Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ mönnum bankans að kaupa hlutabréf á genginu 1,26. Í almennu útboði gafst almenningi hins vegar færi á að kaupa hlutabréf í bankanum á genginu 2,15. Ákvörðun skattayfirvalda staðfest af yfirskattanefnd og síðan af héraðsdómi Einn starfsmaður bankans keypti hlutabréf að nafnvirði 250.000 krónur og greiddi 315.000 krónur fyrir. Skattyfirvöld töldu að í þessu fæl- ust skattskyld hlunnindi og ákváðu að færa HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðs- dóms Reykjavíkur um að sérstök kjör sem starfsmenn Búnaðarbanka Íslands nutu við hlutabréfakaup þegar bankinn var gerður að hlutafélagi, fælu í sér skattskyld hlunnindi sem starfsmennirnir hafi átt að greiða af skatt. Ríkisbankarnir Landsbanki Íslands og Bún- aðarbanki Íslands voru árið 1997 gerðir að hluta- félögum. Í kjölfarið var ákveðið að hækka hlutafé Bún- aðarbankans og var ákveðið að bjóða starfs- starfsmanninum til tekna 222.500 krónur sem var mismunur þeirrar fjárhæðar sem hann hafði greitt fyrir hlutabréf sín og þess verðs sem al- menningi bauðst stuttu síðar. Ákvörðun þessi var staðfest af yfirskattanefnd, síðan af Héraðs- dómi Reykjavíkur og nú Hæstarétti. Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Gunnlaugur Claessen og Pétur Kr. Hafstein. Lögmaður starfsmanns bankans var Erlendur Gíslason og lögmaður ríkisins Óskar Thorarensen hrl. Réttmætt að skattleggja sérkjör við hlutabréfakaup ÞAÐ er líklega ekki algengt að hundar bregði sér á hestbak, en það gerir þó tíkin Tara iðulega og fólk og dýr eru orðin alvön þessu undar- lega uppátæki. Tíkin notfærir sér það að merin Litla löpp er afar lágvaxin og þegar tíkinni Töru er kalt, stekkur hún á bak merinni og lætur fara vel um sig þar til henni hefur hlýnað á nýj- an leik. Þá gerir hún sér lítið fyrir og stekkur fimlega af baki. Eigandi hunds og hests er Ingi- björg Rannveig Ingólfsdóttir á Ás- garði í Garðinum. Hún segir að þetta gerist oft og merin kippi sér ekkert orðið upp við þennan óvenjulega knapa. Morgunblaðið/Stella Tíkin Tara bregður sér á hestbak BÓKMENNTAFÉLAGIÐ Mál og menning stefnir að því að halda út- gáfu Tímarits Máls og menningar (TMM) áfram á næsta ári en síðasta tölublað tímaritsins sem Edda – út- gáfa ber ábyrgð á er komið út. Edda ákvað á stjórnarfundi 9. júlí sl. að hætta útgáfu TMM frá og með hausthefti ársins. Jafnframt var samþykkt að afhenda Máli og menn- ingu – Heimskringlu – tímaritið kvaðalaust til eignar og óskoraðs notandaréttar. Í hausthefti TMM segir Þröstur Ólafsson, formaður stjórnar Bók- menntafélagsins, að félagið hafi fagnað þessari ráðstöfun og gengist við ábyrgð sinni. Á aðalfundi fé- lagsráðs Bókmenntafélagsins var samþykkt að skipa undirbúnings- nefnd sem hefði það verkefni að meta framtíðarhorfur og undirbúa frekari skref til að halda áfram út- gáfu TMM á vegum Bókmennta- félagsins. Nefndinni veita forystu Halldór Guðmundsson og Sigurður Svavarsson og vonast þeir til að sem flestir velunnarar TMM komi að störfum nefndarinnar. Þegar niður- staða hennar liggur fyrir mun stjórn Bókmenntafélagsins taka ákvörðun um framhaldið. „Það er eindregin von okkar að það takist að finna leið til að halda áfram útgáfunni. Ekki hvað síst er það undir áskrifendum og lesendum komið hvort það reynist gerlegt. Við munum gera okkar ýtr- asta,“ segir Þröstur Ólafsson. Stefnt að áframhald- andi útgáfu TMM LÖGREGLAN í Reykjanebæ hefur til rannsóknar líkamsárásarkæru á hendur tveimur varnarliðsmönnum. Átján ára piltur kærði mennina fyrir að hafa ráðist á sig fyrir utan skemmtistaðinn Paddy’s í Reykja- nesbæ aðfaranótt sunnudagsins 5. október sl. Hlaut pilturinn áverka í andliti, samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar. Meint árás á að hafa átt sér stað um tvöleytið um nóttina og óskar rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík eftir upplýsingum frá mögulegum vitnum. