Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 21
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 21
HITABLÁSARAR
Reykjavík: Ármúla 11 - sími 568-1500
Akureyri: Lónsbakka - sími 461-1070
Garði | Tíu ára afmælishátíð
íþróttamiðstöðvarinnar í Garði
hófst um helgina, en henni hefur
verið slegið saman við 95 ára af-
mæli hreppsins og verður afmæl-
ishátíðinni haldið áfram næstu
helgi.
Helgin hófst með rómantísku
kvöldi í sundlauginni þar sem
kertaljós og kyndlar sköpuðu
stemningu fyrir sundlaugargesti,
segir Jón Hjálmarsson, for-
stöðumaður íþróttamiðstöðv-
arinnar. Á laugardeginum var svo
margt um að vera, gestum og gang-
andi kennt blak, badminton og
sportköfun í sundlauginni.
Góð stemning á boxkeppni
Laugardagurinn endaði svo með
boxkeppni þar sem tekist var á í
fimm bardögum. „Það voru allir
mjög ánægðir og stemningin í saln-
um mjög góð. Það mættu um 200
manns sem við vorum alveg þokka-
lega ánægð með, umgjörðin góð og
allir mjög ánægðir,“ segir Jón um
boxkeppnina. Á sunnudeginum var
haldið firmamót í knattspyrnu þar
sem Keflavík hafði sigur í karla-
flokki en Víðir 2 í kvennaflokki, eft-
ir harða baráttu við önnur lið af
Suðurnesjunum. Ókeypis var í sund
og þreksal alla helgina og boðið upp
á fitu- og blóðþrýstingsmælingu.
Afmælishátíðinni verður svo
haldið áfram um næstu helgi þegar
hátíðin „Garðurinn byggða bestur“
heldur áfram í Íþróttamiðstöðinni.
Boxað á tvöföldu
afmæli um helgina
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Boxað í íþróttahúsinu: Bjarki Bragason (t.v.) víkur sér fimlega undan höggi Þorkels Óskarssonar.
Grindavík | Með aukinni tækni minnka hlutirnir gjarnan.
Það á í það minnsta við um spennustöðvarnar. Ný
spennustöð Hitaveitu Suðurnesja í Grindavík er eins og
smákofi en sú gamla er þá höllin. Nú hefur höllin verið
rifin.
Gunnlaugur Óskarsson, verkstjóri rafmagnsdeildar
Hitaveitu Suðurnesja hf., segir að þróun tækninnar valdi
því að unnt sé að hafa nýja spennistöðvarhúsið mun
minna en hið eldra. „Gasrofarnir eru til dæmis fjórum
sinni minni en áður en taka sama afl í gegnum sig. Þá
spilar líka inn í að þessi spennustöð var áður aðveitustöð
fyrir allan bæinn. Húsið var minnkað vegna óánægju
íbúa í grenndinni með stærð þess gamla en aðrir hlutir
höfðu þó einnig áhrif,“ segir Gunnlaugur.
Kofi rís í stað hallar
Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson
Gamli og nýi tíminn: Eldri spennistöðin rifin en sú nýja hefur verið byggð þar við hliðina.
Grindavík | Fulltrúar Framsókn-
arflokksins sem sátu fund bæj-
arstjórnar Grindavíkur í síðustu
viku lýstu því
yfir að þeir
hefðu ákveð-
ið að afsala
sér hækkun
launa bæj-
arfulltrúa
sem leiddi af
hækkun
þingfar-
arkaups síð-
astliðið vor. Skoruðu þeir á aðra
bæjarfullrúa og starfsmenn í yf-
irstjórn bæjarins að gera slíkt hið
sama. Var það fellt.
Eftir úrskurð kjaranefndar frá
því í maí um 18% hækkun þingfar-
arkaups hækkuðu laun bæjarfull-
trúa og fulltrúa í nefndum á vegum
Grindavíkurbæjar. Dagbjartur
Willardsson bæjarfulltrúi og Gunn-
ar Már Gunnarsson, varafulltrúi
Framsóknarflokksins, tóku upp
umræðu um að bæjarfulltrúar og
æðstu stjórnendur bæjarins afsöl-
uðu sér þessari hækkun við umræð-
ur um endurskoðun fjárhagsáætl-
unar nú í vikunni. Þeir færðu meðal
annars þau rök fyrir máli sínu að
þar sem meirihlutinn og bæjarstjóri
hefðu gengið hart fram í sparnað-
artillögum þætti þeim óeðlilegt að
menn litu ekki í eigin barm og
sýndu þannig gott fordæmi.
Fulltrúar meirihlutans lýstu
þeirri skoðun sinni að laun fyrir
fundarsetu væru síst of há. Þá
sögðu þeir að kostnaður við yf-
irstjórn hefði verið lækkaður með
fækkun nefnda og með því að gæta
hófsemi í fjölda funda.
Vilja ekki
launahækkunina
Lestur | Börn og læsi er yfirskrift
bókmenntakvölds sem Bókasafn
Reykjanesbæjar efnir til í sýning-
arsal Listasafns Reykjanesbæjar í
Duus-húsunum miðvikudags-
kvöldið 15. október næstkomandi.
Ákveðið var að efna til bók-
menntakvölds í tilefni af því að 10
ár voru liðin 8. október sl. frá því að
bókasafnið (þá Bókasafn Keflavík-
ur) var flutt í Kjarna. Í ljósi þess að
bókasafnið er aðili að verkefninu
Lestrarmenning í Reykjanesbæ
var ákveðið að helga bókmennta-
kvöldið börnum og læsi, segir í
fréttatilkynningu frá bókasafninu.
Miklar breytingar hafa orðið á
lestrarvenjum barna og unglinga á
undanförnum árum og áratugum
og mun Þorbjörn Broddason, pró-
fessor fjalla um rannsóknir sínar
þar að lútandi. Þá mun Guðbjörg
Sveinsdóttir segja frá reynslu sinni
af uppeldi bókaorma og Andri
Snær Magnason rithöfundur les úr
þeim verkum sínum og fjallar um
þau. Dagskráin hefst kl. 20.
Skora á Alþingi | Fundur félags
smábátaeigenda á Reykjanesi, sem
haldinn var á laugardag, skoraði á
Alþingi að hrinda línuívilnun í
framkvæmd nú þegar og breyta
lögum um sóknardagakerfi hand-
færabáta þannig að dagar verði
aldrei færri en 23.
Gunnar Ari Harðarson, formað-
ur Reykjaness – félags smábáta-
eigenda á Reykjanesi, segir fund-
inn hafa verið gagnlegan. Í ályktun
fundarins sagði ennfremur: „Aðal-
fundur Reykjaness ætlast til þess
að ábyrgir stjórnmálamenn standi
við orð sín. Öllu tali um að fram-
kvæmd línuívilnunar verði til að
skerða kvóta einstakra skipa vísar
fundurinn til föðurhúsanna.“