Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 39
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 39
TÓLF bridspör taka nú þátt í
landsliðskeppni sem standa mun í
fimm daga. Efsta parið vinnur sér
rétt til að spila á NEC-mótinu í
Yokohama í Japan í febrúar næst-
komandi, og fær að velja með sér
annað par til fararinnar. Þetta mót
hefur verið haldið undanfarin ár og
laðar til sín marga af sterkustu spil-
urum heimsins.
Landsliðskeppnin er spiluð á
þremur helgum, tvöföld umferð með
8 spilum milli para eða 22 leikir í allt.
Átta fyrstu leikirnir voru spilaðir nú
um helgina og hafa Jón Baldursson
og Þorlákur Jónsson forustu í
mótinu. Það væri vel við hæfi að þeir
færu til Yokohama enda urðu þeir
heimsmeistarar í brids þar í borg ár-
ið 1991.
Þeir Erlendur Jónsson og Sveinn
Rúnar Eiríksson eru í 2. sæti, Ragn-
ar Magnússon og Stefán Jóhannsson
í 3. sæti, Þröstur Ingimarsson og
Bjarni H. Einarsson í 4. sæti, Matt-
hías Þorvaldsson og Ljósbrá Bald-
ursdóttir í 5. sæti og Karl Sigur-
hjartarson og Snorri Karlsson í 6.
sæti.
Íslenskir bridsspilarar eru yfir-
leitt slemmuglaðir og því kom nokk-
uð á óvart, að þeir Jón og Þorlákur
væru eina parið sem komst í slemmu
á þessi spil í 7. umferð mótsins:
Suður gefur, allir á hættu
Norður
♠ ÁG96
♥ ÁD8
♦ ÁDG73
♣7
Vestur Austur
♠ 102 ♠ 54
♥ K10 ♥ 975432
♦ K8652 ♦ 104
♣ÁD65 ♣K32
Suður
♠ KD873
♥ G6
♦ 9
♣G10984
Þeir Jón og Þorlákur sátu NS og
Ísak Örn Sigurðsson og Páll Valdi-
marsson sátu AV:
Vestur Norður Austur Suður
Pass
1 tígull dobl 1 hjarta 4 spaðar
pass 4 grönd pass 5 tíglar
pass 6 spaðar//
Einhverjir völdu að passa tígulopn-
un vesturs með norðurspilin, í þeirri
von að ná AV í doblgildru, en það
gekk hvergi eftir. Jón doblaði hins
vegar strax og Þorlákur stökk beint í
4 spaða sem er nokkuð hörð en samt
eðlileg sögn. Jón þurfti þá ekki meira
til en hann sá í hendi sér að rauðu
drottningarnar myndu nýtast vel
eftir opnun vesturs.
Páll fann lymskulegt útspil,
hjartakónginn. Þorlákur féll í gildr-
una og stakk upp ás, fór síðan heim á
spaðakóng og svínaði tíguldrottn-
ingu og henti hjarta í tígulásinn. Svo
spilaði hann laufi úr borði. Ísak í
austur sá að Þorlákur ætlaði sér að
að trompa nokkur lauf í borði, og fór
upp með laufakónginn til að spila
spaða, ef vera kynni að Páll ætti ekki
meira tromp. Þetta nægði Þorláki.
Hann drap heima og spilaði lauf-
agosa og trompsvínaði fyrir ÁD hjá
vestri. Slemman vannst því eftir allt
saman.
Hægt er að hnekkja slemmunni
með því að spila út spaða í upphafi og
síðan aftur spaða, þegar vörnin
kemst inn á lauf, svo framarlega sem
vestur fær fyrsta laufslaginn. Hins
vegar má vinna slemmuna eftir öll
önnur útspil með því að trompa þrjú
lauf í blindum og svína fyrir annað-
hvort hjarta- eða tígulkóng.
Morgunblaðið/GPA
Keppendur í landsliðsmótinu skoða stöðuna sem hangir á veggnum.
Keppa um að kom-
ast til Yokohama
Guðm. Sv. Hermannsson
BRIDS
Landsliðskeppni
12 bridspör taka nú þátt í landsliðs-
keppni og verða sigurvegararnir sendir á
mót í Yokohama í Japan.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti
107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Helgafell, austari hluti, Svalbarðsstrandarhreppi, þingl. eig. Haukur
Laxdal Baldvinsson, gerðarbeiðandi Hrossaræktarsamtök Eyf/
Þingey., föstudaginn 17. október 2003 kl. 10:00.
Hraunholt 2, Akureyri, þingl. eig. Stefanía Jóhannsdóttir og Bragi
Steinsson, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Landsbanki Íslands
hf., föstudaginn 17. október 2003 kl. 10:00.
