Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 22
AUSTURLAND
22 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Dvergasteinn |Allt er enn í óvissu um
áframhald rekstrar frystihússins
Dvergasteins á Seyðisfirði. Útgerð-
arfélag Akureyringa hættir rekstri þess
um mánaðamótin. Bæjarstjórn Seyð-
isfjarðar hefur verið í viðræðum við aðila
um reksturinn, en ekkert er enn sýnilegt
í þeim spilum. Þykir þó ljóst að örðugt
verði að reka húsið nema útgerð togarans
Gullvers komi þar að málum, með lönd-
unarsamningi eða öðrum hætti. Stafar
það af því að kvóti sá sem tilheyrði frysti-
húsinu og ÚA hefur nú boðið til kaups
nægir ekki til reksturar frystihússins og
þarf því kvóta Gullversins til viðbótar.
Íslendingar næstir | Í kjölfar kröfu
portúgalskra verkamanna Impregilo
A.s.P. um hlífðarfatnað huga íslenskir
starfsmenn fyrirtækisins að kröfu um
úrbætur á aðstöðu sinni og aðbúnaði.
Þeir vilja einnig fá hlífðarfatnað og
skæði frá fyrirtækinu. Þetta er haft eftir
Hannesi Guðmundssyni, trúnaðarmanni
íslenskra starfsmanna Impregilo.
ME-viðbygging |Auglýst hefur verið
eftir tilboðum í annan áfanga kennslu-
húss við Menntaskólann á Egilsstöðum.
Verkið felst í að byggja kennslu- og
skrifstofuálmu við skólann og verður
hún 1.100 fermetrar. Í auglýsingu segir
að verktaki geti hafið framkvæmdir að
lokinni undirskrift verksamnings og
húsinu skuli skilað fullbúnu eigi síðar
en 8. ágúst eða 12. desember á næsta
ári.
Seyðisfirði | Sýninga- og ráðstefnuröðin At-
hafnakonur hófst á Seyðisfirði á laugardag. Verk-
efnið er á vegum Kvennasjóðs og unnið í sam-
starfi við atvinnu- og jafnréttisráðgjafa Suður- og
Norðausturkjördæmis. Á sýningunni voru kynnt
fyrirtæki sem notið hafa stuðnings Kvennasjóðs
og ráðstefnan samhliða fjallaði um atvinnumál
kvenna á Austurlandi í víðu samhengi.
Bjarnheiður Jóhannsdóttir er atvinnu- og jafn-
réttisráðgjafi Suðurkjördæmis. „Það sem mér
þótti athyglisvert á ráðstefnunni var hversu mik-
ill fókus hefur verið í umræðunni á Austurlandi
um hin hefðbundnu karlastörf,“ segir Bjarnheið-
ur. „Ég hef á tilfinningunni að það hafi á ákveðinn
hátt gleymst að hugsa fyrir störfum handa kon-
um. Ekki dugir að hugsa bara um þjónustustörf
sem skapast í kringum álver og annað, heldur
virðist gleymast að styðja þarf við frumkvöðla, því
það er svo hættulegt að setja öll eggin í sömu
körfuna. Við verðum að hafa fjölbreytni í atvinnu-
lífinu og verðum að hafa vinnu fyrir menntaðar
konur.“
Stórátak þarf til að breyta hugarfarinu
„Stefna Alcoa varðandi að fá konur til starfa í
álverinu er raunar metnaðarfull, en ég velti fyrir
mér eftir ráðstefnuna, hvað þurfi til að breyta
grundvallarhugsunarhætti,“ heldur Bjarnheiður
áfram. „Það að hvetja konur sérstaklega til að
fara í hefðbundin karlastörf, eins og rafvirkjun til
dæmis, kostar gífurlegt átak, ekki aðeins í pen-
ingum og tíma, heldur í hugarfari. Þó að allir séu
af vilja gerðir að hvetja konur til að taka þátt, þá
er þetta svo djúpt í okkur. Það er í raun og veru
verið að ganga gegn uppeldi okkar og umhverfi
með þessu. Þarf ekki virkilegt stórátak, bæði í
tíma og peningum, til að breyta hugarfarinu?“
Eyða í frumkvæði og afl
Bjarnheiður segir aðra atvinnuuppbyggingu
kvenna en þá sem snýr að þjónustu í kringum ál-
ver og framkvæmdir í virkjuninni væntanlega
eitthvað sem getur lifað áfram eftir að uppbygg-
ingarframkvæmdirnar eru búnar. „Það þarf að
hlúa mjög vandlega að þeirri atvinnu sem helst
við þegar mesti kúfurinn er farinn af fram-
kvæmdunum. Dæmin sanna að þá kemur oft eyða
í frumkvæði og afl og fyrir því þarf að vera vak-
andi,“ segir Bjarnheiður að lokum.
