilly og Sigmund Grov- en, frægir munnhörpuleikarar, sá fyrri enskur en sá síðari norskur. Þess má geta að ekki er algengt að spilað sé á slíkt hljóðfæri á Ís- landi. Einnig er staddur hér dótt- ursonur Georgs, Alexander (12 ára) og hefur Georg kennt honum að leika á hljóðfærið. Georg og Al- exander munu leika á kaffistof- unni í Hafnarborg í hádeginu, klukkan 12 og 13. Krabbamein í blöðruhálskirtli Stuðningshópur karla sem fengið hafa krabbamein í blöðruhálskirtil halda mánaðarlegan rabbfund sinn í dag, miðvikudag, kl. 17. Fund- urinn er í húsi Krabbameins- félagsins við Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Boðið verður upp á kaffi. Í DAG Þjóðháttadagur í Minjasafni Austurlands Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13–17 mun Sölvi Að- albjarnason setja upp alvöru eld- smiðju með birkikolum og kenna gestum og gangandi réttu hand- brögðin. Þátttökugjald 500 kr., efni innifalið. Á MORGUN Sumarskákmót Jóns Sigurðs- sonar Haldið verður sumarskákmót á Hrafnseyri við Arnarfjörð laug- ardaginn 9. ágúst nk. á vegum Hrafnseyrarnefndar og Vestfirska forlagsins, en slíkt mót, kennt við Jón Sigurðsson, var haldið í fyrsta sinn sumarið 2000. Öllum er heimil þátttaka, ungum sem öldnum, kon- um sem körlum. Verðlaun verða veitt þremur efstu mönnum. Teflt verður á útipallinum við burstabæ Jóns Sigurðssonar ef veður leyfir. Þátttakendur þurfa að hafa með sér töfl og skákklukkur. Þátttöku- tilkynningar berist fyrir 8. ágúst til Sigurðar G. Daníelssonar í síma 456 8337 eftir kl. 20 á kvöldin og veit- ir hann einnig nánari upplýsingar. Á NÆSTUNNI Verslunarmanna- helgin var fremur tíðindalítil á lög- gæslusvæði lögregl- unnar í Reykjavík. Gott veður var um helgina og mikill straumur fólks út á land. Lög- regla var með aukið umferðar- eftirlit á helstu leiðum að og frá borginni og á heildina litið gekk umferðin vel fyrir sig. Nokkuð var um kvartanir vegna fólks sem svaf ölvunarsvefni eða var áberandi ölvað á almannafæri og eins voru framin á annan tug innbrota í hús og bíla. Tilkynnt var um 23 umferð- aróhöpp um helgina. Einhverjir kenndu sér eymsla en ekki er vitað til þess að alvarleg slys hafi orðið á fólki. Tíu ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur og 38 voru teknir fyrir of hraðan akstur. Ástand öku- manna og ökutækja var almennt gott en nokkrir ökumenn fengu tiltal þar sem þeir sáu ekki nógu vel aftur fyrir sig vegna tengivagna. Þeim var gert að kaupa spegla eða snúa við í bæ- inn. Um miðjan dag á föstudag tók ökumaður sem ók vestur Grandaveg of krappa beygju með þeim afleiðingum að bif- reiðin fór upp á gangstétt og hafnaði á vegg húss við Fram- nesveg. Ökumaður var einn í bílnum og kenndi hann sér eymsla í hálsi, baki og vinstri hendi. Óverulegt tjón varð á húsinu. Stuttu seinna ók öku- maður á ljósastaur og girðingu við Njarðargötu og var fluttur á slysadeild með áverka á höfði og hálsi. Í kjölfar þess var gatna- mótunum lokað og við það ók annar ökumaður niður akgreina- merki á umferðareyju við slys- stað. Eitt óhappið til varð síðan þegar ökumaður ók bifreið sinni á grjót við Engjasel um svipað leyti og þar sat bíllinn fastur. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Sjö í einum fólksbíl Á sunnudagskvöld var bifreið stöðvuð á Breiðholtsbraut. Í bif- reiðinni voru sjö farþegar eða tveimur farþegum of mikið. Þar af voru tvö þriggja ára börn ekki í öryggisbelti. Á föstudagsmorgun var til- kynnt um skútu sem væri að stranda í höfninni við Bakkavör. Þegar málið var athugað kom í ljós að þarna voru þýskir ferða- langar á ferð sem höfðu fengið eitthvað í skrúfu bátsins og voru að bíða eftir fjöru til að geta hreinsað úr henni. Að öðru leyti amaði ekkert að þeim. Um hádegi á föstudag