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem árásármál kemur upp á þessum skemmtistað þar sem varn- arliðsmenn koma við sögu. Upp úr miðjum september var lögreglunni tilkynnt um árás inni á staðnum en engin kæra var lögð fram í því tilviki. Tveir varnarliðsmenn kærðir fyrir líkamsárás Á ÞRIÐJA fjórðungi ársins fluttu 310 fleiri einstaklingar frá landinu en til þess. Brottfluttir Íslendingar voru 487 fleiri en aðfluttir. Aftur á móti voru aðfluttir erlendir ríkis- borgarar 177 fleiri en brottfluttir. Á tímabilinu voru skráðar 18.699 breytingar á lögheimili einstaklinga í þjóðskrá. Þar af fluttu 9.899 innan sama sveitarfélags, 6.054 milli sveit- arfélaga, 1.218 til landsins og 1.528 frá því. Brottfluttir frá höfuborgar- svæðinu voru 212 fleiri en aðfluttir. Þar munar mestu um Reykjavík en þaðan voru brottfluttir 361 fleiri en aðfluttir. Af landsvæðum utan höf- uðborgarsvæðisins voru tvö með fleira aðkomufólk en brottflutt; Suð- urnes (52) og Austurland (14). Flest- ir fluttu frá Norðurlandi eystra (54) og Norðurlandi vestra (38). Flestir fluttu á brott frá Norðurlandi ÁHRIF hvalveiða á ferðaþjónustu hafa ekki orðið eins mikil og margir spáðu, að mati Einars Kristins Guð- finnssonar, alþingismanns og for- manns Ferðamálaráðs. Hann sagðist á haustfundi útflutningsráðs Sam- taka verslunarinnar, sem haldinn var í gær, telja að um skammtímaáhrif væri að ræða og þau hefðu þegar komið fram. Einar sagði að góður árangur hefði náðst í ferðaþjónustu hér á landi á fyrstu 7 mánuðum ársins og erlend- um gestum hefði fjölgað um rúm 12%. Hinsvegar væri erfitt að spá því hver þróunin yrði næstu mánuði. Ferðavenjur fólks væru að breytast þannig að það skipulegði ferðir sínar með mun skemmri fyrirvara en áður. Eðlilegar áhyggjur Þó væru ýmis teikn um jákvæða þróun. Aukið sætaframboð til Íslands hefði vitanlega áhrif á eftirspurnina og framboð á gistingu hefði sömuleið- is aukist umtalsvert. Þá væri veiking krónunnar að undanförnu styrkur fyrir samkeppnisstöðu ferðaþjónust- unnar. Eins taldi Einar að aukin markaðsvinna myndi skila góðum ár- angri á næstunni. Um áhrif hvalveiða á ferðaþjón- ustuna sagðist Einar vera þeirrar skoðunar að veiðarnar myndu ekki hafa veruleg áhrif og minni en margir hefðu viljað vera láta. Hann sagðist sjálfur vera mikill hvalveiðisinni og hefði aldrei farið leynt með þá skoðun sína. Hann hefði hinsvegar alltaf tal- að fyrir því að ferðaþjónustan þyrfti að búa sig undir að fyrirhugaðar hval- veiðar hefðu neikvæð áhrif til skamms tíma. Áhyggjur aðila ferða- þjónustunnar væru þannig skilj- anlegar og eðlilegt að þeir létu skoð- un sína í ljós. Hann benti á að íslenska ferðaþjónustan hefði staðið af sér ýmislegt mótlæti á und- anförnum árum, mun betur en ferða- þjónustan í nágrannalöndunum. Ein- ar sagði það bæði sitt mat og stjórnsýslunnar að áhrif hvalveið- anna hefðu verið mun minni en búist hefði verið við. „Ég tel að afleiðingar verði ekki eins og sumir hafa haldið fram. Marg- ir spáðu því að áhrifin kæmu fram um leið og veiðarnar hæfust. Það gerðist hinsvegar ekki, þrátt fyrir töluverða umfjöllun í skamman tíma. Aðrir segja að afleiðingarnar verði meiri þegar fram í sækir. En það vitum við ekki á þessari stundu og ég tel að svo verði ekki,“ sagði Einar. Áhrif hvalveiða á ferðaþjónustu rædd á hádegisfundi Minni áhrif en gert var ráð fyrir Morgunblaðið/Þorkell Einar Kristinn Guðfinnsson, alþingismaður og formaður ferðamálaráðs, á haustfundi útflutningsráðs Samtaka verslunarinnar. ÞAÐ sem af er þessu ári hefur toll- gæslan í Reykjavík stöðvað 385 lyfjasendingar til einstaklinga frá út- löndum sem ýmist hafa verið pant- aðar á Netinu eða keyptar af aðilum erlendis sem senda þær hingað til lands, að sögn Jóhönnu Guðbjarts- dóttur, deildarstjóra hjá Tollstjóran- um í Reykjavík. Á síðasta ári voru 317 slíkar send- ingar stöðvaðar. Lyfjasendingar sem stöðvaðar hafa verið hafa innihaldið allt frá fæðubótarefnum með ólöglegum innihaldsefnum og upp í lyf. Á síðastliðnu ári vísaði tollgæslan átta málum til lögreglu þar sem um tilraun til innflutnings á sterum eða efedríni var að ræða. Ein sendingin reyndist innihalda 102.000 efedrín- belgi. Það sem af er ári hefur tollgæslan kært sjö mismunandi stór mál af þessu tagi til lögreglu. Í einu tilviki var um að ræða 60.000 efedrínbelgi og öðru 18.900 ætlaðar steratöflur. 385 lyfja- sendingar stöðvaðar ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.