Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 39 TÓLF bridspör taka nú þátt í landsliðskeppni sem standa mun í fimm daga. Efsta parið vinnur sér rétt til að spila á NEC-mótinu í Yokohama í Japan í febrúar næst- komandi, og fær að velja með sér annað par til fararinnar. Þetta mót hefur verið haldið undanfarin ár og laðar til sín marga af sterkustu spil- urum heimsins. Landsliðskeppnin er spiluð á þremur helgum, tvöföld umferð með 8 spilum milli para eða 22 leikir í allt. Átta fyrstu leikirnir voru spilaðir nú um helgina og hafa Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson forustu í mótinu. Það væri vel við hæfi að þeir færu til Yokohama enda urðu þeir heimsmeistarar í brids þar í borg ár- ið 1991. Þeir Erlendur Jónsson og Sveinn Rúnar Eiríksson eru í 2. sæti, Ragn- ar Magnússon og Stefán Jóhannsson í 3. sæti, Þröstur Ingimarsson og Bjarni H. Einarsson í 4. sæti, Matt- hías Þorvaldsson og Ljósbrá Bald- ursdóttir í 5. sæti og Karl Sigur- hjartarson og Snorri Karlsson í 6. sæti. Íslenskir bridsspilarar eru yfir- leitt slemmuglaðir og því kom nokk- uð á óvart, að þeir Jón og Þorlákur væru eina parið sem komst í slemmu á þessi spil í 7. umferð mótsins: Suður gefur, allir á hættu Norður ♠ ÁG96 ♥ ÁD8 ♦ ÁDG73 ♣7 Vestur Austur ♠ 102 ♠ 54 ♥ K10 ♥ 975432 ♦ K8652 ♦ 104 ♣ÁD65 ♣K32 Suður ♠ KD873 ♥ G6 ♦ 9 ♣G10984 Þeir Jón og Þorlákur sátu NS og Ísak Örn Sigurðsson og Páll Valdi- marsson sátu AV: Vestur Norður Austur Suður Pass 1 tígull dobl 1 hjarta 4 spaðar pass 4 grönd pass 5 tíglar pass 6 spaðar// Einhverjir völdu að passa tígulopn- un vesturs með norðurspilin, í þeirri von að ná AV í doblgildru, en það gekk hvergi eftir. Jón doblaði hins vegar strax og Þorlákur stökk beint í 4 spaða sem er nokkuð hörð en samt eðlileg sögn. Jón þurfti þá ekki meira til en hann sá í hendi sér að rauðu drottningarnar myndu nýtast vel eftir opnun vesturs. Páll fann lymskulegt útspil, hjartakónginn. Þorlákur féll í gildr- una og stakk upp ás, fór síðan heim á spaðakóng og svínaði tíguldrottn- ingu og henti hjarta í tígulásinn. Svo spilaði hann laufi úr borði. Ísak í austur sá að Þorlákur ætlaði sér að að trompa nokkur lauf í borði, og fór upp með laufakónginn til að spila spaða, ef vera kynni að Páll ætti ekki meira tromp. Þetta nægði Þorláki. Hann drap heima og spilaði lauf- agosa og trompsvínaði fyrir ÁD hjá vestri. Slemman vannst því eftir allt saman. Hægt er að hnekkja slemmunni með því að spila út spaða í upphafi og síðan aftur spaða, þegar vörnin kemst inn á lauf, svo framarlega sem vestur fær fyrsta laufslaginn. Hins vegar má vinna slemmuna eftir öll önnur útspil með því að trompa þrjú lauf í blindum og svína fyrir annað- hvort hjarta- eða tígulkóng. Morgunblaðið/GPA Keppendur í landsliðsmótinu skoða stöðuna sem hangir á veggnum. Keppa um að kom- ast til Yokohama Guðm. Sv. Hermannsson BRIDS Landsliðskeppni 12 bridspör taka nú þátt í landsliðs- keppni og verða sigurvegararnir sendir á mót í Yokohama í Japan. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Helgafell, austari hluti, Svalbarðsstrandarhreppi, þingl. eig. Haukur Laxdal Baldvinsson, gerðarbeiðandi Hrossaræktarsamtök Eyf/ Þingey., föstudaginn 17. október 2003 kl. 10:00. Hraunholt 2, Akureyri, þingl. eig. Stefanía Jóhannsdóttir og Bragi Steinsson, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Landsbanki Íslands hf., föstudaginn 17. október 2003 kl. 10:00. Huldugil 64, eignarhl., Akureyri, þingl. eig. Elías Hákonarson, gerðar- beiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., föstudaginn 