Huldugil 64, eignarhl., Akureyri, þingl. eig. Elías Hákonarson, gerðar-
beiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., föstudaginn 17. október
2003 kl. 10:00.
Kotárgerði 17, Akureyri, þingl. eig. Erling Ingvason og Margrét Stein-
unn Thorarensen, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn
17. október 2003 kl. 10:00.
Melgerði 2, parhús, 02-0101, eignarhl., Akureyri, þingl. eig. Snorri
Ragnar Bragason, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Akureyri, föstu-
daginn 17. október 2003 kl. 10:00.
Skriðuland, eignarhl., Arnarneshreppi, þingl. eig. Halldóra L. Friðriks-
dóttir, gerðarbeiðandi Verkval, verktaki, föstudaginn 17. október
2003 kl. 10:00.
Sveinbjarnargerði III, eignarhl., Svalbarðsstrandarhreppi, þingl.
eig. Anný Petra Larsdóttir, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Akureyri,
föstudaginn 17. október 2003 kl. 10:00.
Tunga, Svalbarðsstrandarhreppi, þingl. eig. Haukur Laxdal Baldvins-
son, gerðarbeiðendur Hrossaræktarsamtök Eyf/Þingey. og Lánasjóð-
ur landbúnaðarins, föstudaginn 17. október 2003 kl. 10:00.
Tungusíða 4, Akureyri, þingl. eig. Þorgerður Lilja Fossdal, gerðarbeið-
endur Búnaðarbanki Íslands hf. og Húsasmiðjan hf., föstudaginn
17. október 2003 kl. 10:00.
Urðargil 36, íb. 02-0101, Akureyri, þingl. eig. Eyco ehf., gerðarbeið-
endur Íbúðalánasjóður og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., föstudag-
inn 17. október 2003 kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
13. október 2003.
Harpa Ævarrsdóttir, ftr.
ÝMISLEGT
Frímerki - seðlar
- mynt
Í tengslum við norrænu frímerkjasýning-
una NORDIA, sem haldin verður á Kjar-
valsstöðum dagana 16.-19. október, verða
sérfróðir menn frá uppboðsfyrirtækinu
Thomas Höiland Auktioner A/S í Kaup-
mannahöfn hér á landi í leit að efni á
næstu uppboð.
Leitað er eftir frímerkjum, gömlum umslög-
um og póstkortum, heilum söfnum og lager-
um svo og gömlum seðlum og mynt.
Boðið er uppá góða, vaxtalausa fyrirfram-
greiðslu, sem þýðir að eigandi uppboðsefnis-
ins nýtur í senn kosta uppboðsfyrirkomulags-
ins og getur jafnframt fengið reiðufé við af-
hendingu efnisins.
Tekið er á móti áhugasömum á sýningunni,
kynningarbás nr. 19, ofangreinda daga og
ennfremur á Hótel Reykjavík miðvikudaginn
15. okt. kl. 17:30-19:30.
Nánari upplýsingar veitir Össur Kristinsson í
síma 5554991 eða 6984991 um helgar og eftir
kl. 17:00 á virkum dögum.
Thomas Höiland Auktioner A/S
Frydendalsvej 27,
DK-1809 Frederiksberg C
Sími 45 33862424 - Fax 45 33862425.
UPPBOÐ
RAÐAUGLÝSINGAR
HÚSRÁÐENDUR í
íbúð í Þingholtunum
vöknuðu á sunnudags-
morgun við hávaða. Þegar fólkið leit
út sá það hvar maður var að spenna
upp bílskúrshurðina með kúbeini.
Húsráðandinn snaraði sér í fötin og
fór út. Mætti hann þá manni á bif-
hjóli sem geymt hafði verið í skúrn-
um. Þrír menn sem tengdust inn-
brotinu voru handteknir og færðir á
lögreglustöð og kom í ljós að einn
þeirra var með ætluð fíkniefni á sér.
Þetta kemur m.a. fram í dagbók
lögreglunnar í Reykjavík eftir
helgina. Segir lögreglan að helgin
hafi verið óvanalega róleg. Fátt fólk
var á ferli í miðborginni á föstudags-
kvöldið en öllu fleira á laugardags-
kvöldið. Þar gekk mannlífið vel og
án teljandi óhappa.
22 umferðaróhöpp
Um helgina var tilkynnt um 22
umferðaróhöpp. Aðeins í einu tilviki
var um minniháttar meiðsli að ræða.
Óhappið varð er bifreið var bakkað
og rakst utan í eldri konu sem var að
ganga yfir götu. Féll hún við og
kenndi eymsla í vinstri hendi. 27
ökumenn voru kærðir fyrir að aka of
hratt. Þá voru 4 ökumenn kærðir,
grunaðir um að vera ölvaðir við akst-
urinn.