sóttu tveir ríkisborgarar Hvíta-Rúss- lands um hæli á Íslandi og á svipuðum tíma var tilkynnt um þjófnað á mælitækjum sem staðsett voru við borholu í Blá- fjöllum. Síðdegis á föstudag var lög- regla kölluð til vegna ágreinings hundaeigenda á hundaútivistar- svæðinu á Geirsnesi. Hundaeig- andi ásakaði annan um að hafa ekið viljandi á hundinn sinn en sá síðarnefndi neitaði sök. Seinna um kvöldið tilkynnti maður um þjófnað á bifreið en þegar farið var að skoða málið kom í ljós að ágreiningur var um eignarhald á bifreiðinni. Við leit í bifreiðinni fundust fíkni- efni og áhöld til neyslu þeirra og voru tveir menn teknir til yf- irheyrslu vegna þessa. Flugeldasýning í afmælinu Rétt eftir miðnætti á föstu- dagskvöld var tilkynnt að verið væri að sprengja flugelda í Ár- bæjarhverfinu. Rætt var við húsráðanda sem fyrir spreng- ingunum stóð en hann var að fagna fertugsafmæli sínu. Fleiri tilkynningar bárust um helgina þar sem kvartað var undan há- vaða vegna flugelda og er því við hæfi að ítreka að meðferð skotelda er bönnuð á þessum tíma árs nema að fengnum til- skildum leyfum. Ekki fóru allir í útilegur út á land þessa helgina. Á laugar- dagsnótt fékk lögreglan veður af því að nokkur ungmenni hefðu tjaldað á hringtorginu við Hagatorg og sætu þar við drykkju. Lögreglan fór á stað- inn og vísaði ungmennunum í burtu. Á laugardagsmorgun var hringt frá safni í miðborginni og óskað aðstoðar við að ná niður torkennilegum fána sem dreg- inn hafði verið að húni við safnið um nóttina. Kalla þurfti til að- stoðar slökkviliðs til að ná fán- anum niður. Á laugardagskvöld var tilkynntur þjófnaður frá mingjagripaverslun í miðbæn- um. Stolið var risastórri tusku- brúðu sem lítur út eins og lundi. Lundinn er u.þ.b. 160 cm að hæð og mjög þungur. Svipast var um í nærliggjandi hverfum en án árangurs. Brúðan hefur ekki komið í leitirnar. Um fjögurleytið á sunnudags- morgun var maður skallaður fyrir utan bar í miðborginni. Stuttu seinna var annar nef- brotinn í átökum út af jakka og voru þeir báðir fluttir á slysa- deild. Skemmdarverk voru unn- in í verslunarmiðstöð í austur- borginni á sunnudagskvöld. Málningu var hellt niður framan við húsið. Lögregla telur sig hafa vísbendingar um hver þar var að verki. Eftir miðnætti á sunnudags- kvöld fór lögregla í húsleit í vesturbænum. Í ljós kom að í íbúðinni fór fram ræktun á kannabisplöntum og var lagt hald á 33 kannabisplöntur og 4 lampa. Á mánudagsmorgun til- kynnti sundlaugarvörður í einni af sundlaugum borgarinnar að einn viðskiptavina laugarinnar hefði fundið hvítt duft í poka. Duftið reyndist vera fæðubót- arefni og var því fargað. Um hádegi á mánudag bað þýska sendiráðið um að grennsl- ast yrði fyrir um þýskan ferða- mann sem væri á ferðalagi um hálendið. Lögreglan hófst strax handa við að hafa upp á mann- inum. Í gærmorgun hafði hann sett sig í samband við fjölskyldu sína og var því frekari leit óþörf. Síðdegis á mánudag var til- kynnt að eldur logaði við Egils- höllina í Grafarvogi. Lögregla náði að slökkva eld í timbur- stæðu og var slökkviliði vísað frá. Á mánudagskvöld var kvartað undan tónlistarhávaða úr íbúð í miðborginni. Að sögn tilkynn- anda hafði sama lagið verið spil- að samfleytt í 24 klukkustundir. Reynt var að ná sambandi við húsráðanda en án árangurs. Úr dagbók lögreglu verslunarmannahelgina 1.–5. ágúst Í útilegu á hringtorginu við Hagatorg Stíflisdalur en ekki Stífludalur Í frétt í Morgunblaðinu í gær um flugvél sem nauðlenti á Kjósar- skarðsvegi er rangt farið með nafn á tveimur örnefnum. Vélin nauðlenti við Stíflisdalsvatn (ekki Stífludals- vatn). Auk þess er í fréttinni talað um Stífludal, en á að vera Stíflisdal. LEIÐRÉTT ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.