Athafnakonur verða næst á ferð í Þorlákshöfn
31. október nk.
Gleymdist að huga að störfum fyrir konur í tengslum við virkjun og stóriðju?
Uppbygging á Austurlandi
hefur verið karllæg
VERKFRÆÐISTOFAN Hönnun
hf. hélt upp á fjörutíu ára afmæli sitt
um helgina.
Hönnun er eitt af elstu tækniþekk-
ingarfyrirtækjum landsins. Fyr-
irtækið var stofnað árið 1963 í
Reykjavík og hefur því starfað í 40
ár. Aðalskrifstofur eru í Reykjavík
en starfsstöðvar eru sjö á lands-
byggðinni; Reyðarfirði, Kirkjubæj-
arklaustri, Hvolsvelli, Selfossi, Akra-
nesi, Akureyri og á Egilsstöðum.
Hönnun á hlut í fyrirtækinu Tækni-
þingi á Húsavík og í Loftmyndum í
Reykjavík.
Veðjuðu á Reyðarfjörð
Á Reyðarfirði var haldið upp á af-
mælið í húsnæði Hönnunar hf., en
þar hefur fyrirtækið haft aðsetur síð-
an 1972. Fyrstu árin var viðveran
árstíðabundin og helstu verkefnin
verkfræðiþjónusta við sveitarfélögin
vegna húsbygginga, gatnagerðar og
veituframkvæmda. Árið 1977 setti
Hönnun upp verkfræðistofu í bæn-
um. Meðal verkefna hennar hafa ver-
ið nýbyggingar, viðhaldsverkefni,
áætlanagerð, verkeftirlit, bygginga-
og verkefnisstjórnun og umhverf-
isráðgjöf, m.a. umhverfismat vegna
vegagerðar og snjóflóðavarna.
Nýtt vaxtarskeið vegna
stóriðjuframkvæmda
Hönnun og ráðgjöf ehf. Reyð-
arfirði var dótturfyrirtæki Hönn-
unar, stofnað 1990 og útibú opnað á
Egilstöðum 1994. Fyrirtækið sam-
einaðist aftur Hönnun hf. árið 2000.
Verkefnin hafa verið fjölþætt, al-
hliða verkfræði- og ráðgjafarþjón-
usta við sveitarfélögin, mikil upp-
bygging í fiskiðnaði og eru
loðnubræðslurnar þar stór hluti,
þátttaka í hönnun Fáskrúðsfjarð-
arganga og ganga undir Almanna-
skarð. Forsvarsmenn fyrirtækisins
segja það nú vera að renna inn á nýtt
vaxtarskeið vegna stóriðjufram-
kvæmda á Austurlandi.
Nýjasta verkefnið sem verið er að
fylgja úr hlaði er undirbúningur að
byggingu 3.000 fermetra verslunar-
og þjónustumiðstöðvar á Reyðarfirði.
Hefur hún vinnuheitið Molinn.
Hönnun komið víða við í
austfirskri uppbyggingu
Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir
Starfsfólk Hönnunar fagnar 40 ára afmæli fyrirtækisins: Svava Bjarna-
dóttir fjármálastjóri, Kristinn Eiríksson, aðst.frkvstj. í Reykjavík, og
Valgeir Kjartansson, frkvstj. Hönnunar á Reyðarfirði.
