Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ TEITUR Þórðarson segir við norska dagblaðið Aften- posten að hann ætli sér að íhuga vel næstu skref sem knattspyrnuþjálfari en hann sagði starfi sínu lausu hjá norska liðinu Lyn í lok ágústmánaðar en með liðinu leika sem kunnugt er þeir Helgi Sigurðsson og Jóhann B. Guðmundsson. „Það var fátt sem gekk upp í samskiptum mínum við Lyn,“ segir Teitur sem er 53 ára gamall en honum var sagt upp störfum sl. haust hjá Brann eftir tveggja ára starf þar á bæ. Samkomulag um starfslok Lyn og Teitur hafa komist að samkomulagi um starfslokasamning en Teitur leitaði réttar síns í gegn- um samtök knattspyrnuþjálfara þar í landi og stóð Lyn frammi fyrir málsókn vegna málaloka félagsins við Teit. Þau mál hafa nú verið leyst. Teitur segir ennfremur að hann hafi fengið margar fyrirspurnir undanfarnar vikur, flestar séu þær frá er- lendum liðum. Hann hefur hug á því að gleyma því sem gerst hafi í herbúðum Lyn og vill ekki segja hvernig samskipti hans við leikmenn og forráðamenn liðsins hafi verið rétt áður en hann hætti störfum. Ekki sáttur við meðferð aðstoðarmannsins „Ég vona að þessi uppákoma hjá Lyn muni ekki fylgja mér eftir sem skuggi það sem eftir er. Ég hef ekki hugsað mikið um þetta mál undanfarnar vikur og vona að þetta hafi ekki slæm áhrif á minn feril sem þjálfara.“ Teitur er ekki sáttur við þá meðferð sem aðstoðar- maður hans hjá Lyn fékk er Teitur sagði upp störfum. „Sture Fladmark er góður þjálfari og á ekki skilið að fá slíka meðhöndl- un.“ En Fladmark var sagt upp störfum og einn af leik- mönnum liðsins tók að sér þjálfun liðsins. Lyn er í mikilli fallhættu en þegar þremur umferðum er ólokið er liðið einu stigi frá fallsæti. Lyn hefur 26 stig eins og Tromsö en Vålerenga hefur 25 stig í þriðja neðsta sæti og Ålesund 24 sæti neðar. Teitur Þórðarson með tilboð frá liðum utan Noregs ÞAÐ er ekki bara hér á Íslandi sem vonbrigði ríkja yfir því að knatt- spyrnulandsliðið skyldi ekki komast í umspilið um sæti í lokakeppni EM, ef marka má The Sentinel, staðar- blaðið í Stokeborg á Englandi. The Sentinel skýrði frá því í gær að þar sem Ísland væri fallið úr keppni væri möguleikinn á að leikur um EM-sæti yrði spilaður á Britannia-leikvangin- um í Stoke úr sögunni. Samkvæmt blaðinu höfðu ýmsir hug á að Ísland myndi spila heima- leik sinn í umspilinu á Britannia-leik- vanginum ef veður- og vallarskilyrði á Íslandi gæfu ekki möguleika á að spilað yrði þar um miðjan nóvember. Blaðið bendir á hin miklu tengsl Íslendinga við Stoke og að íslenska knattspyrnusambandið hefði eflaust tekið hugmyndinni vel þar sem Ís- land hefði örugglega fengið góðan stuðning frá heimamönnum í Stoke. Geir Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri KSÍ, sagði við Morgunblaðið í gær að hann hefði heyrt þessu fleygt fyrir leikinn gegn Þjóðverjum. „Þetta hefur eitthvað gengið manna á milli á léttum nótum en aldrei komið formlega inn á borð til okkar, hvað þá að við hefðum rætt þetta við einhverja hjá Stoke. Ef við hefðum komist í umspilið hefði það alltaf verið okkar fyrsti kostur að spila á Laugardalsvellinum. En vissulega hefðum við þurft að hafa einhvern varnagla ef veðurskilyrði hefðu ekki gert okkur kleift að leika hér heima, það er ljóst,“ sagði Geir. Missti Stoke af íslenskum EM-leik?  HEIÐAR Geir Júlíusson, drengja- landsliðsmaður í knattspyrnu úr Fram, er á förum til norska félagsins Brann til reynslu. Heiðar er 16 ára og lék alla þrjá leiki Íslands í und- ankeppni EM í Litháen í síðasta mánuði. Brann hefur hug á að líta á fleiri efnilega íslenska pilta á næst- unni.  ÓÐINN Ásgeirsson skoraði 8 stig fyrir lið sitt Ulriken Eagles í norsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik á sunnudag í 87:81-sigri liðsins gegn Harstad í Bergen. Óðinn lék í 18 mínútur, tók 5 fráköst, hitti fjórum af alls sex skotum sínum, gaf eina stoð- sendingu og fékk fjórar villur.  