Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ INNHEIMTAR SEKTIR Innheimtar sektir vegna al- mennra umferðarlagabrota hækk- uðu um rúm 46% í fyrra frá árinu 2001 og hafa innheimtar umferð- arlagasektir þá rúmlega tvöfaldast á milli áranna 1999 og 2002. Tekjurnar námu tæpum 387 milljónum króna á síðasta ári, en voru 264 milljónir króna á árinu 2001. Rannsakar mál barns Embætti landlæknis hefur til meðferðar mál barns er lést ný- lega á Landspítalanum skömmu eftir fæðingu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Fæðing barns- ins gekk mjög erfiðlega og fékk móðirin deyfingu í legháls. Barnið var svo tekið með bráðakeis- araskurði og var flutt á Landspít- alann þar sem það lést. Yfirlæknir á HSS segir að deyfingar í legháls verði lagðar af á sjúkrahúsinu meðan á rannsókn málsins stend- ur. Beiðni um gjaldþrot Fjórir lífeyrissjóðir hafa lagt fram beiðni um að kjúklingabúið Móar verði tekið til gjald- þrotaskipta. Þá hafa Móar lagt fram nýja beiðni um nauðasamn- inga í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem boðið er að kröfuhöfum verði greidd 33% af almennum kröfum, en fyrri nauðasamningur hljóðaði upp á greiðslu 30% al- mennra krafna. Sádar fá að kjósa Stjórnvöld í Sádi-Arabíu ákváðu í gær að boða til sveitarstjórna- kosninga í landinu innan árs og verða þær fyrstu almennu kosn- ingarnar í sögu konungdæmisins. Ráð Íraka ákveði kjördag Bandaríkjamenn vilja að íraska framkvæmdaráðið í Bagdad ákveði fyrir 15. desember hvenær efna skuli til þingkosninga í Írak. Þetta kemur fram í nýjum álykt- unardrögum sem Bandaríkjamenn lögðu fram í öryggisráði Samein- uðu þjóðanna í gærkvöldi. Nýrri fr iðaráætlun hafnað Ráðherrar í ríkisstjórn Ísraels höfnuðu í gær drögum ísraelskra friðarsinna og Palestínumanna að nýrri áætlun um frið í Mið- Austurlöndum. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 32/33 Viðskipti 10/12 Kirkjustarf 33 Erlent 14/17 Minningar 34/37 Höfuðborgin 19 Bréf 40 Akureyri 20 Dagbók 42/43 Suðurnes 21 Íþróttir 44/47 Austurland 22 Skák 41 Landið 23 Kvikmyndir 48 Daglegt líf 24/25 Fólk 48/53 Listir 26/27 Bíó 50/53 Forystugrein 28 Ljósvakar 54 Viðhorf 32 Veður 55 * * * SAMEINUÐ hljómsveit reykvískra lúðrasveita kom saman í fyrsta skipti á ráðstefnu um rannsóknir á íslensku ferskvatni sem haldin var á Grand hótel í gær. Flutti hin sam- einaða lúðrasveit af því tilefni Vatnasvítuna eftir Händel. Þótti viðstöddum afar vel til takast hjá hinum ungu tónlistarmönnum. Á ráðstefnunni fengu grunn- skólanemendur að hitta vís- indamenn sem vinna að vatnarann- sóknum og kynna fyrir þeim sínar eigin rannsóknir á ferskvatni, en um 250 grunnskólanemar tóku þátt í að skila verkefnum til ráðstefn- unnar. Nemendur í Klébergsskóla fengu verðlaun fyrir framlag sitt, rann- sóknir á örverum í vatnsupp- sprettum á svæði Esju og afhenti frú Vigdís Finnbogadóttir þeim óvenjulegan verðlaunagrip, sí- streymandi vatnshana. Að sögn Guðrúnar Þórisdóttur, kennsluráðgjafa hjá Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur, óskaði Ís- lenska vatnafræðinefndin eftir sam- starfi við grunnskólana til þess að sjá hvaða verkefni þeir gætu rann- sakað og hvort grunnskólanem- endur gætu komið fram með ný- stárlegar tillögur. Einnig var samstarfinu ætlað að kynna börnum hinn spennandi heim vísindanna. „Í framhaldi af þessu verkefni verður reynt að viðhalda þessu samstarfi. Menn sjá sér hag af því að eiga sam- starf við þessa ungu grunnskóla- nemendur. Þetta er líka glæsilegt tækifæri fyrir nemendurna og þau voru uppveðruð fyrir því að taka þátt í svona verkefnum. Börn leggja mikið á sig þegar þau fá að taka þátt í raunverulegum verkefnum.