Kárahnjúkavirkjun | Olíufélagið Esso hefur opnað bens-
ínstöð og svokallaða stórnotendaverslun í Kárahnjúkavirkj-
un.
Verslunin, sem kallast Esso aðföng við Kárahnjúka, er um
40 fermetrar að stærð og stendur skammt utan við Arn-
arfellsbúðirnar á aðalvinnusvæðinu. Þar er boðið upp á elds-
neyti, smurolíu, rekstrarvörur, verkfæri, hlífðarfatnað og
þægindavöru eins og gos og ýmsar neysluvörur. Verslunin er
opin hluta úr degi, en bensín- og gasolíusjálfsali er opinn all-
an sólarhringinn.
Annríki hefur verið í versluninni frá opnun og virðast við-
skiptavinir kunna vel að meta bætta þjónustu á virkjunarstað.
Vinnuvélaeigendur segja til dæmis rekstraröryggið meira við
þær oft á tíðum erfiðu umhverfisaðstæður sem skapast geta á
hálendinu. Þá er veitt sérhæfð smurolíuráðgjöf þar sem sér-
fræðingar félagsins sinna eftirliti og þjónustu.
Gos og nammi selst best
Ólafur Pálsson er umsjónarmaður í Esso aðföngum og hef-
ur opið tvo tíma á dag, frá kl. 18 til 20, til að byrja með.
Ennþá eru það einkum Íslendingar sem koma til að versla og
mesta umsetningin hingað til hefur verið á sælgæti og gosi,
sem kemur ekki á óvart þegar Íslendingar eiga í hlut. Einnig
er eitthvað um að erlendir verkamenn hafi komið að kaupa
sér húfur, vettlinga og sokka, sem er heldur ekki undarlegt
miðað við atburði tengda deilum um vinnufatnað síðustu dag-
ana. Verslunin hefur þó aðeins verið opin í nokkra daga og
menn að byrja að átta sig á því sem í boði er.
„Þessari þjónustu við verktaka og vinnuvélaeigendur er
fyrst og fremst komið fyrir á svæðinu til að styðja við okkar
viðskiptavini, sem eru að sinna verklegum framkvæmdum við
Kárahnjúka,“ segir Guðjón Auðunsson, framkvæmdastjóri
fyrirtækjasviðs Olíufélagsins.
Esso opnar bensínstöð og verslun á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka
Verslað á virkjunarsvæðinu: Esso aðföng opnaði nýlega bensínstöð og stórnotendaverslun. Raðað í hillur: Íslendingarnir kaupa enn helst sælgæti í versluninni. Ólafur Pálsson við störf.
Sælgæti, vettlingar, húfur og ullarsokkar rokið út
Eskja | Nýr þróunar- og gæðastjóri,
Karl Már Einarsson sjávarútvegsfræð-
ingur, hefur verið ráðinn til Eskju á
Eskifirði. Hann hefur starfað hjá fyr-
irtækinu í rúmt ár, sem umsjónarmaður
þorskeldis félagsins og að ýmsum verk-
efnum öðrum. Þá hefur nýr skrifstofu-
og starfsmannastjóri verið ráðinn til
Eskju. Það er Halla Óskarsdóttir, sem
starfað hefur hjá fyrirtækinu í átta ár.
Hún er fyrsta konan sem ráðin er sem
sviðsstjóri hjá Eskju.
Viðbótarfjárveiting |Sýslumaðurinn
á Seyðisfirði telur sig þurfa 29 milljóna
viðbótarfjárveitingu vegna aukinna
verkefna í löggæslu umdæmisins. Er
þar m.a. um að ræða meiri umferð
vegna Norrönu, Kárahnjúkavirkjun og
beint flug LTU frá Þýskalandi til Egils-
staða. Fjárlagatillögur gera hins vegar
ráð fyrir 7 milljóna króna aukningu til
embættisins á fjárhagsáætlun næsta
árs, en fjárveitingin nam 133 milljónum
króna á þessu ári. Gangi þetta eftir
verður fjölgað um einn lögreglumann á
Egilsstöðum og keyptur viðbótarlög-
reglubíll.