17. október 2003 kl. 10:00. Kotárgerði 17, Akureyri, þingl. eig. Erling Ingvason og Margrét Stein- unn Thorarensen, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 17. október 2003 kl. 10:00. Melgerði 2, parhús, 02-0101, eignarhl., Akureyri, þingl. eig. Snorri Ragnar Bragason, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Akureyri, föstu- daginn 17. október 2003 kl. 10:00. Skriðuland, eignarhl., Arnarneshreppi, þingl. eig. Halldóra L. Friðriks- dóttir, gerðarbeiðandi Verkval, verktaki, föstudaginn 17. október 2003 kl. 10:00. Sveinbjarnargerði III, eignarhl., Svalbarðsstrandarhreppi, þingl. eig. Anný Petra Larsdóttir, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Akureyri, föstudaginn 17. október 2003 kl. 10:00. Tunga, Svalbarðsstrandarhreppi, þingl. eig. Haukur Laxdal Baldvins- son, gerðarbeiðendur Hrossaræktarsamtök Eyf/Þingey. og Lánasjóð- ur landbúnaðarins, föstudaginn 17. október 2003 kl. 10:00. Tungusíða 4, Akureyri, þingl. eig. Þorgerður Lilja Fossdal, gerðarbeið- endur Búnaðarbanki Íslands hf. og Húsasmiðjan hf., föstudaginn 17. október 2003 kl. 10:00. Urðargil 36, íb. 02-0101, Akureyri, þingl. eig. Eyco ehf., gerðarbeið- endur Íbúðalánasjóður og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., föstudag- inn 17. október 2003 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 13. október 2003. Harpa Ævarrsdóttir, ftr. ÝMISLEGT Frímerki - seðlar - mynt Í tengslum við norrænu frímerkjasýning- una NORDIA, sem haldin verður á Kjar- valsstöðum dagana 16.-19. október, verða sérfróðir menn frá uppboðsfyrirtækinu Thomas Höiland Auktioner A/S í Kaup- mannahöfn hér á landi í leit að efni á næstu uppboð. Leitað er eftir frímerkjum, gömlum umslög- um og póstkortum, heilum söfnum og lager- um svo og gömlum seðlum og mynt. Boðið er uppá góða, vaxtalausa fyrirfram- greiðslu, sem þýðir að eigandi uppboðsefnis- ins nýtur í senn kosta uppboðsfyrirkomulags- ins og getur jafnframt fengið reiðufé við af- hendingu efnisins. Tekið er á móti áhugasömum á sýningunni, kynningarbás nr. 19, ofangreinda daga og ennfremur á Hótel Reykjavík miðvikudaginn 15. okt. kl. 17:30-19:30. Nánari upplýsingar veitir Össur Kristinsson í síma 5554991 eða 6984991 um helgar og eftir kl. 17:00 á virkum dögum. Thomas Höiland Auktioner A/S Frydendalsvej 27, DK-1809 Frederiksberg C Sími 45 33862424 - Fax 45 33862425. UPPBOÐ RAÐAUGLÝSINGAR HÚSRÁÐENDUR í íbúð í Þingholtunum vöknuðu á sunnudags- morgun við hávaða. Þegar fólkið leit út sá það hvar maður var að spenna upp bílskúrshurðina með kúbeini. Húsráðandinn snaraði sér í fötin og fór út. Mætti hann þá manni á bif- hjóli sem geymt hafði verið í skúrn- um. Þrír menn sem tengdust inn- brotinu voru handteknir og færðir á lögreglustöð og kom í ljós að einn þeirra var með ætluð fíkniefni á sér. Þetta kemur m.a. fram í dagbók lögreglunnar í Reykjavík eftir helgina. Segir lögreglan að helgin hafi verið óvanalega róleg. Fátt fólk var á ferli í miðborginni á föstudags- kvöldið en öllu fleira á laugardags- kvöldið. Þar gekk mannlífið vel og án teljandi óhappa. 22 umferðaróhöpp Um helgina var tilkynnt um 22 umferðaróhöpp. Aðeins í einu tilviki var um minniháttar meiðsli að ræða. Óhappið varð er bifreið var bakkað og rakst utan í eldri konu sem var að ganga yfir götu. Féll hún við og kenndi eymsla í vinstri hendi. 