JACQUES Santini, landsliðsþjálf- ari Frakka, ráðleggur markverðin- um Fabien Barthez að íhuga vel stöðu sína hjá enska félagsliðinu Manchester United en Barthez hef- ur setið á varamannabekk liðsins allt frá því að Bandaríkjamaðurinn Tim Howard var keyptur til liðsins í sum- ar.  SANTINI segir að aðeins eitt komi til greina, að Barthez leiki reglulega með sínu félagsliði eða þá að hann fái sig lausan frá liðinu og leita á önnur mið. Barthez var í marki Frakka í 3:0-sigurleik liðsins gegn Ísrael sl. laugardag og segir Santini að hann ráðleggi Barthez að huga vel að sín- um málum í byrjun næsta árs er leik- mannamarkaðurinn verður opnaður á ný.  RIVALDO vonast til þess að kom- ast til Englands þegar opnað verður fyrir kaup og sölu á knattspyrnu- mönnum í upphafi næsta árs. Hann afþakkaði boð frá Tottenham fyrir rúmu ári og kaus frekar að fara til AC Milan. Þar hefur honum ekki lík- að vistin og stefnir á að fara frá Míl- anó um áramótin og þá helst til Eng- lands. „Hver veit nema Tottenham endurnýi tilboð sitt,“ segir Rivaldo nú og bætir því við að enginn fótur sé fyrir orðrómi þess efnis að Chelsea hafi borið víurnar í hann í sumar.  LEIKMENN norska handknatt- leiksliðsins Stavanger náðu góðum úrslitum gegn Maccabi Rishon Le Zion í Evrópukeppninni sl. sunnudag er liðið vann, 34:20, í fyrri leik liðanna en leikmenn norska liðsins voru ekki eins ánægðir eru þeir sneru til bún- ingsherbergja sinna. Þar höfðu þjóf- ar látið greipar sópa og var fátt eftir í klefanum nema fatnaður þeirra. Öll önnur verðmæti, peningar, símar og hljómflutningstæki, hurfu en bún- ingsklefinn var læstur.  QU Bo, sóknarmaður kínverska landsliðsins í knattspyrnu, er kominn til enska liðsins Blackburn til reynslu. Qu Bo er 22 ára og var ná- lægt því að ganga til liðs við Totten- ham í fyrra en fékk þá ekki atvinnu- leyfi í Englandi. FÓLK Ólafur heimsótti Brann fyrirskömmu og leist vel á aðstæð- ur þar. „Ég fékk gott boð og um- hverfið er mjög þægilegt, bæði fyrir mig og fjölskylduna. Bergen er hæfilega stór bær og ég get haldið áfram þar með mitt háskólanám,“ sagði Ólafur við Morgunblaðið í gær. Brann er í áttunda sæti úrvals- deildarinnar en þó aðeins þremur stigum á undan Vålerenga, sem er í þriðja neðsta sætinu. Tvö neðstu liðin falla og það þriðja neðsta fer í aukaleiki um að sæti í deildinni. „Ég býst við því að Brann þurfi ekki að vinna nema einn leik til við- bótar til að tryggja stöðu sína. Liðið á heimaleik gegn botnliðinu Bryne um næstu helgi og sigur þar á að duga. Ég geri allavega ráð fyrir því að þetta gangi eftir, annað kæmi mér mjög á óvart. Það er ekki alveg frágengið hvenær við förum til Nor- egs, hvort það verður í kringum 1. desember þegar æfingar fyrir næsta tímabil hefjast, eða hvort við förum eftir áramótin,“ sagði Ólafur. Þetta er í annað sinn sem Ólafur gengur til liðs við erlent félag en hann lék með Malmö FF í sænsku úrvalsdeildinni árin 1998 og 1999. Fyrra árið spilaði hann fjóra deilda- leiki en það síðara lék hann 18 leiki og skoraði eitt mark. „Það var allt öðruvísi, ég var bara 22 ára og með enga reynslu þegar ég fór til Malmö. Nú er ég fenginn til Brann með það fyrir augum að styrkja liðið, ég er reynslunni ríkari og forsendurnar eru því allt aðrar en þegar ég fór til Svíþjóðar.