Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ FYRSTA plata hljómsveitarinnar Tube, …a nickle ain’t worth a dime anymore…, kom í verslanir á mánudaginn í síðustu viku. Tube er hugarfóstur parsins Björns Árna- sonar bassaleikara með meiru og Kristbjargar Kari Sólmundsdóttur söngkonu. Björn, sem er þekktur fyrir veru sína í Síðan skein sól og Deep Jimi and the Zep Creams, og Kristbjörg eru allt í öllu á plötunni og gefa hana líka út sjálf. Þau hafa þó fengið fólk til liðs við sig á tónleikum og er Viktor Steinarsson gítarleikari úr Reggae on Ice orðinn fastur liðsmaður Tube auk þess sem Jóhannes Hjör- leifsson, sem spilar með Sálinni hans Jóns míns, ætlar að taka í trommurnar á útgáfutónleikum á Gauki á Stöng fimmtudaginn 14. ágúst. „Trommuleikarastóllinn er ennþá opinn,“ segir hann en Jó- hannes er ekki fastur meðlimur sveitarinnar. „Þetta band varð til þegar við Kristbjörg byrjuðum saman,“ segir Björn. „Ég hafði verið í hljómsveit- um áður og hún líka en við höfðum bæði verið í dálítilli pásu. Ég var nánast hættur að spila þegar við kynntumst,“ segir hann. „Við byrjuðum að taka upp plötu með hennar efni en eins og gerist oft þegar maður er byrjaður að vinna í einhverju fæðist eitthvað meira. Það urðu nokkur lög til á vinnsluferlinu,“ segir Björn en platan er tekin upp í heimastúdíói. Löng meðganga „Þetta tók svolítinn tíma en ásamt því að vera að vinna í þessu vorum við að gera allt annað sem pör gera venjulega saman,“ segir hann. Björn og Kristbjörg eru búin að vera saman í þrjú og hálft ár en hljómsveitin er jafngömul sam- bandinu. Platan hefur tekið þrjú ár í vinnslu. Á þeim tíma eignuðust þau son, Róbert Alexander, sem er nú tveggja ára og er platan til- einkuð honum. „Þetta er saga okkar sambands held ég,“ segir Björn og tekur fram að meðgangan með plötuna hafi tekið mun lengri tíma en með barnið. „Það er ekki hægt að setja plötuna af stað,“ grínast hann. Útkoman er tólf laga poppplata, þar sem öll lögin eru sungin á ensku og eru sum þeirra í rokkaðri kantinum. „Þetta er ekki sett sam- an til að fá útvarpsspilun heldur er þetta bara venjuleg popptónlist, hvorki jaðartónlist né samin fyrir útvarpsstöðvar,“ segir hann. Lærði að spila á gítar „Ég lærði reyndar að spila á gít- ar til þess að geta spilað inn á plöt- una. Það reyndist vera einfaldara heldur en að finna samstarfs- menn,“ segir Björn en Kristbjörg er ábyrg fyrir textunum á plötunni. Útgáfutónleikarnir verða ekki fyrstu tónleikar Tube. „Við spil- uðum nokkru sinnum á Gauknum til að fá tilfinningu fyrir því hvað við erum að gera. Við höfum spilað svona fimm eða sex sinnum síðustu þrjú árin og þá notuðumst við við upptökur og vorum bara tvö á svið- inu,“ segir hann. Hljómsveitin Tube gefur út plötu Bara venjuleg popptónlist Morgunblaðið/Jim Smart Bassaleikarinn Björn Árnason, söngkonan Kristbjörg Kari og gítarleikar- inn Viktor Steinarsson skipa Tube. Trommuleikarastóllinn er enn opinn. Platan …a nickle ain’t worth a dime anymore… með Tube er komin í verslanir. Útgáfu- tónleikar 14. ágúst á Gauki á Stöng. ingarun@mbl.is Sýnd kl. 6. YFIR 30.000 GESTIR! YFIR 22.000 GESTIR!  Kvikmyndir.com SV. MBL HK. DV Framhaldið af hinni frábæru Legally Blond sem sló í gegn! Resee Witherspoon er mætt aftur sem enn meiri ljóska í enn meira fjöri. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 14 ára. HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.30 YFIR 30.000 GESTIR! Framhaldið af hinni frábæru Legally Blond sem sló í gegn! Resee Witherspoon er mætt aftur sem enn meiri ljóska í enn meira fjöri. Frá Leikstjóra Training Day kemur mögnuð mynd með harðjaxlinum Bruce Willis og hinni glæsilegu Monicu Bellucci. Missið ekki af þessari! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14 ára. kl. 6, 8.30 og 11. YFIR 22.000 GESTIR! Stríðið er hafið! Tortímandinn er kominn aftur. Fyrsta flokks spennumynd.  Kvikmyndir.com SV. MBL HK. DV Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15. Sýnd kl. 4. Ísl. tal. 500 kr. Date fimmtudaginn 7. ágúst örfá sæti laus SÍÐASTA SÝNING! www.date.is 21. SÝNING MIÐVIKUDAGUR 20/8 - KL. 20 UPPSELT 22. SÝNING FIMMTUDAGINN 21/8 - KL. 20 UPPSELT 23. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 16 UPPSELT 24. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 20 UPPSELT 25. SÝNING FÖSTUDAGINN 29/8 - KL. 20 ÖRFÆA SÆTI LAUS 26. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 16 ÖRFÁ SÆTI LAUS 27. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS 28. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 16 LAUS SÆTI 29. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 20 LAUS SÆTI MIÐASALA LOKUÐ FRÁ 2. ÁGÚST TIL OG MEÐ 5. ÁGÚST Sumarkvöld við orgelið 7. ágúst kl. 12: Alda Ingibergsdóttir sópran og Antonia Hevesi orgel. 9. ágúst kl. 12: Christian Præstholm orgel. 10. ágúst kl. 20: Johannes Skudlik. Leikur m.a. verk eftir Bach og Liszt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.