Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 5
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 5 Léttkaupsútborgun 1.980 kr. 1.000 kr. á mán. í 12 mán. 13.980,- Sony Ericsson T310 Njóttu fless a› vera áhyggjulaus í sumar og ná›u flér í flínar valmyndir undir Fréttir og uppl‡singar á vit.is. fiú getur m.a. fylgst me› fréttum á mbl.is og visir.is og leita› í símaskránni – flegar flér hentar. fiú getur einnig skrá› flig í áskrift á vit.is. Fá›u fréttir og uppl‡singar hvar og hvenær sem flér hentar. fiú getur líka sent SMS í 1848 og fengi› valmyndina í símann flinn mbl.is: VIT MBL 1 íflróttir á mbl: VIT MBL SPORT 1 visir.is: VIT VISIR 1 Dæmi: VIT MBL 1 – flá er mbl.is valmynd númer 1. FÁÐU FRÉTTIRNAR STRAX Eingöngu fyrir GSM kort frá Símanum GSM. Kamfýlóbakt- er greindist í 3% sýna KAMFÝLÓBAKTER greindist í tveimur af 75 sýnum sem tekin voru í eftirlitsverkefni Umhverfisstofn- unar og Heilbrigðisteftirlits sveitar- félaga í maí og júní sl. Þetta eru tæp 3% en bæði tilfellin voru í ferskum kjúklingi frá Reykjagarði. Tekin voru sýni frá 5 framleiðendum á 32 sölustöðum víðs vegar um landið. Engin salmonella greindist í kjúklingunum en eftirlitsverkefnið ætti að gefa mynd af ástandi þessa tímabils sem svo er hægt að bera saman við niðurstöður úr sams kon- ar verkefnum milli ára. Rannsóknir hafa sýnt að frysting minnkar líkur á kamfýlóbakter verulega en það er mikilvægt að al- menningur sé vel meðvitaður um meðhöndlun á kjúklingum til að koma í veg fyrir að sýkingar komi upp í fólki. Í skýrslunni um eftirlits- verkefnið er bent á mikilvægi þess að safi frá kjúklingi leki ekki á önn- ur matvæli. Jafnframt er mikilvægt að þrífa vel öll áhöld sem notuð eru við eldamennsku á kjúklingi áður en þau eru notuð fyrir önnur matvæli og gegnhita kjúklinginn við mat- reiðslu. Fylgi flokkanna breytist lítið FYLGI við stjórnmálaflokkana breytist nánast ekkert milli júní og júlí, skv. Þjóðarpúlsi Gallup. Þann- ig mældist fylgi Sjálfstæðisflokks- ins 35% í júlí, en var 34% í júní. Fylgi Samfylkingarinnar var ríf- lega 29% í júlí eða nánast hið sama og í júní. Og fylgi Framsóknar- flokksins var rúmlega 18% í júlí, líka nánast hið sama og í júní. Fylgi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var tæplega 11% í júlí en 10% í júní og fylgi Frjáls- lynda flokksins var 6,5% í júlí en 8% í júní. Skv. júlíkönnuninni var saman- lagt fylgi stjórnarflokkanan rúm- lega 53% og stuðningur við rík- isstjórnina mældist um 60%. Könnun Gallups var símakönn- un, gerð dagana 25. til 29. júní. Úrtakið var 2.862 manns á aldr- inum 18 til 75 ára. Var það valið með tilviljun úr þjóðskrá og var svarhlutfallið 66%. Ríflega 17% tóku ekki afstöðu eða neituðu að gefa það upp og 3,5% sögðust skila auðu eða kjósa ekki ef kosningar færu fram nú. Vikmörk könnunar- innar eru 1 til 3%. Bílvelta við Vesturlandsveg FÓLKSBIFREIÐ fór út af Vest- urlandsvegi í Leirár- og Melasveit og valt nokkrar veltur um klukkan ellefu í gærmorgun. Óhappið átti sér stað á milli bæjanna Lyngholts og Skipaness. Að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi voru maður, kona og barn í bif- reiðinni og voru konan og barnið flutt á sjúkrahúsið á Akranesi. Barnið reyndist óbrotið, að því er talið var, en hafði hlotið skurði. Konan var flutt áfram til Reykja- víkur á Landspítalann í Fossvogi með höfuðmeiðsl. Maðurinn slapp ómeiddur. Lögreglan sagði orsakir óhappsins óljósar en lítil umferð var á svæðinu. Bifreiðin er mikið skemmd. Þá fór bifreið út af veginum í Langadal um hádegisbilið í gær. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi var ökumaðurinn einn í bifreiðinni og var hann fluttur með sjúkrabifreið til athugunar á heilbrigðisstofnun- inni á Blönduósi. Meiðslin voru tal- in minniháttar. Bifreiðin skemmdist nokkuð. Ellefu kærðir fyrir fíkniefnabrot í Árnessýslu ÁTTA fíkniefnamál komu upp í síðustu viku í Árnessýslu og alls voru ellefu einstaklingar kærðir í þessum málum, samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni á Selfossi. Á miðvikudagskvöld var ungur karlmaður stöðvaður á Selfossi og við leit á honum fundust kannabis- efni. Við yfirheyrslu gekkst mað- urinn við því að eiga efnið og hafði hann ætlað það til eigin neyslu. Undir áhrifum og án ökuréttinda á stolnum bíl Aðfaranótt fimmtudags stöðvaði lögregla svo annan karlmann á Selfossi og við leit í bifreiðinni sem hann ók fannst hass og amfetamín. Í kjölfarið var gerð húsleit á heim- ili mannsins þar sem meira fannst af samskonar efnum. Auk öku- mannsins voru fjórir aðrir aðilar handteknir í tengslum við málið. Á föstudag voru tveir ungir menn stöðvaðir í Þorlákshöfn og leit gerð í bifreið sem þeir óku. Í bifreiðinni fundust kannabisefni sem annar mannanna gekkst við að eiga. Á laugardagskvöld gerðu lög- reglumenn leit í tjaldi á Flúðum og fundust kannabisefni við leitina. Ungur karlmaður gekkst við að eiga efnið. Á sunnudagskvöld leituðu lög- reglumenn í tjaldi tveggja er- lendra ferðamanna við Brautarholt á Skeiðum. Við leitina fannst nokkurt magn af hassi og voru mennirnir tveir handteknir og gengust þeir við því við yfir- heyrslur að hafa flutt hassið með sér til landsins og ætlað það til eigin neyslu á ferðalagi um landið. Ferðamennirnir gengust undir sektargreiðslur og telst málið upp- lýst. Tveir ungir menn voru hand- teknir á Suðurlandsvegi seint á sunnudagskvöld eftir að bifreið sem þeir óku hafði hafnað utan vegar. Hvorugur mannanna hafði ökuréttindi auk þess sem bifreiðin sem þeir óku reyndist stolin. Mennirnir virtust vera undir áhrif- um fíkniefna og við leit í bifreið- inni fannst lítilræði af kannabis- efnum. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum lyfja eða fíkniefna og voru tekin úr honum blóð- og þvagsýni sem send verða til frekari rannsóknar. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.