“ Ekki misst úr leik með Grindavík í fjögur ár Ólafur hefur leikið með Grindavík síðustu fjögur árin, eftir að hann sneri aftur frá Svíþjóð, eins og hann gerði reyndar til þess tíma. Hann hefur ekki misst úr deildaleik með Grindvíkingum þessi fjögur ár og verið fyrirliði þeirra síðustu þrjú árin. Brotthvarf hans er þeim því mikið áfall, ekki síst vegna þess að samningur hans er að renna út og því ljóst að Grindavík fær ekkert fyrir hann. Ólafur er 28 ára og hefur spilað 14 landsleiki fyrir Íslands hönd, síð- ast gegn Þjóðverjum í Hamborg á laugardaginn. Hann er þriðji leikja- hæsti Grindvíkingurinn í efstu deild frá upphafi, hefur spilað 123 leiki fyrir félagið í deildinni. Ólafur verður sjötti Íslendingur- inn sem leikur með Brann. Tveir landsliðsmarkverðir, Bjarni Sig- urðsson og Birkir Kristinsson, hafa varið mark félagsins, Ólafur Þórð- arson, núverandi þjálfari Skaga- manna, og Ágúst Gylfason, fyrirliði Framara, léku með Brann um skeið og Ármann Smári Björnsson úr Val spilaði með liðinu undir lok síðasta tímabils. Þá var Teitur Þórðarson þjálfari Brann árin 1988–1990 og aftur 2000–2002, þannig að íslensk tengsl við félagið hafa verið mikil um árabil. Brann hefur löngum ver- ið eitt vinsælasta félag Noregs og fengið einna besta aðsókn af öllum liðum landsins en hefur ekki tekist að vinna stóra titla í rúm tuttugu ár. Brann varð bikarmeistari í fimmta skipti árið 1982 en í ár eru fjörutíu ár síðan félagið varð norsk- ur meistari. Þann titil hreppti Brann árin 1962 og 1963, en hvorki fyrr né síðar. Liðið hefur oft sett markið hátt og miklar væntingar verið gerðar til þess, en hlutskiptið hefur oftar en ekki verið að berjast við að halda sér í deildinni, eins og t.d. síðasta haust þegar það endaði í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildar og hélt sér uppi með því að vinna aukakeppni við þriðja lið 1. deildar. Að sögn Ólafs Garðarssonar, um- boðsmanns Ólafs, fylgdust forráða- menn Brann með Grindvíkingnum í fyrri landsleiknum gegn Þjóðverj- um, á Laugardalsvellinum, og töldu sig þá hafa séð nóg. Þetta væri maðurinn sem þá vantaði í vörnina hjá sér. Forráðamenn Brann hyggj- ast nú styrkja lið sitt enn frekar en félagið er nú búið að hrista af sér þau fjárhagsvandræði sem hafa háð því mjög síðustu árin. Ólafur Örn Bjarnason með þriggja ára samning við Brann „Þægilegt fyrir mig og fjölskylduna“ ÓLAFUR Örn Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu úr Grinda- vík, hefur komist að samkomulagi við norska úrvalsdeildarfélagið Brann um þriggja ára samning. Hann er háður því að Brann haldi sæti sínu í úrvalsdeildinni en allar líkur eru á að það takist og Ólafur er því á leið til Noregs öðru hvoru megin við áramótin. ÞÓTT Skotar séu almennt ánægðir með að hafa náð öðru sætinu af Ís- lendingum og komist í umspilið um sæti í lokakeppni EM í knattspyrnu, væri synd að segja að landsliðsþjálf- arinn Berti Vogts hefði áunnið sér hylli skosku þjóðarinnar. Íþrótta- fréttamaður The Scotsman sem fjallaði um leik Skota og Litháa á laugardaginn komst svo að orði að Skotar hefðu ekki komist áfram vegna þess að Vogts stýrði liði þeirra, heldur þrátt fyrir að hann stýrði liði þeirra. Stephen Halliday skrifaði meðal annars eftirfarandi í grein sinni um leikinn: „Fimmti riðill var án efa veikasti riðillinn í keppninni og skosku stuðningsmennirnir voru í raun að fagna meðalmennskunni þegar þeir dönsuðu um í leikslok, fagnandi öðru sætinu, á undan Ís- landi, Litháen og Færeyjum. Vogts var ráðinn til að betrumbæta leik og árangur skoska liðsins en hann get- ur ekki enn fullyrt að hann hafi náð að uppfylla þá starfslýsingu. Fyrir tveimur árum náði Skotland nefni- lega fleiri stigum í undankeppni HM, þrátt fyrir að þá væri liðið í þriðja sæti, á eftir Króatíu og Belg- íu. Sú tilfinning er ríkjandi að skosku leikmennirnir séu komnir í umspilið þrátt fyrir þjálfarann, frekar en að það sé þjálfaranum að þakka. Þetta var aðeins fimmti sigur hans í 19 leikjum sem þjálfari skoska liðsins, hræðilegur árangur sem flestir þjálfarar væru reknir fyrir.“ Skotar komust áfram þrátt fyrir Vogts
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.