27 ökumenn voru kærðir fyrir að aka of hratt. Þá voru 4 ökumenn kærðir, grunaðir um að vera ölvaðir við akst- urinn. Tilkynnt var um 16 innbrot, sem flest voru í bifreiðar og 8 þjófnaði um helgina. Þá var tilkynnt um 21 skemmdarverk. Tölvu stolið úr geymslu Á laugardag var tilkynnt um þjófnað á tölvu og fylgihlutum úr geymslu í blokk í austurbænum. Grunur vaknaði um að þarna gæti hafa verið á ferð íbúi í blokkinni. Var hann heimsóttur og kom þá í ljós að sá grunur var réttur og því tókst að koma hlutunum til skila. Þá var á laugardag tilkynnt um innbrot í veitingahús í miðborginni. Þar hafði hurð baka til í porti verið spennt upp, farið inn og upp á aðra hæð. Þar var spennt upp hurð og miklu magni af áfengi stolið. Á laugardag vat tilkynnt um að farið hafi verið inn á skrifstofu gistiheimilis í vesturbænum og stolið fartölvu að verðmæti um 170.000 kr. Eins var tilkynnt um þjófnað á fartölvu úr bifreið í vest- urbænum á laugardagskvöldið. Á laugardagskvöldið var óskað aðstoðar að afþreyingarstað í aust- urborginni. Þar var þá kominn maður sem hafði komið þar í síð- ustu viku við annan mann. Menn þessir höfðu þá farið inn á salernin, stíflað vaska og skrúfað frá krön- um, þannig að vatn fór um öll gólf. Kom þetta fram í eftirlitsmynda- vélum á staðnum. Aðfaranótt sunnudags var par handtekið á Laugavegi eftir að hafa farið upp í vinnulyftu sem þar var og brotið skilti. Þá var aðfaranótt sunnudags beðið um aðstoð á veitingastað í miðborginni. Dyraverðir héldu hjá sér manni sem hafði verið að ógna fólki með hnífi. Var hnífurinn hald- lagður. Óvanalega róleg helgi Úr dagbók lögreglu 10.–12. október Fyrirlestur um skoðanir ung- menna á þekkingarfræði stærð- fræðinnar Guðmundur Birgisson lektor við Kennaraháskóla Íslands heldur opinn fyrirlestur í Skriðu, Kennaraháskólanum við Stakka- hlíð, á morgun, miðvikudaginn 15. október kl. 16.15. Fyrirlesturinn nefnist Skoðanir ungmenna á þekkingarfræði stærðfræðinnar. Í fyrirlestrinum verður fjallað um rannsókn á skoðunum nokkurra ungmenna á þekkingarfræði stærðfræðinnar eins og þær birt- ast í viðureign ungmennanna við framandi stærðfræðiþrautir og í viðtölum. Námskeið fyrir konur um ímynd, og útlit Anna og útlitið er með námskeið fyrir konur um ímynd og útlit, á morgun, mið- vikudaginn 15. október 20-22.30. Námskeiðið er haldið hjá Mími – símenntun að Grensásvegi 16A. Á námskeiðinu er farið í allt sem við kemur útlitinu, þ.m.t. ímynd, fatastíl, tísku, förðun og slæðu- hnýtingar. Skráning og upplýsingar eru í síma eða á heimasíðu Mímis – sí- menntunar www.mimir.is Gitte Lassen heldur fyrirlestur um listina að segja nei og setja mörk, á morgun, miðvikudaginn 15. október kl. 20–22, í Braut- arholti 8, 2. hæð, t.v. Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku. Verð 1.500 kr. Fræðslufundur Cp-félagsins – „Vandamál tengd meltingu ein- staklinga með Cp“ – verður hald- inn á morgun, miðvikudaginn 15.október kl.20, að Háaleitisbraut 11-13. Fyrirlesarar verða Lúther Sig- urðsson og Viðar Eðvarsson, barnalæknar. Málstofa um kostnað vegna umferðarslysa Philip Jacobs, University of Alabama, er gestur á málstofu Hagfræðistofnunar Há- skóla Íslands á morgun, miðviku- dag kl. 16.15 að Aragötu 14. Þar mun Jacobs fjalla um kostnað vegna umferðarslysa. Allir vel- komnir. Í DAG Rangt nafn á mynd Rangt var að Bjarni Pálsson hefði verið á mynd með frétt um Tónminjasetur á Stokkseyri í blaðinu á laugardag. Bjarni lést árið 1887, aðeins 29 ára gamall. Með Ísólfi Pálssyni á myndinni eru bræður hans Jón, Gísli, Júníus og Pálmar. Beðist er velvirðingar á mistök- unum. LEIÐRÉTT ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.