Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 25
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 25
K
ETTIR í Bretlandi eru grunaðir um að hafa
smitað hátt í helming íbúa landsins með
sníkjudýri, sem hugsanlega breytir per-
sónuleika þeirra. Breskir kettir eru líklega
hátt í níu milljónir talsins og er hinn ótrúlegi
fjöldi smitaðra niðurstaða rannsókna á toxoplasma gondii,
sníkjudýri sem nánast allir kettir þar í landi bera með sér,
segir The Sunday Times.
Einkenni smits eru hægar en afgerandi hegðunarbreyt-
ingar. „Rannsókn bendir til þess að smitaðir karlmenn
verði árásarhneigðir, druslulegir, andfélagslegir og minna
aðlaðandi með tímanum. Konur virðast á hinn bóginn
breytast í kynþokkafullar kisulórur; verða óáreiðanlegar,
girnilegar, léttlyndar, jafnvel lauslátar.“
Niðurstöður rannsóknanna, sem gerðar voru hjá há-
skólum í Tékklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum, eru
ekki til þess að kæta kattareigendur. Rannsóknar- og
læknisfræðistofnun í Maryland í Bandaríkjunum, kennd
við Stanley, stóð straum af kostnaði, en hún er sögð í
broddi fylkingar í rannsóknum á geðrænum vandamálum.
„Stofnunin hefur þegar birt niðurstöður rannsóknar
sem sýnir fram á að fólk smitað af toxoplasma sníkjudýri
eigi frekar á hættu að þjást af geðklofa og alvarlegu þung-
lyndi.“
Eyða meiru í föt
Jaroslav Flegr, prófessor við Charles-háskóla í Prag,
rannsakar minni háttar breytingar á skapgerð fólks.
Hann leitaði að toxoplasma hjá 300 sjálfboðaliðum og
greindi jafnframt persónuleika þeirra. Niðurstaðan er sú
að konur smitaðar af sníkjudýrinu eyði meiri peningum í
föt og þyki almennt meira aðlaðandi. „Þær voru þægilegri,
hlýlegri, vinameiri og hugsuðu meira um útlitið en aðrar
konur. Jafnframt voru þær óáreiðanlegri og áttu í fleiri
samböndum við karlmenn,“ er haft eftir Flegr.
Smitaðir karlmenn virtust á hinn bóginn breytast í
nokkurs konar flækingsketti. „Þeir breyttust í ótilhafða og
óæskilega einfara og var hættara við slagsmálum. Einnig
virtist tortryggni og afbrýði aukast. Þá áttu þeir erfiðara
með að fara eftir reglum,“ segir Flegr.
Jafnframt kom í ljós að einstaklingar smitaðir af toxo-
plasma væru ekki eins viðbragðsfljótir og aðrir og þeim
þar með hættara við bílslysum.
„Toxoplasma-sýking gæti orðið að alvarlegu og van-
greindu heilbrigðisvandamáli í Bretlandi, með tilheyrandi
kostnaði,“ að sögn Flegr.
Fram kemur að heilbrigðisstéttir hafi vaxandi áhyggjur
af toxoplasma, ekki síst í ljósi sístækkandi kattastofns.
Segir Roland Salmon, smitsjúkdómafræðingur hjá mið-
stöð lýðheilsuverndar í Wales, vísbendingar um að kettir
séu helsta smitleiðin. Hringrás toxoplasma er í rottum og
köttum. Rottur smitast með snertingu við kattaskít og
kettir með því að éta smitaðar rottur. Hefur löngum verið
vitað að fólk geti smitast með miklu samneyti við ketti.
Vanfærum konum er ráðlagt að halda sig frá kisum vegna
hættunnar sem ófæddu barni stafar af smiti og fólk með
skert ónæmi, svo sem eyðnisjúklingar, er líka viðkvæmt.
Breytingar í heila
„Hingað til hefur verið talið að sníkjudýrið sé skaðlaust
fólki með heilbrigt ónæmiskerfi, en það gæti breyst í ljósi
rannsóknar við Oxford-háskóla. Vísindamenn hafa upp-
götvað að þegar rottur smitast af toxoplasma verði breyt-
ingar á heilastarfsemi svo þær hætti að vera hræddar við
ketti. Sams konar ferli virðist fjarlægja hömlur hjá fólki.“
Manuel Berdoy og Joanne Webster eru að rannsaka
hvernig toxoplasma breytir hegðun hjá rottum, einkum og
sér í lagi hvers konar „efnavopn“ sníkjudýrið noti til þess
að hafa áhrif. „Að einfrumungur skuli geta haft slík áhrif á
heila spendýra eða manna er stórfurðulegt,“ er haft eftir
Berdoy.
Annað sem veldur heilabrotum er mismunandi fjöldi
smitaðra meðal þjóða. Um 80–90% Frakka og Þjóðverja
eru smitaðir, sem er helmingi hærra hlutfall en í Bretlandi
eða Bandaríkjunum. „Ég er Frakki og hef velt því fyrir
mér hvort þetta hefur áhrif á karakter þjóðarinnar,“ segir
hann ennfremur.
Dominique Soldati vinnur við rannsóknir hjá Imperial-
háskólanum í London og er að kanna hvernig hægt sé að
hindra aðgang toxoplasma að frumum líkamans. „Þegar
smit hefur orðið er ekki hægt að losna við sníkjudýrið úr
líkamanum. Auk þess fjölgar það sér smátt og smátt með
árunum. Það er ekki góð tilhugsun,“ segir hún.
HEILSA | Rannsókn segir sníkjudýr gera karlmenn að druslu-
legum flækingsköttum og konur að kaupglöðum kisulórum.
Hömluleysi í
hegðun rakið til
kattarsmits
Mjááááá: Kattareigendur í Bretlandi eru óhressir með
rannsókn sem bendir til að sníkjudýr í kisum hafi af-
gerandi áhrif á hegðun og persónuleika fólks.
helga@mbl.is
Teppi á stigaganga
Ármúla 23, sími 533 5060 • www.stepp.is