Tilkynnt var um 16 innbrot, sem
flest voru í bifreiðar og 8 þjófnaði
um helgina. Þá var tilkynnt um 21
skemmdarverk.
Tölvu stolið úr geymslu
Á laugardag var tilkynnt um
þjófnað á tölvu og fylgihlutum úr
geymslu í blokk í austurbænum.
Grunur vaknaði um að þarna gæti
hafa verið á ferð íbúi í blokkinni. Var
hann heimsóttur og kom þá í ljós að
sá grunur var réttur og því tókst að
koma hlutunum til skila.
Þá var á laugardag tilkynnt um
innbrot í veitingahús í miðborginni.
Þar hafði hurð baka til í porti verið
spennt upp, farið inn og upp á aðra
hæð. Þar var spennt upp hurð og
miklu magni af áfengi stolið.
Á laugardag vat tilkynnt um að
farið hafi verið inn á skrifstofu
gistiheimilis í vesturbænum og
stolið fartölvu að verðmæti um
170.000 kr. Eins var tilkynnt um
þjófnað á fartölvu úr bifreið í vest-
urbænum á laugardagskvöldið.
Á laugardagskvöldið var óskað
aðstoðar að afþreyingarstað í aust-
urborginni. Þar var þá kominn
maður sem hafði komið þar í síð-
ustu viku við annan mann. Menn
þessir höfðu þá farið inn á salernin,
stíflað vaska og skrúfað frá krön-
um, þannig að vatn fór um öll gólf.
Kom þetta fram í eftirlitsmynda-
vélum á staðnum.
Aðfaranótt sunnudags var par
handtekið á Laugavegi eftir að hafa
farið upp í vinnulyftu sem þar var
og brotið skilti.
Þá var aðfaranótt sunnudags
beðið um aðstoð á veitingastað í
miðborginni. Dyraverðir héldu hjá
sér manni sem hafði verið að ógna
fólki með hnífi. Var hnífurinn hald-
lagður.
Óvanalega róleg helgi
Úr dagbók lögreglu 10.–12. október
Fyrirlestur um skoðanir ung-
menna á þekkingarfræði stærð-
fræðinnar Guðmundur Birgisson
lektor við Kennaraháskóla Íslands
heldur opinn fyrirlestur í Skriðu,
Kennaraháskólanum við Stakka-
hlíð, á morgun, miðvikudaginn 15.
október kl. 16.15.
Fyrirlesturinn nefnist Skoðanir
ungmenna á þekkingarfræði
stærðfræðinnar.
Í fyrirlestrinum verður fjallað um
rannsókn á skoðunum nokkurra
ungmenna á þekkingarfræði
stærðfræðinnar eins og þær birt-
ast í viðureign ungmennanna við
framandi stærðfræðiþrautir og í
viðtölum.
Námskeið fyrir konur um
ímynd, og útlit Anna og útlitið er
með námskeið fyrir konur um
ímynd og útlit, á morgun, mið-
vikudaginn 15. október 20-22.30.
Námskeiðið er haldið hjá Mími –
símenntun að Grensásvegi 16A.
Á námskeiðinu er farið í allt sem
við kemur útlitinu, þ.m.t. ímynd,
fatastíl, tísku, förðun og slæðu-
hnýtingar.
Skráning og upplýsingar eru í
síma eða á heimasíðu Mímis – sí-
menntunar www.mimir.is
Gitte Lassen heldur fyrirlestur
um listina að segja nei og setja
mörk, á morgun, miðvikudaginn
15. október kl. 20–22, í Braut-
arholti 8, 2. hæð, t.v.
Fyrirlesturinn verður haldinn á
ensku. Verð 1.500 kr.
Fræðslufundur Cp-félagsins –
„Vandamál tengd meltingu ein-
staklinga með Cp“ – verður hald-
inn á morgun, miðvikudaginn
15.október kl.20, að Háaleitisbraut
11-13.
Fyrirlesarar verða Lúther Sig-
urðsson og Viðar Eðvarsson,
barnalæknar.
Málstofa um kostnað vegna
umferðarslysa Philip Jacobs,
University of Alabama, er gestur
á málstofu Hagfræðistofnunar Há-
skóla Íslands á morgun, miðviku-
dag kl. 16.15 að Aragötu 14. Þar
mun Jacobs fjalla um kostnað
vegna umferðarslysa. Allir vel-
komnir.
Í DAG
Rangt nafn á mynd
Rangt var að Bjarni Pálsson
hefði verið á mynd með frétt um
Tónminjasetur á Stokkseyri í
blaðinu á laugardag.
Bjarni lést árið 1887, aðeins 29
ára gamall. Með Ísólfi Pálssyni á
myndinni eru bræður hans Jón,
Gísli, Júníus og Pálmar.
Beðist er velvirðingar á mistök-
unum.
LEIÐRÉTT
♦ ♦ ♦