Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake VOG Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þér hættir til neikvæðni gagn- vart maka þínum og öðrum í fjölskyldunni í dag. Reyndu að forðast að falla í þá gryfju. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þér hættir til neikvæðni í vinnunni í dag. Reyndu að ýta þessu frá þér og sökkva þér niður í vinnuna. Dagurinn hentar vel til starfa sem krefj- ast einbeitingar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Fjárhagsáhyggjur íþyngja þér í dag. Þú gætir einnig haft áhyggjur af börnum eða ást- armálum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það liggur eitthvað illa á þér í dag. Þér finnst fólkið í kring um þig sinnulaust og kulda- legt. Reyndu að slaka á. Þessi tilfinning verður horfin áður en varir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Láttu ekki áhyggjurnar ná tökum á þér í dag. Neikvæðn- in liggur í loftinu. Reyndu að ýta henni frá þér og líta á björtu hliðarnar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þig langar ekki til að eyða peningum með vini þínum í dag eða standa við sam- komulag sem þið hafið gert ykkar á milli. Hugsaðu málið í einn eða tvo daga. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Dagurinn hentar ekki til við- ræðna við yfirmann þinn eða yfirboðara. Það er hætt við misskilningi og að þú komir illa út. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þetta er góður dagur til hvers konar rannsóknarvinnu. Reyndu að vinna sem mest ein/n. Þú átt auðvelt með að einbeita þér og vinna verk sem krefjast nákvæmni. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ekki láta gagnrýni annarra draga þig niður í dag. Hún segir meira um þá en um þig. Hugsaðu málið út frá þeirri forsendu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er ómögulegt að gera fólki til geðs í dag. Fólk er upp til hópa neikvætt og þröng- sýnt. Ekki gera of mikið úr þessu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Áætlanir sem tengjast lög- fræði, framhaldsmenntun, út- gáfu- og ferðamálum líta illa út. Þú ættir þó ekki að leggja árar í bát. Skoðaðu málið eftir einn til tvo daga. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þér finnst þú bera heiminn á herðum þér í dag. Gerðu ekki of mikið úr því. Þetta er til- finning sem mun líða hjá á næstu dögum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Afmælisbörn dagsins: Þú ert vandvirkur og fámáll leiðtogi sem stuðlar að ein- ingu innan fjölskyldunnar. Á komandi ári verða nánustu sambönd þín í brennidepli. ÁRNAÐ HEILLA Mynd, Hafnarfirði. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. september sl. í Hafnarfjarðarkirkju af séra Þórhalli Heimissyni þau Hrönn Sigvaldadóttir og Sigurður Jökull Kjart- ansson. Heimili þeirra er í Hafnarfirði. 60 ÁRA afmæli. Í dag,14. október, er sex- tugur Pétur Stefánsson, skipstjóri og útgerð- armaður. Í tilefni dagsins langar hann að hitta vini, samstarfs- og samferðafólk í gegnum tíðina í Ými, húsi Karlakórs Reykjavíkur, Skógarhlíð 20 eftir kl. 18:00 1. c4 e6 2. Rc3 d5 3. d4 Rf6 4. Rf3 c6 5. e3 Rbd7 6. Dc2 Bd6 7. Bd3 O-O 8. O-O dxc4 9. Bxc4 b5 10. Be2 Bb7 11. Hd1 De7 12. e4 e5 13. dxe5 Rxe5 14. Rd4 Bc5 15. Rf5 De6 16. Bf4 Had8 17. Hxd8 Hxd8 18. Hd1 Hxd1+ 19. Dxd1 Rg6 20. Dd8+ De8 21. Dxe8+ Rxe8 22. Be3 Bxe3 23. Rxe3 Rd6 24. b4 Kf8 25. g3 a6 26. f3 Ke8 27. Kf2 Kd8 28. Rc2 Kc7 29. Rd4 Bc8 30. f4 Re7 31. e5 Rb7 32. Re4 h6 33. Bf3 Bd7 34. a3 Kb6 35. Bh5 g6 36. Rf6 Bc8 37. Bf3 a5 Staðan kom upp í Evrópukeppni landsliða sem fram fer nú í Plov- div í Búlgaríu. Ísland sendir lið í opnum flokki og tapaði fyrstu tveim viðureignunum. David Navarra (2607), undra- barnið frá Tékklandi, hafði hvítt gegn Þresti Þórhallssyni (2444). 38. Bxc6! axb4 Svarta staðan væri einnig töpuð eftir 38...Rxc6 39. Rd5+ þar eð hvítur hefði í senn peði meira og betra tafl. 39. axb4 Rd8 40. Bxb5 Re6 41. Rxe6 Kxb5 42. Rd8 Be6 43. Re8 Kxb4 44. Rxe6 fxe6 45. Rc7 Kc4 46. Kf3 Rf5 47. Rxe6 Kd5 48. Rf8 Re7 49. h4 g5 50. h5 gxf4 51. Kxf4 Rc6 52. e6 Re7 53. Rg6 Rxg6+ 54. hxg6 Kxe6 55. Kg4 Kf6 56. Kh5 Kg7 57. g4 Kg8 58. Kxh6 Kh8 59. g7+ Kg8 60. g5 og svartur gafst upp. Hægt er að fylgjast með gangi mála í Plovdiv á www.skak.is. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. FERÐALANGUR Kominn, af heiðum hrakinn og þreyttur, – hláturinn skyldur ekka. Borinn var mér í blárri könnu blöndusopi að drekka. Rakur var ég af rjúpnablóði, – rauðir tvennir sokkar. Himinblá voru hennar augu, hrukku bleikir lokkar. Þambaði drykkinn – dökkar bylgjur dundu í brjósti mínu. Hönd ein fögur að hurðarbaki hvarf með gulli sínu. – – – Jóhannes úr Kötlum LJÓÐABROT ÞAÐ VAR spenna í loft- inu í salarkynnum BSÍ við Síðumúla um helgina, þeg- ar tólf pör hófu keppni í landsliðsflokki og stigu þar með fyrstu skrefin í löngu ferðalagi sem gæti endað í Japan – fyrir suma. Keppn- in stendur yfir í fimm daga og ávinnur sigurparið sér rétt til að spila á NEC- mótinu í Yokohama í febr- úar næstkomandi og velja með sér annað par til far- arinnar. Eftir 8 umferðir af 22 eru Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson efstir með 286 stig. Sveinn Rúnar Eiríksson og Erlendur Jónsson eru í öðru sæti með 281 stig, en Ragnar Magnússon og Stefán Jó- hannsson þriðju með 270. Næstu umferðir verða spil- aðar helgina 25.–26. októ- ber, en mótinu lýkur 9. nóv- ember. Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠ ÁK103 ♥ Á7 ♦ ÁKDG10 ♣74 Vestur Austur ♠ D872 ♠ G9654 ♥ 53 ♥ 109 ♦ 98643 ♦ 7 ♣D10 ♣ÁK862 Suður ♠ – ♥ KDG8642 ♦ 52 ♣G953 Keppnisspilarar þekkja af biturri reynslu að útspil gegn slemmum eru oft hrein ágiskun. Stundum getur makker hjálpað til með útspilsdobli, en slík dobl eru notuð frjálslega nú til dags og flytja í raun ekki önnur skilaboð en „gettu betur, makker“. Og það er lítil hjálp í því. Spilið að of- an kom upp í fyrstu umferð Yokohamamótsins og á öll- um borðunum sex spilaði suður hálfslemmu í hjarta, oftast eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður – – – 4 hjörtu Pass 4 grönd Pass 5 tíglar * Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass * Eitt lykilspil. Vestur þarf að hitta á lauf út til að bana slemm- unni, en það er síður en svo rökréttara útspil en spaði og tígull. Dobl myndi hjá fæstum pörum leysa vand- ann, nema það bæði bein- línis um útspil í laufi. Eitt par hafði þá reglu, feðgarn- ir Karl Sigurhjartarson og Snorri Karlsson. Snorri do- blaði slemmuna og Karl lagði upp með laufdrottn- ingu. Einn niður. Ragnar Magnússon fann líka laufið út í ódobluðu spili, en ann- ars staðar vannst slemman. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Traustur kaupandi óskar eftir 4ra-5 herbergja íbúð í Smárahverfi eða Lindum í Kópavogi. Nánari upplýsingar veitir Kjartan Hallgeirsson fasteignasali. 4ra herbergja íbúð óskast í Kópavogi Innrömmum Til sölu innrömmunarfyrirtæki í borginni. Nýbúið að endurnýja vélar og tæki. Frábær vinnuaðstaða. Ein stærsta plöstunarvél á landinu. Góðir sýningargluggar. Fastir, stórir viðskiptavinir. Þekktur staður. Gott fyrir einstakling, hjón eða tvo samhæfða. fyrirtaeki.is Öll fyrirtækjaskráin okkar er nú á netinu í mjög aðgengilegu formi. Erum með úrval fyrirtækja á skrá hjá okkur á hverjum tíma. Einar Örn Reynisson, lögg. fasteignasali. Morgunblaðið/Kristinn Þessar duglegu stúlkur, Valgerður Helga Ísleifsdóttir og Ásrún Rúnarsdóttir, söfnuðu kr. 4.535 til styrktar Barnaspítala Hringsins. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík HLUTAVELTA FRÉTTIR VERÖLDIN okkar, barnaskemmtistaður í Smáralind, færði leikstofu Barna- spítala Hringsins gjafir síðastliðinn föstudag. Það voru Lára Kristín Ped- ersen og Ásdís Rut Guðmundsdóttir sem afhentu Vigni Gunnari Haukssyni og Daníel Lindberg Eggertssyni 320 litaöskjur, níu stuttermaboli merkta Veröldinni okkar, þrjátíu frímiða og fimm félagsskírteini í Veröldina okkar. Gjafirnar voru veittar í tilefni af tveggja ára afmæli Veraldarinnar okkar og Smáralindar og eiga eflaust eftir að koma sér vel fyrir börn sem þurfa að leggjast inn á spítalann í lengri eða skemmri tíma. Barnaspítali fær gjafir Lára Kristín og Ásdís Rut afhenda Daníel og Vigni gjafirnar. Morgunblaðið/Ásdís MORGUNBLAÐINU hafa borist ályktanir sem voru samþykktar á aðal- fundi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Kópavogi 9. okt.. Þar segir m.a.: „Fundur í Félagi VG í Kópavogi fimmtudaginn 9. október 2003 sendir verkafólki við Kárahnjúka baráttu- kveðjur og lýsir andúð á því þrælahaldi sem viðgengst í skjóli grímulausrar frjálshyggju, alþjóðavæðingar og dug- leysis íslenskra stjórnvalda. Fundurinn hvetur forystu íslenskr- ar verkalýðshreyfingar að standa þétt að baki réttindakröfum verkafólks og hafa forystu fyrir sameiginlegum að- gerðum ef þess er þörf.“ Hvetja til samstöðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.