Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 11 Tryggðu stöðu þína Nánari upplýsingar hjá Sjóvá-Almennum tryggingum hf., Kringlunni 5, í síma 569 2500 eða á www.sjova.is. Viðskiptavinir í Stofni fá afslátt og endurgreiðslu þegar þeir eru tjónlausir Hafðu yfirhöndina Þeir sem sameina tryggingar sínar í Stofni fá 10% endurgreiðslu á iðgjöldum sínum þegar þeir eru tjónlausir. Sjóvá-Almennar eru eina tryggingafélagið á Íslandi sem býður viðskiptavinum sínum möguleika á endurgreiðslu. ÞAÐ ER vafasamt fyrir stjórnvöld að treysta á skoðanakannir sem sýna afstöðu fólks til evrunnar fyrir þjóð- aratkvæðagreiðslu og áður en and- stæðingar evrunnar hafa náð að sýna sig og kynna málstað sinn. Sænska ríkisstjórnin hefði þannig aldrei látið fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um evruna í Svíþjóð ef hana hefði grun- að að niðurstaðan yrði jafnmikið áfall fyrir hana og raun ber vitni. Þetta kom fram í erindi Lars Wohlin, hagfræðings og fyrrum bankastjóra Seðlabankar Svíþjóðar, á málþingi Heimsýnar, Evran fyrir krónuna, sem haldið var í Norræna húsinu í gær. Mjög merkileg niðurstaða Lars Wohlin, sem lagðist gegn því að Svíar tækju upp evruna, sagði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar í Svíþjóð merkilega þegar horft væri til þess að um 80% stuðn- ingur hefði verið við evruaðild í sænska þinginu. Wohlin telur mikilvægt að halda í fljótandi gengi sænsku krónunnar og verðbólgumarkmið seðlabanka sem gæti þannig vegið upp á móti miklum launahækkunum á mjög miðstýrðum vinnumarkaði eins og í Svíþjóð þar sem auk þess væru sterk tengsl milli verkalýðshreyfingarinn- ar og jafnaðarmanna sem væru mjög sterkir í þinginu. Þessi stýritæki, fljótandi gengi og stýrivextir, væru mjög mikilvæg tæki til að hafa hemil á efnahagslífinu í Svíþjóð. Wohlin sagðist telja að niðurstaðan úr þjóð- aratkvæðagreiðslunni þýddi að hugsanleg evruaðild yrði ekki til um- ræðu aftur í Svíþjóð fyrr en í fyrsta lagi árið 2011. Í pallborðsumræðum rakti Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðu- maður Hagfræðistofnunar, í stuttu máli helstu kosti og galla þess að Ís- lendingar tækju upp evruna og gengju í ESB. Hann tók þó fram að hann væri þeirrar skoðunar málið væri fyrst og fremst pólitískt en ekki hagfræðilegt. Nauðsynlegt að meta kosti og galla Geir H. Haarde, fjármálaráð- herra, sagði að menn yrðu að vega og meta kostina og gallana, hversu mik- ils virði væri það sem menn myndu hugsanlega spara sér í viðskipta- kostnaði, vaxtakostnaði, o.s.frv. mið- að við það svigrúm sem menn myndu láta af hendi til þess að geta stjórnað efnahagsmálum sjálfir. Geir sagði að að sínu mati væri svarið alveg á hreinu, Íslendingar myndu láta meira af hendi en þeir fengju í stað- inn. Margrét Sverrisdóttir, Frjáls- lynda flokknum, sagði að meðan stefna ESB í fiskveiðimálum væri óbreytt kæmi aðild og þar með evru- aðild ekki til greina. Hún benti á að fyrst Svíar hefðu áhyggjur af því að sænska hagkerfið væri of lítið gagn- vart evru væri staða Íslands marg- falt verri. Hún sagði að eins og stað- an væri í dag væri aðild mjög óskynsamleg. Afkoma á Íslandi væri sveiflukennd af mörgum ástæðum og menn hefðu þurft og þyrftu að geta nýtt sér sveigjanleika gengis- ins. Helgi Hjörvar, Samfylkingunni, sagðist sjá marga kosti við evruna þótt hann hefði meiri efasemdir um aðild að ESB. Hann sagði málið þó nokkuð einfalt fyrir sér; á næsta ára- tug sæi hann ekki fyrir sér að heim- urinn myndi skipast í fjögur mynt- svæði, jenið, dollarann, evruna og íslensku krónuna. Þegar horft væri til framtíðar væri spurningin ekki hvort við ætluðum að halda í íslensku krónuna heldur hvenær og hvernig menn ætluðu sér að leggja hana af og hvað menn ætluðu að taka upp í staðinn. Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri- hreyfingunni grænu framboði, sagð- ist deila mörgum rökum með skyn- sömum hægri mönnum varðandi evruna. Aðild að ESB og evran væru að vísu óaðskiljanlegir hlutir en áhugavert að ræða um þá sem að- skilda hluti. Steingrímur sagðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að hvorki innganga né upptaka evrunn- ar væru skynsamlegir kostir fyrir Ís- lendinga. Gallinn væri fyrst og fremst skertur möguleiki á sjálf- stæðri hagstjórn sem á óstöðuleika- tímum væri líklegur til þess að leiða annað hvort til verðbólgu eða at- vinnuleysis. Árni Magnússon, félagsmálaráð- herra, sagðist geta tekið undir það með fjármálaráðherra að þetta væri spurning um að vega og meta kost- ina. Í því efni vantaði samantekna niðurstöðu af því hver ávinningur af upptöku evru væri í formi lægri vaxta, minni viðskiptakostnaðar og hugsanlegra lægra vöruverðs en allt væri þetta jafngildi kaupmáttar- aukningar. Upptöku evru væri þó alls ekki hægt að skoða nema í sam- hengi við hugsanlega aðild að ESB og taldi hann spennandi tíma fram- undan í þeirri umræðu og vísaði þá til þess að hugsanlega breyttist ESB þannig að það yrði möguleiki á fullri aðild og svo annars konar aðild sem þýddi að menn tækju ekki pakkann allan. Sjálfstæði í hagstjórn fórn- að með evru Á meðal gesta á málþinginu voru núverandi og fyrrverandi ráðherrar og nýkjörnir þingmenn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Wohlin telur mikilvægt að halda í fljótandi gengi sænsku krónunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.