“ Morgunblaðið/Ásdís Ferskvatnið hyllt Sameinuð lúðrasveit flutti Vatnasvítuna eftir Händel FJÓRIR lífeyrissjóðir hafa lagt fram beiðni um að kjúklingabúið Móar verði tekið til gjaldþrota- skipta. Var það gert strax í kjölfar þess að Hæstiréttur hafnaði því að staðfesta nauðasamn- inga Móa í síðustu viku. Þá hafa Móar lagt fram nýja beiðni um nauðasamninga í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem boðið er að kröfuhöfum verði greidd 33% af almennum kröfum, en fyrri nauðasamningur hljóðaði upp á greiðslu 30% al- mennra krafna. Kristinn Gylfi Jónsson, stjórnarformaður Móa, sagði í samtali við Morgunblaðið, að það væri fyllilega eðlilegt að kröfur um gjaldþrotaskipti kæmu fram frá lífeyrissjóðum sem hagsmuna ættu að gæta og gjaldþrotaskiptakrafan hefði strax legið fyrir í síðustu viku eftir að úrskurður Hæstaréttar lá fyrir. Móar hefðu hins vegar í gærmorgun lagt fram ósk til Héraðsdóms Reykjavíkur um nýjan nauðasamning og hann vonaðist til þess að fá svör þar að lútandi síðar í þessari viku. Bjóða 33% nú Aðspurður að hvaða leyti þessi nýi nauðasamn- ingur væri frábrugðinn fyrri nauðasamningi fé- lagsins sagði Kristinn Gylfi að í nýja nauðasamn- ingnum væri kröfuhöfum boðið meira en í fyrri nauðasamningi. Í fyrri samningnum hefði kröfu- höfum verið boðin greiðsla sem næmi 30% af kröfum þeirra en í nýja samningnum væri boðin 33% greiðsla. Kristinn Gylfi sagðist ekkert geta sagt um það hvort þessi breyting myndi breyta einhverju um afstöðu þeirra kröfuhafa sem höfnuðu fyrri nauðasamningi. Það yrði bara að koma í ljós, en fyrst væri að sjá hvort það fengist heimild Hér- aðsdóms Reykjavíkur til að leita nýrra nauða- samninga. Hann sagði aðspurður að heildarskuldir félags- ins næmu á annan milljarð króna. Fjórir lífeyrissjóðir krefjast þess að Móar verði teknir til gjaldþrotaskipta Móar hafa lagt fram ósk um nýjan nauðasamning  Staða Móa/12 ORRI Vigfússon, formaður NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna, hef- ur sent landbúnaðarráðuneytinu bréf þar sem farið er fram á að allri óvissu verði eytt um það hversu margir laxar hafi hugsanlega sloppið úr eldiskvíunum á Austurlandi, m.a. með talningu upp úr kvíum, enda eigi væntanlega sami fjöldi unglaxa að hafa farið í kvíarnar og til slátr- unar. „Ef landbúnaðarráðherra er eins umhugað um verndun laxa- stofna og hann heldur fram í ræðu og riti væri einfaldast að láta fara fram slíka athugun með fáeinum sérfræð- ingum og endurskoðendum,“ segir í bréfinu. Orri segir menn gruna að ástandið sé miklu verra og að mun fleiri laxar hafi sloppið en þeir 3.000 sem greint hefur verið frá. „Við óttumst að það sé eins þarna fyrir austan og víða annars staðar þar sem það er jafnvel vikulegt brauð að lax sleppi úr kví- um. Við viljum hafa kerfið þannig að það sé óháður aðili sem fylgist með þessu.“ Í bréfinu er vakin athygli á áliti Margot Wallström, sem fer með um- hverfismál í framkvæmdastjórn ESB, um vernd til þess að koma í veg fyrir erfðablöndun. „Þetta er skoðun sem við tökum sterklega undir og viljum benda landbúnaðarráðherra á að þarna sé mjög mikil hætta á frek- ari blöndun framandi erfðaefnis sem valdið geti skaða á íslenska laxa- stofninum. Með tilliti til þessa þáttar teljum við enn frekari ástæðu fyrir því að banna innflutning á lifandi erfðaefni til landsins. Álit Commiss- ioner Wallström styður skoðun okk- ar og málstað,“ segir í bréfinu til landbúnaðarráðherra. Eyða ber óvissu með talningu SAMKVÆMT tilkynningu frá sóttvarnalækni landlæknisemb- ættisins bendir allt til að flen- sufaraldur sé hafinn hér á landi. Inflúensa af A-stofni hefur greinst á höfuðborgarsvæðinu og stöku tilfelli víðar á landinu. Ekki hafa borist upplýsingar frá nágrannalöndum um far- aldra af þessu tagi þar. Sóttvarnalæknir leggur til að bólusett verði gegn inflúens- unni hið fyrsta en 15. sept- ember sl. sendi hann út leið- beiningar til allra heilbrigðis- stofnana um slíka bólusetningu. Var hvatt til þess að bólusetn- ingu yrði lokið fyrir byrjun nóv- ember nk. Alla einstaklinga eldri en 60 ára þarf að bólu- setja, öll börn og fullorðna sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifr- arsjúkdómum, sykursýki, ill- kynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum. Einnig var mælst til þess að bólusetja starfsfólk heilbrigð- isstofnana og aðra þá sem dag- lega annast fólk með aukna áhættu. Í tilkynningu sóttvarnalækn- is var vakin sérstök athygli á því að inflúensa gæti líkst ein- kennum HABL, heilkennis al- varlegrar bráðrar lungnabólgu, og sjúkdómsgreining gæti verið erfið af þeim sökum. HABL hefði reynst sérstakt vandamál á heilbrigðisstofnunum sl. vor og því væri mælst sérstaklega til þess að sjúklingar og heil- brigðisstarfsmenn yrðu bólu- settir við inflúensu. Inflúensan komin til landsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.